Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Page 6
FRESKA Giambattista Tiepolo. AF EINKA- SÖFNUM N Ainja- og einkasöfn eru sum hver með |: dví óhugaverð- asta sem stórborgir hafa að geyma, þrátt fyrir að ekki fói þau nema eina eða tvær stjörnur í ferðabæklingum, stundum enga. Það er skoðun Braga Ásgeirssonar, sem felur einnig að stjörnugjafir ferðabæklinga séu full-litaðar hagrænum sjónarmiðum. I þessari fyrstu grein segir hann frá ýmsu er fyrir augu bar í listaborginni við Signu, en einnig heimsótti hann Berlín og Hamborg. SKOÐUN minja- og einkasafna í stórborgum ásamt ýmsum þeim stöðum öðrum sem yfirleitt fá ekki fleiri en eina eða tvær stjömur í ferðabæklingum getur reynst dýrleg lifun. Viðmiðunin vill á stundum vera nokkuð hlut- dræg, meira stíluð á hagræn sjónarmið og hinn breiða fjölda en raunveru- leikann. Þesslags söfn eru mörg í París, sum afar merkileg og er tilvalið að flétta þau inn í skoðun borgarinnar og afmarkaðar göngu- ferðir, þau segja ekki síður en húsin og um- hverfið eitt og annað af marglitri mannlífs- sögu, tengjast henni afar nánum böndum. Síst er ég einn um þá skoðun og þannig hafa verið gefin út sérstök leiðbeiningarit um minna þekkt söfn, eins og það heitir, en sá við sldmun þess að ég var kunnugur þeim flestum, voru líka á sérstakri skrá listamiðstöðvarinnar. Það gat skeð, að hjartað hoppaði upp í háls af ein- skærri undrun yfir því sem fyrir augu bar, heitir straumar hrísluðust um allt æðakerfið. Eðlilega var ég fullkomlega sammála Laufeyju Helgadóttur listsögufræðingi, sem ég hitti í lok dvalar minnar á Kjarvalsstofu, og átti við fróðlegt spjall; að undur borgar- innar væri að maður er líkastur landkönnuði og stöðugt að uppgötva og upplifa eitthvað nýtt. Laufey getur trútt um talað, bæði ver- ið búsett í borginni um árabil og leiðsögu- maður ferðahópa frá íslandi. Heldur þá list- um og menningu gjarnan að fróðleiksfúsum og þar verða óvænt sjónarhom og óvæntar lifanir engan veginn útundan. Svo þegar talið barst að Bercy hverfi í austurborginni, þangað sem ég fór til að skoða menningar- stofnun Bandaríkjanna, sem stjörnuarki- tektinn Paul Gehry er höfundur að, kom í ljós að hún er gift frönskum arkitekt sem var með að harma nýja bókasafnið á staðn- um. Margt áhugavert er að sjá í nútíma arkitektúr í hverfinu, ekki síst fjármálaráðu- neytið sem gengur út í fljótið svo og hjól- FRAMHLIÐ safnsins, Le musée Jacquemart André, bakatil við breiðgötuna. reiðahöllina, en hvað menningarstofnunina snerti sem ég hlakkaði til að skoða að utan sem innan og komst í gagnið 1994, hafði henni verið lokað 1996! Byggingin hrá og tómleg aðkomu, þótt hún stæði fyrir sínu sem mikilsháttar húsagerðarlist. Það voru firna óglöggir stjórnmálamenn og einangr- unarsinnar sem stóðu að lokun menningar- stofnana austan hafs sem vestan. Hvað Bandaríkin áhrærir var það tvímælalaust annar metnaður og önnur stefnumörk sem lögðu grunn að því stórveldi á menningar- sviðinu sem þau hafa orðið á seinni tímum. Fjöllistamaðurinn Jean Cocteau, sagði eitt sinn; enginn þekkir París, borgin er álíka óþekkt og hin miklu skáld. Margir út- lendir sjá á henni nýjar hliðar og miðla til okkar. Þorp og borgir dyljast í henni og bíða þess að vera uppgötvuð, - leitið þeirra! Eins og í öðrum stórborgum gerist það í París, að fólk einangrar sig í einstökum hverfum, allt fyrir utan endamörk þeirra 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.