Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 7
eru þá sem útlönd, þar sem menn eru sem álfar í hól. Táknrænasta atvikið sem ég man á augnablikinu skeði fyrsta morgun minn í Tókíó 1993, er ég var fljótari en kvenna- fansinn leiðsögumenn mínir að finna ein- földustu leiðina frá hóteli mínu til ráðhúss- ins í Sinjuku, einu aðalhverfi borgarinnar, en þar naut ég reynslunnar. Marais hverfið þar sem Kjarvalsstofa er staðsett, er alveg sér á báti fyrir þá sök, að það er á snerti- punkti sögunnar og þannig öllu minni hætta á einangrun, púls hennar og borgarinnar slær þar allt um kring, ólgandi hringiða lífs- ins allstaðar nærri í hvaða átt sem haldið er. Hins vegar virðist einangrunin til muna meiri hvað latínuhverflð áhrærir, Mont- parnasse og Montmartre svo einhverjir borgarkjarnar séu nefndir. Vinstri og hægri bakkinn voru sem tveir aðskildir heimar áður fyrr, milli þeirra voldugar brýr yfir Signu sem tengdu þá, og innan marka þeirra þjöppuðu Parísarbú- ar sér saman á miðöldum, þar taldist borg- arkjarninn. A gömlu Notre Dame brúnni sem byggð var 1413, voiu hvorki meira né minna en sextíu, allt að fímm hæða hús, þrjátíu á hvorri hlið. Þeir sem stóðu á brúnni sáu ekkert vatn, höfðu frekar á til- fínningunni að þeir væru staddir á breiðgötu og flóamarkaði, því margs konar og fjörugur kaupskapur fór þar fram. Þá er til frásagn- ar, að undir brúnum þróaðist þegar á elleftu og tólftu öld dálítil iðnbylting, þar sem ork- an var fengin frá vatnsmyllum sem voru að mestu staðsettar á eins kílómetra svæði við hægri bakkann, á tímabili voru þær sextíu og átta, mynduðu eins konar iðnaðarhverfi. Annálar segja frá því að 1323 hafi heilar 13 myllur verið undir Stórubrú, Grand Pont, sem við þekkjum í dag undir nafninu Pont- au-Change. Það skeði 1499 að Notre Dame brúin, sem var öll úr timbri, hrundi undan þunga sínum. Stuttu áður en það skeði hafði timbursmiður nokkur tekið eftir skemmdum á bjálkum í burðarvirki og tilkynnt það til brúarembættisins. En í stað þess að athuga málið var hann tekinn fastur fyrir hræðslu- áróður, vegna þess að embættismennirnir höfðu dregið sér leigugjöld sem áttu að renna til viðhalds og viðgerða. En þeir sáu að sér og létu rýma brúna rétt áður en hún hrundi og stuttu eftir komust svikin upp, hlutunum víxlað, timburmaðurinn látinn laus en þeim stungið inn. A þann veg andar sagan að vegfai'andanum hvert sem hann fer um borgina og gefur sér tóm til að minn- ast við fortíðina. Á breiðgötunni sem kennd er við barón Haussmann, arkitektinn sem eftir miðbik síðustu aldar breytti ásjónu borgarinnar og færði í nútímahorf, er safn sem nefnist Le musée Jaquemart André. Það er til húsa í af- ar fallegri byggingu sem er lítið frábrugðið öðrum stásslegum húsum við götuna, birtist gestinum fyrst í öllu veldi er komið er inn í bakgarðinn, líkast falinni ævintýrahöll. Og þar sem Boulevard Haussmann er mikil og löng breiðgata, sem landinn þekkir helst til vegna þess að við hana var sendiráð Islands til húsa til skamms tíma, er rétt að geta þess að húsnúmerið er 158. I nágrenninu er Miromesnil, fjölskrúðug gata þar sem litlar og ríkmannlegar verslanir og listhús eru hlið við hlið, gengur í þráðbeina línu niður og í átt til Stóru hallarinnar. André-ættin var auðug og banka- stjórasonurinn Edouard André, 1833-1894, helgaði líf sitt söfnun antíkmuna og listaverka. Giftist málaranum Néline Jacquemart, sem fljótlega gaf málverkið upp á bátinn til að deila söfnunarástríðu eiginmannsins, það skýrir fyrra nafnið og ber um leið auð- mýkt og riddaramennsku vitni. Á tveimur hæðum getur að líta yfirburða fallegt, fjöl- þætt en þó skipulagt samkrull muna og listaverka sem lýsa háþróaðri tilfinningu fyrir fögrum hlutum af öllu tagi. Ganga menn hér beint inn í franska hámenningu eins og hún gerist hreinust og óviðjafnan- legust, þar sem hver hlutur er óviðjafnan- legt handverk. Hlýtur að vera yfirhafin lif- un fyrir fólk er ekki þekkir til þessara þátta að ganga um salina þar sem öll hönn- un, listiðnaður, höggmyndir og málverk eru valin af tilfinningu fyrir upprunalegri og samræmdri fegurð. Allt ber þess vott að hjónin hafí verið safnarar af lífi og sál, ástríðan þeim í blóð borin, um leið fagurkerar út í fingurgóma. Leiðir hugann að hinu óviðjafnanlega Wallace safni í London, en sá er munurinn að þau bjuggu á staðnum, völdu munina í hvern sal fyrir sig og skipulögðu allt, yst sem innst í húsinu. FORDYRI og uppgangur á aðra hæð. ANDREA Mantegna (1430-1506), Ecce Homo, Sjá þar er maðurinn. Eftir endilöngum vegg yfír tröppugangi er stór freska eftir Tiepolo, en í húsinu fínnast einnig verk eftir Mantegna, Uccello, Dona- tello, Ruysdael, Rembrandt, Fragonard, J.L. David, Frans Hals, konuna sem var eitt af undrabörnum málaralistarinnar - Louise Elisabeth Viegée-Lebrun, og marga marga fleiii. Einkasöfn hversu góð sem þau annars eru, hafa víðast átt eifitt uppdráttar í gegnum tíðina og þannig hefur verið reynt að glæða aðsóknina með forvitnilegum sérsýningum af ýmsu tagi. Þróunin hefur þó orðið sú að lengra líður á milli slíkra sýninga er svo er komið, má rekja ástæðuna til þess, að áhug- inn á þessari hlið fortíðarinnar eykst með degi hverjum að segja má í jöfnu hlutfalli við kalda og staðlaða tæknivæðinguna. Eftir á að hyggja átti þetta að liggja í augum uppi, en það voru ekki safnstjórar né listsögufræð- ingar sem voru hér forvitrir heldur örtölvu- fræðingar. í fyrra skiptið sem ég kom á staðinn var aðsóknin jöfn og róleg en í það seinna var komin upp sýning sem hafði með freskur Ti- epolos að gera, að sjálfsögðu í tilefni stóru framkvæmdarinnar í Litlu höllinni. Og það var eins og við manninn mælt, húsið troð- fullt af áhugasömu fólki sem margt hafði, vel að merkja, ekki hinn minnsta áhuga á þessu fyrir nokkrum áram. Eg sem hafði ætlað að fá mér kaffí og vatn áður en ég hæfi skoðun, leit inn í allstóran veitingasalinn, en þá var hann einnig troðfullur, setið í hverjum stól svo ég hrökklaðist öfugur til baka. CARNEGIE ART AWARD 1998 NORRÆN SAMTÍMAMÁLARALIST LISTASAFN ÍSLANDS FRÍKIRKJUVEGI 7, REYKJAVÍK 7.-21. FEBRÚAR 1999 ALLA DAGA NEMA MÁNUDAGA KL. 11-17 LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA SUNNUDAGANA 14. og 21. FEBRÚAR KL. 15 AÐGANGUR ÓKEYPIS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.