Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Qupperneq 11
 ggJf/§; í M wM m. SS§lrar4i W Í Íllb fgSSgHNHgHBð W: 1 ÁRNI Pálsson, prófessor. Teikning með svartkrít og blýanti SIGURÐUR Guðmundsson, skólameistari á Akureyri og faðir listamannsins. JÓNAS Snæbjörnsson, menntaskólakenn- ari. Nokkuð dæmigerð fyrir fjölda portretta sem Örlygur málaði af fullorðnum mönnum á merkisafmælum. KRISTMANN Guðmundsson, skáld „á fimmtu eða sjöttu breiðgötu hjúskaparins" eins og listamaðurinn hefur skrifað undir myndina. Blýantsteikning. STEINN Steinarr, skáld. Örlygur túlkar Stein á einni af hinum erfiðu stundum (lífi skáldsins. Myndin var á sínum tíma gerð fyrir tímaritið Birting. Þegar menn sátu fyrir hjá Orlögi var ífyrstu lítið teiknað og ekkert málað, en þeim mun meira spjallað saman og síxtpótti málaranum nauðsynlegt að við- fangsefnið sæti hreyfing- arlaust. gera við „kall í jakkafötum" eins og fyrirbærið er stundum nefnt. Ekki nema um sé að ræða það sem nefnt er „frjálst portret“ og listamað- urinn geti tekið sér skáldaleyfi til persónulegra tilþrifa og þá gert tilkomumikið myndefni úr tilbreytingarlausum jakkafötunum. Það gerði Kjarval til dæmis þegar hann málaði frábært portret af „Brúsastaðabóndanum“, Jóni Guð- mundssyni gestgjafa í Valhöll. Sá hængur er hinsvegar á starfi portretmálara sem sinnir þörfum markaðarins að hann verður að gera verkkaupandanum til geðs og það má líta svo á að viðfangsefnið hafi misheppnast, ef kaupand- inn er óánægður og skiptir þá engu máli þó að málarinn telji að sér hafi tekizt vel. Umfram allt vill verkkaupandinn að málar- inn „nái svipnum" og það getur verið snúið; engan veginn er víst að báðir hafi sama mat á hinu eina rétta svipmóti. Þetta var ekki vanda- mál hjá Örlygi; hann bjó yfir þeirri náttúru- gáfu að geta fyrirhafnarlaust náð svipmóti manna. Hann notaði ekki til þess neinar tækni- legar tilfæringar; kunni það ekki eftir því sem ég veit bezt, en treysti á innsæi sitt og æfingu. í samtali sem ég átti við Örlyg á vinnustofu hans í Laugardalnum 1976, kvaðst hann hafa ánægju af portretmálverki vegna þess að það gæfi honum tækifæri til félagsskapar og til þess að kynnast mönnum. 1 upphafi, sagði hann, er lítið teiknað og ekkert málað en þeim mun meira spjallað. Það er ekki nauðsynlegt, sagði hann ennfremur, að viðfangsefnið sitji hreyfingarlaust. Menn sem hann málaði áttu helzt að tala á meðan. Þannig voru þeir eðli- legri og afslappaðri. Örlygur lagði áherzlu á að kynnast vel töktum og karakter þeirra sem hann málaði og mér sýnist auðsætt að hann hafi verið fremur fljótur með verkið þegar hann var reiðubúinn og hófst handa. í eðli sínu var hann ekki nostursamur yfirlegumaður og portrettin hans bera merki um hröð og ex- pressjónísk vinnubrögð. Ég hygg að teikning- in hafí alltaf verið styrkur hans, en liturinn mun síður og hann lagði sig heldur ekki eftir flókinni eða margbreytilegri málunartækni. Langt er í frá að ég hafi séð öll portret Ör- lygs, því þau eru víða. En af þeim sem hafa sést á sýningum og ég hef séð í stofnunum og á prenti, þykir mér mest til um portret hans af Eiríki Kristóferssyni skipherra hjá Landher- gisgæzlunni. Eiríkur varð þjóðsagnapersóna á dögum landhelgisátakanna og á myndinni stendur hann berhöfðaður í flaksandi skip- herrafrakkanum með pípuna í annarri hendi en sjónauka í hinni. Hann er staðfestan upp- máluð og minnir á fræga hershöfðingja eins og Rommel og Montgomery í síðari heims- styrjöldinni. Þetta er monúmental verk. Ég tel að portret Örlygs af Eiríki Kristó- ferssyni sé meðal þeirra mannamynda sem hvað bezt hafa tekizt hjá íslenzkum listamönn- um á öldinni, hliðstæða Brúsastaðabónda Kjarvals, portrets Jóns Stefánssonar af Mark- úsi Ivarssyni og Gunnlaugs Blöndal af Einari Benediktssyni svo nokkur minnisstæð séu tal- in. Listasafn íslands hefur af einhverjum ástæðum ekki áhuga á portrettinu af Eiríki Kristóferssyni; að minnsta kosti hefúr safnið ekki falast eftir því. Ekki væri þó síður ástæða til þess að myndin af Eiríki væri höfð uppi í aðalbækistöðvum Landhelgisgæzlunnar. En því miður hefur ekki heldur orðið af því. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.