Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Page 12
4 SAMAR - EIN ÞJÓP j MÖRGUM LÖNPUM - 2. hluti TRÚARBRÖGÐIN TENGDUST NÁTTÚRUÖFLUNUM EFTIR SIGURÐ ÆGISSON Samar trúðu því að sálir forfeðranna lifóu áfram eftir dauðann og tækju sér m.a. bólfestu í ýmsum hlutum allt um kring. Einkum þótti líklegt að andarnir byggju þar sem tré og klettar tóku á sig mannsmynd. Þeir stað- ir voru dýrkaðir og kölluðust seidar. Skattheimtan, er Óttar frá Hálogalandi minnist fyrstur á, og íslendingasögur kannast líka við, gekk undir nafninu finnskattur, og var stór þáttur í veraldlegum auði höfðingja þessa tíma. Eftir að Noregur var orðinn eitt ríki, tók Noregs- konungur við skattheimtunni. En bráðlega eru fleiri orðnir um hituna, því úr austurátt er furstadæmið Novgorod (Kirjálar) með álíka kröfur á hendur Sömum, og úr norðurhluta Svíþjóðar koma Birkarlar, sem voru finnsku- mælandi, og vilja sitt, og fá það líka, með blessun Svíakonungs. A 13. öld er því öll Norðurkollan orðin skattland þriggja ríkja, án nokkurrar fyrirfram ákveðinnar markalínu þeirra í millum. Og vegna þessa skorts á leik- reglum voru þau sífellt í innbyrðis átökum, þar sem hvert ríki um sig gerði allt til að reyna að útvíkka skattsvæðið, og undirbyggja þannig kröfur til hins óskipta lands. Norð- menn tóku þannig skatt meðfram suður- strönd Hvítahafsins að fljótinu Vyg, á meðan Rússarnir (Novgorod féll undir Moskvu árið 1478) tóku skatt allt vestur til Malangen, og Birkarlarnir fóru meðfram ströndinni hér og þar annarsstáðar. Flestir Samar inn til lands- ins og við ströndina fyrir norðan Lyngen urðu því að borga tveimur ríkjum skatt, og jafnvel öllum þremur, að dæmi sé tekið. Eflaust hafa Samar reynt að mótmæla þessu óréttlæti, og þá beitt vopnum ef svo bar undir. Arfsagnir þeirra um baráttu við Tsjuda og Kirjála eru m.a. taldar bera vitni um eitt- hvað slíkt. Á árásargirni Sama er iðuglega minnst í finnska ljóðabálkinum Kalevala (sem út kom á prenti á 19. öld, en byggir m.a. á gömlu efni frá sagnaþulum í Kirjálalandi, og sem ýmsir fræðimenn telja að geti átt rætur margar aldir aftur í tímann), og bendir það í sömu átt. Og eins hafa menn bent á, að á bak við illvættina og mannætuna Stallo, er víða birtist í sögnum og ævintýrum Sama, kunni að liggja eitthvað í þessum dúr. A síðmiðöldum voru Norðmenn einkum á höttunum eftir sjófiski, en höfðu minni áhuga á innlandinu. Það varð til þess, að hin ríkin tvö náðu að auka þar umsvif sín. Einkum þó Svíþjóð. Upp úr miðri 16. öld tók Gústav Vasa skattréttindin frá Birkörlunum, og lét menn sína um innheimtuna. í framhaldi af því krafðist Svíþjóð árið 1595 að Rússar létu ýms- ar skattlendur þama af hendi og ýmislegt fleira, og reyndi einnig að ná yfirráðum á svæði Norðmanna. Rússar létu í orði að vilja Svía, en ekki á borði. Skarst nú enn harðar í odda en verið hafði fyrrum. Má því segja að allt hafi verið þama á suðupunkti. Samarnir lentu í þessum átökum miðjum, og urðu nú margir hverjir að greiða þre- og jafnvel fjór- faldan skatt. Ut af þessu varð Kalmarstíðið (1611-1613). Eftir það urðu Norðmenn herrar yfir „FINNSKATTURINN", blýantsteikning frá 1983 eftir Arvid Steen. Skattheimtan, er norski bóndinn Óttar frá Hálogalandi minnist fyrstur á í lok 9. aldar, og íslendingasögur kannast líka við, gekk undir nafninu finnskattur, og var stór þáttur í veraldlegum auði höfðingja þeirra tíma og síðar Noregskonungs. strandlengjunni allt austur til Varanger, en Rússar fengu Kólaskaga allan í sinn hlut. Inn- landið hélst óbreytt frá því sem verið hafði. En ekki náðist samkomulag um fastar ríkis- grensur, þótt Norðmenn knýðu fast á um slíkt. Frá 1630 höfðu málin þó komist í jafn- vægi; ákveðin svæði vom orðin prívatskatt- lendur, en önnur sameiginlegar öllum ríkjun- um þremur. Utsjok, Karasjok, Kautokeino og ákveðnir hlutar Enontekio vora þannig sænsk-norskar lendur, Neiden, Pasvik og Peisen rússnesk-norskar, en Enare sænsk- norsk-rússneskt skattsvæði. Árið 1751 komust Svíar og Norðmenn að samkomulagi um landamæri milli ríkjanna, og Svíar misstu Utsjok, Karasjok og Kautokeino. Árið 1809 létu Svíar Finnland af hendi, og það varð stórhertogadæmi undir rússneskri stjóm. Og árið 1826 sættust Norðmenn og Rússar á landamæri. Neiden lenti Noregs- megin, en Pasvik og Peisen Rússlandsmegin. Allt þetta gerði Sömum erfitt fyrir. Árið 1852 var þeim meinað að fara með hreindýr sín yfir landamæri Noregs og Finnlands, og hófst þá burtflutningur þeirra suður og aust- ur á bóginn. Og árið 1889 gerðist sami hlutur með landamæri Svíþjóðar og Finnlands. Sam- ar frá Karesuando leituðu þá einnig í suður mep dýrin. Á 19. öld misstu sænskir Lapplandssamar ýmis beitarsvæði í Tromsfylki, og fluttu í kjöl- far þess í suðurveg. Árið 1944 varð Finnland sjálfstætt ríki, og landamæri ákveðin. Við það fengu Sovétríkin Petsamo og Suenjel, er frá 1918 höfðu tilheyrt Finnum. Við það fluttu ýmsir Skoltasamar yf- ir til Enare í Finnlandi. Samar, aðrir en þeir sem lifa á hreindýra- rækt eingöngu, og verða að fara með dýr sín um langa vegu, hafa að mestu tekið þessu brölti nágrannaþjóðanna og slag um ríkis- grensur og annað, með jafnaðargeði. Þeir hafa nefnilega önnur landamæri en ríkin, sem þeir búa í. Ættland þeirra liggur þvert yfir og skarast við mestan part Noregs og Svíþjóðar, Norður-Finnland og Norðvestur-Rússland. Eða m.ö.o. nær frá Engidal í Heiðmörk í Nor- egi og Dölunum í Svíþjóð og þaðan upp alla Norðurkolluna, austur í nyrstu hluta Finn- lands og um mestallan Kólaskaga. Alls eru þetta um 400.000 ferkílómetrar. Þetta er Samaland. Gerð samfélagsins Eins og komið hefur fram, gefa elstu ritheim- ildir til kynna, að Samar hafí í fyrstu stundað veiðar hverskonar, bæði til lands og sjávar. Samalandi var á þeim tíma deilt niður í siidur, en nafnið merkti hvort tveggja í senn, af- markað landsvæði („þorp“ eða ,,bæ“) og fólkið sem bjó þar (veiðigrúppuna). Þær voru hverj- ar um sig í einu og öllu sjálfstæðar heildir. Yfirmaður hverrar siidu nefndist siida-isit. Veiðilendur innan þessa landsvæðis voru nýttar sameiginlega af 20-30 manna hópi, eða jafnvel 120-150 ef svæðið leyfði það. Menn 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.