Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Page 13
fluttust reglubundið á milli ákveðinna veiði- staða, eftir árstíðum. Inn til landsins veiddu menn aðallega villt hreindýr, merði, birni og þ.u.l., en við ströndina físka, seli, hvali og fugla, auk villtra hreindýra. Á þessum tíma hafa menn búið í jarð- eða torfkofum (sbr. orð Tacitusar), svonefndum gömmum (á samísku goahti); þeir eru í upphafí taldir hafa verið keilulaga og að mestu gerðir úr torfi og bjálk- um. En á síðmiðöldum verður hér breyting á, ákveðin sérhæfing, að talið er vegna aukins landnáms nágrannaþjóðanna og minnkandi veiði af þeim sökum. Sumir hópar fara þá að temja litla hreindýraflokka eða jafnvel heilu stóðin, að öllum líkindum fyrir áhrif frá hús- dýrahaldi nábúanna (e.t.v. hefur þetta verið byrjað þegar á 9. öld eða jafnvel fyrr, sbr. orð Ottars frá Hálogalandi um lokkhreinana), en aðrir gerast fiskimenn við ströndina, og eru auk þess með smábúskap. Og enn aðrir taka upp fasta búsetu við ár og stöðuvötn. Þetta kallaði jafnframt á viðameiri híbýli, og gamm- inn var útfærður og betrumbættur. Hjá Sjáv- arsömum í norðri voru aðalbyggingarefnin torf, grjót og bjálkar, og form gammans hálf- kúlulaga; stundum með útbyggingu fyrir hús- dýrin og er tímar liðu sérstökum útihúsum. Og annarsstaðar víða notuðust menn líka við þetta form. En meðal Skógasama varð gamm- inn píramídaformaður, og aðalbyggingarefnið timbur. Þriðja gerðin var tjaldlaga. Gamminn er ekki lengur notaður sem íveruhús fólks ár- ið um kring; annað stærra og þægilegra hefur tekið við. Þeir, sem meira voru á ferð, notuðu (að auki) ákveðna gerð af tjaldi, sem enn er í notkun, í endurbættri mynd, þar sem málmur hefur tekið við hlutverki trjástoða og gervi- efni við hlutverki skinna og vaðmáls. Ekki er vitað hvort er upprunalegra, gamminn eða tjaldið. Trúarbrögð Elstu trúarbrögð Sama eiga rætur í aust- urátt, að því er fræðimenn nú álíta. Þau taka mið af hinni lifandi náttúru. Nokkurskonar háguðir voru annarsvegar Jubmel (eða Ibmel), sem menn telja að sé komið af orðinu alme, sem merkir himinn (á finnsku ilma) og hinsvegar Radien-attje, „hinn allsráðandi faðir“. Við sköpun mann- kyns kemur Radien-attje mikið við sögu, ásamt Madder-akka („frummóður") og dætr- um hennar þremur, Sar-akka („spunakon- unni“), Uks-akka („dyrakonunni") og Juks- akka („bogakonunni"). Annars starfaði Ra- dien-attje í mannheimum ásamt með konu sinni, Radien-akka, og syni þeirra, Radien- pardne. Náttúruöflin voru líka guðdómar. Sólin var dýrkuð undir heitinu Peive, tunglguðinn nefndist Manno eða Aske, og í eldingunni fór guðinn Tiermes eða Hora-galles. Veðrum stýrði Biegg-olmai („vindamaðurinn"), frjó- seminni Væralden-olmai („heimsmaðurinn") og Rana-neida, og veiðilukkunni, þ.e.a.s. dýra- veiðum, Leib-olmai („blóðmaðurinn") og fisk- veiðum Tjas-olmai (,,vatnamaðurinn“). Að eitthvað sé nefnt. Samar trúðu því, að sálir forfeðranna lifðu áfram eftir dauðann, og tækju sér m.a. bólfestu í ýmsum hlutum allt um kring. Einkum þótti lík- legt að andamir byggju þar, sem tré og klettar tóku á sig mannsmynd, eða á einhvem annan hátt drógu að sér athyglina. Þeir staðir vora því dýrkaðir, og kölluðust seidar. Hver fjöl- skylda í veiðigrúppunni átti einhvem seid per- sónulega, og bar honum fórnir; sá gekk í arf frá einni kynslóð til annamar. En svo átti allur hópurinn líka einn seid í félagi, og hann var bæði stæiri og hærri en aðrir; ekki var óal- gengt að heilu fjallstindarnir væra í slíku hlut- verki. Fómimar áttu að blíðka þau öfl, sem réðu í náttúranni, og tryggja veiði og heilsu. Hinn andlegi leiðtogi Samanna kallaðist noaidi, hann samsvaraði angakok hjá eskimó- um og sjaman hjá íbúum Síberíu. Noaidi gekk til allra daglegra verka eins og aðrir í hópn- um, en þegar sérhæfðrar aðstoðar hans var þörf, vegna einhvers sem á bjátaði - t.d. hung- ursneyðar eða veikinda - dró hann fram töfur sín, og hélt á fund guða og anda, til að freista þess að ná fram betran. En Samar töldu að hver einstaklingur væri búinn til úr líkama og sál. Hinsvegar var sálin flókinnar gerðar; hún greindist í „frísál“ (sem gat farið úr líkaman- um við ákveðin skilyrði, t.d. í veikindum eða svefni) og „lífsál" (sem var bundin andar- drættinum eða beinagi'indinni). Stundum bar noaidi guðum og öndum fórnir, eða gerði aðr- ar kúnstir hjá blótstallinum; og oftar en ekki tímum). Þegar hinu tiltekna ástandi var náð, breyttist rúnatromman í farartæki (sleða eða bát) og T-laga hamarinn, sem notaður var til að berja trommuna, umbreyttist í staf eða ár. Á ferðum sínum naut hann líka aðstoðar sér- stakra hjálparanda. Auk þess að vera prestur, spámaður og læknir, var noaidinn einnig menningarfröm- uður hópsins, sagnaþulur. Einnig vora til kvenkyns „sjamanar"; þær nefndust guaps, og voru ekki eins algengar. Þær notuðu ekki trommu (konur máttu ekki snerta þann grip), heldur (seið)staf, líkt og völvur noirænna manna, en vora þó í og með taldar máttugri en noaidinn. Við tilkomu kristninnar í norðurálfu hófst fljótlega trúboð meðal Sama. Fyrstu áhrifin eru talin hafa komið úr austri; það ráða menn af gömlum finnsk-rússneskum trúarlegum orðum í samísku máli. Gamlar heimildir nefna kristniboð í norðurhluta Svíþjóðar á 11. öld (Adalvard og Stenfi) en ekki eru allir sam- mála um, að það geti hafa náð yfir Sama- byggðir. En á 13. öld er ör- ugglega vitað um kristniboð meðal norskra Sama og á 14. öld SAMAR trúðu því, að sálir forfeðranna lifðu áfram eftir dauðann, og tækju sér m.a. ból- festu í hlutum allt um kring. Einkum þótti Ifk- legt að andarnir byggju þar, sem tré og klettar tóku á sig mannsmynd, eða á ein-- hvern annan hátt drógu að sér athyglina. Þeir staðir voru þvr dýrkaðir og köluðust seidar. Ýmsar fórnir áttu að blíðka þau öfl, sem réðu í náttúrunni, og tryggja veiði og heilsu. Ljósmyndin sýnir gamlan klettaseid. fór hann í dánarheima, Jabmiaimo, að leita að sál hins veika, eða þá í hina samísku paradís, Saivo. Eða þá að hann leitaði annað. Til þess að losna úr viðjum líkamans beitti hann ákveðinni andlegii tækni. Nauðsynleg hjálpai-tæki vora þá m.a. belti, er hafði að geyma ýmis galdrameðul, rúnatromma (gerð úr hreindýrahúð, sem fest var á sporöskju- eða vinkillagaðan ramma, yfirleitt úr tré, og máluð ýmsum táknum; í fyrsta sinn nefnd í áður- nefndri HISTORIA NORWEGIAE, frá 12. öld; var til í a.m.k. fjóram gerðum), og ákveðið söngform, er nefndist joik (sem menn telja að sé upp-runnið úr þessum geira, en er enn við lýði, og eitt helsta einkenni Samanna á okkar SAMAR aðhylltust fyrrum náttúrutrú. Kristni- boð í landi þeirra hefur eflaust byrjað snemma (litlu eftir að norrænir menn hurfu úr vist Óðins og félaga), en án mikils sýnilegs árangurs. Á 18. öld var loks fyrir alvöru reynt að ýta Sömum til kristni með harkalegum aðferð- um. Meðal annars var helsta tákni átrúnaðar þeirra, rúnatrommum, safnað og þeim fargað. Þeir menn sem ekki létu undan voru settir á bál. Það dugði skammt og hinn gamli átrúnaður lifði áfram hér og þar. En á 19. öld kom sænski presturinn Lars Levi Læstadius í Samaland og vann hylli manna. í dag eru flest- Samar kristinnar trúar. Myndin, sem tekin eru úr bók frá 17. öld, á að sýna noaidi með rún- atrommu, eitt af hin- um nauðsynlegu verkfærum til að komast í sam- band við guða- og andaheiminn. Einungis um 70 gamlar rúnatrommur nú til, flestar varð- veittar á söfnum. ILLVÆTTURIN og mannætan Stallo, er víða birtist í sögnum og ævintýrum Sama, er talin eiga rætur í ásælni norrænna manna og e.v.t. annarra í ýmsan varning Samanna fyrr á öld- um, sem þeir tóku í formi skattheimtu. Myndin sýnir hvernig 20. aldar listamðar hugsar sér ókindina. era einhverjir Samar orðnir kristnir í Svíþjóð. Á Kólaskaga mun trúboð ekki hafa byrjað að ráði fyrr en á 16. öld; þar ber hæst tvo grísk- kaþólska munka, Feodorit Solovetskoi og Tri- fon. En það var ekki fyrr en á 18. öld, með „postula Samanna", norska prestinum Thom- asi von Westen, að norskir Samar kynntust hinum nýju trúarbrögðum í einhverjum mæli, og þó enn frekar á 19. öld, þegar sænski kristniboðinn og grasafræðingurinn Lars Levi Læstadius kom til sögunnar; hann var af samískum ættum og fór aðrar leiðir en forver- ar hans, og náði með þvi að vinna hjörtu margra Sama til fylgilags við kristindóminn, bæði í Svíþjóð og annarsstaðar. Hin gömlu trúarbrögð lifðu þó í felum áfram, samhliða hinum nýju, langt fram á 20. öld, ekki ósvipað og gerðist í íslensku samfé- lagi við kristnitökuna, en noaidi missti áhrif, varð nú bara hjálparhella einstaklingsins, í stað heildarinnar áður. Og rúnatromman varð nær eingöngu að spádómstæki. Jafnframt gerðist það, að dró úr mikilvægum þætti noai- di sem flytjanda gamalla menningarverð- mæta, í formi sagna o.þ.h. Nú á tímum eru flestir Samar kristnir; þeir, sem búa í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, eru evangelísk-lútherskir (og allmargir, einkum Samar í Norður-Noregi, heyi'andi til þeim anga, sem kenndur er við Læstadius), en þeir í Rússlandi kaþólskir (ásamt Skoltasömum í Finn-landi). Tungumólid Um uppruna nútímasamísku er fátt vitað. En þeir, sem fylgja kenningunni, sem áður var reifuð, um fornfinnskuna í kringum 1500 f. Kr. og frumsamískuna í kringum árið 1000 f. Kr., geta sér þess til, að í kringum árið 800 e. Kr. hafi þróunin haldið áfram til þess, sem nú er. Allnokkuð er um tökuorð úr nági'annamál- unum, eins og gerist, og jafnvel úr samó- jedísku, en u.þ.b. 30% orðaforðans eiga sér þó enga hliðstæðu í tungumálum heimsins, og má það teljast undarlegt, að ekki sé fastar að orði kveðið, og er síst til þess fallið að minnka þá dulúð, sem allt frá öndverðu hefur loðað við Sama. En þótt uppruni nútímasamísku sé í og með á huldu, eru menn sammála um, að hún til- heyri úrölsku tungumálaíylkingunni, er skipt- ist í finnsk-úgrísk mál annarsvegar og samó- jedísk mál hinsvegar. Finnsk-úgrísk mál greinast síðan í úgrísk mál og finnsk-permísk mál. Samíska er í flokki með hinum síðar- nefndu, og af núlifandi málum talin skyldust finnsku. Eins og minnst var á hér framar, era ýmsar kenningar á lofti um Samana og elstu sögu þeirra. Á 18. öld komu t.d. fram biblíulegar skýringartilraunir, og áttu Samar þá ýmist að vera komnir út af einhverjum af hinum týndu ættflokkum ísraels eða þá út frá Jafet, syni Nóa. Á 19. öld vora menn allir í rasateoríum, og þá gekk ein hugmyndin út á það, að Samar væru útskot úr hvíta eða gula (eða þá hvít- gula) kynstofninum, eða þá að allir kynþætt- irnir þrír væru af sömu grein. En svo var farið að leita upphafsins með því að beita aðferðum málvísindanna, þ.e.a.s. at- huga tungumálið. Einnar kenningarinnar hef- ur þegar verið getið, um „vetursetuna“ ein- hvern tíma á síðustu ísöld, og tengingu við finnsk-úgríska þjóðflokka á suðurför. Annar málvísindamaður taldi líklegi'a að forfeðurnir hefðu verið samójedískur ætt- flokkur, er hefði kastað hinni gömlu tungu sinni, er fólkið á leið sinni vestur á bóginn kynntist finnsk-úgn'skum mönnum. Þetta byggði hann m.a. á því, að í samísku er að finna ýmis orð er varða hreindýr, sem utan hennar er bara að finna í samójedísku. Auk þess er í nefndum málum að finna tvítölu, sem ekki er í fínnsk-úgrískum málum. Vart þarf að nefna, að menn hafa sett fram ýmsar aðrar kenn- ingar um uppruna samísku þjóðar- innar, sem ekki er þó pláss til að ræða hér. Flestar taka mið af fram- annefndum kenningum málvísinda- mannanna tveggja. og útfæra þær á ýmsa vegu. Ai'fsagnir Samanna gefa hinsvegar til kynna, að þjóðin hafi orðið til á löngum tíma, í kjölfar margra ólíkra þjóðflutninga- bylgja. Að ýmsu leyti virðist það líklegasta skýringin; en í orðunum felst, að þjóðin sé misleit (heterogenous), þ.e.a.s. ákaflega blönduð, og þá gömlum og nýrri ættflokkum úr suðri og austri. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið, benda til þess að Samar eigi hvað útlit varðar allsterkar rætur í austuiveg, en blóðgerðinni svipar hinsvegar til þess, sem gerist hjá norrænum mönnum. E.t.v. hefur það að vera Sami ekki endilega merkt í öndverðu það sama og á okkar tímum, heldur fyrst og síðast átt við lífsmátann, og yfirfærst síðar á þjóðina. Ef forfeður Sa- manna hafa lagt niður hina gömlu tungu sína, eða hún breyst að einhverju leyti, gæti það merkt, að finnskir þjóðflokkar hafi verið menningarlega sterkastir í blönduninni. Á okkar tímum eru mongólsk einkenni sterkust (39%) meðal Sama á Kólaskaga, aðeins minni (27%) í finnskum Sömum, og hverfandi þaðan eftir því sem vestar dregur. Þótt menn séu búnir að koma nútíma- samísku í úrölsku tungumálafylkinguna, og þaðan undir finnsk-permísk mál, eru afar deildar meiningar um það, hvort telja beri hana eitt tungumál (með u.þ.b. 10 höfuðmál- lýskum, en í allt um 50) eða fleiri ólík og sjálf- stæð. Innbyrðis munur á hinum ýmsu gerðum er meiri en innan dönsku, norsku og sænsku. Samar í norðri skilja t.d. ekki þá í suðri; mun- urinn er eins og á norsku og þýsku. Það era ein helstu rökin fyrir því, að telja samísku mörg ólík tungumál. Einangrun og samfélagsgerð þessai'a manna fyrrum, sem minnst var á hér að framan, gæti - auk hins misleita upprana Sama - einnig legið að baki þessari fjölbreytni. Oftast er sú leið farin að ræða um þrjú ólík tungumál eða málahópa, þ.e.a.s. austursamísku (frá Kólaskaga til Enari í Finnlandi), mið- eða norðursamísku (Finnmörk og suður að Pitefljóti), og suðursamísku (frá Pitefljóti og suður í Heiðmörk í Noregi og Dalina í Svíþjóð). Af þessum tungumálum er dawisamíska langalgengust, notuð af um 30.000 manns. Hún er töluð í Finnmörku, Tromsfylki og aðliggj- andi landssvæðum Svíþjóðar og Finnlands; helstu mállýskur era raijasamíska (sem um 60% tala), tornesamíska og sjávarsamíska. Á eftir dawisamísku kemur lulesamíska, töluð af um 2.000 manns. Aðrar gerðir eiga undir högg að sækja, bæði vegna fæðar þeirra sem nota þær dagsdaglega, sem og því, að fáar eða eng- ar bækur eru til á þeim, og sumar eru jafnvel við það að deyja út, af sömu ástæðum. I Rúss- landi er kildinsamíska sterkust; hana tala þó ekki nema um 800 manns. Akkalasamíska og tersamíska era á opinbem skrá Unesco yfu- næstum útdauð mál; notendur hvon-ar um sig era innan við 10. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er guðfræðingur og þjóðfræðingur frá Há- skóla íslands og núverandi fulltrúi íslands í stjóm Norrænnar Samastofnunar (Nordisk Samisk Institut). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.