Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Qupperneq 16
ASTRÁÐUR Eysteinsson hefur verið naskur að finna ný sjónarhom á ís- lenskar bókmenntir á undanförnum árum. í skrifum hans hafa fjöl- margar erlendar fræði- kenningar öðlast líf í ís- lenskri bókmenntaumræðu. Hann hefur einkum glímt við nútímabókmenntir og hef- ur átt töluverðan þátt í að móta fræðilega umræðu um þær hér á landi. Hugtökin módernismi og póstmódernismi hafa verið honum hugleikin viðfangsefni en um það fyrrnefnda skrifaði hann doktorsritgerð og á henni byggði hann bókina The Concept of Modernism sem gefin var út af hinu virta forlagi, Cornell University Press (1990). Og ef eitthvað mætti kalla íslenska þýðinga- fræði þá er Ástráður tvímælalaust aðalhöf- undur hennar en bók hans, Tvímæli (1996), er ítarlegasta verk um það fræðasvið hér- lendis. Þess má einnig geta að meðfram fræðastörfunum hefur Ástráður unnið að þýðingum á erlendum bókmenntum á ís- lensku í samstarfi við föður sinn, Eystein Þorvaldsson, prófessor í íslensku við Kenn- araháskóla Islands. Nýjasti ávöxtur þessar- ar samvinnu er skáldsagan Ameríka eftir Franz Kafka sem kom út á nýliðnu ári. Ástráður hefur kennt almenna bók- menntafræði við Háskóla Islands í rúman áratug en þar er um þessar mundir tekið að leggja stund á tiltölulega ungt fræðasvið sem nefnist menningarfræði. Menningar- fræðin er afsprengi mikilla hræringa í hug- vísindum á síðustu þremur áratugum eða svo en hún hefur lagt áherslu á að rannsaka menningu í víðum skilningi út frá mismun- andi aðferðum og sjónarhornum ólíkra greina hugvísindanna. Ástráður segist vera gagnrýninn á ýmislegt í þessum nýju fræð- um en að hin þverfaglega nálgun þeirra sé afar áhugaverð. Margir eru Ástráði sam- mála hér á Iandi en sumir hafa skrifað held- ur óvirðulega um þetta nýja fræðasvið og hinar svokölluðu póststrúktúralísku fræða- kenningar sem Joað byggir að miklu leyti á eða vinnur úr. I þeim skrifum hafa kristall- ast átök á milli hefðar og nýsköpunar sem hafa sett nokkurn svip á fræðilega umræðu hérlendis og erlendis á undanföi’num árum og áratugum. ÁSTRÁÐUR Eysteinsson Morgunblaðið/Kristinn Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Islands, segir að þróunin í fræðunum síðastliðna áratugi sé m|ög flókin og þversagnakennd. Annars vegar virðist póststrúktúralisminn verða mjög sérhæfð fræði sem fáir hafa verulegan skilning á en á hinn bóginn sé enginn vafi að hann braut niður skilrúm milli fræðigreina og gróf mjög undan sérhæfingu. Að því leyti sé hann þrátt fyrir allt „húmanískur". ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Astráð um stöðuna í fræðunum, íslenskar bókmenntir, samfélagsumræðuna og Háskóla Islands. Róttækt andóf „Segja má að þessi togstreita milli hefðar og nýsköpunar í bókmenntafræði og fleiri hugvísindagreinum hafi staðið núna á þriðja áratug, bæði vestan hafs og í Vestur-Evr- ópu,“ segir Ástráður. „Þessu uppnámi hefur oft verið lýst sem togstreitu milli nútímalegra fræðikenninga og húmanísks lesturs en auð- vitað er sú andstæða fólsk vegna þess að húmanisminn, sem menn vilja gjarnan kenna sig við, er búinn að innlima nýrýnina og hug- myndina um hið sjálfstæða listaverk sem þótti mjög andhúmanísk á sínum tíma. Húmanisminn hefur gleypt þessar hugmynd- ir og lagað þær að kenningunni um heild- stæða sjálfsveru, þannig að hið einstaka skáldverk verður að lokum eins konar spegil- mynd einstaklingsins og sjálfsverunnar. Þetta er ein ástæðan fyrir því að mörgum þykir sá þáttur póstrúktúralismans sem nefndur hefur verið „afbygging“ vera að lenda í sama fari og nýrýnin á sínum tíma, þar megi finna sama andóf og nýrýnin hafði uppi á sínum tíma gegn röklegri staðsetningu textans í ytra samhengi. Þessi kreppa kemur hingað svolítið seint og í öðrum myndum en annars staðar. Það logaði allt í bókmenntadeilum í Bandaríkjun- um á áttunda áratugnum. Eins og hér nýver- ið var því haldið fram þar að sumir bók- menntafræðingar hefðu engan áhuga á bók- menntum en væru þeim mun uppveðraðri yf- ir ýmiss konar fræðikenningum sem þeir vildu þröngva upp á bækur. Þessi togstreita á sér því alllanga sögu og er að sumu leyti að jafnast út núna. Baráttumálin í upphafi hinnar póststrúkt- úralísku bylgju voru að mörgu leyti þau sömu og strúktúralistar höfðu staðið fyrir, til dæmis að taka ekki verkið sem sjálf- sprottinn merkingarheim heldur fara ofan í táknkerfið að baki því. En um leið halda pósttrúktúralistarnir uppi mikilli gagnrýni á grunnhugmyndir strúktúralismans um virkni táknkerfanna. Á þessum tíma mynd- ast því mjög róttækt andóf gegn hefðbund- inni bókmenntatúlkun. Hér er bókmennta- fræðin að vissu leyti í fararbroddi hugvís- inda því að þessar hræringar leita síðar inn í aðrar fræðigreinar, svo sem sagnfræðina þar sem þær birtast í kreppu frásagnarinn- ar.“ Afbygging tungumálsins „Póststrúktúralisminn einkennist mjög af efahyggju og andskynsemishyggju," heldur Ástráður áfram, „og hefur það farið mjög fyr- ir brjóstið á mörgum fræðimönnum sem hafa verið ráðandi í akademíunni. Þeir hafa ekki viljað viðurkenna hvers eðlis þetta andóf er í pólitískum og sögulegum skilningi. Svo eru aftur aðrir sem hafa gert sér allt of róman- tískar hugmyndir um þetta andóf, um póli- tískt gildi þess. Róttækustu afbyggjendumir lögðu áherslu á að brjóta niður merkinguna og spumingar vöknuðu um hversu pólitísk aðgerð það væri. I sjálfu sér er hún ekki rót- tæk nema niðurbrotið gerist í hugmynda- fræðilegri og pólitískri deiglu þar sem ein- hvers konar samræða myndast. Meðal ann- ars úr þeirri vitundarvakningu spretta þær þverfaglegu og menningarfræðilegu rann- sóknir sem em ofarlega á baugi nú og hafa horfið frá eindreginni afbyggingu. Þar er að hluta til dregið úr róttækninni en margir fræðimenn telja sig taka þátt í pólitískri og hugmyndafræðilegri umræðu og mynda tengsl út í samfélagið með þeim hætti. Þróunin í fræðunum síðastliðna áratugi er sem sé mjög flókin og þversagnakennd. Annars vegar virðist póststrúktúralisminn verða mjög sérhæfð fræði sem fáir hafa verulegan skilning á, þetta em djúpar fræðilegar pælingar í frekar þröngum far- vegi. A hinn bóginn er enginn vafi að póststrúktúralisminn braut niður skilrúm milli fræðigreina og gróf mjög undan sér- hæfingu - að því leyti er hann þrátt fyrir allt „húmanískur“ því hann skapar ákveðna samræðu og menn fara að líta yfir sviðið og velta fyrir sér alls konar tengingum milli greina og hvernig lögmál birtast á ýmsum sviðum. Hin róttæka afbygging tungumáls- ins leiddi líka til þess að farið var að rann- saka það og vægi þess á ýmsum sviðum, ekki bara í bókmenntum. Það hafa því opn- ast leiðir, meðal annars fyrir bókmennta- fræðinga, til þess að líta á eitthvað annað en 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.