Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 8
HEIMSPEKINGAR fást við allt mögulegt eins og nafnið gefur til kynna. Ruth Millikan er einmitt gott dæmi um heimspeking sem á sér mörg viðfangsefni. Hún fæst við heimspeki um sálfræði, líffræði, tungumál, hugar- starfsemi auk frumspeki (sem fæst við eðli veruleikans) og þekkingarfræði (sem fæst við þekkingu). Eg spurði hana fyrst um hvemig hún nálgaðist þessi viðfangsefni. „Eg held að það sé ekkert sem ég hef gert sem hefur ekki, á endanum, einhverja skírskotun til þróunarkenningar Darwins. Eg skil í rauninni ekki af hverju en mjög fáir hafa beitt kenningunni um náttúruval, til dæmis í sálfræði [náttúruval er talin vera meginorsök þróunar og vísar til þess að breytingar á teg- und verða oft vegna þess að ákveðnir einstak- lingar tegundar em betur lagaðir að umhverf- inu og lifa því frekar af en aðrir og skila þess- um eiginleikum til afkomenda sinna með erfð- um. Gen þeirra em því valin úr]. Ég held að hugmyndir mínar séu umdeildar meðal ann- ars vegna þess að ég hóf að beita þróunar- kenningunni á sama tíma og menn fóm að ef- ast um hvort skýringar byggðar á henni væra tækar [slíkar skýringar era oft nefndar aðlög- unarskýringar því að í þróun með náttúravali laga dýr sig að umhverfinu]. Hluti deilunnar snýst því um það hvort það sé yfirleitt hægt að beita þróunarkenningunni á nokkurt við- fangsefni. Ég þarf þess vegna að berjast á tveimur vígstöðvum. í fyrsta lagi held ég því fram að aðlögunarskýringar séu mjög mikil- vægar á ákveðnum sviðum. í öðra lagi að hægt sé að nota þær á tilteknum sviðum þar sem þær hafa ekki verið notaðar áður. I heim- speki um tungumálið og hugarstarf hafa þær til dæmis ekki verið notaðar að neinu marki.“ Sálfræði er undirgrein líffræði - Fyrirmynd sálfræðinnar var í upphafi eðl- isfræði. Var eðlisfræði heppileg fyrirmynd? ,A-ð mörgu leyti ekki. Ég held að sálfræð- ingar hafi gert mörg mistök þegar þeir reyndu að líkjast efnisvísindunum sem vora greinilega svo traust og vel staðfest. Ég held að ákveðin stefna heimspekinga, svokallaðra rökfræðilegra raunhyggjumanna (logical positivists), sé að einhverju leyti ábyrg fyrir þessu [rökfræðilegir raunhyggjumenn höfðu vísindagreinar á borð við eðlisfræði að fyrir- mynd í hugmyndum sínum um vísindi]. En ég held að við höfum þurft að ganga í gegnum það tímabil. Við höfum lært mikið af því að reyna að vera rökfræðilegir raunhyggju- menn,“ segir hún og hlær. „En það hafði að mörgu leyti slæm áhrif á sálfræði." - Pú hefur sagt að sálfræði sé í raun undir- grein líffræði. Hvað meinarðu með því? „Það sem ég meina með því er í grandvall- aratriðum að það verði að horfa á sálræna eig- inleika lífverannar með tilliti til þeirra hlut- verka (functions) sem þeir gegndu til þess að lífveran lifði af og hvers vegna eiginleikamir vora valdir úr. Petta er að mínu áliti það sjón- arhorn sem sálfræðingar eiga að hafa, frekar en að líta á lífverana eins og hún sé enn eitt framefnið og horfa einungis á hana í núver- andi kringumstæðum og greina hana á þann hátt. í stað þess verðum við að skilja af hverju við gerum það sem við geram út frá þeim hlutverkum sem hegðunin hefur þróunar- fræðilega." Eiginverk - Hugmynd þín um eiginverk (proper function) er lykilhugtak í verkum þínum. Get- urðu sagt mér meira um það hvemig þú hugs- ar þér þetta hugtak? „Það er athyglisvert að í Language, Thought, and other Biological Categories, fyrstu bók minni, þá skrifaði ég síðast af öllu fyrstu kaflana og þeir snerast um líffræðileg hlutverk. Uppranalegu hugmyndimar að bók- inni urðu til innan hinnar hefðbundnu þekk- ingarfræðilegu hefðar en smám saman gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti að fjalla um hlutverk en ekki aðeins hneigðir (dispositions). Ég vildi ekki láta mér nægja að spyrja hvað dýr gerðu við ákveðnar aðstæður heldur spyrja líka hvaða líffræðilega hlut- verki, eða eiginverki, athafnimar gegndu. Til þess setti ég inn þessa síðustu kafla sem urðu fyrstu kaflamir. Rökin fyrir því að kynna til sögunnar líf- fræðileg hlutverk era að þessi hugmynd skýr- ir hvemig hægt er að falla ekki undir eitt- hvert tiltekið norm. I efnafræði er ekki til neitt sem heitir röng viðbrögð. En meðal lif- andi vera eru til rangar skoðanir og fávíslegar langanir. Það er einnig til staðar hegðun sem þjónar ekki tilgangi sínum. Það verður að vera hægt að tala um tilgang og hlutverk, það verður að vera til staðar normatíf vídd. Það er ástæðan fyrir því að ég setti fram hugmynd mína um hlutverk." RUTH Millikan með nemendum sínum f Stokkhólmsháskóla. LITIÐ Tl L SÖGU MANNSINS ANDRI STEINÞÓR BJÖRNSSON RÆÐIR VIÐ RUTH MILLIKAN Ruth Garrett Millikan er bandarískur heimspekingur sem hefur vakið mikla athygli síðan hin umdeilda bók hennar Language, Thought, and other Biological Categories kom út árið 1984. Það sem er einkum frumlegt við heimspeki hennar er að hún leggur þróunarkenningu Darwins til grundvallar flestu því sem hún skrifar. - En síðan hefur þú verið misskilin. Hvað var það sem fólk misskildi? „Fólk heldur stundum að ég sé að reyna að smætta allt í líffræði, í erfðafræðilegum skiln- ingi. En þetta er eklti rétt. Ég hef ekki sagt þér mikið um verk mín í heimspeki tungu- málsins en þau byggjast að miklu leyti á hug- myndinni um hlutverk sem ég skilgreindi í bókinni. Og í heimspeki tungumálsins er um að ræða hlutverk sem koma ekki til vegna úr- vals gena. Um er að ræða aðra gerð af úrvali. Það era alls kyns hlutir í tungumáli sem velj- ast úr vegna þess að þeir hjálpa þeim sem tala og hlusta á tungumál að skilja hver annan. Því leitar maður að þeim hlutverkum sem gera það að verkum að hægt sé að tala tungumál. En það hefur ekkert með gen að gera. Og margt fólk hélt að öll mín hlutverk byggðust á úrvali gena. En það eru til aðrar gerðir af vali en náttúraval, það era til aðrir hlutir en gen sem veljast úr.“ Skynsemishyggja um merkingu -í inngangi bókar þinnar White Queen Psychology and other Essays for Alice [sem gefin var út 1993], sagðist þú vilja uppræta eitthvað sem þú kallar skynsemishyggju um merkingu (meaning rationalism). Hvaða hug- mynd er þetta og af hverju viltu uppræta hana? „Ég vil uppræta hugmyndina af því að hún er röng. Hún hefur líka valdið miklum ragl- ingi á mörgum sviðum. Skynsemishyggja merkingar er í raun og vera mjög hversdags- leg hugmynd og flest fólk aðhyllist skynsem- ishyggju í þessum skilningi. Þetta fólk heldur að það hvort hugmyndir þess séu réttar eða ekki og hvort hugmyndir þess merki eitthvað eða ekki sé eitthvað sem það geti vitað aðeins með því að hugsa um það, með því að sitja í hægindastól og hugsa málið. Sumir heimspek- ingar segja að það sé einfaldlega fyrir fram þekking (a priori) [fyrir fram þekking er þekking sem er fyrir fram rétt og krefst þess ekki að sannleiksgildi hennar sé athugað nán- ar]. Descartes er megin fyrirmynd slíks hugs- unarháttar. Ég held því hins vegar fram að það hvort hugmyndir okkar um heiminn séu réttar eða ekki og jafnvel hvort hugmyndir okkar vísi til einhvers í heiminum eða ekki, sé eitthvað sem við uppgötvum smám saman með reynslu. Þetta er ástæðan fyrir því að það era til vís- indahugmyndir sem vísa ekki til neins, eter- inn er einmitt dæmi um eitthvað sem vísar ekki til neins eins og fólk hélt áður fyrr [eter- inn (stundum kallaður ljósvaki eða eisa) var himneskt efni í heimsmynd Aristótelesar. Síð- ar var nafnið notað um efni sem „hlyti“ að vera til ef Ijós ætti að geta borist um geim- inn].“ Þú hefur sagt að maður viti ekkert um hug- ann eingöngu vegna þess að maður hafí huga og það að hafa vitund feli ekki í sér að maður viti endilega neitt um vitundina. Það verði alltaf að vera einhver tilvísun í kenningu. Hvað meinarðu með kenningu í þessu sam- hengi? „Ég held að sjálft hugtakið sem við höfum um vitund gæti verið rangt á sama hátt og hugtakið um flógiston var rangt [flógiston eða branaefni er efni sem menn hugsuðu sér áður fyrr að yrði til við brana]. Ég er ekki að segja að vitundin sé ekki til. Ég er hins vegar að halda því fram að þegar við tölum um vitund- ina þá gæti verið að við séum að hugsa um hana á vitlausan hátt. Að sjálfsögðu er um eitthvað að ræða“ segir hún og hlær. „En við munum ekki komast að því hvað vitund er bara með því að hafa vitund og einblína á hana. Það er ekki aðferðin til að komast að hinu sanna. Hugtökin sem við notum era að öllum líkindum ekki nógu góð. Ég get ekki vitað hvort það hugtak sem ég hef um vitundina sé gott hugtak bara með því að hafa vitund frammi fyrir hugskotssjónum og með því að bera saman hugtökin sem ég bý yfir. Það er engin bein leið til að vita hvort hugtök mín, sérstaklega sálræn hugtök, séu rétt. Böm þurfa að vera tveggja og hálfs árs til þriggja ára áður en þau geta haft hugtök um til dæmis skoðanir. Að búa yfir skoðunum er ekki nóg til að vita að þú hafir skoðanir. Og að búa yfir vitund er ekki nóg til að vita það eða hvað vitund er. Sumt er þó næstum áskapað. Ég á við að það er ýmislegt sem bendir til þess að við séum svo gerð [með náttúravali] til að við getum skilið ákveðna hluti í heiminum. Böm geta náð góðum tökum á sumum hugtökum vegna þess að þau eru til þess gerð. En almennt má segja að hugtökin komi ekki bara til með því að hafa reynslu af heiminum og kalla reynsluna einhverjum nöfnum, eins og vitund. Það er erfitt verk að smíða nógu góð hugtök.“ Goðsögn hins gefna - Það má því segja að þessi hugmynd um kenningu beinist að hugtökum og hugtaka- smíð, er ekki svo? „Jú. Grandvallarhugmyndin var sett fram í klassískri grein eftir Wilfred Sellars [frá 1956]. Undirtitill þeirrar greinar var „Goð- sögn hins gefna“ (The Myth of the Given). Hann var að andmæla þeirri kenningu að ein- staklingurinn öðlist hugmyndir með því einu að upplifa eitthvað og allt í einu hafi hann hugmynd um það sem hann upplifði. Á einn eða annan hátt hafi skilningurinn eða þekk- ingin á einhverju verið gefin í reynslunni. Ég held að það sé rétt hjá honum að þessi stað- hæfing standist ekki. Það er ekki hægt að opna einfaldlega augun og öðlast hugtök." - Hafa hugmyndir heimspekinga um þetta efni breyst? „Nei, aðeins að litlu leyti. Ef Sellars hafði rétt fyrir sér þá hafa þeir ekki meðtekið það sem hann hafði fram að færa um þetta, bæði í amerískri heimspeki og þó sérstaklega í heim- speki á meginlandi Evrópu. Ég nefni sem dæmi að nú eru mjög í tísku svokallaðar vit- undarrannsóknir. Það er mjög vinsælt núna að tala um vitundina og margir rökræða út frá þeirri forsendu að hver maður viti að það sé eitthvað til, sem þeir kalla eigindir (qualia) bara út af því að maður upplifir það. Þekking- arfræðilega hefur þetta fólk ekkert til mál- anna að leggja. Hvemig fer ég þá að því að búa yfir vitund og að vita eitthvað um hana? Þetta fólk hefur ekkert að segja um gjána þar á milli. Að hafa það í huga er gefið og því næst geturðu farið að hugsa um það. Þessu er ég að mótmæla. Ef maður skoðar málið rækilega kemur í ljós að margir ganga að því vísu að þú vitir um vitundina ejnfaldlega vegna þess að þú ert með vitund: „Ég veit hvað ég er að tala um, ég er meðvitaður"! Nú, ég er líka með lifur og hjarta en ég veit ekkert um það nema einhver segi mér frá því,“ segir hún og hlær innilega. Hvað er aHerli? - Mér virðist að verk þín beinist að miklu leyti að því að fá fólk til að hugsa um viðfangs- efnið á nýjan hátt vegna þess að það hafi 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.