Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 13
MANNLÍFIÐ blómstrar á útiveitingastöðum og þjóðernin eru mörg því borgin hefur orðið að taka við holskefium af innflytjendum. BÁTAHÖFNIN í Marseilles er ein sú stærsta við Miðjarðarhafið. SKUGGALEGT um að litast í Arabahverfinu. Marseilles hefur haft slæmt orð á sér fyrir glæpi og eiturlyf. manngæsku, Vieille-Charité. Kirkjan var byggt um aldamótin 1700 og var sérstaklega ætluð vegleysingjum og undirmálsfólki er leit- aði athvarfs í byggingum sem reistar voru um- kringis sjálfa kirkjuna og mynda einskonar ferstrending. Byggingin er á þremur hæðum og að innanverðu eru svalir allan hringinn sem vísa inn í stórt og bjart portið á milli kirkjunn- ar og athvarfsins. Sagan segir að ekki hafi smælingjunun verið veittur aðgangur að kirj- unni sjálfri og liggur því beinast við að ætla að þeir hafi hlýtt á messur úti á svölum eða niður í porti. Þeir sem voru af æðri stigum áttu að minnsta kosti ekki að þurfa að umgangast þá þótt þeir sæktu sömu messur og þeir. Margir sýta það að ekki skuli vera til forn minnismerki í samhengi við langa sögu borgar- innar en aðrir segja þetta vera frekar í sam- hengi við þann þokka sem hún gefur af sér í dag; þ.e.a.s. hún er ekki öll þar sem hún er séð. Mannlíf þegar komið er til Marseille í fyrsta sinn virðist sem að þarna sé ekki eftir miklu að slæðast og raunar er hún óaðlaðandi við fyrstu sýn. Það er mörgum ofarlega í huga að um ára- bil hefur hún verið talin eina mesta glæpaborg Frakklands og að þar séu framin fleiri morð en í París. Marseille hefur einatt þurft að þjóna hlut- verki móttökuandyris Frakklands í suðri. Þannig að borgin hefur þurft að taka við gríð- arlegum holskeflum af flóttafólki af erlendum uppruna og finna því samastað innan sinna landamerkja. Þetta hefur valdið glundroða og oft menningarlegum árekstrum. Frá árinu 1870 fram að síðari heimstyrjöld tvöfaldaðist íbúatala borgarinnar. Mest var umrótið þó á árunum 1880 til 1920. í fvrstu var aðallega um að ræða flóttamenn frá Italíu og Spáni en um 1920 bættust við flóttamenn frá Armeníu og Alsír. Það eru þeir síðasttöldu sem setja hvað mestan svip á mannlífið. Þótt í pólitískum skilningi séu innflytjendur frá Alsír hvað næst því að teljast franskir þegnar, frekar en Spán- verjar eða ítalir, þá er vitanlega gífurlegur menningarlegur munur og þrátt fyrir allar pólitískar skilgreiningar gengur innflytjendum frá Norður-Afríku hvað verst að samlagast framandlegri menningu og lifa því í samfélög- um sem eru lítið öðruvísi en í þeirra gamla heimalandi. Það eru því orð að sönnu þegar sagt er að til að þess að ferðast úr einum heimi í annan, í Marseille, þarf oft ekki meira til en að fara yfir eina götu. Þótt innflytjendumir frá Norður-Afríku auki mjög á fjölbreytni mann- Iífsins er ýmislegt sem sameinar þá öðrum inn- flytjendum. Þeir eru í flestum tilvikum komnir úr sveitum og þekkja vel til jarðyrkju. Fæstir hafa til að bera einhverja sérþekkingu og hafa því ekki annað fram að bjóða en hendur tvær. Flestir gerast hafnarverkamenn en aðrir starfa við olíu- og sápuvinnslu, eða aðra verk- smiðjuvinnu, sem og matvælaframleiðslu. í þeim hverfum sem sumir kalla ,Arabahverfin“ getur svo að líta fjölmargar verslanir sem bera mörg sérkenni þeirra verslana sem finna má í Arabalöndunum. í slíkum verslunum er sjald- an tekið tillit til plássleysis heldur er vörum hlaðið upp um alla veggi í mörgum lögum þannig að vart gefst kostur fyrir viðskiptavin- inn að ganga þar um til að virða varninginn fyrir sér. Þess gerist þó vart þörf því flestar eru verslanir þessar opnar út á götu og sér- hæfa sig oftast í einhverri ákveðinni vöruteg- und þannig að það sést yfirleitt langar leiðir hvort um er að ræða sérverslun fyrir hand- töskur eða rafmagnstæki. Ef fólk svo kærir sig ekki um að kaupa rafmagnstæki sem sjaldnast standast nútímalegar kröfur flestra Evrópu- búa þarf ekki að ganga nema í nokkrar mínút- ur til að finna verslunargötu í anda annarra há- tískuborga álfunnar. I þeim borgum Frakklands þar sem mynd- ast hafa samfélög innflytjenda frá Norður- Af- ríku, hvort sem um er að ræða París, Marseille eða aðrar borgir, er það þekkt fyrirbrigði að innan þessara samfélaga hafa myndast allsér- stakar mállýskur. Þetta er auðvitað segin saga hvai' sem er í heiminum þegar innflytjendur leitast við að bindast böndum innbyrðis og styrkja eigin sjálfsímynd í nýju samfélagi sem er gjörólíkt hinu gamla. Fátt bindur þjóðir bet- ur saman en tungan og þegar þjóðarbrot sem á sér sameiginlega tungu þarf að tileinka sér tungumál nýja heimalandsins verður oft til eins konar bastarður, nýtt tungumál. Hér er ekki átt við blöndu móðurmáls og opinbers tungumáls í nýju landi heldur eins konar af- bökun á nýja málinu sem innflytjendur hafa þui-ft að læra. Til að styrkja samkennd sín á milli talar hinn nýji þjóðfélagshópur sérstakt afbrigði af frönsku í leit að sérstöðu. Hið nýja slangur breiðist auðveldlega út meðal ungs fólks um allt Frakkland því að vinsælustu dæg- urtónlistarmenn landsins eru oftar en ekki rapptónlistarmenn sem nota slangið óspart. Þetta minnir óneitanlga á þróunina í Banda- ríkjunum en þar er slangið þó ekki eins furðu: legi-ar náttúru og það er í Frakklandi. í Bandaríkjunum er þetta aðeins spurning um sérstaka orðanotkun, framburð og setninga- myndun en þegar litið er á franskt slangur má sjá að þar er ráðist að orðunum sjálfum. Ein- faldasta dæmið um þetta er að menn taka orð og afbaka þau; í Marseille tala menn um ,meuf“ ekki ,femme“, sem þýðir kona, þegar þeir tala um að ,færa sig“ þá er ekki sagt ,on bouge“, eins og stundum tíðkast, heldur ,on ge- bou“ og svo má áfram telja. Borgarskipulagið í Marseille er nokkuð sérstakt og tekur það að miklu leyti mið af þeirri stjómlausu íbúafjölgun sem minnst var á hér að ofan. Þegar komið er út í úthverfin, í suð-vestur hluta borgarinnar, er eins og þar hafi ekkert verið skipulagt, göml- um og nýjum húsum er hrært saman í einhvers konar görótta gatnaflækju sem engin leið er að rata um. Tröllauknar tuttugustu aldar félagsí- búðablokkir gnæfa yfir minni íbúðarhúsum frá fyrri tímum, hálfniðumíddum, og ógemingur er að sjá nokkurt samhengi út úr hryggðarmynd- inni. Þeir íbúar borgarinnar sem hafa verið svo ólánssamir að hreppa íbúðarholu á neðstu hæð- um sumra blokkanna þurfa að sætta sig við að líta aldrei dagsins ljós, að minnsta kosti á með- an dvalið er í íbúðinni, vegna þess að brú fyrir veg eða járnbrautarteina hefur verið byggt yfir höfðum þeirra í vart meir en armslengd frá íbúðarhúsinu. Þó er forvitnilegt að virða þetta fyrir sér þegar maður keyrir hraðbrautina sem liggur inn í borgina úr norð-vestri en rétt við veginn hefur verið komið fyrir stóm skilti sem fer ekki fram hjá forvitnum aðkomumönnum, þar stendur ritað stómm stöfum: „Kristur dó fyrir syndir vorar“. Þegar svo komið er inn í miðbæinn að aðal- götunni, sem menn notast jafnan við til að greina fátækrahverfin frá þeim ríkari og nefn- ist Canebiere, blasa svo við fagurskreytt 18. aldar stórhýsi sem era Óperan, Ráðhúsið og aðrar opinberar byggingar. Allt myndar þar fagran samhljóm, höfnin, gömlu klaustrin sitt- hvomm megin við hana, kastalinn úti á Viðar- eyju og uppi á Varðbergi tróna hin heilögu mæðgin, gullslegin, öllum til blessunar. Sunn- an Canebiere-götu er svo að finna hin ,fmni“ hverfi borgarinnar. þar er að finna öllu meira samhengi og er það þá helst á þá leið að þar sést áletrað á íbúðarhúsin nafn þess arkítekts sem hannaði það og þannig er fólki gert kleift að átta sig á samfélagsstöðu ábúenda. Marseille er okkar slolt Eitt er það sem sameinar Marseillebúa fremur en annað, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, innfæddir eða aðfluttir og það er knattpyrnufélag staðarins, Olympique de Marseille, stolt borgarbúa. I hundrað ára sögu félagsins hefur það löngum verið í fremstu röð og alið af sér marga helstu snillinga franskrar knattspyrnu. Einn sá frægasti í heiminum í dag, Zinedine Zedane, er borinn og bamfædd- ur Marseillebúi þótt ekki leiki hann með sínu gamla félagi í dag. Málum er svo háttað í Marseille, sem og í öll- um miklum knattspyrnuborgum heims, að þar má nánast telja knattspyrnunna til trúar- bragða. Dæmi eru um að menn hafa látið húð- flúra merki félagsins á bak sér, svo þekur hvern blett, og fara á völlinn berir að ofan sama hvemig vindar blása, til að sanna trú sína. Þegar heimsmeistaramótið í knattspyi’nu fór fram í Frakklandi á síðastliðnu ári mátti sjá áletrað út um allan bæ slagorðið: ,Fiers d’etre Marseillais", eða .Marseille er okkar stolt“. þarna er að sjálfsögðu átt við hvort tveggja í senn, knattspyrnufélagið og heimaborgina, og enn getur að líta þetta slagorð út um allt og fer vel á því þar sem bæði eiga þau afmæli í ár, knattspyrnufélagið verður 100 ára en borgin 2600 ára. Heimild: Contrucci, Jean & Duch’ne, Roger. 1998. Marseille. Fayard. Höfundurinn er nömsmaður í Frakklandi. T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.