Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 14
HLUTI af dagdeild skólans 1948 og '49. Fremri röð f.v. Guðmunda Andrésdóttir, kenndi teikn- ingu við Laugarnesskóla, myndlistarmaður, Guðrún Þórhallsdóttir, kenndi við barna- og gagnfræðaskólann á Siglufirði og Öldutúnskola í Hafnarfirði, Svava Jónsdóttir var í myndlist- ardeild. Lést ung. Valgerður Hafstað myndlistarmaður, lengst af búið í París og New York. Þuríður Einarsdóttir var f myndlistardeild. Starfar nú sem leiðbeinandi i handmennt hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Aftari röð: Þórir Laxdal Sigurðsson, kenndi við Laugar- nesskóla. Var námsstjóri í mynd- og handmennt. Kurt Zier, yfirkennari 1939-49 og skólastjóri 1961-68. Látinn. Bragi Ásgeirsson, kenndi við skólann 1956-96, myndlistarmaður og listrýnir Morgunblaðsins. Hörður Ingólfsson, kenndi myndmennt og íþróttir við grunnskólana í Kópa- vogi. Látinn. Allt úskriftarnemar 1949 ríema Svava og Þuríður sem voru á fyrra ári. AÐ LEIÐAR- LOKUM Myndlista- og handíðaskóli fslands hefur lokið störfum fyrir fullt og gllt, 60 árum eftir að hann var stofnaður. Það verður BRAGA ASGEIRSSYNI tilefni til að líta til baka, hann var bæði tengdur skólanum sem einn aðal- kennari hans um 40 ára skeið 1956-1996, og hálf öld er síðan hann var í hópi útskriftarnema skólans. ÞEGAR hinn merki skólafrömuð- ur Lúðvíg Guðmundsson stofn- aði Handíða- og myndlistaskól- ann 1939, var skólinn fyrst til húsa í fjórum kjallarastofum við Hverfisgötu 57. Og fyrir margt er þró- unarferill skólans táknrænn fyrir landlægt, gegn- umgangandi vanmat á skapandi grunnmenntun í handverki, list- iðnaði, hönnun og myndlist. Táknrænt, að fátt mun frábrugð- ið um umhverfi frá fyrstu árum nema fjölmennið, stærðin og víð- átturnar, þá litið er til síðustu ára og vinnuvettvangs myndlistar- deilda á jarðhæð ófullgerðrar sláturhúsbyggingar, af sumum nefnd ruslgámurinn. Stefnumörk skólans fóru að mati stofnanda hans eftir brýnustu þörfum tím- anna um skapandi mynd- og handmenntir. Voru í þrem liðum; að veita kennurum og kennara- efnum staðgóða sérmenntun í ýmsum greinum skólahanda- vinnu, að gefa almenningi kost á að nema þar ýmsar verklegar námsgreinar, svo sem bók- band, trésmíði, létta málmsmíði, teikningu o.fl., að halda uppi kennslu í verklegum grein- um fyrir atvinnulaus ungmenni. Kreppan var þá vel að merkja enn á fullu og landinn hafði alla tíð að mestu verið háður innfluttum iðn- varningi. Haustið 1939 hófst kennsla með tveim nám- skeiðum í leikfangagerð og viðgerð leikfanga fyrir skáta, pilta og stúlkur. Við upphaf fyrra námskeiðsins ávarpaði yfirkennarinn, Kurt Zier, nemendur, og lét sig ekki muna um að gera það á íslenzku þá nýkominn til landsins. Sagði meðal annars: Við getum búið til ýmis- legt, sem er skemmtilegra og frumlegra en það, sem kaupa má í búðum fyrir mikla pen- inga. Og þið munuð finna upp alveg ný leik- föng, sem hvergi er hægt að fá keypt. En sá sem ætlar að smíða leikföng má ekki hafa LUÐVÍG Guðmundsson, fyrsti skólastjóri Hand- íða- og myndlistaskól- ans. gleymt að leika sér sjálfur. Því bið ég ykkur að safna alls konar hlutum, spýtum, smálist- um, tréhnöppum, litlum krossviðarplötum, eldspýtustokkum, bútum af sívölum tréstöng- um, tvinnakeflum..." Þetta má kalla að koma mikl- um hlutum í einfaldan búning, því hér er hreyft við sjálfum frumkjarna sköpunargleðinnar, að ljá því líf sem viðkomandi hef; ur handa á milli hverju sinni. í raun ævaforn sannleikur og stað- festur af nýsköpurum aldarinnar í skapandi og háleitum athöfnum; ekkert efni er svo ómerkilegt að ekki sé hægt að ljá því líf með brögðum listar. Hér voru miklar hugsjónir í fyrirrúmi, því til skólans var stofnað af litlum efnum, eins og Lúðvíg Guðmundsson orðaði það í viðtali við Mbl. Um leið sagði hann: í bókstaflegum skilningi hef ég orðið við kröfum tímans um að fara niður stigann og hef því komið skólanum fyrir í fjór- um kjallarastofum. - Þetta, að fara niður stigann, hefur verið hlutskipti skólans alla tíð, litið á hann sem af- gangsstærð í menntakerfinu, því þrátt fyrir ýmsar hugmyndir hefur aldrei verið byggt yf- ir skólann og samkvæmt þeim sérkröfum sem gerðar eru til vinnuaðstöðu í svipuðum stofn- unum erlendis, ný lög um hann í biðstöðu og þvælingi milli nefnda um áratugaskeið. Varla er skrifari hér veruleikafirrtur ef litið er til þess, að á þessu tímaskeiði hafa verið byggð mörg vegleg skólahús yfir ímyndaðar þarfir og eldfornar hugmyndir danska emb- aettismannaþjóðfélagsins, sem nú standa auð og hefði hvert eitt þeirra dugað sérskóla yfir myndlist, hönnun, skapandi verkmennt og handíðir, og það giska vel. Hefði getað fært þjóðarbúinu margfalda þá peninga sem skóla- húsin kostuðu auk jarðbundinnar og safaríkr- ar lífsfyllingar til handa íbúum landsins. Má hér enn einu sinni vísa til þess, að slíkum SMIÐAKENNARAR útskrifaðir 1949. Frá vinstri Gunnar Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri við Kársnesskóla, Kópavogi. Látinn. Jóhannes F. Jónsson, smíða- og íþróttakennari, kenndi fyrst á Siglufirði og siðan við Öldutúnskóla í Hafnarfirði. Látinn. Halldór Sigurðsson, smíða- kennari við Eiðaskóla, þekktur handlistamaður. Látinn. Snorri Jónsson, smíða- og íþrótta- kennari. Kenndi smíðar við Skógaskóla. Fyrir framan þá situr Gunnar Klængsson, aðalkennari í tré og málmsmíðum, kenndi síðast við smíðakennaradeild K.H.Í. Lektor þar. Látinn. HANDÍðASKÓLINN hóf starfsemi sína í kjallara hússins að Hverfisgötu 57. J^ Wr- <«** Mm **: ^M ¦¦ ^- ¦%& iBSí K 4w' «E ^RF ^P* V% jjWMWfci Jf M» *> jp .X. $ f jl l^''^|(ÉyÉ"., >Jt. ',%'fÆ»-. 'ír' ^x^^Z-1 ÍHÉ -- '*** ¦'¦ ifl ^H^^^H ^' $*¥¦ fH m^^ ¦ ^BNiw' ^' ¦ \ JJBB FYRSTI árgangur myndlistardeildar 1941-42. Fremri röð: María H. Ólafsdóttir listmálari lengstum búsett í Kaupmannahöfn. Látin. Kennaramir Kurt Zier og Þorvaldur Skúlason list- málari. Látnir. Þórunn Guðmundsdóttir. Aftari röð: Kristinn Guðsteinsson fatakaupmaður, Karl Kvaran listmálari, látinn. Guðrún Sigurðardóttir Urup, býr í Kaupmannahöfn, listmálari, Hörður Ágústsson listmálari og á tfmabili skólastjóri, MHÍ, Stella Laxdal, Jóhann Pálsson og Einar G. Baldvinsson listmálari. stofnunum hefur um nær þriggja alda skeið verið skipaður veglegur sess í menntakerfi sjálfstæðra Evrópuþjóða, við hlið mál- og raunvísinda, og getur hver sem vill sannfærst um það er hann sækir heim höfuðborgir þeirra. Þær eru nefnilega í beinu sjónmáli í miðju þeirra margra, engu til sparað í stærð og húsagerðarlist. Er hér nærtækast að nefna konunglegu akademíuna við Kóngsins Nýja- torg í Kaupmannahöfn, sem var höfuðborg landsins í meira en fimm aldir. Akademían hýsti einnig arkitektaskólann, eða allt fram á síðustu ár og þar fyrir utan var og er vegleg bygging yfir listiðnað og hönnun annars stað- ar í borginni. Mikil spurning hví við sóttum ekki hér fyrirmyndir er við byggðum upp menntakerfi okkar eins augljós og þörfin má hafa verið, því það er ofar allri kröfu að rækta metnað og sjálfstæða hugsun meðal þegna þjóðar á leið til sjálfstæðis. Hér voru menn af- ar glámskyggnir á gildi sjón- og fagurmennta og orsakanna er ekki að leita til legu landsins né einangrunar, því þannig mun þessu engan veginn hafa verið farið fyrir siðaskipti. Lands- menn virðast hins vegar hafa verið lengur en aðrar Evrópuþjóðir að vaxa frá því niðurrifi, vanmati og skeytingarleysi um háleitar sjón- menntir og arf fyrri kynslóða er siðaskiptun- um fylgdu. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hvorki skort fé til að byggja veglegar kirkjur né hús yfir gamalmenni og skal ekki lastað, en þegar byggja skal yfir skapandi athafnir, sjálft lífið, æskuna, framtíðina og blóð- streymið erum við allt í einu orðnir svo smáir og vanmegandi. Táknrænt er svo, að ekki má reisa hús yfir listir án þess að fara að huga að 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.