Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 10
LEIFSBÚÐIR og umhverfi. Myndin er tekin af ás sem rís vestan staðarins. GRÓÐU RFARIÐ ER AÐLAG- AÐ KULDA OG HAFNEPJU MYNDIR OG TEXTAR: JÓHANNES G. JÓHANNESSON „Ek fann vínvið ok vínber!" sagði Leifur. Ekki er vín- viðarlegt á þessum slóðum núna. Ríkjandi norðaustan- átt drepur allan gróður nema þann harðgerðasta. Einir, sem er eina upprunalega barr- plantan____________ á Islandi, er ráð- andi á Leifsbúða- svæði nu. BÆJARDYR Leifsbúða. Hér má sjá að húsin eru endur- gerð úr reiðingstorfi en ekki hlaðin úr hnaus. EINIR á Leifsbúðasvæðinu í baksýn er nyrsti oddi Nýfundnalands, nes það „er norður gekk af landinu". (C. Bauld-höfði). Gróðurfar á Leifsbúðasvæðinu er aðlagað kulda og hafnepju. Norðaustanáttin er ráð- andi og hún kyrkir allan trjágróður nema þann harð- gerðasta. Því er einirinn ráðandi trjágróður og þar sem lautir eru í landslagi eru þær sléttfullar af eini. Hann nær þó varla upp fyrir lautabarmana; allt kelur nema jarðlæga einiþekjuna, hún ein heldur velli. LEIÐARVARÐA við Leifsbúðir. Þegar upp á ásinn vestan búðanna kom var Ijósmyndarinn boðinn vel- kominn, hvellri röddu, af verði varðanna. fkorninn sat hinn tignarlegasti og beið myndatökunnar, að höfðingja sið, en dró sig síðan hæversklega í hlé og eftirlét gestinum útsýnið. LEIÐARMERKI Leifsbúða. í Morgunblaðsgrein 23/7 ‘91 gat ég mér þess til að þrjú vörðubrot á ásnum vestan búðanna hefðu verið leið- armerki að Leifsbúðahöfn. Þangað lá mín leið þó ekki fyrr en haustið 1998. Úti fyrir ströndinni er grunnsævi, hólmar, sker og boðar sem brýtur á, svo og tvær stærri eyjar: Stóra- og Litla-Sacred lceland. En ég var að leita að vörðunm. Þegar upp á ásinn vestan búðanna kom blöstu við sjónum tvær vörður. Hafi vörðurnar átt að vera innsiglingarmerki þá ætti sú þriðja að vera einhversstar nálægt og á réttri siglingaleið ætti hún að miðast á milli hinna tveggja. En þriöju vörðuna var hvergi að sjá. Af- staða þessara tveggja vísaði ekki til innsiglingar á voginn neðan búðanna enda er þangað greið ieið; aðeins að sigla vestur fyrir Stóru Sacred eyju og þá opnast vogurinn, greiður og hreinn. Dýpi er nægilegt í vestanverðum voginum en grunnsævi er að austan en fyrir botni hans voru grafin út fjögur naust, ætluð stærri skipunum. Trúa mín er sú að haffærum skipum hafi verið lagt fyrir akkeri undan vesturlandinu, í vari fyrir norðaustanáttinni sem hvað áleitnust er á þessum slóðum. En hvert var þá þessum tveimur vörðunum stefnt? Austan við Leifsbúðavoginn (Epvans bay) er mjótt nes en ali langt. Fremst á nes- inu austanverðu er Iftið fiskimannaþorp. Það er austantil á nesinu vegna þess að vestanantil er bátum ekki lendandi vegna útfiris. Austan þessa ness er hin ákjósanlegasta fjara og stutt sjávargata frá Leifsbúðum. Eftir mynd að dæma er ekki útilokað að sjá kunni fyrir vararveggjum í þessari fjöru. En úti fyrir þessari fjöru, austanvert við litlu Sacred eyju eru sker og grynningar sem gera landtöku erfiða nema á einum stað; þar er sund og innsigling virðist greið þótt þröng sé og þangað virðist vörðunum snúið. Núna er f þessu sundi dufl sem auðveldar fiskimönnum landtöku. En hvaða þörf var þá fyrir siglingamerki ef stóru skipin sigldu vest- ur fyrir? í ferð Þorvalds Eiríkssonar segir að þeir „sátu þar um kyrt þann vetur, ok veiddu fiska til matar sér“. Þeir voru aðeins þrír tug- ir. En þeir Karlsefni segja aðrar sögur að hafi verið samtals eitt hundrað og sextíu talsins. Eitthvað hafa þeir þurft tii matar sér. Þótt lax hafi verið í ánni, sem nú er aðeins lækur og hann ekki stór, eggver og hvalreki hefur það hrokkið skammt fyrir þann fjölda manna. Þeir hafa þurft að róa til fiskjar. Ef fiskað var norðantil í sundinu má sjá að ólíkt lengra er að róa vestur fyrir stóru Sacred eyju frá Leifs- búðanaustunum heldur en væri ef lent væri í fjörunni austan búðanna. Því virðist eðlilegt að þangað væri siglingamerkjunum fiski- mannanna snúið. D Li úi s1 is in s1 sl H lc s, V Þ s fi b v s ir á Þ n b u b u h I; l< F a Þ g Þ h 1 O ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.