Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 2
EDDUKVÆÐIN LOFUÐ í GRAMOPHONE DÓMUR um útgáfu Eddukvæðanna birtist nýlega í tónlistartímaritinu Gramophone. Kvæðin eru í flutningi Sequentia-hópsins, en hann hefur áð- ur hlotið viðurkenningu fyrir flutning á miðaldatónlist. Eddukvæðin koma út undir nafninu „Edda - Myths from medieval Iceland" og er tónlistin tek- in upp í Skálholti. Gagnrýnandi Gramophone hrósar sveitinni fyrir flutning sinn á Eddu- kvæðunum, biður um meira af slíku og segist heillaður af þeim krafti og heil- indum sem einkenni tónlistina. Segir blaðið flutning Sequentia á Eddu- kvæðunum hafa vakið undrun og að- dáun íslendinga jafnt sem annarra. Kvæðin eru öll flutt á íslensku, en meðal þeirra eru Völuspá, Hávamál og Þrymskviða. Þess má geta að Sequentia hélt tónleika í Þjóðminja- safninu fyrir nokkrum árum. Við út- gáfu Eddukvæðanna naut hópurinn tilsagnar Heimis Pálssonar, dósents við Kennaraháskólann, og Terry Gunnells, lektors í þjóðháttafræðum við Háskóla íslands, en auk þess not- aði hópurinn segulbandasafn stofnun- ar Áma Magnússonar. I dómi sínum segir Gramophone að Sequentia búi yfir mikilli þekkingu á munnlegri kvæðahefð Norður-Evrópu og bætir við að enn í dag megi heyra leifar rímnasöngs í leikskólasöngvum íslenskra bama. Það er Japis sem sér um dreifingu „Edda - Myths from medieval Ice- land“ á íslandi. LOUVRE LOKAÐ VEGNA VERKFALLA París. Reuters. VERKFÖLL starfsmanna ýmissa listasafna og þjóðminjastofnana í Frakklandi ollu því að frægustu lista- söfn Parísarborgar, Louvre-safnið og Orsay-safnið, voru lokuð seinnipart þessarar viku eftir að viðræður stjómvalda og verkalýðsfélaga fóru út um þúfur. Ymis önnur söfn vora opin en áhugasamir komu hins vegar að lokuðum dyrum hjá bæði Louvre og Orsay miðvikudag, fimmtudag og föstudag en milljónir ferðamanna heimsækja þessi listasöfn á ári hverju. Viðræður héldu áfram en starfsfólkið kvartar yfír allt of miklu vinnuálagi. KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tón- leika í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásöl- um, þriðjudaginn 25. maí kl. 20.30. Á dag- skrá verða íslensk þjóðlög og þjóðleg tónlist frá Skotlandi, Irlandi og Englandi. Á tónleikunum mun Volker Dellwo leika á sekkjapípu, en hann hefur dvalist hér á landi í vetur og kennt og numið við Menntaskól- ann í Reykjavík. Hann fékk snemma áhuga á tónlist Bretlandseyja og dvaldist þar um skeið til að tileinka sér tónlist fyrir sekkja- pípu. Volker leikur einnig á keltneskar flaut- ur á tónleikunum. Einsöng með kómum syngur Margrét Eir Hjartardóttir en hún hefur komið fram sem söngkona bæði hér heima og erlendis og tek- ur nú þátt í söngleiknum Rent í Loftkastal- anum. Valgerður Andrésdóttir píanóleikari leikur með í nokkrum lögum. Kórinn leitast við að koma á framfæri tón- list sem sjaldan heyrist hér á landi og að þessu sinni leitar hann fanga á Bret- landseyjum og flytur þjóðlög í útsetningum Johns Rutters og fleiri. Granntónninn í bresku lögunum og íslensku þjóðlögunum er um margt líkur og má þar nefna að búrdon er notaður í báðum löndunum og má segja að langspilið með sína eiginleika samsvari sekkjapípunni þar ytra, segir í fréttatilkynn- ingu. Kammerkór Hafnarfjarðar var stofnaður af Helga Bragasyni kórstjóra og hefur starf- að í tvö ár. Um síðustu jól gaf kórinn út geislaplötu. MENNING/ LISIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu Kristján Kristjánsson. Til 30. maí. Gallerí Stöðlakot Dögg Guðmundsdóttir, hönnunarsýning. Til 30. maí. Gallerí Sævars Karls Kristján Davíðsson. Til 27. maí. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Á. Áma- sonar. Til 20. júní. Hallgrímskirkja Björg Þorsteinsdóttir. Til 1. júní. Hafnarborg Sverrissalur: Guðný Hafsteinsdóttir. Aðalsalur: Margrét Jónsdóttir. Til 31. maí. Ingólfsstræti 8 Finnbogi Pétursson. Til 13. júní. Kjarvalsstaðir Hönnun eftir Jasper Morrison, Marc Newson og Miehael Young. Ljósmyndir Spessa. Aust- ursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Giyfja: Þorri Hringsson. Arinstofa: Svavar Guðnason. Úr eigu safns- ins. Til 30. maí. Listasafn Árnesinga Verk í eigu heimamanna og Pétur Halldórs- son. Til 30. maí. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Salur 1: Abstraktverk Þorvaldar Skúlasonar. Salur 2: Andlitsmyndir Jóhannesar S. Kjar- vals. Salur 3: Nýraunsæi 8. áratugarins. Sal- ur 4: Náttúruhrif. Til 24. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Páll S. Pálsson. Til 29. maí. Norræna húsið Myndasögur í Mýrinni. Til 23. maí. Nýlistasafnið Eggert Pétursson, Kenneth G. Hay, Jyrki Siukonen, Sol Lyfond, Karin Schlechter og Peter Friedl. Til 30. maí. Mokkakaffí Messíana Tómasdóttir. Til 4. júní. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Hildur Hákonardóttir. Til 4. júní. Ragnar Bjarnason, Gunnar Árnason, Svava Skúla- dóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck, Handverk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Þjóðarbókhlaðan, anddyri Áhugaljósmyndarar í Reykjavík 1950-70. Til 28. maí. TONLIST Laugardagur Anddyri Islensku óperunnar: Hornleikarafé- lag íslands. Kl. 17. Sunnudagur Langholtskirkja: Musica Antiqua Köln. Kl. 17. Þriðjudagur Garðakirkja: Kór Vídalínskirkju og Álftaneskórinn. KI. 20.30. Salurinn, Kópavogi: Söngkvartettinn Rúdolf. Kl. 20.30. • Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Hásalir: Kammerkór Hafnarfjarðar. Kl. 20.30. Miðvikudagur Seltjarnarneskirkja: Lögreglukórinn. Kl. 20. Bessastaðakirkja: Kór Vídalínskirkju og Álftaneskórinn. Kl. 20.30. Fimmtudagur Seltjarnarneskirkja: Lögreglukórinn. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, fim. 27. maí. Tveir tvöfaldir, fos. 28. maí. Abel Snorko býr einn, mið. 26., fós. 28. maí. Maður í mislitum sokkum, fim. 27., fós. 28. maí. Borgarleikhúsið Stjórnleysingi ferst af slysfórum, fós. 28. maí. Fegurðardrottningin frá Línakri, lau. 22. maí. Islenska óperan Hellisbúinn, lau. 22., sun. 23., mán. 24., fim. 27. maí. Ávaxtakarfan, lau. 22. maí. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, lau. 22., mán. 24. maí. Hattur og Fattur, lau. 8. maí. Iðnó Rommí, fös. 28. maí. Hnetan, lau. 22. maí. Möguleikhúsið Leikfélagið Leyndir draumar: Herbergi 213, lau. 22. maí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing@mbl.is. ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON TQNSKÁLD SÆMDUR HEIÐURS- DOKTORSNAFNBÓT VIÐ HAMLINE-HÁSKÓLA ÞORKELL Sigurbjörnsson tón- skáld verður í dag sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót við Hamline- háskóla í St. Paul, Minnesota, fyrir tónsmíðar sínar. Athöfnin fer fram í tengslum við braut- skráningu nemenda frá háskól- anum. „Það veit Guð en ekki ég,“ sagði Þorkell glaður í bragði þegar blaðamaður náði sam- bandi við hann til að spyrja hvaða þýðingu nafnbótin hefði fyrir hann. Hann sagði hana vissulega vera eins og svolítið klapp á öxlina. „Er það ekki bara gaman?“ sagði hann og bætti við að þessi tíðindi hefðu þó komið eins og þruma úr heið- skíra lofti. En auðvitað hefði hann hlýtt kall- fjöratíu árum,“ segir hann. Þorkell Sigurbjörnsson inu og haldið utan til þess að veita heiðursdoktorsnafnbótinni viðtöku. „Maður verður auðvitað að gjöra svo vel að mæta og setja upp húfu og skikkju og til- heyrandi." Þorkell er ekki með öllu ókunnugur Hamline-háskólan- um, því hann útskrifaðist þaðan með BA-gráðu fyrir um fjörutíu áram. „Svo þeir hafa nú líklega eitthvað fylgst með manni, þó að ég hafi eiginlega ekki verið í neinu sambandi við þá síðan. Tvisvar sinnum hafa að vísu komið prófessorar þaðan sem hafa heimsótt okkur heima á leiðinni yfir Atlantshafið en það er nú ekki mikið samband á Morgunblaðið/Ásdís KAMMERKÓR Hafnarfjarðar leitar fanga á Bretlandseyjum á tónleikunum á þriðjudag. KÓRSÖNGUR OG SEKKJAPÍPA í HÁSÖLUM 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS m MENNING/HSTJR. 22.;AAAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.