Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 11
AÐALHÚS Leifsbúða hafa verið endurreist. 3eir gerðu sér skála firr sjónum á vazströndu, og bjuggu vel um“. Tóftirnar sem eru vestast, næst Black uck Brook ánni, gætu hafi verið af skála Austfirðinganna Helga og Finnboga sem Freydís rak út úr eifsbúðum og lét síðar drepa. Pessi skálatóft er einmitt „firr sjónum" og hefur sennilega verið „á vazströndu" Ekki hefur þurft stórt rrennsli úr hlíðinni fyrir ofan, eftir eyðingu skógar og sennilega brunninn svörð, til að fylla upp Iftið töðuvatn við húsin. Þegar upp var grafið fannst þessi tóft af tilviljun en hún var algjörlega hulin úrrennsl- efni, aur og sandi. Ingstad telur hana einnig sérstæða; eldri en hin húsin. Væri hún hlaðin af Austfirð- igum en Leifsbúðir af Vestlendingum gæti 120 ára byggingarhefð á milli landshluta skipt sköpum. Hafi nú þetta stöðuvatn verið til staðar, þá liggur nokkuð Ijóst fyrir að þar er komin önnur vísun um taðsetningu Leifsbúða, en fræg er sögnin um sólina sem þar hafði dagmálastað og eyktarstað um kammdegi. (í Leifsbúðum á Nýfundnaiandi, á 51 36’N, er sól á lofti röskar átta stundir um skammdegið.) IELLUBROT rís á rönd og sýnir gerð berghellu indslagsins. Leifsbúðir standa á flatlendi. Þar má já míkró-form af landrekskenningunni, sem síðar ar uppnefnd plötukenningin. I árdaga hefur arna verið sjávarbotn myndaður úr setbergi, léttri berghellu. Þegar jöklar hopuðu og ísaldar- ■erann leysti reis landið. Þá hefur berghellan rotnað, rétt vestan við þann stað sem búðirnar oru síðar reistar. í einum „Stóra skjálftanum" em reið yfir í örófi alda hefur vestari plötukantur- in færst til austurs, og skriðið austuryfir röndina eystri plötunni, þeirri sem Leifsbúðir standa á. 'ar hefur setbergshellan hlaðist upp í ca 10-15 letra háan og 50 m breiðan ás sem er vestan úðanna. Þá hefur vesturkantur berghellunnar ndir búðunum sigið. í vogunum má sjá að sjávar- otninn er gerður úr berghellu sem hallar til vest- rs og í fjöruborðinu má sjá brotstaði í efsta lagi ennar, lagið er ca 20 cm þykkt. Engin ástæða er til að álykta að sköpunarsaga indanna norðan Labradors (Hellulands/ Baffíns- inds) hafi verið með öðrum hætti. Hellurnar sem lelluland er kennt við eru engin undur, þær eru ðeins uppbrotinn gamall sjávarbotn sem lyftist iegar jökulfargi ísaldar létti. Hellulands nafnið læti verið hvort sem er eftir hellum stórum, sem 'orfinnssaga hermir eða flatlendinu, fiatt eins og lella, sem Ingstad getur sér til. 'LACK Duck Brook áin lítur ekki út fyrir að vera skipgeng og getur tæplega heitið á, en lax kann þar að eðast milli bakka. Höfundurinn er tæknifræðingur SEX SJOFERÐA- SÖGUR STYTT ÚR EIRÍKS SÖGU RAUÐA 1. ferð, árið 985 Bfami Herjálfsson fer til Grænlands Herjólfur var Bárðarson, Herjólfssonar. Herjólfur bjó fyrst á Drepstokki. Þorgerðr hét kona hans enn Bjarni son þeirra. Þá brá Herjólfur til Grænlandsferðar með Eiríki ok brá búi sínu. (J þeirri ferð lenti Herjólfur í Hafgerðingum). Það sama sumar kom Bjami skipi sinu á Eyrar, er faðir hans hafði brott siglt um vá- rit ok vildi eigi bera af skipi sínu „ok vil ek halda skipinu til Grænlands. Óviturleg mun þykja vár ferð, þar sem enginn vár hefur komit í GrænlandshafÞá tók af byrinn ok lagði á norrænur ok þokur. Eftir þat sá þeir sól, ok máttu þá deila ættir. Sigla þetta dægr áður þeir sá land. Bjarni kvaðst hyggja at þat mundi eigi Grænland, ok létu landit á bakborða og létu skaut horfa á land. Þeir sá land annað. Þá ræddu hásetar, þóttust bæði þurfa við og vatn.,,Af engu eruð þér því óbyrgir" ok settu framstafn frá landi. Ok sá þá landit þriðja. Nú lægðu þeir eigi segl sitt, settu enn stafn vit því landi; og heldu í haf. Þá sá þeir land hit fjórða. „Þetta er líkast því, er mér er sagt frá Grænlandi; og hér munum vér at landi halda“. Ok var þar bátr á nesinu; enn þar bjó Herjólfur, faðir Bjama. 2. ferð, árið 1OOO: Reistar Leifsbúðir Leifur, son Eiríks rauða ór Brattahlíð, fór á fund Bjama Herjólfssonar og keypti skip af honum, og réði til háseta, svo at þeir vám hálfur fjórði tögr manna saman. Nú bjuggu þeir skip sitt ok sigldu í haf, þá er þeir vára búnir, ok fundu þá þat land fyrst, er þeir Bjarni fundu síðast. Nú mun ek gefa nafn landinu og kalla Helluland. (Baffinsland?). Eftir þetta sigla þeir í haf og fundu land annat. Þat land var slétt ok skógi vaxit, ok sandar hvítir víða. „Af kostum skal þessu landi nafn gefa, ok kalla Markland". (La- brador?). Nú sigla þeir þaðan í haf í land- nyrðingsveðr, ok vora úti tvau dægr, áðr þeir sáu land, ok sigldu at landi, ok kómu at ey einni (Belle Isle?) og gengu þar upp, ok sáust þar um í góðu veðri. Síðan fóra þeir til skips síns, ok sigldu í sund þat, (Belle Isle sundið?) er lá milli eyj- arinnar ok ness þess, er norðr gekk af land- inu; (C. Bauld-höfða?) stefndu í vestrætt fyr- ir nesit. Þar var grannsævi mikið að fjöra sjávar og stóð þá uppi skip þeirra. Bára af skipi húðfót sín, ok gerðu þar búðir; tóku þat ráð síðan, at búast þar um þann vetur og gerðu hús mikil. (Leifsbúðir?). Lítt rénuðu þar grös. Meira var þar jafn- dægri en á Grænlandi eða íslandi; sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skamm- degi. (J Leifsbúðum á Nýfundnalandi, á 51 36’N, er sól á lofbi röskar átta stundh- um skammdegið; þ.e. frá 8 til 16 að sólartíma). „Nú vil ek skifta láta liði váru í tvá staði ok skal helmingr liðs vera við skála heima enn annar helmingr skal kanna landit“. Leifur var mikill maður ok sterkur, manna sköra- legastr at sjá, vitr maður ok góðr hófsmaðr um alla hluti. „Ek fann vínvið ok vínber! „Mun þat satt? fóstri minn“. „Ek var þar fæddr, er hvárki skorti vínvið né vínber“. „Nú skal hafa tvennar sýslur fram, ok skal sinn dag hvort lesa vínber, eða höggva vínvið ok fella mörkina, svá at þat verði farmur til skips míns“. Ok er várar, þá bjuggust þeir ok sigldu burt, ok gaf Leifur landinu nafn eftir landkostum ok kallaði Vínland. Sigla nú síðan í haf ok gaf þeim vel byri, þar til er þeir sáu Grænland, ok fjöll undir jöklum. „Ek veit eigi, hvort ek sé skip eða sker“. Hann sá menn í skerinu. Hverr þar réði fyrir, kvaðst Þórir heita. „Nú vil ek bjóða yður öllum á mitt skip“. Síðan bauð Leifur Þóri til vistar með sér, og Guðríði konu hans. Hann var síðan kallaður Leifur hinn heppni. Þann vetr kom sótt mikil í lið Þóris, og andaðist hann Þórir og mikill hluti liðs hans. Þann vetur andaðist ok Eiríkur rauði. Nú var umræða mikil um Vínlandsför Leifs. Þó mælti Leifr við Þorvald: „Þú skalt fara með skip mitt, bóðir, ef þú vilt, til Vínlands." 3. ferð, árið 1003: Þorvaldur fár til Vínlands Nú bjóst Þorvaldr til þeirrar ferðar með þrjá tigi manna. Þeir kómu til Vínlands til Leifs búða ok bjoggu þar um skip sitt, ok sátu þar um kyrt þann vetur, ok veiddu fiska til matar sér. Enn um várit mælti Þorvaldr, at þeir skyldu búa skip sitt ok fara fyrir vest- an landit, ok kanna þar um sumarit. Þeir fundu hvergi mannavistir né dýra; enn í ey einni vestarlega fundu þeir komhjálm af tré. Enn at sumri öðra fói* Þorvaldr fyrir aust- an með kaupskipið, ok hit nyrðra fyrir land- ið. Þá gerði að þeim veðr hvast fyrir andnesi einu, ok rak þá þar upp, og bratu kjölinn undan skipinu, ok höfðu þar langa dvöl og bættu skip sitt. „Nú vil ég að vér reisum hér upp kjölinn og köllum Kjalames". Síðan sigldu þeir þaðan í braut ok austr fyrir landið ok inn í fjarðarkjafta þá er þar vára næstir ok at höfða þeim er þar gekk fram. „Hér er fagrt ok hér vilda ek bæ minn reisa“. Þá fór innan eftir firðinum fjöldi húð- keipa, ok lögðu að þeim. Skrælingjr skutu á þá um stund, enn flýja síðan burt. „Ek hefi fengið sár undir hendi, mun mik þetta til bana leiða. Má vera at mér hafi satt á munn komit, at ek mundi þar búa á um stund“. Nú andaðist Þorvaldur, enn þeir fóra síð- an, ok hittu förunauta sína ok bjöggu þar þann vetr. Nú búast þeir þaðan um várit ok kómu skipi sínu í Eiríksfjörð. 4. ferð, árið 1005?: Þorsteinn í Eiríksfirði vill til Vínlands Þorsteinn í Eiríksfirði hafði kvongast og fengið Guðríðai’ Þorbjarnardóttui- er átt hafði Þórir austmaður. Nú fýstist Þorsteinn Eiríksson að fara til Vínlands eftir líki Þor- valds bróður síns ok valdi hann lið at afli ok vexti, hálfan þriðja tug manna, ok Guðríði konu sína. Þau velkti úti allt sumarit. Ok er vika var af vetri, þá tóku þeir land í Lísufirði á Grænlandi í hinni vestri bygð. Þorsteinn fékk vistir öllum hásetum, enn hann var vistlaus ok kona hans. „Þorsteinn heiti ek, ok er kallaðr Þorsteinn svartr; ek vil bjóða ykkur báðum hjónum til vistar til mín. Fásinni er mikið með mér at vera, ek er ein- þykkr mjök“. Guðríðr var sköraleg kona at sjá, ok vitur kona, ok kunni vel at vera með ókunnum mönnum. Sótt kemur í híbýli Þorsteins, ok ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.