Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 7
sinna sjálfur réð hann því sannarlega hvernig
þau voru skrifuð. Hann var einvaldur í kvik-
myndaríki sínu. Sárafáir höfðu þessa sérstöðu
á sínum tíma og sárafáir hafa þessa sérstöðu í
Hollywood í dag en þeir eru til; Steven Spiel-
berg er nærtækt dæmi.
Hitchcock notfærði sér sérstöðuna út í ystu
æsar til þess að þróa tækni sína. Það gerði
hann innan ramma afþreyingariðnaðarins því
hann framleiddi fyrst og fremst aðsóknar-
myndir og leiddist óskaplega ef myndum hans
vegnaði ekki vel í miðasölunni. 011 list hans og
sú mikla tækni sem hann hafði yfir að ráða
miðaði að því að kalla fram viðbrögð hjá
áhorfendum og auðvitað sérstaklega spennu
og ótta. Markmiðið var ekki aðeins að kvik-
mynda handrit. Allir geta sett leikara fram
fyrir kvikmyndavél og búið um þá leikmynd
og sagt þeim að leika. Það þarf skapandi
hugsun til þess að kveikja líf í kvikmynd og
Hitchcock bjó ríkulega að henni. Hann fyrir-
leit allan óþarfa. Hvert einasta myndskeið í
Hitchcockmynd er þaulhugsað, uppstilling-
arnar, sjónarhorn myndavélarinnar, lýsingin,
klippingin, hljóðsetningin, tónlistin til þess að
ná fram ákveðnum mjög skýrum markmiðum
innan ramma spennumyndarinnar.
Alhliða sérfræðingur
Hitchcock gjörþekkti allt vinnsluferli kvik-
myndanna. Hann hafði byrjað á botninum á
skeiði þöglu myndanna - hann bjó til texta-
skiltin - og unnið sig upp og lært kvikmynda-
gerð frá grunni. Hann var sérstaklega tækni-
lega sinnaður og snilld hans fólst í því fyrst og
fremst að nýta kvikmyndatæknina út í ystu
æsar. Hann var fjölkunnugur sérfræðingur í
kvikmyndagerð. Eða með orðum Truffauts:
Hann er ekki aðeins kunnáttusamur á ein-
hverju einu sviði kvikmyndanna heldur al-
hliða sérfræðingur sem nýtur þekkingar sinn-
ar í hverju smáatriði; hverri mynd, hverju
skoti og hverju atriði. Hann hefur yfirumsjón
með byggingu handritsins og yfirumsjón með
kvikmyndatökunni, klippingunni og hljóð-
vinnslunni, hefur skoðanir á öllu sem við kem-
ur kvikmyndagerðinni og getur ráðið við allt í
kvikmyndaferlinu og er meira að segja, eins
og við auðvitað vitum, sérfræðingur í auglýs-
ingamennsku.
Hitchcock var sum sé ekki einn af leikstjór-
unum sem stóru kvikmyndaverin í Hollywood
fengu til þess að gera biblíustórmynd einn
daginn en vestra þann næsta og svo róman-
tíska gamanmynd eftir það. Vegna þess að
hann var alinn upp, ef svo má segja, við gerð
þöglu myndanna var myndefnið eða hin
myndræna útfærsla alltaf í fyrirrúmi en
textaflutningur og leikur var neðar á listan-
um. Leikararnir voru aðeins einn partur af
tæknilegum úrlausnum og kannski ekki sá
mikilvægasti; frægt er að Hitcheock kallaði
eitt sinn leikara nautgripi. Tókst fáum betur
en Hitchcock að túlka með myndrænum hætti
eingöngu tilfinningar eins og þrá, ást, afbrýði,
reiði, ótta, sekt, hatur, grimmd, öfund. Það
hafði hann úr þöglu myndunum. Sálfræðilegu
spennumyndirnar hans gerðu nákvæmlega
þetta, að fjalla um manninn í nútímanum og
hvernig tilfinningar eins og reiði og afbrýði,
sektarkennd og hatur, fengu útrás með skelfi-
legum afleiðingum.
Truffaut tekur fram að myndir Hitchcocks
hafi ekki allar verið gallalausar en það kemur
skýrt fram í samtölum þeirra að spennu-
myndaleikstjórinn var ákaflega áhugasamur
um hvaða möguleika kvikmyndatæknin hafði
til þess að leika á áhorfendur og hafa áhrif á
þá; hvemig hægt var að beita tækninni til þess
að stjórna viðbrögðum þeirra og varðaði hluti
eins og klippingu, lýsingu og myndatöku. Hann
var einnig sífellt að reyna á útmörk kvikmynd-
anna, kanna hið ókunna og skoða möguleikana
á nýjum og óvæntum leiðum í kvikmyndagerð-
inni. í Glugganum á bakhliðinni fer myndavél-
in aldrei út úr íbúð slasaða Ijósmyndarans sem
bundinn er við hjólastól og kemst hvergi en
verður vitni að morði í blokkinni á móti. I Reipi
er hvert atriði yfir tíu mínútur að lengd eða
eins langt og spólan í upptökuvélinni þoldi en
Hitchcock vildi reyna að gera bíómynd í heild
frá upphafi til enda án klippinga. í Fuglunum
þurfti hann að kljást við nær óyfirstíganleg
tæknileg vandamál síns tíma. í Lofthræðslu
eða „Vertigo" varð hann íyrstur til þess að
draga inn fókusinn og keyra myndavélina aft-
urábak til þess að gefa í skyn þá lofthræðslu
sem þjáði aðalpersónuna; Hitchcock einsetti
sér að kvikmynda áhrif lofthræðslu og þetta
var hin tæknilega niðurstaða.
McGuffin
Afstaða hans til textans eða efnisinnihalds
myndanna er oft léttúðug í besta falli enda
eiu fáar minnisstæðar setningar í öllum þeim
aragrúa mynda sem hann gerði. Hann átti orð
yfir fánýti þeirra glæpamála sem myndir hans
fjölluðu um; MacGuffin. Hvort sem það var
leynilegt skjal eða stórkostlegt ríkisleyndar-
mál taldi hann það í raun ekki skipta neinu
GLUGGINN á bakhliðinni; Thelma Ritter, Grace Kelly og James Stewart. Myndin er frá 1954
og er ein af bestu myndum leikstjórans.
GRACE Kelly,
síðar furstynja af
Mónakó, var í miklu
uppáhaldi hjá
Hitchcock.
Hér verst hún fjand-
manni sínum
í „Dial M For
Murder" frá 1954.
ANTHONY Perkins sem brjálæðingurinn
Norman Bates í einni frægustu Hitchcock-
myndinni, Geggjun.
HITCHCOCK á tökustað í London þegar
hann gerði þar „Frenzy" árið 1972.
máli fyrir framvindu sögunnar og var í raun-
inni ekkert. Það eina sem skipti máli voru
áhrifin sem það hafði á framvinduna og per-
sónur myndanna. Fyrir mig, sem sögumann,
skipta þau engu máli, sagði Hitchcock. Að
hans mati tókst honum best upp með
MacGuffin eða ekkertið í Norðnorðvestur eða
„North by Northwest". Þar er James Mason
skúrkurinn en Cary Grant reynir að komast
að því í hverju illverk hans liggja. Það næsta
sem hann kemst í þeirri leit er að Mason sé í
inn- og útflutningi. En hvað hefur hann að
selja? Oh, bara ríkisleyndarmál, var svarið.
Þarna var komið sannasta afbrigði
MacGuffins, segir í samtalsbók Truffaut og
Hitchcocks: Ekki nokkur skapaður hlutur.
Eins og Norðnorðvestur er skínandi dæmi
um fjallaði Hitchcock oftlega um sakleysingja
sem dregst inn í njósnir eða samsæri sem
ógna lífi hans og hann verður að leysa úr sín-
um kröggum sjálfur, hundeltur á kolröngum
forsendum. Þetta þema gengur aftur í mynd-
um hans næstum frá fyrstu tíð. Bresku mynd-
irnar frá fjórða áratugnum, Maðurinn sem
vissi of mikið eða „The Man Who Knew Too
Much“, sem hann endurgerði í Bandaríkjun-
um tveimur áratugum síðar, 39 þrep eða „The
39 Steps“ og Konan sem hvarf eða „The Lady
Vanishes“ eru þekktustu Hitchcockmyndim-
ar sem lýsa þessum aðstæðum.
Eitt kunnasta vörumerki leikstjórans, ef
svo má segja, var að hann kom fram í eigin
fyrirferðarmiklu persónu í öllum sínum
myndum. Hann kom fram í fyrstu spennu-
myndinni sem vakti athygli á hinum unga
leikstjóra, Leigjandanum, „The Lodger", árið
1926 og allar götur síðan fram að sinni síðustu
mynd, Fjölskyldusamsæri eða „Family Plot“.
Margar lausnir hans í þeim efnum lýsa gam-
ansemi og hugmyndaflugi Hitchcocks; í
Björgunarbátnum eða „Lifeboat" frá 1944,
sem gerðist öll um borð í björgunarbát eins
og nafnið gefur til kynna, fann hann leið fyrir
sig inn í myndina með því að birtast á auglýs-
ingu um megrun í velktu dagblaði. (Þegar
Gus Van Sant endurgerði Geggjun birtist
hann sjálfur í myndinni á götu úti að ræða við
meistara Hitchcock.)
Hitchcock i myndum sínum
En Truffaut sá hann líka birtast í myndum
sínum með óbeinum hætti, sem var mjög í
takt við sálfræðilega greiningaraðferð
frönsku höfundarkenningarinnar. „Þegar
hann var ungur,“ skrifar Truffaut um
Hitchcock, „gerði hann sér grein fyrir að lík-
amlegt útlit hans einangraði hann frá öðrum
og hann dró sig í hlé til þess að virða fyrir sér
heiminn af mikilli alvöru. Oftar en einu sinni í
samtölum okkar notaði hann lýsinguna, Þegar
hinar miklu dvr kvikmyndaversins lokuðust á
eftir mér..., og gaf með því í skyn að hann
upplifði kvikmyndagerðina eins og maður
upplifir guðdóminn."
Truffaut segir að Hitchcock hafi greinilega
verið að lýsa sinni skoðun með orðum Joseph
Cottens í Efa eða „Shadow of a Doubt“ þegar
hann segir Heimurinn er svínastía. Og í Al-
ræmd eða „Notorious“ sér Truffaut hann fyr-
ir sér í líki Claude Rains þegar hann kemur
inn í herbergi móður sinnar og játar fyrir
henni: Mamma, ég kvæntist amerískum
njósnara, eins og hann væri lítill, sakbitinn
drengur. „Marnie“ var að mati Truffaut síð-
asta myndin sem opinberaði dýpstu tilfinning-
ar Hitchcocks. „Velkist nokkur í vafa um að
Hitchcock sér sjálfan sig sem misheppnaðan
kvennamann í Sean Connery er reynir að
stjóma, ráða yfir og eignast Tippi Hedren
með því að rannsaka fortíð hennar, finna
henni vinnu og gefa henni peninga?"
Og síðar segir Truffaut: „Eitt af afrekum
Alfred Hitchcocks var að fá áhorfendur til
þess að samsama sig eða finna samkennd með
aðalpersónum mynda hans en sjálfur fann
Hitchcock samkennd með aukapersónunum,
eiginmanninum sem var kokkálaður, morð-
ingjanum eða skrímslinu, manninum sem aðr-
ir hafna, manninum sem hefur engan rétt á
ást, manninum sem horfir á úr fjarlægð án
þess að geta tekið þátt.“
Ein af spurningunum sem menn hafa velt
fyrir sér, er af hverju maður eins og
Hitehcoek, sem ólst upp á ósköp venjulegu
bresku borgaralegu heimili, varð svona upp-
tekinn af hryllingi, morðum og glæpum.
Bandaríska leikritaskáldið David Mamet, sem
er einn af nýlegri sporgöngumönnum
Hitchcocks (Spænski fanginn, 1998), lét sér
detta í hug í nýlegu tímaritsviðtali að það
hefði eitthvað að gera með þá staðreynd að
Hitchcock var fæddur á Viktoríutímanum.
Sjálfur nefndi Hitchcock það oft í viðtölum
hvað hann óttaðist allt yfirvald, lögregluna
sérstaklega, og var óþreytandi að segja frá at-
viki í bernsku af því þegar faðir hans lét lög-
reglumann handtaka hann fyrir óknytti og
setja í fangaklefa. Var það ein skelfilegasta
minning hans úr æsku. Skólafélagi
Hitchcocks úr bamaskóla sem Truffaut
heyrði einu sinni í, lýsti stráknum Hitchcock
sem einfara; hann hefði verið vinafár og á
skólalóðinni hefði hann dregið sig afsíðis með
hendur yfir gildum maganum og horft á alla
hina leika sér. Segja má að hann hafi aldrei
hætt þeim ávana. Kvikmyndimar vom auðvit-
að kjörnar til þess að horfa á fólk leika sér en
sá var munurinn að nú var það feiti strákur-
inn á skólalóðinni sem bjó til leikina.
Þrjú skeið Hitchcocks
Skipta má kvikmyndasögu Hitchcocks
mjög gróflega í þrjú skeið; fyrstu bresku
myndirnar, bandarísku myndirnar og hnign-
unarárin eftir Geggjun og Fuglana. Hann
fæddist í Leytonstone á Englandi árið 1899
og áhugi hans á öllu tæknilegu sýndi sig fljót-
lega þegar hann tók ungur að starfa hjá rit-
símafyrirtæki. Þaðan lá leiðin í gerð dag-
blaðaauglýsinga og hann var tekinn að búa til
textaspjöld í þöglar myndir upp úr 1920. Það
markaði upphaf kvikmyndastarfsins; hann
var upp úr því klippari, handritshöfundur, að-
stoðarleikstjóri og leikmyndahönnuður áður
en hann á endanum gerðist leikstjóri. Leigj-
andinn bar ýmis þau einkenni sem síðar áttu
eftir að koma í ljós í spennumyndum hans og
þegar talmyndirnar komu til sögunnar veittist
honum auðvelt að skipta yfir í þær með mynd-
inni „Blaekmail" árið 1929.
Bresku myndirnar á fjórða áratugnum áttu
eftir að festa Hitchcock í sessi sem fremsta
spennumyndaleikstjóra samtímans. Þá gerði
hann hvern „smellinn“ á fætur öðrum á fjög-
urra ára tímabili, Manninn sem vissi of mikið,
39 þrep, Hryðjuverk eða „Sabotage" og Kon-
una sem hvarf, svo ekki varð aftur snúið. Með
síðastnefndu myndinni lauk breska skeiðinu.
Hann hreppti leikstjóraverðlaun kvikmynda-
gagnrýnenda í New York fyrir hana og ári
seinna hafði Hollywood tælt hann vestur um
haf; yfirburðir Hollywoodmaskínunnar í
tæknilegum efnum réðu mestu um flutning
hans til Bandaríkjanna og fjögurra mynda
samningur sem hann gerði við framleiðand-
ann sögufræga, David Selznick. Fyrsta mynd-
in sem hann gerði vestra, Rebekka, hreppti
Óskarinn sem besta mynd (sjálfur fékk
Hitchcock aldrei Óskarsverðlaun fyrir myndir
sínar).
A fimmta áratugnum festi Hitchcock sig í
sessi sem fremsti leikstjóri spennumynda
vestan hafs með myndum eins og Fréttaritar-
anum, „Foreign Correspondent", Efa, sem
sagt er að hafi verið hans uppáhaldsmynd,
Björgunarbátnum, Dáleiddum, „Spellbound",
Alræmd, og loks Reipi. Allan þennan tíma var
hann að þróa tækni sína og finna upp ýmiss
konar lausnir og búa til töfrabrögð eins og
upplýsta mjólkurglasið sem Cary Grant held-
ur á upp stigann í „Suspicion“ og inniheldur
eitur; allra augu urðu að beinast að glasinu
svo Hitchcock setti einfaldlega í það litla
ljósaperu.
Sannkallað blómaskeið
Sjötti áratugurinn var sá gjöfulasti fyrir
Hitchcock sem kvikmyndaleikstjóra og þá var
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999 7