Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Side 8
hann á hátindi ferils síns. Áratugurinn hófst með mynd sem kannski hefur verið vanmetin í gegnum árin, Stefnumót í lest „Strangers on a Train“, en er meistaraverk um geðtruflaðan mann sem gerir samning um morð við ókunn- ugan mann um borð í lest. Morðhringingin „Dial M for Murder" (endurgerð í fyrra sem „A Perfect Murder") kom á eftir og síðan annað meistaraverk, Glugginn á bakhliðinni eða „Rear Window". Tvær myndir í léttvæg- ari kantinum urðu til sama árið, 1955, Að góma þjóf eða „To Catch a Thief“ og svarta kómedían Vandræðin út af Harry „The Trou- ble With Harry“, þar sem hinn þurri breski húmor leikstjórans var í öndvegi. Eftir hana komu fimm myndir í röð hver annarri betri: hans eigin endurgerð á Manninum sem vissi of mikið með James Stewart, hin dulmagnaða Lofthræðsla eða „Vertigo" einnig með Stewart; hin léttleikandi og spennandi Norðnorðvestur með Cary Grant, hin kynngi- •magnaða hrollvekja Geggjun og loks hin yfir- náttúrulega spennumynd Fuglamir, sem hann gerði árið 1963. Þótt Hitchcock hefði aldrei gert nema þessar fímm myndir um dagana hefðu þær nægt til þess að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Eitt af afrekum hans var að ná fram því besta í aðalleikurum sínum á þessum árum sem voru Cary Grant, James Stewart og Grace Kelly. Þegar þeirra naut ekki lengur við má segja að tekið hafi að halla undan fæti og á þeim tveimur áratugum sem í hönd fóru tókst honum aldrei að ná upp í það besta sem hann hafði gert áður. Hluti vandans lá í því að hann missti Grant og Stewart frá sér og varð að reiða sig á aðra leikara, Sean Connery („Marnie") og Paul Newman („Torn Curtain“) til dæmis. En hann missti líka aðra úr fastaliði sínu á þessum árum. Tónskáldið Bemard Herrmann hafði samið sína bestu kvikmyndatónlist við myndir hans (Maðurinn sem vissi of mikið, Norðnorðvestur, Geggjun) en Universal kvikmyndaverinu geðjaðist ekki að tónlist hans við „Marnie" og fékk leikstjór- ann til þess að notast við annað tónskáld í „Tom Curtain". Á sama tíma missti hann kvikmyndatökumanninn sinn, Robert Burks, sem tekið hafði allar myndir hans frá því hann kom til Bandaríkjanna að Geggjun undanskil- inni og við bættist að hann missti aðalklippar- ann sinn svo segja má að Hitchcock hafí stað- ið eftir nokkuð berskjaldaður móti nýjum tím- um. Besta myndin hans á árunum frá því hann gerði Fuglana og þar til hann lést var sú sem hann gerði nálægt sínum gömlu heimahögum í London. Hún hét Æði eða „Frenzy". I henni blandaði leikstjórinn saman ofbeldi og húmor í hæfilegum hlutföllum en Hitchcock sjálfur birtist í henni á floti niður ána Thames. Niður úr þakrennu Síðustu mynd sína gerði hann fjórum árum fyrir andlát sitt. Fjölskyldusamsæri var brokkgeng gamanspennumynd sem átti í raun fátt sameiginlegt með fyrri afrekum leikstjórans. Hitchcock hugleiddi ýmis verk- efni eftir hana en tókst ekki að koma neinu þeirra í framkvæmd. Hann átti kvikmynda- réttinn á sögu eftir Elmore Leonard sem hét „Unknown Man: No 89“ og önnur saga sem hann hugleiddi að fílma var „The Short Night“ eftir Ronald Kirkbride. Hitchcock lést í apríl árið 1980. Truffaut segir í eftirmála samtalsbókar sinnar og Hitchcocks að leikstjórinn hafí hagað einkalífí sínu þannig að hann leyfði engum að klappa sér á bakið, eins og Truffaut segir, leyfði engum að nálgast sig á persónulegum nótum. Hann giftist ungur konu sinni, Ölmu Reville, og hélt tryggð við hana allt sitt líf og lifði fremur fábrotnu og einföldu lífí. Þegar framleiðandinn David 0. Selznick, sem fékk leikstjórann til þess að flytjast til Bandaríkjanna, hitti Hitehcock í fyrsta sinn fann hann fyrir þessari fjarlægð í honum og skrifaði heim til konu sinnar árið 1938: „Loksins hitti ég Hitchcock. Hann lítur út fyrir að vera ágætis náungi en hann er varla sú manngerð sem þú myndir vilja hafa með þér í útilegu.“ Hitchcock lifði sumsé ekki spennandi lífí nema í gegnum kvikmyndir sínar. „Þess vegna,“ ályktar Truffaut, „er helsta ímyndin sem tengd er við Hitchcock af saklausum manni sem tekinn er í misgripum fyrir annan mann og hundeltur - maður sem hangir niður úr þakrennu, sem er við það að gefa sig.“ Og svo: „Maðurinn sem óttinn rak áfram til þess að segja hinar hryllilegustu sögur; maðurinn sem var hreinn sveinn þegar hann kvæntist, orðinn 25 ára gamall, og svaf aldrei hjá annarri konu en eiginkonu sinni; hann var sannarlega sá eini sem gat gert morð og framhjáhöld að hneykslismálum, eini maður- inn sem vissi hvemig átti að gera það og í sannleika sagt, eini maðurinn sem hafði rétt til þess að gera það.“ ENN slær hún sín tíu slög, hin dimmhljóma klukka -. Hversu oft skyldi ég ekki hafa handfjatlað þetta umslag, látið það leika milli fingra minna - opnað það? Tekið úr því bréfíð, - tveggja arka bréf, haldið því frammi fyrir augunum og getið mér til um orðin, sem þar eru væntanlega skrifuð? Ég hef meira að segja margoft leitt hugann að skriftinni, sem ég þó aldrei hef séð. Ég get mér þess til að rithöndin sé áferðarfalleg. Þó er það hugsanlega ekki á rökum reist frekar en aðrar tilgátur. Innihald þessa bréfs er mér hulið, rétt eins og rithöndin. Ég sting því aftur í umslagið, eins og svo ótal oft áður. Set það svo í vasann. Ég er löngu hættur að gera mér vonir um að geta nokkurn tíma les- ið bréfíð. Skyldi það vera þess vegna, sem ég meðhöndla það af stakri natni, jafnvel virðingu? Umhverfís mig er allt svart. Svartamyrkur, - þykkt eins og þéttofín voð. Mér er horfíð allt tímaskyn. Tilfinning mín fyrir rými mótast af þessum órjúfanlegu veggjum, sem umlykja mig. Þegar ég vakna, vakna ég myrkrinu. Ljós birtist mér aðeins í draumi. Mig dreymir gjaman sólargeisla. Þeir varpa birtu á djúpan hyl. Ofan í þennan hyl steypist hár foss, en ekki breiður. Sé þetta mynd úr fortíð minni, þá er hún mér gleymd. Flest er mér gleymt. Óg það fáa sem ég man tekst mér ekki að setja í rökrétt samhengi. Ekki man ég í hvaða erindum ég var þama. Sennilega hef ég einfaldlega verið á göngu án annars tilgangs en þess að ganga. Mér er held- ur ekki Ijóst, hvar ég var. Þó minnist ég þess að húsið stóð utan alfaraleiðar. Og ég held að ég hafi átt leið þama um áður. Þó er það ekki víst. En þennan umrædda dag fann ég umslag- ið. Það lá ómerkt spölkorn framan við húsið. Ég gat mér þess til að það tilheyrði einhverj- um, sem byggi í húsinu. Engin dyrabjalla var við útidymar, svo ég bankaði á dymar. Senni- lega hef ég bankað nokkuð fast, í það minnsta hrökk hurðin af stöfúm. Ég ræskti mig og kall- aði inn í húsið. Ekkert svar barst. Rétt innan við dymar stóð lítið borð. Mér flaug í hug að réttast væri að leggja umslagið á það og koma mér síðan á brott. En það gerði ég ekki; sennilega hef ég efast um að ómerkt umslag vekti athygli nokkurs manns. Nema þá forvitnin hafí rekið mig áfram. Hvað sem því leið fór ég inn. Ég kallaði aftur og enn kom ekkert svar. Nei, ég veit ekki hvað rak mig til að ganga um þetta ókunnuga heimilí, eins og hver önnur boðflenna. Þetta var snoturt heimili og án alls íburðar. Húsrýmið var ekki mikið. Greinilegt var að þarna bjuggu eldri hjón. Allt heimilið bar vott um fágun og nægjusemi húsráðenda. Hvernig mátti það vera að mér fannst ég eiga að ■ kannast við þetta heimili, þótt ég þekkti þar ekki nokkum hlut? Það var líkast því, sem andblær þess væri mér á einhvern hátt ekki framandi. Gömul hughrif leituðu á EFTIR PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON mig. Gömul hughrif. Ég er ekki maður þeirrar gerðar, sem fer snuðrandi um annarra manna híbýli. Ég leitaði því að heppilegum stað, til að leggja umslagið á, svo ég gæti sem fyrst yfir- gefið húsið. Auðvitað má segja að eldhúsbekk- urinn hafí verið nærtækur staður í þessu sam- bandi. Umslag við hliðina á eldhúsvaski gæti tæpast farið fram hjá nokkrum manni. Og sennilega var litla borðið við útidyrnar þrátt fyrir allt ekki svo óheppilegur staður. Já, það var best að leggja umslagið þar. Um leið og ég tók í hurðarhúninn, eftir að hafa lagt frá mér umslagið, gerðist það! Það er tæpast að ég hafí mig í að segja frá því, jafn ótrúlegt og það er. Vilja ekki allir að þeim sé trúað? En þetta gerðist nú samt. Mér hefði ekki þótt það neitt undarlegt, hvað þá heldur yfimáttúrulegt, þótt hurðar- húnninn hefði staðið á sér. Og það var einmitt það, sem hann gerði. Hann var blýfastur, sama hvernig ég hamaðist á honum. Hitt þótti mér undarlegra að um leið og ég snerti húninn varð almyrkt í húsinu. Ég hélt fyrst að þetta væri af völdum þjófavarnarkerfis, sem ég hefði aldrei heyrt minnst á. Það gat svo sem vel staðist, enda ýmislegt, sem fer fram hjá fáskiptnum mönnum eins og mér. Fljótlega gafst ég upp á að reyna að opna dymar. Þess í stað ákvað ég að smokra mér út um glugga. Ég þreifaði mig áfram í myrkrinu. Vonandi væri auðvelt að opna gluggana. Og vonandi ætti enginn leið fram hjá húsinu þegar ég skriði út. Ég væri illa settur ef lögreglan kæmist í málið. Tilhugsunin var þungbær. En brátt kom í Ijós að ég þurfti ekki að gera mér rellu út af þessu. Ég fíkraði mig áfram meðfram öllum veggjum hússins, meira að segja milliveggjunum. Fálmandi höndum fór ég um þá, fullviss þess, að innan andartaks mundu lófar mínir snerta rúðugler eða jafnvel bakdyr ef heppnin væri með mér. En þetta átti ekki þannig að fara. Það var ekki nóg með að engar bakdyr væri að finna; allir gluggar hússins voru horfnir! Þegar mér varð þetta ljóst, varð ég mjög hræddur. Samt hafði ég fulla stjórn á mér, enda hlyti mér að takast að brjótast út í gegnum dyrnar, þótt ég gæti ekki opnað þær með eðlilegum hætti. En hræðslan varð að skelfingu, þegar mér varð ljóst að dyrnar voru einnig horfnar. Það var engin leið út! Eftir að hafa staðið um stund þar sem úti- dyrnar höfðu verið, lamaður af skelfingu og eftir því ráðalaus, fálmaði ég mig um húsið öðru sinni. Ég kom þegar að borðinu, sem ég hafði lagt umslagið á og þótt mér væri auðvitað ljóst að ég gæti ekki lesið innihald þess, stakk ég því í vasann. Ég leitaði ekki lengur út- gönguleiðar; vissi sem var að hana var hvergi að fínna. Ég komst fljótlega að raun um það, að fyrir utan það að hvergi varð komist út, virtist allt vera óbreytt frá því ég kom inn í húsið. Við það varð mér rórra, hvernig sem á því stóð. Nei, ég veit ekki hversu lengi ég hef verið lokaður innan veggja þessa húss. Mánuði? Ár? Það er mér hulið. Eg sætti mig einfaldlega við orðinn hlut, enda væsir svo sem ekki um mig. Að vísu sé ég ekkert, en hér er öll þægindi að finna; þægilega stóla, notalegt rúm og annað það, sem ég þarfnast til að mér líði vel. Og þótt undarlegt megi virðast, hef ég enga þörf fyrir mat. Mér nægir kranavatnið. Nei, það væsir ekki um mig. Jafnan eru þau tíu, þessi dimmhljóma högg Borgundarhólmsklukkunnar í dagstofunni. Aldrei hef ég trekkt hana upp, enda óþarft, því hún gengur eigi að síður. Þótt ég geti ekki fylgst með tímanum og hafí svo sem ekki sér- stakan áhuga á því, úr því sem komið er, er mér ljóst að hún slær ekki með reglubundnu millibili. Stundum er stutt milli þess sem hún slær, stundum langt. En jafnan eru höggin tíu. Fyrst svona mislangt er milli þess að klukkan hljómi liggur í augum uppi, að þessum tíu höggum er ekki ætlað að segja mér hvað þeim tíma líði, sem fólk lifir og hrærist í, enda slær klukkan engum nema mér. Þetta er klukka míns eigin tíma eða tímaleysis, væri ef til vill réttara að segja. Nú rennur hún upp, stundin óþekkta, stundin túnalausa. Ég dreg myndir á myrkrið. Til að byrja með dró ég eingöngu upp myndir af búslóðinni í húsinu, eins og ég mundi hana, eftir þær fáu mínútur, sem hún blasti við augum mínum. Síðar þreifaði ég á öllu, sem hér er að finna, eins og blindur maður; lærði form þess og stærð, mýkt og hörku. Við það urðu myndirnar nákvæmari. Loks tók ég að mála hugsanir mín- ar á myrkrið. Þessar myndir eru jafnan Ijós- leitar, til mótvægis við myrkrið, sem þær eru málaðar á og umlykur mig. Þannig eyði ég vökustundum mínum, meðan draumar bíða þess að ég ferðist um lönd þeirra. Og svo slær hún, Borgundarhólmsklukkan, sín tíu högg og afmáir þær myndir, sem ég hef málað síðan hún sló síðast. Til að byrja með var mér fremur illa við það. En það átti eftir að breytast og nú er ég feginn að þurfa ekki að safna of mörgum myndum á þetta myrkur. Því enda þótt þetta sé mikið myrkur, kolsvart og órjúfanlegt, þá veit ég að það er aðeins innan veggja þessa húss. Hvað nú, ef gluggarnir skyldu birtast aftur og ljósið flæða inn um þá eins og dansandi glit- þræðir? Já, og hvað ef útidyrnar lykjust upp fyrir allri þessari birtu? Væri mér þá frjálst að ganga út, láta sem myrkrið hefði aðeins verið skynvilla eða jafnvel helber misskilningur? Sennilega. En vonir mínar standa ekki lengur til þess að svo fari. Myrkrið hefur veitt mér nýja sýn og ég er þess fullviss að birtan mundi aðeins blinda mig. Ég dreg enn eina myndina á myrkrið, mála gulan fjarska; tvískiptan gulan fjarska, rofínn rauðri línu. Og ég veit að senn mun hún aftur slá sín tíu slög, hin dimmhljóma klukka. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.