Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Page 9
KRISTJÁN J. GUNNARSSON Jarðarbarn Vegabréfið Jarðarbarn, Við lestur afjörðu ertu komið. minningargrein a aftur og aftur Jarðarbarn sannast sem hærra fórst að líta, að oftast vantar reyndir þínar rætur í próförkiita sundur slíta punkta rísa upp og vaxa inn í sjálfan himininn. og þankastrik svo óieiðrétt Jarðarbarn, ævisagan afjörðu ertu komið, að endingu reynist aðjörðu skaltu seinast ailtaðþví aftur verða. ekkertannað en einskonar Jörðin er og var og verður passamyndar verustaður þinn. svik. Er að furða Erfi þótt á komi Sankti Pétur inngönguieyfis Lífer gerjun. hik? Bruggið sæld og sút, sigur, uppgjöí; veikleiki og kraftur Grettisbæli Afstút Veistu þá að lokum þú drekkur að veröld mín og þín ævi þína út. er vegarkrá sem rúmar ekki ferðalanga aila Erfið vottar og þessvegna varð úthýsing lík af tæmdri okkar, þín og mín, flösku ævilöng að kalla ogAndinn býr þar uns þannig fer aldrei, aldrei að djarft að dyi'um ber aftur. dauðinn Sorpeyðing. stefnumótið ást við fyrstu sýn Báifór, og yndislega brotið gler unaðslegt er brætt, og brennt til ösku. að falla. Höfundurinn er Ijóðskóld í Reykjavík og fyrrverandi fræðslustjóri. TVÆR ÖRSÖGUR EFTIR ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR ÓVENJULEGUR PABBI Einu sinni var lítil stúlka sem átti pabba og þetta var enginn venjulegur pabbi. Þegar hún opnaði ísskápinn var hann þar, þegar hún fór út með ruslið var hann þar, þegar hún kláraði af diskinum var hann þar, þegar hún hvolfdi úr leik- fangakassanum var hann þar. Og þegar hún hlustaði á útvarpið heyrðist í honum þar og þegar hún fór í kirkju á jólunum sveif hann yfir vötnum en næturnar voru samt verstar þegar hann lá undir rúmi í myrkrinu. Hann sást meira að segja líka í áhyggjusvip systkina hennar og reiðisvip mömmu hennar. Þar var hann mótaður skýrum dráttum. Þegar hún hugsaði hugsaði hún um hann og ef hún fann til fann hún fyrir honum og fann mest fyrir honum í hálsinum. Það var ekki pláss fyr- ir neinn nema hann. Það var ekki einu sinni pláss fyrir guð. MAMMAN SEM MÁTTI EKKERT SEGJA VIÐ Litla stúlkan átti líka mömmu og það mátti aldrei segja neitt við mömmuna. Þegar litla stúlkan sagðist vera kát, tjún- aðist mamma hennar upp. Þegar litla stúlkan sagðist vera hrædd, pirraðist mamman. Þegar litla stúlkan sagðist vera reið, brjálaðist mamman. Þegar litla stúlkan sagðist vera sorgmædd, truflað- ist mamman. Þegar litla stúlkan sagðist vilja leika sér, trompaðist mamman en þó tók steininn úr þegar litlu stúlkunni varð á að segja: Mér langar, þá bilaðist mamman og lagaðist ekki aftur fyrr en eftir marga daga. Ut af þessu lærði litla stúlkan aldrei að tala almennilega og ef hún reyndi að segja eitthvað, böggluðust orðin fyrir brjóstinu og komu öll vitlaus út úr henni. Þegar litla stúlkan stækkaði tók hún á sig rögg og sagði við mömmu sína: Mér þykir vænt um þig. Mamman fuðraði þá upp eins og Skarphéðinn í brennunni en tilkynnti eins og á örlaga- stundu: Mér er ekkert mjög illa við þig heldur. Höfundurinn er skáld ! Reykjavík. Ljósmyndin Ámi Einarsson ÞORKELL Lindberg Þórarinsson líffræðingur með vatnamýl. VATNAMYLL EÐA KÚLUSKÍTUR EFTIR ÁRNA EINARSSON Hvað er grænt, loðið og hnöttótt og lifir ó þriggja metra dýpi í Mývatni? Svar- ið er kúluskítur. Svo óvirðuleg nafn- gift stafar af því að þessir grænþör- ungar koma stundum í silunganet, og hvers kyns gróður sem í þau kemur er einu nafni nefndur skítur. Þörungurinn heitir á fræði- máli Cladophora aegagropila, en síðari nafn- liðurinn vísar til fyrirbæris sem nefnist mýll á íslensku. Mýll er kúlu- laga hárvöndull sem myndast í maga kinda og hrossa. Kannski mætti nefna kúluskítinn vatnamýl. Fátítt er að kúluskíturinn nái að vaxa upp í stórar kúlur, og víst að það tekur hann nokkur ár. Mývatn er eina vatnið hér á landi sem hýsir stofn slíkra kúlna, og mynda þær sums staðar stóra flekki á botninum. Hver kúla er ein planta, að því er virðist, og vex út frá miðju. Kúlan er nokkurn veginn jafnþétt alla leið í gegn og fagurgræn að innan sem ut- an. Þörungurinn hefur enga festu við botninn. Líklegt er að kúlurnar velti um á botninum vegna öldu- gangs þegar stormar, og snúi því ekki ávallt sömu hliðinni upp. Vatna- mýlar þekkjast víða um heim en eru hvergi algengir. Eitt vatn hefur þó getið sér frægð fyrir þessar plöntur, en það er Akanvatn á Hokkaídó í Japan. Þar nefnist vatnamýllinn marimo, og árlega heimsækir yfir hálf milljón ferðamanna gestastofu við vatnið til að sjá þörungana og fræðast um lifnaðarhætti þeirra. Plönturnar eru stranglega friðaðar í Japan og voru útnefndar árið 1921 sem „sérstök náttúrugersemi". Marimo-hátíð er haldin ár hvert til að stuðla að verndun vatnamýlanna, en tilveru þeirra hefui- verið ógnað með skóg- arhöggi og byggingu raforkuvera. Vatnamýllinn á sér fleiri vaxtarform. Stór botnsvæði í Mývatni eru þakin teppi sem myndað er af aragrúa lítilla hnoðra af þessari tegund. Hárfínir þörungaþræðir, sem hver um sig er aðeins ein fruma að þykkt, greinast út frá miðju og kvíslast þannig að plantan myndar flókinn vef. Þessi vefur er kærkomið undirlag fyrir kísilþörunga sem vaxa i miklum mæli í vatninu. Einnig safnast lífrænar setagnir í þörungavefmn, en þær ásamt kísil- þörungunum eru undirstöðufæða í vistkerfi Mývatns. Vatnamýllinn er því afar þýðingar- mikill hlekkur í lífsamfélaginu. Mikilvægi hans er þó ekki þar með upp talið. Teppið sem þörungurinn myndar er aðalbúsvæði vinsælla átutegunda í vatninu, en þar eru efstar á blaði vissar tegundir mýlirfa og krabbadýra. Einnig gegnir vatnamýllinn hlutverki í súr- efnisbúskap vatnsins. Hann framleiðir mikið súrefni sjálfur, en einnig skapar þörunga- teppið búsvæði sem lyftir dýrasamfélaginu ögn upp fyrir sjálfa botnleðjuna þar sem stundum gætir súrefnisskorts. Loks má nefna að vatnamýllinn, þ.e. hið smágerða vaxtar- form hans, er eftirsótt fæða vatnafugla, eink- um álftar og sumra andategunda á Mývatni, t.d. rauðhöfðaandar og duggandar. Hefur vatnamýllinn alltaf verið í Mývatni? Engar ritheimildir eru til um hann fyrr á öld- um, en svo vel vill til að þörungafrumumar hafa utan um sig endingargóðan hjúp, sem varðveitist öldum saman eftir að þörungurinn deyr. Leifar hans hafa fundist í setlögum í Mývatni, jafnvel þeim sem mynduðust fyrst eftir að vatnið varð til fyrir um 2.300 árum. En það var ekki fyrr en á 16.-17. öld sem blómatími vatnamýlsins hófst, og þá sjást jafnframt merki þess að sumar vinsælustu átutegundir vatnsins hafi aukist til muna. Nær fullvíst má telja að hin mikla aukning vatnamýls á 16.-17. öld tengist því að vatnið hafi verið orðið nægilega grunnt. Mývatn grynnist um 15-22 cm á öld, en birtuskilyrði á vatnsbotninum batna sífellt örar eftir þvf sem vatnið grynnist. Meginhluti Mývatns er um 3-3,3 metra djúpur, en vitað er að kjördýpi þörungsins er um 2 metrar. Vatnamýllinn ætti því að geta átt nokkuð bjarta framtíð fyr- ir sér, og það í orðsins fyllstu merkingu. Heimildir Lífið á botni Mývatns. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson. f Náttúra Mývatns, útg. Hið íslenska náttúrufræðifélag 1991. Pétur M. Jónasson. 1979. Ecology of eutrophic, subarctic Lake Mývatn. Oikos 32. Höfundur er líffræðingur og forstöðumaður Náliúru- rannsóknaslöðvarinnar við Mývatn. VATNAMÝLAR úr Mývatni. NÆRMYND af litlum vatnamýlshnoðra. Þörungaþræð- irnir sjást greinilega, en hver þeirra er aðeins ein fruma á þykkt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.