Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Side 10
JAMAICA f SÖGU OG SAMTÍÐ - SÍÐARI HLUTI H BANANAR, ÁL OG ÓLÆSI EFTIR ÞORLEIF FRIÐRIKSSON Hinn gríðarlegi munur auðs og örbirgðar sem ber fyrir augu á Jamaica sést ekki síst í húsakynn- um. I hverfum hinna ríku eru húsin stór og girt af með illkleifu qrindverki eða mannháum múrum, grimma hunda í görðum og rimla fyrir gluggum. Hinir fátæku eru að sumu leyti frjálsari, en dúsa sjálfir í rammgirtu fangelsi fátæktar. RÁÐHÚSIÐ í Port Antonio. Ljósm. Þorleifur Friðriksson FAY THOMAS heima hjá sér. Hún er hamingjusöm ung kona, en eftir okkar mælikvarða býr hún við bágbornar aðstæður. Samtíminn Jamaica var bresk nýlenda fram yfir miðja 20. öld og flestar mikilvægustu ákvarðanir því teknar í London. Hins vegar var þing með tak- markað valdsvið starfandi í Kingston lengst af á 19. öld. Pólitísk þróun var hins vegar hæg og þegar kom fram undir aldamót virtist stjóm- málalíf landsmanna liggja í dvala. Undir yfir- borðinu átti sér þó stað nokkur hreyfing sem leiddi m.a. til þess að árið 1920 voru fleiri svartir en hvítir á þingi og á 4. áratug 20. aldar voru nær allir þingmenn dökkir á hörund. Enn um nokkurt skeið ríkti litarkvóti á Jamaica,- hörundslitarkvóti. Æðstu starfsmenn hins op- inbera voru útnefndir af breskum stjómvöld- um og voru ýmist enskir eða enskir Jama- icamenn. Karlar, aldrei konur. Það em ekki mörg ár síðan fyrsti dökki Jamaicabúinn fékk vinnu við hina opinberu ferðaþjónustu þrátt fyrir þá staðreynd að um 97% íbúa eru dökkir á hörund. Það er heldur ekki langt síðan nú- verandi forsætisráðherra, Patterson, tók við embætti og var þá fyrsti hörundsdökki maður- inn til að gegna því embætti. Jafnhliða þeirri sjálfsvitund hömndsdökkra Jamaicabúa, sem lýsti sér í litarafti þingmanna á fjórða áratug aldarinnar, urðu einnig tíma- mót í stjórmálasögu landsmanna. Verkalýðs- hreyfing var að mótast og sótti næringu til þeirra alþjóðlegu strauma sem einkenndu hreyfíngu verkafólks víðast hvar í heiminum. Þetta vom ár umbrota og átaka, hvort sem var á Islandi eða Jamaica. Sama ár og Héðinn Valdimarsson og félagar hans úr Alþýðu- flokknum gengu til liðs við kommúnista til að stofna nýjan flokk stofnaði Norman Manley ásamt stuðningsmönnum sínum sósíalíska þjóðarflokkinn sem var nátengdur verkalýðs- hreyfingunni. Árið var 1938, síðasta ár þess tímabils sem í sögubókum hefur verið nefnt millistríðsár. Atvinnulif Á seinni ámm hefur engin landbúnaðarafurð verið jafn mikilvæg fyrir efnahagslíf eyjar- skeggja eins og bananar, Jamaica er reyndar einn mesti bananaútflytjandi í heimi. Ræktun þessa næringarríka ávaxtar krefst hvorki við- líka mannafla né landflæmis og ræktun sykur- reyrs. Bananaræktun hefur því gert smábænd- um mögulegt að sjá sér og fjölskyldum sínum farborða og gert að verkum að stétt smábænda hefur eflst sem hún hefði tæpast gert ella. Á síðustu áratugum hefur vandi þessara bænda sennilega helst verið fólginn í gríðarlega ójafnri samkeppnisstöðu gagnvart risahringj- um eins og United Frait Company sem hefur haft tögl og hagldir í efnahagslífi margra Mið- Ameríkuríkja og eyjunum i Karíbahafi sem af þeim sökum hafa stundum verið kölluð banana- lýðveldi. Þrátt fyrir mikilvægi landbúnaðar, sykur- iramleiðslu og bananaræktunar hafa Jama- icamenn reynt að renna fleiri stoðum undir efnahagslíf sitt. Á sjötta áratug 20. aldar jókst báxítvinnsla og útflutningur báxíts geysilega og þá varð Jamaica stærsti báxítframleiðandi í heimi. Vemleg álframleiðsla er þar einnig og á síðasta ári framleiddu Jamaicabúar 3,2 milljón- ir tonna af áli sem er tæplega þrítugfóld árs- framleiðsla álversins í Straumsvík. Auk þess nam útflutningur Jamaicabúa á óunnu báxíti 3,9 milljónum tonna á sama tíma. í dag er báxítvinnsla sennilega það sem gefur Jama- icabúum næstmest í aðra hönd. Sú atvinnu- grein sem hefur vinninginn er hinn svokallaði ferðamannaiðnaður, auk þess sem iðnaður af ýmsu öðru tagi hefur einnig skotið rótum. En þrátt fyrir umtalsverðar tilraunir til þess að auka fjölbreyttni, draga úr þjóðhagslegu mikil- vægi hráefnaframleiðslu og landbúnaðar og auka vægi iðnaðar ríkir kreppa á Jamaica og gríðarleg gjá er þar staðfest á milli auðs og ör- birgðar. Leiðin til sjálfstæðis Árið 1944 er merkisár í sögu Jamaica líkt og Islands. Þá fékk Jamaica nýja stjómarskrá sem var ömggur vegvísir til fulls sjálfstæðis. Hún tryggði öllum íbúum eyjarinnar af báðum kynjum, 21 árs og eldri, fullan kosningarétt. Hún var fremur afleiðing en orsök vaxandi þjóðemishyggju Jamaicabúa sem leiddi til þess að þeir fengu nýja stjómarskrá og heima- stjórn árið 1958, reyndar sem hluti af ríkja- sambandi bresku Vestur-Indía eyjanna. Hin vaxandi þjóðemisvitund var ekki bundin við Jamaicamenn og sambandið var varla fyrr komið á kortið en hrikta fór í stoðum þess og á fáum misseram Iiðaðist það í sundur. Sama ár og Bretar sömdu við íslendinga um 12 mílna landhelgi, árið 1961, ákváðu Jamaicabúar að draga sig út úr ríkjasambandinu sem Bretar höfðu búið til. í stað þess að berjast gegn ákvörðun íbúanna líkt og þeir höfðu gert á Is- landi ákváðu Bretar að láta gott heita þótt sambandið liðaðist í sundur, hafa ef til vill verið búnir að læra nokkuð um þvergirðingshátt smárra eyþjóða. Sýnt þóttti að leiðir myndu skilja að nokkm leyti með eyjunum sem höfðu myndað sambandið 1958. Nýlendutímabili Breta var að ljúka og í stað þess að berjast með vopnum gegn vilja þjóðanna í Karíbahafi, eins og þeir gerðu reyndar víða í Afríku, gáfu þeir eftir þegar Jamaicamenn kröfðust fulls sjáfstæðis. Þann 6. ágúst 1962 varð sá draumur að veruleika og við valdataumum tók foringi Verkamannaflokksins sir Alexander Bustam- ante. Síðan hafa tveir flokkar skiptst á um að fara með völdin í landinu. Annars vegar er jafnaðarmannaflokkur, Þjóðarflokkurinn, lengst af undir forystu feðganna Normans Manleys og síðar sonar hans, Michaels Man- leys. Hinn er frjálslyndur hægriflokkur, Verkamannaflokkur Jamaica. I kosningunum 1972 vann Þjóðarflokkur Manleys mikinn sigur ekki síst vegna loforða um miklar félagslegar umbætur og aukinn jöfnuð. Við stjórnarskiptin sem fylgdu í kjöl- farið vom samskiptin við Kúbu og Sovétríkin efld og samtímis veiktist sambandið við Banda- ríldn. Jafnframt þessum pólitísku umskiptum reið olíukreppa yfir Jamaica líkt og önnur lönd árið 1973 með slæmum afleiðingum fyrir þá iðnaðarappbyggingu sem var bæði ung og óstyrk á fótum. Umraeða um sjálfstæði Sú bið sem orðið hefur á því að almenn vel- sæld léti á sér kræla hefur orðið ýmsum um- hugsunarefni og sumir hafa rætt opinberlega hvort heppilegt hafi verið að segja skilið við Bretland og standa á eigin fótum. í grein í dagblaðinu The Gleaner 15. aprfl 1997 gerði stjórnmálafræðingurinn Lisa McGregor sam- anburð á sjálfstæðisþróun nokkurra Vestur- indía eyja sem ýmist voru eða eru nýlendur evrópskra ríkja. Hún benti á að Bermúdabúar hafi hafnað sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu 1995, en stjórni sjálfir öllum sviðum samfé- lagsins nema her, dómkerfi og lögreglu. Þetta telur hún vera til marks um hyggjuvit Bermúdabúa sem njóti sjálfstjórnar að flestu leyti en geti reitt sig á Stóra Bretland sem eins konar öryggisnet og geri þeim þar með kleyft að njóta þess besta úr tveimur samfé- lögum. Svipað er að segja um aðra breska ný- lendu, Anguilla, sem telur aðeins um 9 þúsund íbúa. Árið 1969 fékk Anguilla stöðu sem bresk nýlenda með innri sjálfstjórn og í desember á síðasta ári gaf breska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að það væri einungis á valdi Anguillabúa sjálfra að ákveða hvort þeir yrðu stjórnsýslulega tengdir Englandi. Að sögn Lisu McGregors vilja Anguillabúar jafn- vel enn nánai'i tengsl við England, jafnvel eitt- hvað í líkingu við það sem gerist hjá nágrönn- um þeirra. Næsti nábúi Anguilla eru nýlendur Frakka og Hollendinga, St. Martin og St. Maarten. íbúum þeirra er tryggt jafnrétti við íbúa Frakklands og Hollands með öllum þeim skyldum og fríðindum sem því fylgja. Að áliti McGregors sýndu íbúar eyjanna Bermúda og Anguilla pólitískan þroska þegar þeir ákváðu að halda í tengslin við Bretland. Sömu sögu er að segja um aðrar breskar nýlendur eins og Cayman eyjar, Turks og Caicos eyjai' og bresku Jómfrúreyjar. Um er að ræða litlar eyj- ar með mjög takmarkað athafnalíf annað en ferðamannaþjónustu, bankastai'fsemi og þjón- ustu. Eyjarskeggjar kusu að gefa eftir hluta af sjálfstæði sínu í skiptum fyrir efnahagslegt ör- yggi. í grein sinni sagði Lisa McGregor það hafa verið slys þegar Jamaicabúar sýndu ekki viðlíka framsýni í byrjun 7. áratugarins. Hún segir það hefði verið skáldlegt réttlæti ef ný- lenduveldið hefði þurft að styðja efnahag Jamaicabúa nú þegar kreppa ríkir eftir að hafa hirt auð þeirra þær aldir sem sykurinn var konungur. Mcnntamál í dag er ástand menntamála eitthvert brýn- asta úrlausnarefni sem stjórnvöld glíma við. I O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.