Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Síða 16
HÚS ÍSLENSKRAR
TUNGU OG
MENNINGAR
„Starfsemi Árnastofnunar er í eðli sínu tvíþætt. Annars
vegar er hún safn sem geymir menningarverðmæti og
hlutverk stofnunarinnar er f ilúa að þeim verðmætum og
varðveita Dau sem best. Hinn meginþáttur starfseminn-
ar snýr að rannsóknum á íslenskri bókmennta- og
menningarsögu og íslenskri tungu |: Dar sem handritin
sjá f eru þungamiðjan," segir doktor Vésteinn Ólason,
sem nýverið tók við stöðu forstöðumanns Árnastofnun-
ar. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við Véstein um
hlutverk og starfsemi Árnastofnunar í nútíð og framtíð.
Morgunblaðið/Golli
„GETUM útbúið með ýtrustu nákvæmni handritaútgáfu sem aðeins væri geymd á stafrænu
formi,“ segir Vésteinn Ólason forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.
SÝNINGIN Þorlákstíðir og önnur Skálholtshandrit var opnuð 1. júní í Árnagarði.
SAFNHLUTVERKINU tengist
það að kynna þá gripi sem hér
eru varðveittir og tryggja að-
gengi að þeim þannig að fólk geti
fengið að sjá þessa hluti og kynn-
ast þeim sem best. Þetta er að
sjálfsögðu mikilvægt fyrir allt
okkar starf hér því áhugi fólks á
handritunum og tilfinning þess fyrir verðmæti
þeirra er forsenda þessa að við getum gert til-
kall til þess að fá rekstrarfé til stofnunarinnar.
Við viljum að sjálfsögðu að sem flestir séu sam-
mála okkur um það að hér séu þeir dýrgripir
sem mikilvægt er fyrir þjóðina að hirða um.“
- Má vænta þess að meiri áhersla verði lögð
á þennan þátt starfseminnar í framtíðinni?
„Aherslan hefur farið vaxandi og við höfum
hér sérstakan safnkennara sem sinnir því
starfi yfir veturinn að taka á móti skólabekkj-
um og kynna þeim handritin og sögu þeirra.
Þetta reynum við að gera eins lifandi og hægt
er en leiðsögnin tekur að sjálfsögðu mið af
aldri nemendanna sem eru allt frá yngstu
bekkjum grunnskóla og upp í framhaldsskóla.
Þetta starf viljum við efla. Einnig var tekin
upp sú nýbreytni í tíð fyrirrennara míns að
setja hér upp stærri og vandaðri sýningar en
áður tíðkaðist. Þessu vil ég halda áfram. Vandi
okkar er að aðstaða til sýninga er takmörkuð,
við höfum lítinn sal þar sem við sýnum handrit
en undanfarin tvö sumur höfum við fengið að-
gang að stórri kennslustofu héma á sömu hæð
í Ámagarði og þar höfum við sett upp myndir
og veggspjöld, sem við notum til að tengja efn-
■» ið við menningarsögu, íslenska og erlenda, og
að hinn sjónræni þáttur fái notið sín. Við höf-
um fengið Steinþór Sigurðsson til að setja upp
sýninguna fyrir okkur og höfum nýlega opnað
aftur sumarsýninguna frá í fyrra, er nefnist
Þorlákstíðir og önnur Skálholtshándrit. Þessi
sýning var mjög vel sótt í fyrra og við bindum
vonir við góða aðsókn í sumar. Ég held að mér
sé óhætt að segja að góður skilningur ríki hér
innan stofnunarinnar á mikilvægi þess að
kynna starfsemina, sýna handritin og ná til al-
mennings með þessum hætti.“
- Hvernig er rannsóknarstaifinu háttað?
Megineinkennið á rannsóknarstarfínu
sem hér fer fram er að hér er unnið
með frumheimildir, handritin sjálf.
Að hluta til felst rannsóknarstarfið í
vönduðum og vísindalegum útgáfum á handrit-
um og niðurstöðum rannsókna á þeim. Til
þessa hefur talsvert verið gefið út af vönduðum
fræðiritum og einnig hafa verið gefnar út ljós-
prentanir af handritunum og í þessu starfi okk-
ar erum við í nyög alþjóðlegu rannsóknarsam-
starfi þó viðfangsefnið sé þjóðararfurinn sjálf-
ur.“
- Er í bígerð að auka umfang útgáfustarf-
seminnar, gera útgáfurnar aðgengilegri fleir-
um en fræðimönnum á þessu tiltekna sviði?
„Vissulega. Reyndar hefur það oft gerst að
starfsmennimir hér hafa unnið með útgefanda
eins og Hinu íslenska fornritafélagi eða öðrum
útgefendum að því að gefa út útgáfur sérstak-
lega ætlaðar almenningi. Ýmislegt af því sem
stofnunin hefur gefið út er í sjálfu sér ekkert
óaðgengilegt fyrir fróðleiksfúst fólk en útgáf-
unum er þó fyrst og fremst ætlað að hafa vís-
indalegan grundvöll. Við erum hins vegar alltaf
að ræða þetta hér innan stofnunarinnar og það
er mikilvægt fyrir okkur að bregðast við þeim
breytingum sem eiga sér stað nú á sviði upp-
lýsingatækni. Einnig þurfum við að skoða
þætti sem snerta prentun og frágang bókanna.
Formið hefur verið hefðbundið, þetta eru
vandaðar, glæsilegar og nokkuð dýrar útgáfur.
I þessu efni hefur ákveðinni fyrirmynd verið
fylgt og menn hafa verið sáttir við það. Útgáf-
ur okkar njóta virðingar hér heima og erlendis
fyrir vandaða bókagerð, ekki síður en innihald-
ið. Samt stöndum við frammi fyrir því að á
þennan hátt getum við ekki komið frá okkur
nema takmörkuðu magni upplýsinga, en nú er
hægt að gera fræðilegan texta aðgengilegan
með ýmsu móti. Við getum útbúið með ýtrustu
nákvæmni handritaútgáfu sem aðeins væri
geymd á stafrænu formi.“
- Má búast við að handritin verði aðgengi-
leg á Netinu innan tíðar?
Eitt hinna stóru verkefna sem byrjað er að
vinna við og við höfum fengið nokkuð af
tækjum til þess, er að taka stafrænar
ljósmyndir af handritasafninu, sem fara
beint inn í gagnabanka. Jafnframt eru handrit-
in skráð þannig að þeim fylgir handritaskrá
sem er lykill að gagnabankanum, þannig að all-
ir þeir sem vilja kynna sér handritin geta kall-
að þau upp að vild. Þetta stóra verkefni er
komið af stað og búið er að vinna mjög viða-
mikla undirbúningsvinnu í samráði við Árna-
stofnun í Kaupmannahöfn og einnig hafa menn
frá Oxford-háskóla komið að þessu. Þetta
krefst auðvitað krafta sem draga menn
kannski frá hefðbundnari fræðastörfum um
hríð en við lítum á þetta sem afskaplega mikil-
vægan áfanga sem við stöndum frammi fyrir.
Jafnframt þessu gætum við hugsað okkur að
útbúa sama textann í mismunandi gerðum.
Birta ljósmyndir af handritinu á Netinu, gefa
hann síðan út í tiltölulega ódýrri prentútgáfu
og litlu upplagi og svo enn aðra útgáfu sem
höfða myndi til stærri hóps, þ.m.t. fræðimanna
sem ekki þurfa nákvæmlega að sjá hvemig
hver stafkrókur er dreginn á frumhandritinu.“
- Þú ert bókmenntafræðingur en fyrirrenn-
ari þinn, Stefán Karlsson, var málfræðingur.
Má gera ráð fyrir að þessi mismunur á fræða-
sviðum endurspeglist í stefnu Árnastofnunar á
næstu árum?
Sjálfsagt er það óhjákvæmilegt að ein-
hverju leyti þó maður ætli sér ekki vera
hlutdrægur fyrir eina fræðigrein fremur
en aðra. Mér finnst samt mikilvægast í
ljósi breyttra stjórnunar- og samstarfshátta í
fyrirtækjum og stofnunum almennt á undan-
förnum árum að nú í upphafi starfs míns hér
muni ég vinna vandlega með starfsmönnum
stofnunarinnar að stefnumótun hennar. I það
púkk mun ég leggja mínar hugmyndir og þeir
sínar og útfrá þeim munum við setja okkur
skýr markmið. Mikilvægast er að skilgreina
hvaða „afurðir" við viljum framleiða og hvernig
við ætlum að koma þeim frá okkur.“
- Má gera ráð fyrir breyttum áherslum í
ráðningum sérfræðinga við stofnunina?
„Ég lít nú svo á að í framhaldi af mótun
stefnunnar þá sé mitt hlutverk að laða starfs-
fólkið að henni og halda því við hana. En sam-
setning starfshópsins breytist auðvitað smám
saman og sumir hafa vanist hér ákveðnum
fræðahefðum um langan aldur en nýtt fólk
kemur inn með önnur viðhorf. Almennt er fólk
alþjóðlegar hugsandi en var fyrir einum eða
tveimur áratugum og tök þess á upplýsinga-
tækni eru meiri en áður var. Þó verður alltaf
að hafa ákveðna fjölbreytni í huga við manna-
ráðningar að stofnuninni. Hér verður áfram
lögð áhersla á að hafa starfandi handritafræð-
inga, fólk sem er sérfræðingar í því að lesa
handrit og einnig verður að hafa hér sérfræð-
inga á sviðum bókmennta og þjóðfræða. Mikil-
vægur hluti safnsins er þjóðfræðadeild þar
sem geymdur er mikill sjóður á segulböndum
og úrvinnslu þess efnis þyrfti að reyna að efla.
Fjölbreytnin í starfsemi stofnunarinnar verður
að endurspeglast í fjölbreytni fræðasviða
starfsmannanna."
- Sérðu fyrir þér að stofnunin muni leita út
á markaðinn eftir fjármagni?
Eitt af því sem hefur fengið aukið vægi á
undanfórnum árum og hvílir á stjórnendum
stofnana eins og þessarar er fjáröflun til rann-
sókna. Opinberar hefðir eru að breytast hvað
þetta varðar. Möguleikarnir hafa aukist í þá
veru að sækja um fé í ýmsa sjóði, innlenda og
erlenda, til afmarkaðra verkefna. Það má segja
að þetta hvetji okkur til að vanda allan undir-
búning því fleiri eru í samkeppni um þessa
peninga og því er mikilvægt að gera sem besta
grein fyrir hvemig ætlunin er að verja þeim.“
- Eruð þið með þessu að bæta ykkur upp
rýrt framlag á fjárlögum eða er þarna um
hreina viðbót að ræða við ráðstöfunarfé stofn-
unarinnar?
etta er viðbót. Ég get ekki sagt að þessi
stofnun hafi orðið neitt verr úti við fjár-
lagagerð ríkisins en aðrar sambærilegar
stofnanir. Erfiðleikar sem að steðja og
tengjast breytingum á launakerfum og út-
reikningi fjárveitinga eru að mínu mati tíma-
bundnir og ég treysti á velvilja stjórnvalda í
garð stofnunarinnar. Hinu er ekki að neita að
margt sem tengist upplýsingatækninni er
kostnaðarsamt í framkvæmd þó það gefi jafn-
framt geysilega möguleika. Við viljum finna
leiðir til að taka upp heppilega samvinnu við
fyrirtæki á sviði útgáfu og fjölmiðlunar, sam-
vinnu sem væri þess eðlis að báðir aðilar gætu
verið fullsæmdir af henni. Við erum mjög opin
fyrir slíku.“
- Hvernig er samstarfí stofnunarinnar hátt-
að við aðrar stofnanir og deildir Háskólans í
húmanískum fræðum?
„Samstarfið og samgangurinn hefur alltaf
verið talsverður en ég tel samt að þetta hafi
verið nokkuð tilviljunarkennt og einstaklings-
bundið og álít að bæði stofnunin og Háskólinn
þurfi að vinna meðvitað að því að styrkja
tengslin sín á milli og efla samstarfið sín á
milli. Annar ónefndur en mikilvægur þáttur í
starfsemi stofnunarinnar felst í alþjóðlegu
samstarfi sem við tökum þátt í. Hingað koma á
hverju ári erlendir fræðimenn til rannsókna-
starfa og héðan fara fræðimenn til rannsókna á
íslenskum handritum sem varðveitt eru í opin-
berum söfnum erlendis. Þetta hefur mikla þýð-
ingu því bæði verða persónuleg tengsl á milli
manna sterkari með þessum hætti og umhverf-
ið verður einnig alþjóðlegra. Árnastofnun nýt-
ur mikillar velvildar meðal safna erlendis þar
sem handritaarfur okkar er mjög þekktur og
Islendingar njóta virðingar fyrir að standa svo
vel að varðveislu hans.“
- Er handritasafn Árnastofnunar föst stærð
sem ekki á eftir að stækka mikið úr þessu?
Já, því hlutverk stofnunarinnar er að varð-
veita skinn- og pappírshandrit sem komu
frá Danmörku á sínum tíma. Allur þorri
handrita eftir daga Áma Magnússonar er
geymdur í Landsbókasafninu. Á milli þessara
tveggja stofnana er mikið og gott samstarf
enda fer ekki hjá því að ýmislegt skarist í
rannsóknarstarfi þeirra beggja. Þegar horft er
til framtíðarinnar þá hefði ég viljað sjá stóra
viðbyggingu við Þjóðarbókhlöðuna, sem gæti
kallast hús íslenskrar tungu og menningar, þar
yrðu handritasöfnin tvö sameinuð, þar yrði
undir einu þaki Árnastofnun, Orðabók Háskól-
ans og fleira þessu tengt til að mynda einn
stóran rannsóknarkjama. Þetta er auðvitað
framtíðardraumur sem varla rætist meðan ég
er við störf en um þetta var talað þegar Þjóð-
arbókhlaðan var tekin í gagnið.“
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999