Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Page 6
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI UÓÐ UM ÞIG Þú ert tíminn og skáldskapur skáldskaparins flytur þér óviss tíðindi. Tíminn er aðeins til í þér og þú ert bergmál hans. Þú endurvarpar tíma þínum hvar sem þú ferð eða ferð ekki. Skýin flytja boð þín og hafíð speglar þau. Jörðin og hafíð geyma þig í draumum sínum því ekkert hefur aldrei verið til. Þú ert næmleiki hins sanna og hins raunverulega og sigrar þá blekkingu að þú sért ekkert í heimi hnattrænna viðskipta sem skipta þig engu máli. Þú ert menningin draumarnir og vonirnar. Allt er í þér og þú ert allt. HALLDÓR KRISTJÁNSSON AÐ BERA ALDURINN Ég átt hefði að geta þinn afmælisdag munað Því ýmiskonar forsendur styðja það í senn, en þetta er því líkast sem miggæti ekki grunað að gömul yrðir þú eins og veiyulegir menn. En um þá fornu staðreynd er engin þörf að skrifa, þau öriögráða lífínu meðan jörðin snýst, þeir hljóta að verða gamlir sem lofað er að lifa svo ljóst og einfalt er það og hrakið verður síst. Og lítt er þörf að kvarta þó árin færist yfír, og ellimörkin verði þá fleiri í dag en gær á meðan brjóstið hrærist ogígömlum glæðum lifír og gaman þykir að því sem nýrra vex og grær. Og margt er hægt að þola þó a ndstætt gangi yfír og illt að verða samstíga fjöldanum í dag á meðan glóðin forna frá æskuárum lifír ogylur þeirra kennda sem þá glæddu bræðralag. Og hér er eJdtí nauðsyn að rekja eða ræða og rifja upp gamlar sögur um fyrri daga hátt en enn við skulum njóta þess sem ísinn kann að bræða og okkur hjálpar til þess að ná vid lífíð sátt. En mælgin verður óþörf þegar mestu er frá að segja þó margt sé gott að vita um fyrri spor og stig og samkvæmt því er heilræði að hætta nú og þegja með heillaósk vegna afmælis og þakkir fyrir mig. Höfundurinn er fró Kirkjubóli í Önundarfirði. Hann segir að sér hafi láSst aS senda gamalli vinkonu kveSju á stórafmæli, en sendi henni þessar hugleiSingar og þá í trausti þess aS þær hafi eitthvert almennt gildi. ERLENDAR BÆKUR UPPLÝSINGIN HUBERT DEBRZANIECKI VANDAMÁL Ulrich Im Hof: The Enlightenment. A Hi- storical Introduction. Translated by Willi- am E. Yuill. - The Making of Europe. Ed. Jacques Le Goff. Blackwell 1997. Oft er og var talað um að Ijósið kæmi úr austri - „Ex oriente lux“ - en með upphafi breytinganna á heimsmynd Evr- ópubúa á síðari hluta 18. aldar og sem rekja má til skynsemisstefnunnar hund- rað árum áður, má vissulega segja „Ex occidente lux“ - ljósið úr vestri. Newton, Pope og síðan frönsku heimspekingarn- ir hófu þau ljósfræði sem nefnast „Lumiére - Aufklárung - Illuminismo - Hluminisma...“ á frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku og svo enska hugtakið sem er titill þessarar bókar. Upphafíð að nánari útlistun inntaks „upplýsingarinnar" eru skrif Voltaires, Pergusons o.fl. um miðja 18. öld, um sögu mannkynsins sem sögu framsóknar og framvindu til meiri þekkingar og betra mannlífs. Þetta var byrjun á sögu- stefnu sem og sögulegum skilningi sem var framhaldið af Wieland, Hume, Herder, Lessing, Malby og Kant til Condorcet, en sá síðast nefndi varð boð- beri stefnu hinnar stöðugu framvindu og framfara, sem markaði 19. öldina í stjórnmálum og vísindahyggju. Upplýsingin, skynsemisstefnan, var ekki aðeins bundin beitingu „heilbrigðr- ar skynsemi" í rannsóknum og viðhorf- um heldur einnig skyldu ný og skyn- vædd viðhorf marka löggjöfína, atvinnu- rekstur og velferðarmál og forsenda framkvæmdanna var upplýsing þjóð- anna, uppfræðsla og skólar sem mörk- uðust af skynsemishyggju og trú á getu mannsins til að skapa sín eigin örlög. Framfarir voru lykilorð upplýsingar- innar, allt skyldi opið fyrir birtu nýrrar heimsmyndar, höft og bönn kirkjunnar skyldu afnumin, hin gamla heimsmynd um fyrirfram ákveðna leið mannanna, samkvæmt vilja Guðs almáttugs, til lokanna, heimsendis og dómsins og allar þær reglur sem syndugt mannkyn bar að hlýða, „hlekkir trúarbragðanna", bar að bijóta. Ulrich Im Hof rekur upphaf upplýs- ingarinnar og framkvæmd í byltingu Amerikumanna gegn breska konung- dæminu og frönsku stjórnarbyltingunni. Undanfarinn voru kenningar frönsku heimspekinganna. Hann rekur síðan hvemig stefnan mótaðist og mótaði við- horf hluta yfirstéttanna og þjóðhöfð- ingja vítt um Evrópu, Friðriks mikla, Jóseps II, Katrínar Rússadrottningar og þjóðhöfðingja í Danmörku og Svíþjóð. Með beitingu skynseminnar varð heim- urinn baðaður Ijósi upplýsingarinnar, sem varð öllum fær til stöðugra fram- fara og bræðralags allra manna. Þessi andi birtist skýrast á franska Stétta- þinginu í samþykktum um afnám sér- réttinda og yfirlýsingu um frelsi og bræðralag allra manna, nóttina 4. ágúst 1789. Hugmyndir upplýsingarinnar urðu grundvöllur lýðræðis, upplýsts einveldis og stjórnleysis og atburðarásin siðasta áratug 18. aldar varð kveikjan að nýrri atburðarás í Evrópu undir merkjum skynsemi og framfara. En „það er fleira til i heiminum en heimspekingana dreymir um“ (Shake- speare). Skynsemin Dægði ekki til þess að skapa hinn fullkomna heim. Andsvar- ið var rómantikin, sem bar í sér meðal annars fræ alræðishyggjunnar undir merkjum þjóðernishyggjunnar. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON Pavel Bartoszek þýddi. Ég fæddist sem vandamál Mér fannst spínat vont Mér fannst leiðinlegt í fótbolta og að læra málfræði. Eg fæddist sem vandamál Mér fannst vont að drekka vodka Ég elskaði hvorki land mitt né það að tala um pólitík. Erfilt Erfitt er að skreyta með gulgrænu laufi, hjarta numið úr eikarlíkkistu. Ég var ferskvatnsþörungur og ilmandi burkni Nú er ég þreyttur og yfirbugaður af ástleysi og því sem við létum steypa okkur í. Ég er ekki hér, þótt ég héldi að ég hér vildi vera Gleymdu ekki að himnaríki hefst ekki og endar á fjórðu hæð í íbúð með útsýni á almenningsgarð. Ó, ef ég gæti aftur ilmað af trjákvoðu og verið grænn sem burknar að sumri tíl. Höfundurinn er pólskur heimspekingur sem búiS hefur á íslandi í hálft annaS ár. LjóSiS er úr nýrri IjóSabók hans, Ljóð úl úr skápnum, en þau yrkir hann undir dulnefninu Hugo de Hugo. Afrakstur bókarinnar rennur til Þríburafélagsins. ÞýSandinn, nemi í MR, er íslenskur þótt nafn hans bendi til annars. Ég fæddist sem vandamál Mér fannst leiðinlegt í kirkju Mér líkaði illa við presta Og ég hataði að leggja fé á söfnunarbakkann. Eg fæddist sem vandamál Svo ég varð að flýja... 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.