Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Side 4
YFIR FJOLLIN FLÝGUR ÞRÁ EFTIR ÞÓRGUNNI SNÆDAL Þess er hér minnst að 8. b.m. eru liðin 80 ár frá fæð- inqu Rósberqs G. Snæda skálds oq rithöfundar. Hann var frá Kárahlíð í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu, en um líkt leyti oq hann hleypti heimdraqanum 1940 var Laxárdalurinn að fara í eyði. Greinarhöfundurinn seqir: „Faðir minn sætti siq aldrei við bá bróun sem svipti hann æskustöðvunum. Dalurinn var honum alla tíð mjög hjartfólginn og lífið þar og umhverfið hugstætt yrkisefni bæði í bundnu oq óbundnu máli. RÓSBERG G. Snædal 1979, sama ár og hann varð sextugur og Ijóðabókin Gagnvegir kom út. F JÖRÐU voru þeir komn- ir, til jarðar eru þeir aftur að hverfa, íslensku torfbæ- B imir. í inndölum og á út- kjálkum eru tóftir þeirra ■■■■A smám saman að renna B endanlega saman við M ■Lþúfhakollana og grassvörð- inn aftur. Þó er svo undarlega stutt síðan flestir íslendingar fæddust í moldarkofum og ólust upp við raka og reykjarstybbu. Á örfá- um áratugum um miðja öldina eyddust, eins og kunnugt er, margar byggðir og margir fluttu beint frá búhokri á harðbalakoti inní þægileg húsakynni nútímans. Á einu slíku koti í harðbýlum afdal, Laxár- dal í Austur-Húnavatnssýslu, fæddist 8. ágúst 1919 faðir minn Rósberg G. Snædal skáld og rithöfundur. Hann hefði því orðið áttræður í ár hefði honum enst aldur, en hann lést 9. jan- úar 1983. Þegar foreldrar hans, Klemensína Klem- ensdóttir, ættuð úr Svínadal og Guðni Sveins- son úr Fljótum, fluttu upp á dalinn 1916 úr húsmennsku í Bólstaðarhlíð taldi byggðin í dalum ennþá 200-300 manns. Afi og amma, sem allan sinn búskap voru fátækir leiguliðar, bjuggu fyrst í Kárahlíð og þar fæddist faðir minn. Seinna fluttu þau að Vesturá og seinast að Hvammi. Á báðum þessum kotum voru þau síðustu ábúendumir. Alls eignuðust þau fjóra syni, Ingva, Pálma, Rósberg og Guðmund. 1948 fluttu þau til Skagastrandarkaupstaðar og settust að í litlu gulu húsi undir Höfðanum. Þar bjuggu þau með svipuðu sniði og á daln- um við þröng húsakynni, eina kú og 20 kind- ur. Þau kynntust aldrei nútíma þægindum, þótt bæði iifðu fram undir 1970. í viðtali við tímaritið Heima er bezt 1977 lýsir faðir minn aðstæðunum á bernskuheimili sinu: „Nánast var ekki til neitt af neinu. Þá voru erfiðir tímar, eins og alltaf hafa verið í vom landi - og kreppa. Búin vora ekki neitt á nútíma mælikvarða, 60-80 rollur og húsa- kynnin aðeins kofar, nokkrar ferálnir að gólf- fleti, - og allt varð að vera á sama stað, hvað innan um annað. Hvemig allir hlutir komust fyrir í baðstofukrílinu, það skil ég ekki núna. Víst má flokka það undir kraftaverk að stórir bamahópar skyldu þroskast til manns við slíkt atlæti og allsleysi, - já og dafna vel...En við áttum samt sem áður góða og skemmti- lega æskutíð þarna inn milli fjallanna. Það var alltaf eftirvænting í blænum, - líka í stórhríð- Laxárdalurinn er nálega 30 kilómetra lang- ur, hann liggur austan við Langadalinn og eins og hann frá norðvestri til suðausturs. En Laxárdalurinn liggur um 200 metrum hærra yfir sjó og er því miklu snjóþyngri og harð- býlli en Langidalurinn. Samt hefur Laxárdal- urinn verið í byggð frá landsnámsöld, er Gautr, foðumafns er ekki getið, nam land í Gautsdal. Um aldamótin 1900 vora 26 bæir í byggð og fram yfir 1930 vora 22 býli í dalum. Á kreppu- árunum á 4. áratugnum og á stríðsárunum Ljósmynd/Þ.S. 1982 RÓSBERG G. Snædal á bæjarhólnum í Kárahlíð, hann horfir yfir að Vesturá hinum megin í dalnum. UNGUR maður í Reykholtsskóla 1939 eða 1940 með vini sínum Davíð Áskelssyni. þegar tækifæri fóra að bjóðast til betri kjara og minna erfiðis í þéttbýlinu eyddist byggðin með undraverðum hraða. Á 6. áratugnum vora bara sex bæir eftir, nú bara tveir, nyrsti bærinn Balaskarð og Gautsdalur í syðri hluta dalsins. Kárahlíð stóð í suðaustari hluta dalsins norðanvert við mynni Strjúgsskarðs sem er eitt af fjóram skörðum sem tengja Langadal og Laxárdal saman. í þættinum Inn milli fjall- anna í greinasafninu Fólk og fjöll lýsir hann skarðinu nákvæmlega: „Frá náttúrannar hendi er Strjúgsskarð greiðfærara og léttara yfirferðar en öll hin skörðin - Strjúgsskarð var líka langfjölfamasta leiðin milli dalanna. Kom það þó ekki eingöngu af því að byggj- endur þeirra settu þar umferðarmet, heldur má segja að um skarðið lægi þjóðbraut að sumarlagi um langan aldur, eins konar hjá- gata hinnar viðurkenndu póstleiðar um Stóra- Vatnsskarð. Þeir voru margir, ferðamanna- hópamir, sem völdu fremur kelduna en krók- inn: beygðu af Langadalsvegi upp Strjúgs- skarð, yfir þveran Laxárdal, þar sem hann er einna keldusælastur, norður Litla-Vatns- skarð, Víðidal og Kamba til Sauðárkróks. Oft hafa því stigið þéttir jóreykir í Strjúgsskarði þegar stórir hópar velríðandi ferðamanna létu spretta úr spori um greiðfærur þess. í minn- ingu minni, sem er bamfæddur á næsta bæ við austurenda skarðsins, er mikill ævintýra- og riddarablær yfir þessum mannaferðum, þegar tugir ríðandi fólks birtust á hæðinni fyrir vestan bæinn og teygðu fáka sína á skeiði eða stökki hjá garði, niður grandirnar meðfram Kárahlíðará. Það liggur nærri að mér finnist að allt þetta fólk hafi verið í skrautklæðum og fákar þess gulltygjaðir." Yfir lýsingum hans á uppvexti sínum lá einnig slíkur ævintýraljómi að sem bam hélt ég að hann hefði alist upp í sannkölluðum sæludal. Ekki fyrr en ég gekk með honum upp Strjúgsskarð að Kárahlíð í júní 1982, síð- asta sumarið sem hann lifði, vai-ð mér ljóst hvemig aðstæður hann hafði alist upp við og að sárin sem fátækt og allsleysi bemskunnar höfðu sært hann sviðu ennþá. Þó ekki væri mikið eftir af bæjarrústunum var hægt að sjá að allur bærinn hafði verið í mesta lagi 6-8 fermetrar að stærð. En það er fallegt þarna undir Kárahlíðarhnjúknum. Þar er víðsýnt yfir dalinn og uppí hlíðinni skammt fyrir ofan bæinn vora steinarnir fjórir sem þeir bræðurnir eignuðu sér eftir stærð ennþá á sínum stað. Auðséð var að fáir vöndu komur sínar á dalinn nema stóðið á Refstaðagrand- unum hinum megin í dalnum. Troðningar og reiðgötur vora gróin og í þann veginn að hverfa milli þúfnakollanna. Sextán áram síðar, á blíðviðrisdegi í sept- ember 1998, gekk ég aftur upp Strjúgsskarð að Kárahlíð. Ennþá ríkti fjallakyrrðin á Lax- árdalnum og þrátt fyrir kalt sumar þöktu bústin krækiber og bláber hlíðina fyrir ofan bæjartóttirnar, ef hægt er að kalla græna fer- hyminginn, sem sýnir hvar bæjarkrílið stóð, tóttir. En það var greinilegt að umferð er hér mun meiri nú en 1982. Jeppaslóð liggur frá Strjúgsstöðum upp í skarðið og margfaldar vel troðnar reiðgötur vitna um tíðar heim- sóknir hestamanna. Slóðin framjá Kárahlíð er djúp og vel troðin. Hinar gömlu leiðir um skarðið og dalinn eru aftur að verða fjölfarnar gönguleiðir að sumarlagi, enda era votlendi og keldur Laxárdalsins lítill farartálmi goret- exskóuðu göngufólki nútímans. Um þær mundir sem faðir minn fór að heiman laust fyrir 1940 fóru jarðirnar í daln- um í eyði hver á fætur annarri. Þegar þjóð- vegurinn var lagður um Langadalinn og sam- göngurnar milli héraða og sveita urðu auð- veldari einangraðist Laxárdalurinn vegna vegaleysis. Faðir minn sætti sig aldrei við þá þróun sem svipti hann æskustöðvunum. Dal- urinn var honum alla tíð mjög hjartfólginn og lífið þar og umhverfið hugstætt yrkisefni bæði í bundnu og óbundnu máli. Þegar í fyrstu ljóðbókinni A annarra grjóti sem kom út 1949 er heimþráin ríkjandi í huga hans. I ljóðinu Að baki blárra fjalla, örlar á sektar- kennd vegna þess að hann yfirgaf æskuslóð- irnar, það er eins og honum finnist að byggðin hefði ekki eyðst ef hann hefði ekki farið: 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.