Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Page 12
föt. Nægir að benda á útsetningar Mozarts á óratóríum Hándels til sönnunar á þessu. En við skulum ekki gleyma Hans Georg Nágeli. Seinni tilraun hans tii að safna áskriftum bar ekki meiri árangur en hin fyrri og því varð enn bið á útgáfunni. Arið 1832 var útgefandinn Simrock í Bonn, sem áð- ',r-ur var getið, sannfærður um að Nágeli væri hættur við áform sín og tilkynnti því að hann myndi gefa H-moll messuna út í ritstjórn Ad- olfs Bemhards Marx. Píanóútdráttur og kómótur lágu þegar fyrir og einungis átti eft- ir að prenta partítúrinn. Nú rauk Nágeli upp til handa og fóta og hélt fast fram einkaút- gáfurétti sínum. Mai-x dró hann í efa og hélt því meira að segja fram að handritið sem Nágeli hefði undir höndum væri afrit. Að lok- um urðu útgefendumir þó ásáttir um að skipta útgáfunni þannig á milli sín, að partít- Úrinn kæmi út í Zurich, en aðrar nótur í Bonn. Beggja forlaga skyldi þó getið á titilsíðunum. Nágeli var langt kominn með gerð prent- platnanna, en honum hefur vafalaust þótt bið- in vera orðin nógu löng, þannig að árið 1833 setti hann fyrri hluta H-moll messunnar (Kyrie og Gloriu) á markað. Seinni hlutanum lofaði hann í síðasta lagi á páskum 1834. Sú áætlun stóðst þó ekki frekar en aðrar og Nágeli náði ekki að ljúka ætlunarverki sínu. Hann lést annan dag jóla árið 1836. Nú kemur sonur Nágelis, Hermann, til skjalanna. Næstu ár er hann stoltur eigandi handritsins, sem við fylgjum éftir. Níu áram eftir dauða föður síns, tókst honum loks að koma seinni hluta partítúrsins á framfæri. Þegar seinni tíma Bachfræðingar fóra að bera þessa útgáfu saman við handrit Bachs komu furðulegir hlutir í ljós. Partítúr- inn er uppfullur af villum og greinilegt er að handritið hefur ekki verið haft til hlidsjónar nema á mjög yfirborðskenndan hátt. A seinni hluta átjándu aldar og fram á þá nítjándu vora gerð fjölmörg afrit af H-moll messunni, í heild eða að hluta. Þannig barst verkið víða og orðrómur þess jókst. Vitað er t.d. að Haydn átti afrit af messunni og Beethoven gerði tvær árangurslausar tilraunir til að eignast eintak af henni. Nagelifeðgar hafa augljóslega byggt útgáfu sína á slíku afriti. Fyrstur til að gera sér grein fyrir göllum partítúrsins var Felix Mendelssohn. Hann bar hann saman við hljómsveitar- og kómótur Bachs að Kyrie- og Gloriuköflunum, sem ég kem betur aðí seinni grein minni, og fann ótal villur. Áhugi Mendelssohns á messunni tengdist áformum hans um að flytja verkið í heild. Þau urðu ekki að veraleika, en hann flutti nokkra kafla í Gewandhaus í Leipzig árin 1841 og ‘43. Ég hef nefnt nokkra tónleika þar sem lengri eða styttri hlutar H-moll messunnar vora sungnir. En hvenær skyldi hún hafa verið flutt í fyrsta sinn í heild? Engar óyggj- andi sannanir liggja fyrir um heildarflutning fyrr en árið 1859. Þá var messan sungin í Leipzig undir stjóm Riedels og hinum lat- neska texta hafði verið snúið á þýsku! Það sem áður var sagt um „endurbætur" tónlist- armanna seinni hluta átjándu aldar á eldri verkum, á ekki síður við um hina rómantísku nítjándu öld. „Betrambætumar“ urðu enn al- varlegri og tóku sér oft fáránlegar myndir, eins og í dæmi Zelters. Nú var heldur ekki hægt að ráðfæra sig við afkomendur tón- skálda eða aðra sem höfðu haft persónuleg kynni af þeim.Hin stóra kór- og hljómsveitar- verk höfðu með fáum undantekningum fallið í gleymskunnar dá og ekki verið snert í fleiri áratugi. Hefðin hafði sem sé verið rofin. Það er því óhætt að fullyrða að Johann Sebastian Bach hefði átt bágt með að trúa sínum eigin augum og eyram, hefði hann verið viðstaddur flutning á H-moll messunni á síðustu öld. Verkið var flutt með gerbreyttri hljóðfæra- skipan af kórum sem sjaldan voru skipaðir færri en hundrað söngvuram og risavaxinni hljómsveit, þar sem strengjasveitin gat inni- haldið allt að 70 manns! Kór Bachs í Leipzig var jafnvel við sérstök tækifæri ekki nema í , mesta lagi 24 manna og strengjaleikarar hans vora án undantekningar færri en fyrstufiðlar- arar stærstu hljómsveita rómantíkurinnar. Við skulum snúa okkur í síðasta sinn að útgáfumálunum. Þegar seinni hluti partítúrsins kom út, árið 1845, lét Sim- rock í Bonn sér ekki nægja að fá að sjá nafn sitt á titilsíðunni. Hann ákvað að prenta partítúrinn upp á eigin spýtur, til að eiga hann í nótnaskrá sinni. Á titilsíðunni er verkið í fyrsta sinn kallað „hohe Messe“, eða hátíðar- messa, en það bauð upp á beinan samanburð við Missa solemnis eftir Beethoven. Verkin höfðu reyndar áður verið borin saman og kafl- • ar úr þeim höfðu jafnvel verið fluttir á sömu tónleikum. Það er athyglisvert að þessir tveir hápunktar í sögu hinnar latnesku messu skuli vera runnir undan rifjum tveggja mótmæl- enda. Deilunum um handrit Bachs var ekki lokið. Árið 1850, réttri öld eftir andlát Bachs, var þýska Bachfélagið (Bach-Gesellschaft) stofn- að í Leipzig. Tilgangur félagsins var að gefa öll verk tónskáldsins út undir ritstjórn fær- ustu manna og með hliðsjón af handritum Bachs og mikilvægustu afritunum. Stjóm fé- lagsins ákvað að hefjast handa á H-moll messunni svo að útgáfuröðin vekti verðskuld- aða athygli allt frá upphafi. Hún sneri sér því til Hermanns Nágelis, eiganda handritsins, með ósk um að fá að kaupa það, eða að öðrum kosti fá aðgang að því um stundarsakir. Nageli var hins vegar ekkert um samkeppn- ina gefið og neitaði að láta handritið í té. Hann var móðgaður yfir að hafa ekki verið meðal þeirra sem leitað var til þegar félagið var stofnað og áleit óþarfa að gefa H-moll messuna út aftur. Hún væri þegar til á prenti. Forráðamenn Bachfélagsins sáu sér því ekki annað fært en að snúa sér að öðrum verkum. Næstu sex ár reyndu þeir án árang- urs að ná sáttum við Nageli, en misstu loks þolinmæðina og ákváðu að prenta messuna án þess að hafa rannsakað handritið. H-moll messan kom út sem sjötta bindi heild- arútgáfunnar árið 1856. í meðfylgjandi orð- sendingu gerðu stjómarmenn grein fyrir at- burðarás undanliðinna ára og er það æði flók- in saga. Þegar upp var staðið varð stjórnin að viðurkenna að hún hefði ekki hugmynd um hvar handritið væri niðurkomið. Nageli hafði nefnOega tjáð þeim að hann hefði selt það, en hann neitaði að gefa upp nafn kaupanda. I raun og veru var skipan mála önnur. Her- mann Nágeli var í miklum fjárhagsvanda. Hann hafði orðið að grípa til þess ráðs að selja ýmis handrit úr hinu stóra safni sem faðir hans hafði arfleitt hann að. Undanfarin ár hafði hann gengið milli manna með fræg- asta dýrgripinn, handritið að H-moll mess- unni. Meðal þeirra sem hann leitaði til voru píanósnillingarnir Liszt og Moscheles og ýmsir aðalsmenn, en enginn þeirra þekktist boðið. Að lokum neyddist Nágeli til að veð- setja handritið hjá einum af lánardrottnum sínum. Nú nálgumst við lok þessarar flóknu sögu. I mars árið 1857 fékk Nágeli bréf frá Arnold Wehner, tónlistarstjóra konungsins í Hannover. Þeir höfðu rætt um hugsanleg kaup konungsins á handritinu nokkrum árum áður, en málið hafði niður fallið vegna ágrein- ings um verðið. Nú lýsti Wehner yfír endur- nýjuðum áhuga á handritinu og sagðist geta reitt fram uppsett verð, ef Nágeli væri enn eigandi gripsins. Nágeli túlkaði þetta sem boð frá konunginum sjálfum. Honum tókst að endurheimta handritið frá lánardrottni sínum og sendi það til Hannover. Þrjú hundrað ríkisdali hafði hann upp úr krafsinu. Síðar kom þó í ljós að konung- urinn hafði hvergi komið nálægt þessu máli. Þvert á móti hafði Wehner skrifað bréf sitt í umboði annars manns, sem ekki gat lát- ið nafns síns getið, þar eð hann var meðlimur í Bachfélaginu. Friedrich Chrysander fór þannig vísvitandi á bak við Nágeli til að tryggja Bachfélaginu loks hinn eftirsótta dýrgrip. Þessi þekkti tónlistarfræðingur, sem m.a. samdi kunna bók um Hándel, geymdi handritið í átta daga á heimili sínu og bar það saman við prentuðu útgáfuna. Síðan kom hann því áleiðis til Leipzig. Bachfélagið lét seinna þetta sama ár prenta endurskoðaða útgáfu af H-moll messunni og seldi handritið síðan Konunglega bókasafninu í Berlín. Þar var það að finna þar til í seinni heimsstyrjöld- inni, að því var forðað undan sprengjuárásum Bandamanna. Það er nú aftur að finna í Berlín. Þetta handrit, sem svo margir hafa sýnt áhuga í gegnum tíðina, var gefið út í ljósprentaðri mjmd af Insel-Verlag í Frank- furt árið 1924, og árið 1965 af Bárenreiter- Verlag í Kassel. Þar er enn hægt að nálgast það. Verðið er í kringum 11.500 íslenskar krónur. Eftir að fyrstu prentuðu útgáfurnar af H-moll messunni voru loks komnar á markað fjölgaði uppfærslum á verkinu hægt og síg- andi. Á ofanverðri nítjándu öld festi messan sig í sessi sem eitt af meginverkum vest- rænnar tónlistar og litið var á hana sem virkilegt grettistak fyrir kóra og stjómendur. Hin rómantíska flutningshefð lifði aldamótin af og þótt verstu afbakanirnar á hljóðfæra- skipaninni hafi verið leiðréttar, var túlkun verksins afar fjarlæg hinni uppranalegu barokkhugsun. Árið 1968 urðu vatnaskil í þessari sögu. Þá var hljóðritun Nikolausar Harnoncourts með Vínardrengjakómum og Concentus musicus í Vín gefin út. Harnoncourt hafði með rannsóknum, tilraun- um og æfingum reynt að komast eins nálægt flutningsmáta Bachs og mögulegt var. Hljóð- ritunin var harðlega gagnrýnd af mörgum, en hafði mikil áhrif á aðra. Þrjátíu áram seinna hefur hin svokallaða upprunastefna náð ör- uggri fótfestu í tónlistarheiminum. Höfundur er dagskrárstjóri Klassíkur FM. Ljósmynd/The Museum of Modern Art, New York FRÆG Ijósmynd Edwards Steichens af Gretu Garbo er gott dæmi um þá aðferð Ijósmyndara að taka nærmyndir af þekktum kvikmyndastjörnum til þess að skapa nálægð persónunnar við áhorfandann. UOSMYNDUN OG FRÆGÐ Sviplegt fráfall Diönu prinsessu fyrir tveimur árum varð kveikjan að sýningu sem nú er í Nútímalistasafninu í New York, MoMA. Þar gefur að líta 600 Ijósmyndir af ýmsu tagi; fréttamyndir, tímarit og brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum svo eitthvað sé nefnt. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir frá sýningunni „Fame after Pho- tography" ^ar sem dregin er upp mynd af Dróun jós- mync unar og ímyndagerð henni sam ara. FRÁ árdögum Ijósmyndunar fyrir rúmum 150 áram og allt til dagsins í dag hafa vegir þessa byltingar- kennda og áhrifamikla miðils tengst frægð og frama útvalinna einstaklinga órjúfanlegum bönd- um. Það kann hins vegar að vera kaldhæðnislegt að ljósmyndun sem í upphafi átti að tryggja fyrirsætunum varan- lega viðurkenningu hefur nú snúist til and- hverfu sinnar þar sem „allir geta verið frægir í 15 mínútur", svo vitnað sé í fleyg orð mynd- listarmannsins Andys Warhols. Kringum- stæður við andlát Díönu prinsessu af Wales sem Ijósmynduð var við hvert fótmál olli slíkri almennri reiði að líkja má við múgsefjun og voru ljósmyndasnapar, svokallaðir „papar- azzi“, sóttir til ábyrgðar. Við nánari skoðun reynist þó samband fyrirsætunnar og ljós- myndarinnar flóknara en svo að slíkar yfirlýs- ingar fái staðist einar sér Augnablikið fangað i fyrsla sinn Þegar ljósmyndatæknin kom fram árið 1839 hafði það tíðkast öldum saman að teikna eða mála andlit afreksmanna og -kvenna, festa svipmót þeirra í höggmyndir eða jafnvel í mynt og mæra hæfileika þeirra í ljóðum og öðrum skriflegum frásögnum. Ljósmyndin gerði mönnum ekki einungis kleift að gera eitt augnablik eilíft heldur tryggði þessi nýi miðiil betri útbreiðslu og þar af leiðandi enn meiri viðurkenningu og frægð, - í stuttu máli, enn meiri áhrif til handa þeim sem fyrir sátu. Framkvöðlar ljósmyndunar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, leituðust eftir því að festa þekkta einstaklinga á filmu og greiddu fyrir- sætunum þá gjaman laun í samræmi við vin- sældir þeirra, því fátt tryggði ljósmyndara betri orðstír og meiri viðskipti en það að hafa myndað dramatíska tilburði leikkonunnar Söra Bernhard, skáldið svipsterka Edgar AU- an Poe eða bófann Buffalo Bill. Upp úr 1860 urðu vinsæl svokölluð „cartes-de-visite,“ fyr- irrennari safnaramyndanna, ódýrar litlar por- trettljósmyndir límdar á harðspjöld og upp- haflega boðskort sem yfirstéttin sendi sín á milli en kortin komust fljótt í almenna dreif- ingu. Vinsælasta myndin var af Alexöndra prinsessu í Englandi, Díönu prinsessu síns tíma, og seldust kort af henni í 300.000 eintök- um. Fyrsti stjórnmálamaðurinn til að nýta sér ljósmyndir í áróðursskyni var franski að- mírállinn og konungssinninn George Bou- langer. Sat hann fyrir í myndaseríu Ijósmynd- arans Paul Nadars sem birtist í dagblaðinu Le Figaro ásamt viðtali árið 1889 en frjálslegt fas aðmíi'álsins á myndum þar sem hann virt- 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.