Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Qupperneq 13
IPRAY FOR BOB HOI He’s so síck he doesn’t recognize his Að sitja fyrir á myndgetur haftfrœgð ífór með sér ogfrœgð felur í sér ákveðin völd og viður- kenningu. I endalausu flæði ímynda í dag virðist litlu skipta fyrir hvaða gjörðirfólk verðurpekkt, svo lengi sem pví tekst að verða sér úti um sínar „15 mínútur affrœgð“. STUNDUM getur það virst sem Ijósmyndin hafi orðið veruleikanum yfirsterkari. Cindy Sherm- an notfærir sér frásagnarkraft og ímyndagerð miðilsins í verkum þar sem listakonan er líka fyrirsætan. Verkið Untitled Film Still #7 frá 1978. FÁTT selst betur en fréttir af fræga fólkinu. Forsíða Star frá því í september á síðasta ári. JACKIE Kennedy, fyrir og eftir morðið á John F. Kennedy. Eitt fjölmargra verka Andys Warhols þar sem viðfangsefnið var andlit og ímynd fræga fólksins. COCA-COLA auglýsing frá 1935 þar sem stjörnurnar Claudette Colbert og Fredric March taka hlé frá tökum myndarinnar Anthony og Cleopatra ásamt leikstjóranum Cecil B. DeMille og dreypa á eðaldrykknum. ist í hrókasamræðum við kjósendur sína tryggðu honum sigur í kosningum og miklar vinældir sem „maður fólksins". ímyndir sem seljn Tilkoma kvikmynda við lok síðustu aldar skapaði meiri nálægð almennings við fræga fólkið og þá ekki síst fréttamyndir sem sýndu Hollywoodstjörnur og stjórnmála- menn í einkaerindum sínum. Framfarir í prenttækni eftir lok fyrri heimsstyrjaldar juku útbreiðslu og vinsældir dagblaða sem lögðu áherslu á „mannlegu hliðina" í frétta- flutningi sínum og birtu myndir af hvers- dagshetjum og leikurum, glæpamonnum og stjórnmalamönnum í sigrum og ósigrum lífs síns. Ljósmyndarar eins og Edward Steichen urðu þekktir fyrir persónulegan stíl í ljós- myndun og þeir sem störfuðu við kvik- myndaverin á gullaldarárum Hollywood kunnu þá list að lagfæra svipmót fyrirsætna og skapa sykursætar blekkingar sem léku við ímyndunarafl áhorfandans. New York Daily News og Daily Mirror voru tilfinninga- þrungin fréttablöð sem birtu gjarnan ljós- myndir sem átt hafði verið við, eins og þá af Caruso og Valentino í faðmlögum á himni. Á sýningunni er að finna tugi leikaramynda, m.a. tvær útgafur ljósmyndar af leikkonunni Bette Davis, þá miðaldra glæsilegri konu sem eftir að ljósmyndarinn hefur farið hönd- um um filmuna breytist eins og fyrir töfra í geislandi ungmey, vart eldri en tuttugu ára. Stjörnurnar áttu starfsframa sinn undir þessum ljósmyndum og kvikmyndaverin áttu velgengni mynda sinna undir því að leikur- unum tækist að vekja næga athygli almenn- ings á persónu sinni og endalausa löngun til að vita meira. Enn í dag eru ímyndir fræga fólksins ein öflugasta aðferðin sem beitt er í viðskiptum, hvort sem er verið að selja hár- næringu eða kex, skáldsögur eða kvikmyndir eða til að koma á framfæri ákveðnum upplýs- ingum eða hugmyndum, í stjórnmálum jafnt sem fjölmiðlun og listum. Eftir seinni heimsstyrjöld urðu önnur tíma- mót í sögu ljósmyndunar með tilkomu sjón- varpsins. Fræga fólkið var komið inn í stofu til fólks þar sem það hefur dvalið flest kvöld æ síðan en Bandaríkjamenn verja að jafnaði sjö klukkustundum á dag fyrir framan sjón- varpstækið. Þá er athyglivert að sjá að á að- aláhorfstímum sjónvarps eru það ekki kvöld- fréttir heldur skemmtiþættir um kvikmynda- stjörnur og annað efnafólk í bland við afrek Jóns Jónssonar í næsta húsi sem halda þjóð- inni gagntekinni við skjáinn. Á árunum upp úr 1960 mátti byrja að merkja breyttar áherslur frá því sem áður var metið til frægðar. í samræmi við þær sviptingar sem þá áttu sér stað í bandarísku samfélagi fór að bera meira á andlitum stjórnmálaafla og menningargeirans, s.s. Betty Friedan, Gloriu Steinem og Allans Ginsbergs, að ekki sé talað um uppreisnar- gjarnar rokkstjörnur eins og Bítlana, Rolling Stones og Bob Dylan. Aðgreining milli les- andans og hinnar upphöfnu stjörnu urðu sí- fellt óljósari. Til merkis um þessar breyting- ar er stofnun tímaritsins People árið 1974. Þetta afsprengi mest lesna dálksins í tímarit- inu Time þar sem fjallað er um líf fræga fólksins í bland við fréttir af „venjulegu" fólki nýtur enn í dag mikilla vinsælda. Allir geta verið fraegir Að sitja fyrir á mynd getur haft frægð í för með sér og frægð felur í sér ákveðin völd og viðurkenningu. I endalausu flæði ímynda í dag virðist litlu skipta fyrir hvaða gjörðir fólk verður þekkt, svo lengi sem því tekst að verða sér úti um sínar „15 mínútur af frægð“. Vandinn virðist helst felast í því að halda sjálfum sér í sviðsljósinu í lengri tima þegar það er núið sem skiptir sköpum. Þenn- an hæfileika hafði Díana prinsessa í ríkum mæli og þó að hún hafi vafalaust á stundum verið illa haldin af fjölmiðlaágangi kunni hún líka að notfæra sér þessa athygli ef svo bar undir. Sumum nægir það eitt að vera fallegir og myndast vel. Okkur er t.d. lítt kunnugt um aðra hæfileika ofurfyrirsætunnar en þann að bera hátískuna með glæsibrag á grönnum og löngum skrokknum en þó þekkj- um við þær flestar að skírnarnafni. Monica Lewinsky varð sér úti um margar forsíðu- myndirnar sl. haust eftir missæmileg sam- skipti sín við forseta Bandaríkjanna. Sagt er að hún eigi greiðan aðgang að kvikmynda- verunum í Hollywood. Er nema von að fólk hugsi með sér: „Af hverju ekki ég?“ Og á Netinu má finna fjölda fólks sem lét sér ekki hugsunina eina nægja heldur kom sér upp heimasíðu þaðan sem það sjónvarpar svo daglegu lífi sínu - í beinni útsendingu. Til hvers þess sem vill með það hafa. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.