Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Page 16
Morgunblaðið/Ásdls Ásgeirsdóttir ÍSLENSKIR hönnuðir njóta frelsis við gerð verka sinna þar sem þeir eru ekki mótaðir af ákveðinni hefð, segir Guðrún Margrét Ólafsdóttir ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR [ SÓKN Hönnuðum hefur fjölgað í íslensku atvinnulífi á undan- förnum árum og gera eflaust fæstir sér grein fyrir hversu fjölmenn stéttin er. ANNA SIGRIÐUR EINARSDOTTIR hitti Guðrúnu Margréti Olafsdóttur innanhússarkitekt og formann Form Island, sem eru samtök hönnuða, en á næstu vikum verða aðildarfélögin kynnt í Lesbók. FORM ísland var stofnað 1985 að erlendri fyrirmynd sem samtök áhugafólks um hönnun. Nú eru um 800 félagar í samtökunum, en á aðalfundi samtakanna í fyrra var gerð sú breyting á formi þeirra að í stað þess að vera samtök áhuga- fólks um hönnun urðu þau að sam- tökum hönnuða. Sem áhugamannasamtök hafði Form Island oft reynst erfitt að sækja um stuðning og samstarf hjá fyrirtækjum og opinberum aðiium vegna ýmissa verkefna. „Mörg þeirra verkefna sem Form Island sinn- ir í dag ættu í raun betur heima á öðrum vett- vangi,“ segir Guðrún Margrét og vísar þar m.a. til þeirrar óskar hönnuða að komið verði á fót hönnunarstöð hér á landi, en Form Is- land eru eins konar regnhlífasamtök félaga hönnuða. Form Island hefur staðið fyrir sýningum, ráðstefnum, fyrirlestrum og kynningum ým- iss konar. Markmið félagsins er að auka veg hönnunar á Islandi með ýmsum leiðum og hefur það haldist óbreytt írá upphafi. Mikil- vægur þáttur í starfi félagsins er auk þessa að viðhalda og efla samstarf við Form-félög og hönnunarstöðvar erlendis. Má þar meðal ann- ars nefna að Form-félögin á Norðurlöndunum hafa með sér samstarfsráð og situr í því ráði fyrrum formaður Form Island, Asrún Krist- jánsdóttir. Stjóm Form Island er skipuð fulltrúum fé- laga arkitekta, innanhússarkitekta, landslags- arkitekta, iðnhönnuða, grafískra hönnuða, textflhönnuða, leirlistarfólks og gullsmiða. Fulltrúar féiaganna vinna hugsjónastarf og reyna að halda uppi öflugri starfsemi fyrir Form Island, þó ekki njóti samtökin opinbers stuðnings til rekstursins. Mikil virkni einkennir starf samtakanna og er margt á döfinni hjá þeim. Form Island sá t.d. 1997 um skipulagningu íyrir þátttöku ís- lenskra hönnuða í norræni hönnunarsýningu í Kalmar í Svíþjóð. í ár tóku félagsmenn síðan þátt í stórri samnorrænni sýningu í Stadlijke museum í Hollandi og líkur eru á að félagið komi að undirbúningi að norrænni hönnunar- sýningu sem halda á í París 2001. Form Is- land átti einnig þátt í undirbúningi að nýsköp- unarkeppni grunnskóla sem lauk með sýningu í Gerðubergi í vetur. Af verkum þeirra bama sem tóku þátt vora valin nokkur verk í hönn- unarkeppni grannskólabama á Norðurlönd- unum, sem néfnist „Fantasy design“. Þau verða sýnd í Kalmar í Svíþjóð snemma á næsta ári og kemur sýningin síðan hingað þar sem hún verður sett upp í Gerðubergi. Þessi sýning er hluti af samstarfsverkefni Form Is- land og Reykjavíkurborgar i tilefni menning- arborgarárs árið 2000. Draumurinn um hönnunnrsnfn nð veruleikn Form Island á stóran þátt í að hönnunar- safn er nú að bætast við íslenska safnaflóra. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan formanns fé- lagsins til margra ára, Stefáns Snæbjömsson- ar innanhússarkitekts, að sá draumur er að verða að veruleika. Að safninu standa menntamálaráðuneytið, Þjóðminjasafnið og Garðabær, en safnið er rekið sem deild í Þjóð- minjasafninu og stendur þessa dagana yfir ráðning forstöðumanns. Fulltrúi Form ísland í stjóm safnsins er Þórdís Zoega húsgagna- hönnuður. „Þetta finnst okkur mikill árangur. Þarna komum við með hugmynd til stjómvalda og fylgjum henni eftir,“ segir Guðrún Margrét og bætir við að þannig vilji samtökin starfa. Þau vilji vera stuðningsaðili sem stjómvöld og fyrirtæki geti leitað til um verkefni af ýmsum toga. Auk þess sem hópurinn vilji einnig, vegna sérþekkingar sinnar, geta komið hug- myndum sínum á framfæri við þessa sömu að- ila. „Við bindum miklar vonir við að Garðabær geri töluvert úr hönnunarsafninu. Þetta er þeirra fyrsta safn og ekki ólíklegt að það komi til með að tengjast menningarmiðstöð bæjar- ins, sem væri mjög spennandi kostur.“ Meðal þeirra verkefna sem Form Island vinnur að í dag era verkefni sem tengjast Reykjavík 2000. Fyrirhuguð er hönnunarsýn- ing á Kjarvalsstöðum í október á næsta ári og mun hún spanna íslenska hönnun tuttugustu aldarinnar. Sýningin er haldin í samvinnu við Kjarvalsstaði og nýstofnað hönnunarsafn og segir Guðrún Margrét að nýrri hönnun verði þar einnig gerð sérstök skil. í tengslum við sýninguna er verið að undirbúa útgáfu bókar um hönnun. „Þetta er stærsta verkefnið sem við erum að vinna að í ár,“ segir Guðrún Mar- grét. A döfinni er einnig að fá aðila til að vinna að gerð upplýsingabanka um hönnun og hönnuði á Netinu. „Það er í dag sjálfsagt ein besta leiðin til að kynna íslenska hönnun og hönnuði innanlands sem utan,“ segir Guðrún Margrét til skýringar og bætir við að ekkert slíkt sé til í dag. „Þetta hefur verið gert fyrir íslenska listamenn og gefist vel.“ Hönnunurstöð ó óskalistnnum „Eitt þeirra verkefna sem við hönnuðir vilj- um gjarnan eiga samstarf við stjórnvöld um er stofnun hönnunarstöðvar," segir Guðrún Margrét. Slíkar stöðvar era reknar á Norður- löndunum og víðar og hafa gjaman sprottið upp úr Form-félögum. Að mati Guðrúnar Margrétar er Form ísland í dag að sinna mörgum þeim verkefnum sem betur féllu í verkahring hönnunarstöðvar. Hún nefnir sem dæmi skipulagningu fyrir erlendar sýningar og hönnunardaga, sem verið hafa stærstu verkefni Form Island frá upphafi. „A síðasta ári fögnuðu Norðmenn fimm ára afmæli norsku hönnunarstöðvarinnar Norsk Form. í dag eru þar tólf starfsmenn og mikil gróska í starfsemi stöðvarinnar. Norsk Form er þó ekki gömul stofnun miðað við á hinum Norðurlöndunum þar sem sambærileg starf- semi hefur verið rekin í áratugi.“ Erlendis fellur það í hlut hönnunarstöðva að vera tengiliður fyrir erlendar sýningar, auk þess sem stöðvarnar þjóna hlutverki gagna- eða upplýsingabanka um hönnun og hönnuði í landinu og sjá um kynningar á þar- lendri hönnun í formi útgáfu tímarita og blaða. Hönnunarstöðvarnar standa líka gjarn- an fyrir samkeppni og veita viðurkenningar. Guðrún Margrét segir að fleira en eitt rekstr- arform mætti hugsa sér um hönnunarstöð á Islandi. „Hönnunarstöð gæti verið samstarfs- verkefni fleiri aðila, til dæmis ríkiSj sveitarfé- lags og fyrirtækja. Við hjá Form Island höf- um kynnt okkar hugmyndir um hönnunarstöð víða og höfum skynjað áhuga hjá iðnaðarráð- herra. Við bindum því vonir við að geta átt gott samstarf við iðnaðarráðuneyti um stofn- un hön n unarstöðvar. “ Hönnunarmenntun hefur verið til umræðu hjá Form Island og á félagsfundi um hönnun- arnám á háskólastigi í vetur fögnuðu félags- menn stofnun listaháskóla. „Þó upphaflega hafi bara verið talað um myndlist, tónlist og leiklist þegar rætt var um stofnun skólans, vissum við að það átti að skoða aðrar greinar á seinni stigum. En það er staðreynd að þegar fagið er kennt í landinu þá smitar það marg- falt út frá sér í skilningi og meðvitund fólks- ins,“ segir Guðrún Margrét og bætir við að innan listaháskóla sé nú verið að skoða mögu- leika á að koma þar á fót fjölbreyttu hönnun- amámi á háskólastigi. „Ég tel það mjög mikil- vægt að hönnunarnámið sé með frá upphafi, því með stofnun Listaháskóla Islands gefst einstakt tækifæri til þess að kenna sjónlistirn- ar myndlist, hönnun og byggingarlist á einum stað í heildstæðum listaháskóla sem ætlað er það hlutverk að vera miðstöð listmenningar á Islandi. Það fyrirkomulag að setja leiklist, tónlist og sjónlist saman í skóla er mjög áhugavert. Það er staðreynd að í slíku blönd- uðu samfélagi listgreina verður til afar hvetj- andi og skapandi námsumhverfi þar sem list- greinarnar sækja innblástur hver í aðra.“ Hönnunardagar með breyttum formerkjum 2001 Hönnun kemur víðar að atvinnulífinu en fólk gerir sér almennt grein íyrir og segir Guðrún Margrét eitt aðal markmið Form Is- land vera að efla skflning á mikilvægi hönnun- ar. Hönnunardagar eru eitt þeirra verkefna sem Form Island hefur notað til að beina kastljósinu að mikilvægi hönnunar, en verk- efnið hefur verið liður í starfi félagsins frá upphafi. „A síðustu áram hafa hönnunardagar þróast þannig að megin áherslan hefur verið lögð á húsgagnahönnun, en nú þegar Form Island eru orðin samtök hönnuða þá viljum við gjarnan efla hönnunardaga og vekja at- hygli á sem fjölbreyttastri hönnun. Mikil gróska er t.d. í grafískri hönnun, fatahönnun, hönnun stoðtækja og hönnun hvers kyns bún- aðar fyrir sjávarútveg. Við viljum sýna fram á mikilvægi hönnunar í atvinnulífinu og að hægt sé að efla atvinnu tengda hönnun, það er markmiðið. Við ætluðum að halda hönnunar- daga með þessum hætti á næsta ári, en það er útlit fyrir að það verði jafnvel ekki fyrr en 2001.“ Guðrún Margrét segir Form ísland gjam- an vilja að hönnunarmenntun nýtist betur í ís- lensku samfélagi. Því hönnuðir nýtast í mörg önnur störf en að teikna og hanna. Hönnuðir eru t.d. farnir að starfa víða við stjómsýslu, kennslu og margs konar störf sem lúta að mótun og skipulagi. „Hönnun er í sjálfu sér alþjóðleg. Islensk hönnun er gjarnan flokkuð með skandinav- ískri hönnun en hér er ekki hefð fyrir hönnun á sama hátt og til dæmis í Danmörku og Finn- landi. Þar hefur hönnun þróast meðal annars út frá þeim efnivið sem til staðar er í landinu samanber formbeygð viðarhúsgögn Finna, en þar má telja fremstan hönnuðinn Alvar Alto. Á íslandi er mikið frelsi til hönnunar þar sem greinin er yngri og helst hægt að greina þjóð- leg einkenni í listhandverki. Það er þó ljóst að hér á íslandi era margir að gera hluti sam- bærilega við það besta sem gerist erlendis. Enda eru íslenskir hönnuðir líka í auknum mæli famir að vinna fyrir erlend framleiðslu- fyrirtæki sem ný samskiptatækni gerir auð- veldara,11 bætir Guðrún Margrét við. „Við finnum fyrii’ miklum áhuga erlendis frá fyi’ir því sem vel er gert í íslenskri hönnun. Við eig- um að nýta okkur þennan meðbyr. Hann er núna!“ 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.