Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENMNG LISTIR 32. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI KRISTMANN GUÐMUNDSSON Aldarafmæli Borgesar Aldarafmælis argentínska skáldsins Jorge Luis Borges er nú minnst um allan heim. Jóhann II jál niarsson skrifar um skáldið og birt eru tvö Ijórta Borgesar í þýðingu hans. Annað ljóðið er nýjþýðing og fjallar um konu skáldsins og Island. Einnig birt.ii st brot úr samtölum Matthíasar Johannessen við Borges og hefur verið valið úr samtöl- unum með það í huga að þau gæfu mynd af hugmyndum Borgesar um ísland og væru til marks um skoðanir hans á ís- lenskum fornbókmenntum. Myndhöggvara- félagið í Reykjavík gengst fyrir sýningunni FIRMA '99, sem verður opnuð á menning- arnótt. Tíu myndhðggvarar, átta íslenzkir og tveir erlendir, eiga verk á sýningunni. Lesbðk fylgir fjögurra síðna blað um sýn- inguna þar sem m.a. eru myndir af verk- iimini tíu. Er svart eða bjart framundan? f grein eftir Gene Tierney eru raktir and- stæðir framtíðarspádómar. Annars vegar er tekið dæmi af spádómi Pauls Erlich frá 1968, en hann taldi mannkynið komið á leiðarenda; málmar og olfa væru á þrotum og offjölgun mannkynsins mundi innan áratugs leiða af sér stórfelldan mannfelli. Ekkert af þessu hefur ræzt og bendir ann- ar framtíðarspámaður, Julian Simon, á að menn muni sífellt finna ný ráð til að bjarga sér. ÞAÐ KVÖLD Við Grófina í Keflavík hóf'sl myndun verzlunarstaðar og þar standa Duus-húsin, sem senn munu fá nýtt hlutverk. I Grófinni, innsta hluta Keflavík- ur, hefur verið gerð falleg smábátahöfn og við Suðurgötu eru nokkur gðmul hús sem eru bæjarprýði. Gísli Sigurðsson skoðaði þessa bæjarprýði í Keflavík. Menningarnótt verður haldin fjórða sinni í Reykjavík í kvöld. Á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir koma að Menningarnótt með einum eða ððrum hætti. Lesbók fylgir fjðgurra síðna blað um menningarnóttina; birt er dagskrá hennar og fjallað sérstak- lega um ýmsa viðburði. FORSIÐUMYNDIN Forsíðumyndina tók Ömar Óskarsson við Snælandsskóla. Það kvöld var hátíð, égkenniylinn verma enn gegnum vetrarbylinn, Eg leiddi hana, en ljósin brunnu og saman í draumanna sólglit runnu. Hún kom sem engill íkonuhki, og húmið breyttist íhimnaríki. Allt hið göfuga, góða og blíða sem gerir mönnunum léttaðlíða, sem gefurþeim kraft til aðgleyma og vona, það sameinast allt í orðinu: kona. Hljóðnuð var gleðin, og gleymskan beið. Við gengum í húminu heim á leið. Hún gekk við hlið mína hljóð og dauf, og ekkert þögnina þungu rauf. Þá fann ég í rústum róshtra vona, að sorgin er einnig í orðinu: kona. Krislmann Guðmundsson, 1901-1983, fæddist ó Þverfelli I Lundareykjadal, en ólst upp á Snæfellsnesi og fór i úmloga tvítugur til Noregs og gerðist rithöfundur ó norsko iungu. Eftir hólfan onnan áratug flultist hann afhir til íslands, seltist a5 í Hverageroi og skrifooi margar skáldsögur, auk þess sem hann samdi bókmenntosögu og var bókmenntagagnrýnondi MorgunbloSsins. RABB Eina spekin, sem víð getum vœnst að na, er speki auðmýktarinnar. ('i'. S. Etiot.) O FT kími ég með sjálfum mér þegar ég rekst á greinar í blöðum og tímarit- um um nýjustu kenningar vísinda- manna um uppruna alheimsins. Fjarri sé það mér að gera lítið úr þrot- lausri viðleitni andans manna og kvenna fyrr og síðar að afla nýrrar þekkingar, þrautseigju þeirra og atorku við að auka skilning okkar á eðli hlutanna ytra sem innra. Margar uppgötvanir þessa ágæta fólks hafa orðið mannkyninu til mikillar blessunar þótt aðrar séu vandmeðfarnari og kalli á meiri þroska en mannskepnan hefur enn til að bera. Mér finnst fara vel á því að kalla tegund- ina, homo sapiens, mannskepnu, þar sem við erum, að því er virðist, að hluta til dýr, en að hinu leytinu viti borin umfram hin dýrin, þó að vissulega megi færa að því máttug rök að eðlishvatir þeirra og nátt- úrufylgni séu í engu síðra vit, þegar til lengdar lætur, en okkar glóra. En það er önnur saga og of langt mál upp að taka hér. Nei, það sem veldur brosi mínu við lest- SVARTHOL ur þessara greina er sá eiginleiki okkar tegundar að upphefja sig og ofmetnast af unnum afrekum. Þegar verst lætur kemur þetta steiguriæti fram í hroka og remb- ingi og það er þá sem brosið dofnar og áhyggjusvipur kemur í staðinn. Oftar en ekki má af þessum greinum skilja að aðeins eigi eftir að fínpússa ofur- lítíð kenninguna um uppruna alheimsins. Orðin svarthol og stóri hvellur notuð á víxl sem alkunn sannindi þótt gefið sé í skyn að smáviðbót og frekari útfærsla sé ef til vill í sjónmáli. Það er þessi yfírgengilegi skortur á auðmýkt og himinhrópandi vöntun á víð- sýni sem vekur mér alltaf jafnmikla furðu. Að þetta fólk skuU eitt andartak láta sér detta í hug að það muni einhverju sinni verða nokkru vísara um uppruna alheims- ins getur varla flokkast undir annað en heimsku í orðsins fyllstu merkingu. Því auðvitað veit hvert mannsbarn í hjarta sínu að guð skapaði heiminn á und- ursamlegan hátt og gaf því vitund til að skynja tilvist hans. Enda fellur það í stafi yfir þeim undrum sem bíða við hvert fót- mál. Það lítur stjörnur himinsins og drúp- ir höfði í lotningu. Það baðar sig í sólar- geislunum og gleðst. Það svalar þorsta sínum í lindinni og þakkar. Það hlustar á söng fuglanna og fagnar með þeim. Það veltir sér í grasinu, teygar ilm blómanna og blessar jörðina. Auðvitað grætur þetta mannsbarn líka ef það rekur sig á eitthvað hart, brennir sig í eldi eða verður fyrir barðinu á illsk- unni, en það leitast við að læra af reynsl- unni, sætta sig við takmörk sín í efnis- heiminum og lifa í sátt við guð og menn. Engum sem hefur til að bera snefil af heilbrigðri skynsemi hefur heldur dottið í hug að það sé auðvelt að vera mann- skepna, þessi vera sem í senn er búin dýrslegum hvötum og dæmd til að skynja guðdóminn. Veikburða og sársaukafull viðleitni hennar til að sætta þetta tvennt hefur beint henni um marga refilstigu og oft hefur sýnst torvelt að ná nokkrum átt- um á þeirri leið. Og nóg sýnist svo sem á hana lagt þótt hún glati ekki fjöreggi sínu, hinum undursamlega hæfileika barnsins til að skynja kraftaverkið í lífinu. Það er sannarlega engin tilvujun að mestu hugsuðir mannkynsins hafa tahð dyggðir á borð við einfaldleika og sakleysi helstar tíl þess fallnar að opna okkur hlið himnaríkis, bæði þessa heims og annars. En aftur að vísindamönnum og afrekum þeirra. Nýlega horfði ég á sjónvarpsþátt sem kallaðist SpeMngarnir spjalla og voru hringborðsumræður nýbakaðra Nóbels- verðlaunahafa. Ekki veit ég á hverju ég átti von en fjandakornið ekki því sem út gekk af munni nokkurra þessara spek- inga. Firrtu þeir sig allri ábyrgð á sínum minnstu bræðrum og kváðust síst hafa neinum skyldum að gegna gagnvart mannkyninu. Hrokinn, ofurdrambið og rembingurinn var slíkur að mig setti hljóðan að þætti loknum. En ég spyr sjálfan mig enn og aftur. Hvernig getur á því staðið að þessir menn eru á þann veg orðnir að varla getur flokkast undir annað en siðblindu. Kannski hafa þeir blindast af glýju titla, metorða og verðlauna og tekið sjálfa sig í guðatölu. Hver veit? Kannski vantaði bara konur og börn í þáttinn. Reyndar læðist að mér sá grunur sem ég skrifa þessi orð að ýmsir í þeim hópi væru betur komnir að þessum æðstu vegtyllum mannkynsins en sumir þeir sem sátu umræddan hring- borðsfund. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21. ÁGÚST 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.