Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 2
HÁTÍÐAHÖLD í TILEFNl 100 ÁRA FRÁ ÚTKOMU HÁTÍÐARSÖNGVANNA UNNIÐ AÐ STOFNUN ÞJÓÐLAGASETURS í SIGLUFIRÐI ÞESS verður minnst með hátíð í Siglufirði í dag og á morgun, að 100 ár eru síðan Hátíða- söngvar séra Bjama Þorsteinssonar komu út, en Bjami var prestur Siglfirðinga um ára- tugaskeið. A dagskrá er m.a. ráðstefna, þar sem rætt verður um stofnun þjóðlagaseturs í Siglufirði. Hátíðin hefst í Siglufjarðarkirkju kl. 17 í dag með frumflutningi leikverks um ævi og störf sr. Bjama. Það eru félagar í leikfélagi Siglufjarðar sem flytja í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur, sem er annar höfunda ásamt Jóni Ormari Ormssyni. A morgun, sunnudag, verður athöfn við minnisvarða sr. Bjama og Sigríðar konu hans Lámsdóttur Blöndal kl. 13.30 og hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 14 þar sem Hátíðar- söngvamir verða meðal annars fluttir. Leik- ritið verður endurtekið sama dag klukkan 17. Um kvöldið kl. 20 hefst ráðstefna í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem rætt verður um að stofna þjóðlagasetur í Siglufirði í minningu sr. Bjama. Aður leikur þjóðlagaflokkurinn Bragarbót nokkur lög. Hann er skipaður þeim Sigurði Rún- ari Jónssyni, KK, Kristínu Ólafsdóttur og Ólínu Þorvarð- ardóttur. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni em Njáll Sigurðs- son, Gunnsteinn Ólafsson, Sig- urður Rúnar Jónsson og Bjarki Sveinbjömsson, sem hafa fram- sögu um málið. „Hið mikla safn sr. Bjama á ís- lenskum þjóðlögum, sem kom út 1906-1909, er það eina sinnar tegundar hér á landi og þangað leita fanga allir þeir sem á einhvern hátt vísa til eða nýta sér þessa fomu tónlistarmenningu þjóðarinnar. Mikið efni er til óunnið, bæði það sem sr. Bjami komst ekki yfir að birta í sínu safni og það sem meðal annars Hallfreður Öm Eiríksson og Jón Sam- sonarson hafa tekið upp á seg- ulbönd á ferðum sínum um landið um og eftir miðja öld og geymt er í hljóðbóksasafni Amastofnunar,“ segir í íréttatil- kynningu. Forsvarsmenn hátíðarinnar í Siglufirði eru séra Bragi Ingi- bergsson og Örlygur Kristfinnsson Bjarni Þorsteinsson á Síldarminjasafninu. 200. SÝNINGIN í SLUNKARÍKI Á ÍSAFIRÐI Aase Bomler Olsen, Torbjorn Olsen, Astri Luihn og Olivur við Neyst í þann mund er þau voru að búa sig af stað frá Þórshöfn til íslands en þau verða öll viðstödd opnun sýningarinnar í Slunkaríki í dag. GRAFÍK FRÁ FÆREYJUM FÆREYSK myndlist verður í hávegum höfð á Isafirði næstu tvo mánuðina en í dag verður opnuð í Slunkaríki hin fyrsta í röð fjögurra einkasýninga færeyskra myndlistarmanna. Sú sýning er jafnframt 200. sýningin sem þar er sett á laggimar en fyrsta sýningin var haldin í Slunkaríki vorið 1986. A sýningunni sem opnuð verður í dag kl. 16 eru grafíkmyndir eftir Astri Luihn. Laugar- daginn 11. september tekur við grafíksýning ROLF HAN- SON VERÐ- LAUNAÐUR SVÍINN Rolf Hanson hlaut Camegie Art verðlaunin 1999 að upphæð 500.000 s.kr. Önnur verðlaun, 300.000, fékk Silja Rantanen frá Finnlandi og þriðju verðlaunin, 200.000, féllu í skaut bandaríska listamanninum Clay Ketter, sem búsettur er í Svíþjóð. Sérstakan styrk hlaut danski listamaðurinn Tal R. Camegie Art Award sýningin verður opnuð 15. október í Kunstnemes Hus í Osló. Þaðan fer hún til hinna Norðurlandanna; verður á Kjarvalsstöðum í mars á næsta ári. Þrír íslenskir listamenn eiga verk á sýningunni; Guðrún Einarsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson og Georg Guðni. Aase Bomler Olsen, þriðji í röðinni er Tor- bjpm Olsen sem sýnir olíumálverk og hefst sýning hans 25. september. Lestina rekur svo Olivur við Neyst sem einnig sýnir olíumál- verk og hefst sýning hans 9. október. Lista- mennimir fjórir era allir vel þekktir í Færeyjum og hafa haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima jafnt og heiman. A undanfómum árum hafa allmargir er- lendir listamenn sýnt í Slunkaríki en að sögn Jónu Símoníu Bjamadóttur, sem situr í stjóm Slunkaríkis og er annar umsjónarmanna sýn- ingarinnar, hafa um skeið verið uppi hug- myndir um að sýna verk listamanna frá jaðar- byggðum. Þar hafi Færeyjar og Grænland verið sterklega inni í myndinni. „Það er ekki mikið um að listamenn frá þessum svæðum sýni hér á landi og okkur finnst það vanta svo- lítið,“ segir hún. GOETHE-DAGSKRÁ í BORGARLEIKHÚSINU RADDIR úr lífi skálds er yfirskrift Goethe- dagskrár sem flutt verður í Borgarleikhúsinu í dag, laugardag, kl. 16 í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu þýska skáldjöfursins. í dagskránni heyrast raddir ýmissa sam- ferðamanna skáldsins og brugðið er upp smá- myndum úr (innra) lífi og skáldskap Goethes. Auk radda ýmissa persóna sem stóðu Goethe nærri, fá gestir jafnframt að heyra innri rödd skáldsins sjálfs, bæði í bundnu og óbundnu máli. Dagskráin er leiklesin undir leikstjóm Helgu Jónsdóttur. Leikarar eru: Anna Krist- ín Amgrímsdóttir, Erlingur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Þór Tulinius. Arthur Björgvin Bollason setur dag- skrána saman að beiðni félagsins Germania, þýskt-íslenskt menningarfélag. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Stöðlakot Kristjana F. Arndal. Til 12. sept. Gallerí Sævars Karls Pétur Magnússon. Til 2. sept. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs List um list/forvarsla. Til 10. okt. Vestur- og Austursalur: Björg Örvar og Dora Bendixen. Neðri salir: Kolbrún Sig- urðardóttir og Inga Rún Harðardóttir. Til 29. ág. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Hafnarborg Eiríkur Smith. Til 27. sept. Ingólfsstræti 8, i8 Kjell Strandqvist. Til 5. sept. Islensk grafík, Hafnarhúsinu Bragi Ásgeirsson. Til 12. sept. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur: Inga Ragnarsdóttir. Gryfja: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Arin- stofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til. 12. sept. Listasafn Akureyrar Hlynur Hallsson og Makoto Aida. Til 7. okt. Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Mokkakaffi Sara Björnsdóttir. Til 6. sept. Rauði veggurinn, Laugavegi 13 Listahópurinn Artemisia. Til 5. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listhús Ófeigs Samsýning þriggja listhúsa; Meistari Jakob, Listhús Ófeigs og Inga Elín gallerí: 17 lista- menn. Til 4. sept. Norræna húsið Anddyri: Einar Vigfússon, Útskornir fuglar. Til 21. sept. Nýlistasafnið Samsýning sjö listamanna frá Austurríki og sex frá Islandi. Til 19. sept. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á verkum Iistamannsins. Til 29. ág. Safnhúsið, Borgarfirði Helga Magnúsdóttir. Til 19. sept. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Ragnar Bjarnason, Hálfdán Björnsson, Gunnar Árnason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Handverk í Húna- þingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8, Hafn- arf. Fiskurinn í list Sveins Björnssonar. Til 15. okt. Slunkaríki, ísafírði Færeysk myndlist: grafíkmyndir Astri Luihn. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjóðarbókhlaðan Anddyri: Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. List Inúita, Til 4. nóv. TONLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Jon Laukvik leikur á org- elið. Kl. 12. Sunnudagur Hallgrfmskirkja: Orgeltónleikar Jons Laukviks. Kl. 20.30. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari og Geir Rafnsson slagverksleikari. Kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 28. Fös. 3. sept. íslenska ópcran Hellisbúinn, lau. 28. ág. Fim. 2. sept. Iðnó Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósa, mið. 1., fim. 2. sept. Loftkastalinn S.O.S. Kabarett, fös. 3. sept. Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíó. Light Nights: lau. 28. ágúst. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.