Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 9
•6-8
Stórkostlegar bergmyndanir, stuðlaberg sem snýr allavega, en mili dranganna fellur áin
þröngt, annar bakkinn stuðlaberg en á hinn bóginn er fönn.
Áin er hér að komast fram úr gilinu, skógartorfur næst,
þá Bláfjallshorn en Sellandafjall í fjarska.
fram af fjórði foss árinnar, sé talið að ofan.
Þegar komið er upp fyrir þetta misgengi
blasa við klettastrýtur þær í botni dalsins
sem kunnar eru af myndum úr gilinu. Þær
eru eflaust með vatni grafnar og standa nú
kubbabergsturnar ca 30 m með kostulega
óreglulegum stuðlamyndum; þama inn milli
kletta hefur grafist mjög þröngt gljúfur í
bergið. Hér ríkir þögnin ein nema örfáa
daga á vori þegar vorleysingin minnir á
forna frægð og mikinn vatnagang. Sé nú
gengið upp úr gilinu, en það verður að gera
til að sjá efstu fossana, og fylgt vatnsfar-
vegi, þá er framhaldið allmikið gildrag sem
eyðist upp í norðurenda Heilagsdalsfjalls.
Þetta gildrag safnar til sín mjög miklum
vetrarsnjó og svo gera fjöllin inn af einnig;
það er þessi snjór sem gefur gusuna sem
glæðir dalinn fossanið fáeina daga ó hverju
vori.
Vestur af Seljahjalla heitir Grænavatns-
bruni ægileg hraunbreiða, einir 50 ferkíló-
metrar, til austurs frá Grænavatni. Þar ríkir
nú svartur sandur og illfært brunahraun;
freistandi er að álykta að þar hafi verið gróið
land fyrrum. Þarna flæmist nú fossaáin að-
eins skamman spöl út á víðáttuna en drukkn-
ar þar síðan í sandinn.
Fyrir þá sem vilja ganga í gilið er göngu-
leið upp frá Garði og er hún 6-7 km. Gott er
að leita sér fræðslu um leiðina hjá landvörð-
um áður en lagt er af stað en enginn mun
svikinn af heimsókn í Seljahjallagil, hvort
sem fossar kveða brag eða þegja.
Höfundurinn býr í Mývatnssveit.
ERLENPAR BÆKUR
HAFIÐ
Robert Kiinzig: The Restless Sea.
Exploring the World beneath the Waves.
W.W. Norton & Company -
New York - London 1999.
HÖFUNDURINN er ritstjóri evrópsku
útgáfunnar af „Discover", með aðsetur í Di-
jon, Frakklandi. Hann hefur hlotið viður-
kenningu bandarískra vísindastofnana fyrir
ritstörf sín og framúrskarandi kynningu á
haffræðum.
Hafið þekur 7/10 hluta jarðarinnar og
þekking okkar á hafinu er í molum. Höfund-
urinn telur að hafið sé að miklum hluta
ókannað, milljónir sævardýra og plantna
sem í hafinu búa, eru að langmestu leyti
ókannaðar, e.t.v. nokkur þúsund. Hafið
ræður veðráttu jarðarinnar, en við vitum
ekki á hvem hátt. Lönd jarðarinnar eru um-
flotin hafinu, og hafið hefur alltaf verið
þarna, en oft vill gleymast hvað sáralítið við
vitum um það. Það er ekki lengri tími síðan
en nokkrir ái'atugir að vemlegt stökk var
tekið í rannsóknum á hafinu og viðhorf haf-
fræðinga gjörbreyttist og sú saga er m.a.
rakin í þessu riti Kunzigs. Rachel Carson
skrifaði fræga bók: The Sea Around Us fyr-
ir nokkrum áratugum. Viðhoríið til hafsins
var: Það er kyrrlát höfuðskepna, nema hvað
yfii-borðsstraumar móta veðráttuna og „að
lengi tekur sjórinn við“. En nú nokkrum
áratugum síðar er hin gamla skoðun á haf-
inu viðsnúin. Hafsbotninn er tiltölulega
ungur jarðfræðilega metið og er í stöðugri
umsköpun, fastalandið er á hreyfingu, neð-
ansjávarstraumar fossa af enn meiri krafti
en Niagara fossarnir og stormar geisa í
djúpunum sem eru síst
kraftminni en hvirfilvind-
ar ofan jarðar. Þessar
hræringar eru mörgum
sinnum magnaðri en ger-
ist á jörðinni, hér er það
vatnið sem fossar og
„blæs“. Krafturinn er því
margfeldni af ofanjarðar
lofthræringum. Hafið er
undirorpið stöðugum
breytingum. Neðansjáv-
areldgos og jarðskjálftar
móta nýtt „landslag" með ófyrii’sjáanlegum
afleiðingum á veðurfar ó jörðinni. Höfund-
urinn segir hér sögu hafsins og kenninga
haffræðinga. Hann rekur upphaf myndunar
hafsins og hlýtur því að huga að upphafi
jarðarinnar. Kenningarnar um sköpun eða
myndun jarðarinnar hljóta því að samtvinn-
ast kenningum um uppruna hafsins. Fyrstu
kenningar um myndun sólkerfisins og jarð-
arinnar voru kenningar Immanuels Kants
og Pierre-Simon Marquis Laplace. Hvorug-
ur vissi um kenningar hins. En samkvæmt
þeim var upphafið að sólkerfi og stjörnur
eigi uppruna sinn í gasþykknum í stöðugum
umsnúningi, sem skrapp saman og myndaði
sól og síðan allt kerfíð. Snúningurinn, hring-
sól umhverfis sólina og mánans umhverfis
jörðina er lykillinn að útlistunum geimfræð-
inga. Síðan koma kenningar um upphaf
vatnsins, þ.e. sjávarins, sem er höfuðvið-
fangsefni höfundarins.
Kenningar um hreyfingar og ummynd-
anir hafsbotnsins eru tiltölulega nýjar og
hér koma ýmsir haffræðingar við sögu, sem
höfundur segir deili á og lýsir vel aðferðum
þeirra við þessar rannsóknir.
Höfundur fjallar um uppdrætti af hafs-
botninum og segir mjög skemmtilega frá
þeim aðferðum sem kortagerðaiTnenn iðk-
uðu við þau störf.
Eyjar í djúpunum og vor á hafsbotni eru
opinberun um margbreytileika heima
djúpanna. Hulinn garðagróður er kafli um
flóru djúpanna, sem gerir jörðina byggilega.
I Bigelow hafrannsóknarstöðinni í Main
eru hilluraðir og þar er komið fyrir til-
raunaglösum í röðum. í glösunum er vatn, í
sumum tært, í öðrum eins og móskukennt,
og eru þau mun fleiri, móskan er í sumum
glasanna grænleit. Þetta eru plöntur. Plönt-
urnar eru örsmáar frumur. Upphafleg
heimkynni þeirra eru hafflöturinn og svæð-
ið undir honum svo langt niður sem sólar
nýtur. Nafnið á þessum frumum er
phytoplankton - phyto, grískt orð sem þýðir
planta og - plankton, af sama uppruna, þýð-
ir svif eða að svífa eða reka. Þessar plöntur
hreyfast eða rekur með hafstraumum og
með flóði og fjöi-u. Smæð þeirra og ósýni-
leiki er í öfugu hlutfalli við þýðingu þeirra.
Blaðgrænan virkjar sólarorkuna til að fram-
leiða lífræna næringu úr koldíoxíð og vatni
og súrefni. Allt líf í hafinu byggist á þessari
starfsemi og allt líf í hafi og á jörðu byggist
á súrefni. Þessar örplöntur og skógar jarð-
arinnar vinna um það bil helming þess
kolefnis, eða mengunar, sem dreift er út í
andrúmsloftið af manna völdum. Þessi
vinnsla svifsins í hafinu og skóganna varnai-
ofhitnun - gróðurhúsaáhrifum. I stuttu máli
„svifið verndar okkur fyrir okkur sjálfum“.
Og höfundur bætir við: „Við vitum ekki
hvort starfsemi blaðgrænunnar verður við-
varandi, ef við höldum áfram að menga jörð
og andrúmsloft, menn hafa ekki hugmynd
um hvað er að gerjast þarna úti, en margur
vildi vita hvað myndi gerast ef yfirborð
sjávar hitnaði um nokkrar gi'áður, jafnvel
ekki meira en þrjár gráður. Ég veit að slík
hækkun myndi gjörbylta lífkerfunum, en
enginn veit hverjar afleiðingarnar yrðu, til
þess er þekking vor of ófullkomin.“
Hiti og kuldi, jafnvægi þess gerir jörðina
byggilega og eins og er helst jafnvægi
þessa. Mengunin er talin geta raskað þessu
jafnvægi, þessvegna samþykktu allar iðn-
væddar þjóðir nema Islendingar Kyoto-
samþykkt siðaðra iðnþjóða. Það er deilt um
hvaða áhrif kólnun eða hitun hafi á lífríkið,
en það raskar jafnvæginu. Hafið þekur 7/10
hluta hnattarins og þekja örveranna sem
vinna súrefni og næringarefni úr andrúms-
loftinu er því mun „víðlendari" en skógar
jarðarinnar. Það má staðhæfa að ef svifið
deyr út, nægja skógarnir ekki til þess að
hamla gegn menguninni.
Áttundi kafli er helgaður þorskinum,
háttemi hans og þýðingu
fyrir matvælabúr heims-
byggðarinnar, einkum á
Vesturlöndum. Fjallað er
einnig um aðrar fiskteg-
undir. Um síðustu alda-
mót er talið að magn
sjávarafla hafí verið um 5
milljónir tonna, þegar
fram kemur á síðari hluta
20. aldar er talan 86 millj-
ónfr tonna. En nú hefur
magnið lækkað niður í 80
milljónir tonna, án þess að sóknin hafi
dregist saman. Þessi sókn í sjávarafla, hef-
ur orðið til þess að sumar fisktegundir hafa
horfið af svæðum, þar sem þær höfðu veiðst
í m aldir. „Og nú er þorskinum hætta búin,
sökum ofveiði...“
Þorskveiðai- í Norðurhöfum hófust fyrir
alvöra með uppgötvun gjöfulla fiskimiða við
Nýfundnaland. Sóknin á íslandsmið dregst
þá saman. Þetta gerðist um 1500. Frakkar,
Portúgalar, Hollendingar og Bretar sendu
á hverju vori stóra flota fiskiskipa á miðin
við Nýfundnaland - 100.000 fiskimenn á
grúa skipa. Veiðar við austurströnd Amer-
íku fylgdu síðan í kjölfarið. Þegar líður á
aldir og einkum á 20. öld þurrkast miðin
upp. Höf. telur að mesti skaðvaldur í út-
þurrkun nytjafiska sé togararnir, sem hefja
veiðar víðast hvar sem fisk var að hafa, þeir
eyðileggja botninn og stuðla að ofveiði. Síð-
ustu kaflar bókarinnar eru um straumana.
Hiti og kuldi koma þar til sögunnar. Og
maðurinn getur nú haft áhrif á breytingar á
hita og kulda og þar með orsakað breytingu
á straumunum - þ.ám. Golfstraumnum.
Höfundur vitnar í rannsóknir Henrys
Strommels, sem hefur manna ítarlegast
kannað hafstrauma undanfarna áratugi og
mótað nýjar hugmyndir um eðli þeirra og
virkni. Nú á dögum er Norður-Atlantshafið
heitara og saltara en Kyrrahafið. Kalda
vatnið leitar botnsins og höfuðstraumarnir
leita í andstæðar áttir. Ef röskun verður á
hitastiginu eru afleiðingarnar hrikalegar og
það er nú í fyrsta skipti í sögunni að
mennskar aðgerðir geta orkað þetta.
Kaflai’nii’ um straumana opna nýja
heimsmynd hafsins. Og það er einkenni
þessa rits Kiinzigs. Hann opnar nýja sýn,
heimssýn og þar með gerir hann mönnum
ljóst að hafið er svo þýðingarmikil höfuð-
skepna að ef lífríki þess raskast og hita-
breytingar verða þá verður mannheimur
allt annar.
Höfundurinn skrifar ny'ög lifandi stíl og
það er unun að lesa texta hans. Hann held-
ur athyglinni út alla bókina og hún hefði
gjarnan mátt vera helmingi lengri.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
Ríki hafsins. Brim við Reykjanes.
Ljósmynd: RAX
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 28. ÁGÚST 1999 9