Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 6
GAMJJR OG NÝIR STRAUMAR I SKARTGRIPAGERÐ Félag íslenskra gullsmiða á 75 ára afmæli á þessu ári og er því elsta félag hönnuða á Islandi. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR kynnti sér starfsemi félagsins og það fjölbreytta starf sem á sér stað innan iðngreinarinnar. M 80 manns eru í Félagi íslenskra gullsmiða, en fé- lagið var stofnað 19. október 1924 og er núverandi formaður fé- lagsins Halla Bogadóttir. Hlutur kvenna innan stéttarinnar hefur aukist jafnt og þétt á undan- fömum áram og eru kon- ur nú um einn þriðji fé- lagsmanna. Gullsmiðir vinna fjöl- breytt starf og ríkir nokkur verkaskipting innan stéttarinnar. Sumir sinna hefðbundinni gull- smíði og líta þá jafnvel á skartgripagerð sem iðnað frekar en listgrein. Aðrir eru nýjungagjamari, telja gripina listaverk og leggja þá jafnvel þó nokkuð upp úr óvenjuleg- um efnivið. Loks má svo telja þá sem leggja rækt við gamalt handverk eins og víravirkisgerð, eða sérhæfingu í gerð borðbúnaðar eða korpusvinnu, þ.e. smíði kaleika og annarra kirkjulegra gripa. Þeim fækkar þó óðum sem vinna við síðasttöldu greinamar og víravirkið er ekki jafn algeng sjón og áður í gullsmíðaverslunum. Á meðan eykst hins vegar hlutfall þeirra sem pmfa sig áfram með ný efni og hluti. Plexígler og gúmmí til skartgripagerðar „Það hefur töluvert breyst í faginu síðustu ár. Þannig að vinnan við skartgripagerð er breytt frá því sem var fyrir tuttugu árum,“ segir Halla Bogadóttir, formaður Félags ís- lenskra gullsmiða. Hún bendir í því sambandi á að nú sé t.d. miklu meira gert af því að blanda saman ólíkum málmum. „Það er miklu meira leyfilegt," bætir hún við og segir mikið bera á þessu í skólum er- lendis þar sem algengt sé að sjá efni eins og gúmmí og plexígler notuð við skartgripagerð. Fáir íslenskir gullsmið- ir útskrifast hér árlega. Erfitt er að komast á samning og að meðaltali útskrifast um tveir gull- smiðir úr Iðnskólanum á ári hverju. Það reynir því oft á þrautseigju þeirra sem vilja verða gullsmiðir þegar þeir ganga á milli verkstæða í voninni um að komast á samning. Að mati Höllu stendur þetta frekari þróun hér nokkuð fyrir þrifum. „Þetta hefur hamlað okkur svolítið í að byggja upp menntastig fyrir gullsmiði og það em gjörólíkar aðstæður sem íslenskir og erlendir gullsmíðanemar búa við. Stundum heyrast raddir um að við ættum að senda okkar nem- endur út,“ segir hún. Félag íslenskra gull- smiða, líkt og önnur félög hönnuða, rennir þó hýmm augum til Listaháskóla íslands. Grannvinna er engu að síður í gangi hjá félag- inu um frekari þróun á náminu í samráði við gullsmíðaskólann í Lahti í Finnlandi. Tíminn og vatnið í Ráðhúsinu Mikið er um að vera hjá Félagi íslenskra gullsmiða í ár og er fitjað upp á ýmsu í tilefni afmælisins. í vor var til að mynda haldin hönnunarsamkeppni meðal gullsmiða um karlmannlegasta og kvenlegasta vín- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Halla Bogadóttir segir víravirkið vera mikiivægan hluta af íslenskri gull- smíðahefð. Morgunblaðið/Golli Hugarfluginu hefur víða verið gefinn laus taumur við hönnun vínflöskutappanna sem eru til sýnis í Leifsstöð um þessar mundir. flöskutappann. Afrakstur þeirrar keppni er til sýnis í Leifsstöð þessa dagana, en vinnings- hafar vom Anna María Sveinbjörnsdóttir og Páll Sveinsson. „Við rekum okkur oft á að það kemur fólk inn í búð og vantar til dæmis stórafmælisgjöf handa kai-lmanninum,“ segir Halla og útskýr- ir að þannig hafi hugmyndin að vínflöskutöpp- unum kviknað. Samkeppninni var vel tekið af almenningi sem hefur sýnt áhuga á að eignast gripina. Það er þó í höndum hvers gullsmiðs fyrir sig hvort hann fer út í framleiðslu á sín- um tappa. „Sumir hafa selt nokkra tappa og ég veit að það hefur verið hringt í verslanir og spurst fyrir um verð og annað.“ Félagið stendur einnig fyrh- afmælissýn- ingu í Ráðhúsi Reykjavíkur í október. Þema sýningarinnar er tíminn og vatnið og munu þeir gullsmiðir sem taka þátt vinna verk sem tengjast þemanu. „Gullsmiðum gefast ekki oft tækifæri á að taka þátt í samkeppnum og vinna verk á slíkum skala,“ segir Halla. Nóg verður þó við að vera fyrir þá gullsmiði sem hafa áhuga á næsta ári því Félagi íslenskra gullsmiða býðst að senda gullsmiði undir 35 ára aldri td að taka þátt í samkeppni á vegum Fabergé-fyrirtækisins í Pétursborg í Rúss- landi. En einnig verður haldin samkeppni í Austurríki það sama ár og nefnist sú keppni „The first European Jewellery award“, og er tilraun til þess að lyfta evrópskri gullsmíði úr lægð sem hún hefur verið í. Endurvakning viravirkisins Ýmsar breytingar hafa orðið hjá greininni í 75 ára sögu félagsins og er útlit fyrir að svo verði áfram, en að því er Halla segir, era ís- lenskir gullsmiðir nú einnig farnir að leita fyr- ir sér erlendis. Verkstæði og verslun með ein- um til tveimur starfandi gullsmiðum virðist því ekki lengur vera eini kostur þeirra sem leggja iðngreinina fyrir sig. „Það er ekkert langt síðan nemar í gull- smíði voru kannski eingöngu að smíða víra- virki,“ segir Halla. En víravirkið hefur á und- anförnum áram lotið í lægra haldi fyrir ýms- um nýjungum. „Nú eram við hins vegar að reyna að koma víravirkinu inn aftur af því að það er hluti af okkar fortíð og má ekki gleym- ast. Stefnan er að vera með námskeið í víra- virkisgerð á næsta ári og að íslenskir gull- smiðir komi jafnvel með nýja línu þar sem víravirki og nútíma gullsmíði tengjast á nýju árþúsundi og þá sérstaklega í tengslum við menningarárið 2000.“ IJLL- og silfursmiðjan Erna er gam- alt og gróið fjölskyldufyrirtæki. Ás- Reynisson er þriðji ættliður gull- smiða sem starfar í smiðjunni, en afi hans Guðlaugur A. Magnússon, stofnaði fyrir- tækið á ísafirði 1924. Verksmiðjan var flutt í bæinn 1927 og var hafin framleiðsla á silfur- borðbúnaði 1936. Sú framleiðsla er enn í fullum gangi og er um hálft tonn af borðbúnaði stans- að á hverju ári! Erna er eina smiðjan á Islandi sem framleið- ir borðbúnað í dag. Lengi vel vora þó tvær aðr- ar smiðjur starfandi. „Eg held að þetta sé að hluta af því að mynstrin vora betri hérna og við framleiddum aldrei úr öðru en silfri, hinir voru að framleiða úr kopar og silfurhúða og það virð- ist ekki hafa farið vel í fólk,“ segir Ásgeir. Silfurborðbúnaðurinn er stansaður í stórri og mikilli pressu sem er svo fyrirferðamikil að fjarlægja þyrfti einn af útveggjum verkstæðis- ins til að flytja hana. Pressan hefur verið í eigu fyrirtækisins frá því á sjöunda áratugnum, en þá leysti hún af hólmi pressuna frá 1936, sem nú er í eigu Árbæjarsafnsins. Mótin sem notuð eru til verksins era þó þau sömu og sum þeirra eru allt að 70 ára gömul. Margir kannast eflaust við munstur á borð við Kaktus, Reykjavík og Renaissance sem ár- um saman hafa verið vinsælasta borðbúnaði smiðjunnar. Nýtt munstur mun þó bætast í safnið á næstunni, Vivian, sem Ásgeir hannaði. „Það er eiginlega ekki grandvöllur íyrir að hefja framleiðslu eins og þessa í dag,“ segir Ásgeir og á þar við þann gífurlega kostnað sem fylgir gerð nýrra stansa. Morgunblaöið/Kristinn Ingvarsson Ásgeir Reynisson með pressuna góðu í bakgrunni. Reykjavík og Renaissance eru þekkt á borðum landsmanna. Á mynd- inni má einnig sjá dæmi um nýsmíði fyrirtækisins. Sala á silfri hefur aukist töluvert á síðustu fimm áram og segir Ásgeir þó nokkra aukn- ingu á því að ungt fólk kaupi silfur. „Það er eins og gamlir hlutir séu í tísku,“ segir hann. En 1980 hrundi silfuriðnaðurinn um allan heim. ,,Hann hefur aldrei náð sér eftir það,“ segir Ásgeir og útskýrir að fjárglæframenn hafi farið út í að kaupa silfúrbirgðir og ætlað að stjóma mörkuðunum. „Þeir gáfust upp á því sem betur fer og þetta hefur svona smám sam- an verið að vinna á aftur.“ Önnur vá ógnar þó einnig iðnaðinum. „Það fer mikill tími á hverju ári í að finna verksmiðj- ur sem hægt er að versla við, en þetta hafði verið stöðugur iðnaður lengi. Við vorum jafnvel að versla við sömu fyrirtæki og afi minn byrj- aði að versla við. Þetta er núna að breytast mikið út af alls konar yfirtökum og þessi iðnað- ur er í mikilli hættu hérna í Evrópu.“ Framleiðsla Ernu tengist þó ekki bara pressunni góðu. Fyrirtækið framleiðir m.a. þrí- kross Blindrafélagsins. En auk þess felst hönn- un fyrirtækisins að mestu í sérsmíði, þ.e. hönn- un og smíði kertastjaka, göngustafa, skírnar- skeiða og kaleika. Fyrirtækið hefur líka undan- farin ár verið að smíða jólasveinaskeiðar, eina fyrir hver jól. Fyrstu skeiðina hannaði Eggert Guðmundsson, en tvö sl. ár hefur skeiðin verið valin úr samkeppni 12 ára grunnskólabarna. „Það skemmtilegasta sem við geram er að vinna með þessum krökkum, því þeir eru óhræddir við að koma hugmyndunum frá sér og það er mjög erfitt að velja sigurvegarann." SILFURSMIÐJA Á GÖMLUM MERG 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.