Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 12
ÞAR SEM SMÆÐIN 1 GÖFGAR GÆÐIN Lubitsch voru gamanmyndir með mið-evr- ópsku ívafi. Lubitsch blómstraði við tilkomu talmyndanna. Söngva- og gamanmyndir voru aðal leikstjórans. Þótt hann væri að ýmsu leyti Hollywoodleikstjóri var Lubitsch Evrópumað- ur í anda og kímnigáfa hans mið-evrópsk. Þekktusta mynd hans er eflaust Ninotchka með Gretu Garbo. Leikstjórinn var frægur fyrir áreynslulausa kímnigáfu og var gæddur þeirri náðargáfu að geta gert gamanmyndir um persónur sem voru holdi og blóði klæddar. Lubitsch sker sig úr hópi áðumefndra leik- stjóra að því leyti að frægustu myndir sínar gerði hann í Bandaríkjunum. Hafa ber í huga að þær myndir sem frægastar m-ðu og greint hefur verið frá voru hvorki dæmigerðar fyrir þýskar kvikmyndir sem gerðar voru milli stríða né voru þær allar arðbærar. Kvikmynd- ir með hefðbundnara sniði nutu mestra vin- sælda og voru algengari en meistaraverk á borð við Skáp Dr. Caligari og Nosferatu. Hugmyndaríkir leikmyndahönnuðir og snjallir kvikmyndatökumenn áttu mikinn þátt í þessu blómaskeiði þýskra kvikmynda. List- ræn gróska skilaði því miður ekki miklum hagnaði. Flest fyrirtæki á sviði kvikmynda urðu að beijast í bökkum, jafnvel frægasta kvikmyndasamsteypa í Þýskalandi, U.F.A.. Risamir í Hollywood löðuðu hæfileikafólk til sín löngu áður en listamönnum varð ólíft í Þýskalandi vegna ágangs Nasista. Sá stfll sem setti mark á þýskar kvikmyndir milli stríða og kenndur hefur verið við ex- pressionisma setti síðan svip á hefðbundnar Hollywoodmyndir. Annars vegar voru þýskir kvikmyndagerðamenn keyptir til Bandaríkj- anna, hins vegar stældu bandarískir leikstjór- ar áferð þýskra mynda. Bar einkanlega mikið á þessum stflbrögðum í hryllingsmyndum. Al- mennt nutu þýskar myndir virðingar í stað vinsælda vestanhafs. Sternberg Josef von Sternberg var Austurríkismaður. Hann kleif síðar metorðastigann í Hollywood. Stemberg hafði þegar getið sér gott orð sem leikstjóri í Þýsklandi er hann gerði Bláa engil- inn (Der Blaue Engel). Sagan segir frá kenn- ara sem kominn er á miðjan aldur. Sá verður ástfanginn að söngkonunni og glæfrakvendinu Lólu-Lólu. Emil Jannings lék kennarann en Marlene Dietrich varð heimsfræg fyrir túlkun sína á Lólu-Lólu. Sternberg og Dietrich héldu samstarfi sínu áfram í Hollywood og gerðu myndir sem þóttu mjög djarfar á þeirra tíma mælikvarða, t.a.m. Rauðu keisaraynjuna (The Scarlett Empress) um Katrínu miklu. Stem- berg kvikmyndaði Glæp og refsingu eftir Dostojevski árið 1935. Valdi hann snillinginn Peter Lorre til að leika Raskolnikov. Nafni Stembergs hefur ekki verið haldið mikið á lofti síðastliðna áratugi. Leikstjórinn var að vísu enginn tímamótamaður en handbragð Stembergs leynh- sér ekki. Þöglu myndimar voru alþjóðlegur miðfll. Þegar talmyndir koma tfl sögunnar hefst eins konar menningarstríð milli Evrópu- og Amer- íkumynda sem einkennst hefur af þjóðremb- ingi allar götur síðan. Þýskir kvikmyndamenn stóðu verr að vígi og urðu að lúta í lægra haldi fyrir risanum í Hollywood. Af heimildum að dæma virðast Ameríkumenn beinlínis hafa lagt sig í líma að kæfa kvikmyndagerð í Þýskalandi. Erlendar kvikmyndir eru enn talsettar á þjóð- tungur í flestum löndum í Evrópu svo að enn keppast menn við spoma gegn engilsaxenskri alþjóðamenningu. Segja má að ýmsar ástæður hafi verið til þess að þýsk kvikmyndagerð varð aldrei sá risi sem menn áttu von á. Bandaríkja- menn keyptu hæfileikafólk jafnóðum til sín, ellegar listamenn áttu fótum fjör að launa eftir að nasistar komust tfl valda. Oft vissu Amer- íkumenn ekki hvað þeir áttu að gera við þetta fólk þegar það var komið yfir Atlantshaf. Fjár- hagur UFA, frægasta kvikmyndavers Þýska- lands, var bágborin fram á byijun fjórða ára- tugarins. Kvikmyndaverið sneri sér í auknum mæli að hefðbundinni framleiðsluvöru og lét myndir á borð við Metropolis eftir Lang lönd og leið. Kreppan gerði mönnum erfitt um vik að ýmsu leyti en launakostnaður var lágur. Tfl- koma talmyndanna breytti högum kvikmynda- manna í Evrópu til muna. Kvikmyndin var ekki alþjóðamiðill lengur, að minnsta kosti ekki í sama skflningi og á dögum þöglu myndanna. Menn urðu að taka sömu mynd margsinnis með mismunandi leikurum og á ýmsum þjóð- tungum. Vestanhafs bjuggu allra þjóða kvik- indi. Bandarísk menning er umfram allt al- þjóðamenning. Þýskar myndir hlutu á hinn bóginn að vera þýskar í efni og anda þótt menn reyndu að höfða til áhorfenda fyrir utan landa- mærin. Segja má að arftakar Weimarmanna á sviði kvikmynda standi enn frammi fyrir sama vanda. Weimarárin í Þýskalandi voru ekki ein- vörðungu gullöld í sögu þýska kvikmynda, heldur eitt glæstasta skeið í gervallri kvik- myndasögunni. Höfundurinn er kvikmyndagerðarmaður. BJART er yfir júh'kvöldi þrátt fyr- ir létta skýjahulu, meðan bflferj- an Norrona líður makindalega áfram norður marslétt Leirvík- ursund. Á stjómborða teygir smaragðgræn Kalsey úr sér. Séð af landakorti er hún hið sérvizku- legasta uppátæki náttúrunnar; löng, brött og mjó og minnir helzt á Tot- ensehláger-barefli með hnúðinn syðst. Frá skipsfjöl er hvergi byggt ból að sjá. Byggðim- ar vita allar feimnislega í austur. Fróður far- þegi segir að þetta sé „Blokkflautan" - svo kölluð vegna 6 km jarðgangakerfis sem tengir saman fjögur smáþorp. Fámennið verður líka að eiga sinn rétt á tækniöld. Nokkra síðar glyttir úr norðvestri í kletta- drangana Risann og Kellinguna, sem ætluðu víst að draga eyjaklasann til Islands, en dag- aði uppi eins og í öllum góðum tröllasögum. Og maður fer að hugsa, að í rauninni hefði verið auðvelt að koma farangri skötuhjúanna fyrir á Suðurlandsundirlendinu, úr því heild- arflatarmál hans er ekki nema 1399 ferkfló- metrar. Miðað við stærð eru fá landssvæði ógreið- færari frá náttúrannar hendi en Færeyjar. En íbúar þeirra hafa sem sagt ekki farið var- hluta af sigurgöngu tækninnar. Nú er af sem áður var. T.d. má aka frá Þórshöfn til byggða á Straumey og Austurey á klukkutíma, sem áður tók hátt í dagsferð á báti, þökk sé ágætu vegakerfi og fjölda jarðganga, og skýrir e.t.v. um leið hvers vegna sjávarþorpin mörgu en smáu haldast svo vel í byggð sem raun ber vitni. í það minnsta á Straumey og Austurey. Fólk munar ekkert um að keyra á milli. Og kannski er þar líka komin ein skýringin á því hvað landsmönnum verður mikið úr litlu. íslendingum er gjarnt að stæra sig af menn- ingarlífi miðað við mannfjölda. En hvað má þá ekki segja um nágrannaþjóðina á blágrýtis- eyjunum átján í landsuðri? Hún taldi fyrir 200 árum aðeins 5000 sálir, og nær enn í dag ekki nema tæpu hálfu hundraði þúsunda. Engu að síður státar hún nú af rismikflli bókaútgáfu, eftirtektarverðri myndlist, blómlegu leiklist- arlífi og öflugri tónlistarmenningu á breiðum grunni sem getur m.a. teflt fram sinfóníu- hljómsveit og tugum starfandi tónskálda! Hætt er við, að sitt hvað þar syðra gæti velgt vanabundinni sjálfumgleði okkar undir ugg- um, þegar menningarlegu heimsmetin era gerð upp með hliðsjón af höfðatöluhlutfallinu margfrægða. Erindi mitt til eyjaklasans þokusveipaða var reyndar annað en það sem þangað beinir þorra ferðalanga um hásumar. Því þó að nátt- úran sé vissulega kynnisverð, býður færeyska sumarið orðið upp á fleira hljóðkyns en klið bjargfugla. Landsmenn era þegar kunnir um norðvesturhluta álfunnar fyrir 15 ára gamla djasshátíð sína í hverjum ágústmánuði, er auk þess nær yfir rokk, þjóðlög og aðra hryn- bundna tónlist. Hálfu seinna til komin er ár- leg tónlistarhátíð helguð gamalli og nýrri list- músík sem hingað til hefur ekki farið hátt í ís- lenzkum fjölmiðlum en þótti tími til kominn að gefa einhvem gaum. Hátíð þessi nefnist á máli innfæddra Summartónar, skipulögð af Færeyska tón- FYRRI HLUTI Færeyska tónlistarhátíðin Sumartónar var haldin í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Þar voru haldnir 45 tónleikar á nítján dög- um, RÍKARDUR ÖRN PALSSQN sótti Færeyinga heim og hlustaði á stóra hluta dagskrárinnar. skáldafélaginu, „Musica Nova“ og „Konsert- felaginu", tónleikafélagi landmanna. Hún var haldin nú í áttunda skipti; ekki aðeins í Þórs- höfn, heldur líka að nokkra leyti í útbyggðum, enda þótt höfuðborgin leggi eðlflega tfl stærstu salarkynnin. Munar þar mestu um hið glæsilega torfi þakta Norðurlandahús í Sortudíkjahverfi, NNV af miðbænum, með 800 sæta framboði þegar mest er. Næst því kemur Myndlistarsafnið „Listaskálin", sem stendur í öskurfæri við knattspyrnuvöllinn í Gundadal, eins og glöggt mátti heyra þegar Þórshafnarar og Klaksvíkingar áttust við á dögunum. Aðalsalur safnsins er mun minni en að „Álfhóli", eins og sumir kalla norræna menningarsetrið, en hin prýðilegasta umgjörð um kammertónlist, enda hljómburður furðu- góður. Gildir það einnig um sal Norðurlanda- hússins. Það kom á óvart hvað Sumartónahátíðin reyndist stór í sniðum, litlir 45 tónleikar á 19 dögum! Og það i landi þar sem tónlistarskóli kvað ekki hafa verið stofnaður fyrr en 1983, og enn ekki til ein einasta fastlaunuð staða hljómlistarmanns. Samt voru, innan um klass- ísku nöfn yngri og eldri meistara eins og Si- belius, Nielsen, Poulenc, Holmboe, Schön- berg, Takemitsu og Per Nprgárd, hvorki fleiri né færri en 11 færeysk tónskáld á hátíðar- skrá. Hvemig var það hægt? Til að meðtaka það reyndi maður að grafast fyrir um færeyskar aðstæður og hugarfar eftir handbærastu leið- um - samræðum við staðarbúa. Því eitt er sammerkt með okkur nágrönnum, að í hvor- ugu landi er enn tiltæk tónlistarsaga á bók um nýtt og gamalt í tónlistarlífi landsmanna, hversu hófst eða hvað var áður. Auk hljóm- listarmanna og tónskálda eins og Kristians Blak félagsfrömuðar og plötuútgefanda og Paula í Sandagerði sem jafnframt er kórstjóri og grannskólakennari, var rabbað á óformleg- um nótum við ýmsa tónlistarforkólfa Færey- inga. Þeirra á meðal Martin Moritzen tónlist- arskólastjóra, Ove Olsen útvarpstónstjóra og fleiri útvarpsmenn, Bjaraa Berg klarinettleik- ara í Musica Nova og Brand Ossurarson saxofónleikara, NOMUS-fulltrúa og skipu- leggjanda „Foroya Jazz-, Fólka- og Rokk- festival", svo nokkrir séu nefndir. Spunnust hinar skemmtilegustu samræður um menn og málefni. En ævinlega kraumaði ofarlega í bakhöfði þess er hér ritar löngun til að vita, hvort hugsanlega mætti læra eitthvað í leið- inni sem að gagni gæti komið heima fyrir, þar sem mörgum tónlistarfrömuðum er tamt að barma sér og kvarta um aðstöðuleysi og skfln- ingsskort. Hvort setja mætti puttann á eitt- hvað sem okkur hefur yfirsézt. Lykilorðin gætu líkast til verið tvö: sam- vinna og sveigjanleiki. Á vissan hátt mætti segja, að í Færeyjum göfgi smæðin gæðin. Líkt og í glímu era liðugheit oft meira atriði en afl og stærð, og með samstilltu átaki víkka mörk hins mögulega um ótalin þórsfet. Hér leggjast allir á eitt, og hverjum sjálfskipaða fylkiskóngi myndi þegar í stað skola á haf út með lágværa útsogi færeyskrar hláturmildi. Um samlyndi íslenzkra tónlistarmanna og tónlistarstofnana má eflaust margt segja, en að því leyti sem gestsaugað fær séð mætti einmitt þar læra margt af Færeyingum, sem virðast hafa tamið sér þá dýra list að víkja stundar- og persónuhagsmunum fyrir sam- eiginleg markmið. Svo fylgir að vísu einatt litlu samfélagi, þar sem nauðsyn knýr á um samstöðu, en ekki þarf alltaf að leiða af því sameiginlegur metnaður. Þess virðist hins vegar verða vart þar syðra, þar sem litið er svo á, að árangur eins sé árangur allra. Hátíð eins og Summartónar kæmist aldrei úr höfn nema fyrir framlög frá fjölmörgum einstaklingum, stofnunum og einkafyrirtækj- um, auk norrænna aðflja á við NOMUS, Menningarráð Noregs, Dansk-Færeyska og Dansk- Finnska menningsjóði. En fjárfram- lög ein era ekki nóg. Samvinna, sveigjanleiki (og eflaust töluverð sjálfboðavinna) þurfa líka að koma til. Á ýmislegt mætti sjálfsagt benda til skýr- ingar á undrasterkum samtakamætti Færey- inga, sem lætur jafnlítið yfir sér á ytra borði og undiralda úthafsins unz hún skellur á strönd. Finnar þakka sumir sitt „sisu“-þjóð- arþrek sánuhefðinni. En eftir að foroyskur dansur rifjaðist óvart upp fyrir mér hér í kaffiteríu Norðurlandahússins um daginn, þegar meðlimir nýstofnaðrar lúðrasveitar stigu fast á fjöl að beiðni aðkomustjórnanda hennar frá Bretlandi, Peters Parkes, hvarfl- aði skyndflega að manni, um leið og hárin tóku að rísa á höfði undan vímuniði aldanna, hvort hrynþungur hringdansinn ævaforni hefði ekki hvað mest að segja um færeyska seiglu. Fyrir nú utan hið öfundsverða líkam- lega atgervi sem dansarar hljóta í kaupbæti, þegar farið er með vísur í hundraðatali af fornum kóngum og köppum fram á rauða- morgun. Það var einkar sláandi hvað þátttakendur virtust verða fyrir magnaðri hópsefjun af jafneinfaldri fótmennt og felst í tveim skref- um til vinstri og einu til hægri, fljótlega eftir að söngur og dynjandi skósólaskark fóra að glymja um loft í sískarandi krosshrynjandi. Engu líkara en að þátttakendur gengju í eins- konar syngjandi og dansandi fóstbræðralag þarna undir jarðarmeni torfþaksins. Slík áþreifanleg nálægð og samstaða er ís- lendingum nútímans framandi. Hafi hún verið Útvarpshúsið (v.m.) og Norðurlandahúsið í Færeyjum. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.