Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 16
Sterkt form og litir einkenna olíuverkið Hraunfjöll. IAÐALSAL Hafnarborgar var búið að koma flestum olíuverkanna fyrir, en niðri í Sverrissal hölluðu vatnslita- myndimar sér upp að veggjunum og biðu þess að komast á sinn stað. „Þú sérð hvað þetta er nálægt landslaginu, þó þetta séu stundum abstraktmyndir ná þær samt náttúrustemmningunni," sagði Eiríkur þegar blaðamaður skoðaði myndimar með honum. Verkin tala sínu máli og það fer ekki milli mála að íslensk náttúra er listamanninum hugleikin. Rúmlega 80 verk em á sýningunni sem verður opnuð í Hafnarborg í dag, en hún teygir sig yfír allt húsið, Aðalsal, Sverrissal sem og um ganga og kaffistofu hússins. Vatnslitamyndimar voru flestar málaðar á ár- unum 1997-1998, en olíuverkin ná yfir lengra tímabil, þ.e. frá 1995 til 1999. Nokkur olíu- verkanna vora til sýnis á norrænni samsýn- ingu i Charlottenborg í Kaupmannahöfn í fyrra, en hafa ekki verið sýnd áður hér á landi. Landslagslilfinning i fyrirrúmi Vatnslitamyndirnar era flestar hverjar raunsæjar og einkennist litanotkun af tölu- verðri mýkt og pensilnotkunin af léttleika. Litir olíuverkanna era öllu bjartari og glað- legri, auk þess sem formkenndin er víða sterk. Enda segir Eiríkur um olíuverk- in að þau einkennist mörg hver af and- stæðum. „Ég hef ekki verið með svona sterkt form lengi vel. Þama blanda ég saman expressionismanum sem ég vinn oft í og hef síðan formið með.“ Þegar blaðamanni leikur forvitni á að vita hvers vegna formið geri vart við sig í verkum hans á ný eftir svo langt hlé, svarar Eiríkur því til að vinnuaðferðir sínar séu jafnan bylgjukenndar. „Ég hef alltaf unnið í bylgjum og hef þá lagt fyrir mig raunsæi, abstraksjón, geometríu og þar fram eftir götunum." Landslagið er ríkt í öllum myndun- um, enda hefur það lengi vel einkennt verk listamannsins. Um ólíkar aðferðir er þó að ræða við gerð olíuverkanna sem máluð eru út frá landslagstilfinn- ingu og í vatnslitamyndunum sem ein- kennast af öllu meira raunsæi. En vatnslitamyndirnar málar Eiríkur gjaman úti í náttúranni og þá oft á tíð- um í nágrenni Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þó einnig slæðist með ferðir á Þingvöll og á Suðurnesin þar sem hann málaði töluvert um tíma. „Þegar ég mála með vatnslitum sit ég gjaman í bílnum mínum og það era yfírleitt raunsæjar myndir," útskýrir hann en bætir við að hann hafi þó einnig tekið vatnslitina svolítið yfir í abstraktformið. Abstraktform vatnslitanna er þó ekki síður gert út frá landslaginu en olíuverkin, sem era gjaman máluð út frá tilfmningu Eiríks fyrir umhverfinu. „Þetta eru ekki sérstakir staðir á LANDSLAG STERKUM LITUM Víðátta, Tjarnir, Öræfi og Hraunfjöll eru nöfn á nokkrum verka Eiríks Smiths. ANNA SIGRIÐUR EINARSDOTTIR leit inn í Hafnarborg þar sem lista- maðurinn var í óðaönn að setja upp sýningu sína. Mýkt lita og léttleiki pensilfara einkennir gjarnan vatnslitamyndir eins og Haustið í hrauninu. sin landinu. Heldur era þetta frekar áhrifin frá náttúranni og landslaginu. Maður er alinn upp við að gera myndir út frá landslaginu, í það minnsta ég,“ bætir hann við, „og þá upp- lifir maður landslagið mjög raunsætt fyrst í stað.“ Hann telur sig enn í dag vinna meira og minna út frá þessari aðferð. „Ég fæ viss áhrif frá landslaginu og reyni að koma því til skila í Morgunblaðið/Þorkell Eiríkur Smith segist vinna jöfnum höndum í vatnslitum og olíu. hverri mynd fyrir sig.“ Sumar myndimar tengjast þó ákveðnum þáttum landslagsins frekar en aðrar og má gjarnan sjá bregða fyr- ir hrauni, fossum og jöklum þó formið sé oft á tíðum stílfært. Penslarnir með i friið Eiríkur á að baki langan feril sem málari og er afkastamikill í því starfi líkt og sýningin er til vitnis um. „Ég er búinn að vera að mála frá því að ég var smástrákur. Það var fljótlega tekið eftir því í bamaskóla að ég væri eitthvað öðruvísi en aðrir og fyrstu sýninguna mína hélt ég héma í gamla Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 1948.“ Margar sýningar fylgdu í kjölfarið og hefur Eiríkur sýnt í Listamanna- skálanum, Kjarvalsstöðum, Nomæna húsinu og galleríum borgarinnar, en hefur þó leitað heim í Hafnarfjörð eftir að Hafnarborg komst í notkun. „Það er sagt að ég sé afkastamikill, en þetta er bara þörf,“ segir Eiríkur og bendir blaðamanni á tvær myndir sem hanga í kaffi- stofunni og segir þær málaðar í ferð til Kanaríeyja. „Ég er algjör golfvitleysingur, en þegar það fer að líða á fríið þarf ég að fara að gutla svolítið með penslana." Það era þó bara vatnslitimir sem fá að fljóta með í fríið, enda era þeir allt annað efni en olí- an, að mati Eiríks, og segir hann það útskýra muninn á olíu- og vatnslitamyndum sínum. „Vatnslitimir eru svo fínlegt og vanda- samt efni. Það er alltaf hægt mála yfir myndir í olíu og endalaust hægt að lag- færa þær, en það er ekki mikið hægt að laga það sem fer úrskeiðis í vatnslitum. Ég hef alltaf haft þá áráttu í gegnum tíðina að mála jöfnum höndum með vatnslitum og olíu. Þetta er gjörólík tækni, enda er ég í vatnslitunum mikið með þessar natúralísku myndir sem era unnar þar sem ég sit í bflnum mínum. Það koma síðan alltaf ákveðin tímabil þar sem ég vinn meira í þetta efni en önnur. Lengi vel gat ég aldrei málað með vatnslitum og olíu samhliða, en þetta er öðravísi í dag og nú orðið gríp ég í þetta til skiptis." Margt hefur breyst í myndlistinni, að mati Eiríks, frá því hann sýndi fyrst í gamla Sjálfstæðishúsinu. „Á tímabili, þegar við voram í geometríunni, vorum við taldir miklir framúrstefnumenn," segir hann, brosir og kveður ekki alla hafa verið hrifnir af þeim verkum. „Einhvern veginn varð geometrían þó ekki til lengdar," segir Eiríkur og sjálf- ur hóf hann að mála myndir sem báru keim af abstraktlistinni en voru þó í öllu frjálsara formi en geómetrían. „Lista- menn verða alltaf fyrir áhrifum, því það stendur enginn einn og menn taka til áhrif hvaðanæva úr umhverfinu." Það sem hins vegar skiptir máli, að mati Eiríks, er að listamenn nái að nýta þau áhrif á persónulegan máta og geri þau þar með að sínum. „Ef það tekst ekki eru þetta bara miðlungsgutlarar." 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999 !

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.