Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 10
KVIKMYNDAGERÐ í ÞÝSKALANDI - 1. HLUTI * Askja Pandóru - Louise Brooks. Ljósmynd: Þokkadísin Louise Brooks í myndinni Öskju Pandóru eftir G.W. Pabst. Nosferatu, 1922. Námumaður í kröppum dans. Nýtt raunsæi í myndinni Vináttu- bönd (Kameradschaft) eftir Pabst. GU LLÖLDIN EFTJR JÓNAS KNÚTSSON Sagg kvikmyndagerðar í Þýskalandi hófst sumarið 1892. Maður að nafni Max Skladanowsky notaði uppfinningu Tómasar Alva Edisons til að taka kvikmyndir og sýndi myndirnar í Vetrargarðinum í Berlín fyrsta nóvember árið 1895. Skladanowsky varð á undan Lumiérebræðrum í Frakklandi að sýna almenningi hreyfimyndir. Sýningin tók alls stundar- fjórðung og vakti mikla hrifningu. Asta Nielsen DANSKA leikkonan Asta Niel- sen var ein skærasta kvik- myndastjama Þýskalands allt fram á seinni hluta þriðja ára- tugarins. Nielsen var ást- sælasta leikkona Dana í byrj- un aldarinnar. Leikkonan fluttist til Berlínar árið 1911. Hún lék aðalhlutverkið í myndinni Hamlet ár- ið 1920, Fröken Júlíu í verki Strindbergs árið 1922, Maríu Magdalenu í mynd eftir Robert Wiene, INRI, árið 1924 og sögupersónu Ib- sens Heddu Gabler árið 1925. Sama ár lék hún á móti óþekktri sænskri leikkonu, Gretu Garbo að nafni, í meistaraverki eftir Pabst, Götunni gleðisnauðu (Die Freudlose Gasse). Má til sanns vegar færa að engri núlifandi leikkonu hafi boðist jafnglæsileg hlutverk á svo stuttum tíma. Nielsen féll í metorðum þegar talmyndir héldu innreið sína. Hún flutt- ist aftur til Danmerkur stuttu eftir að nasistar náðu völdum í Þýskalandi og rak kvikmynda- hús í Kaupmannahöfn. Blessað striðið Fyrri heimstyrjöldin reyndist lyftistöng fyrir þýska kvikmyndagerð þótt ótrúlegt megi virðast. Þjóðverjar hættu að flytja inn kvikmyndir frá fjandþjóðum sínum og eftir- spurn eftir innlendum myndum jókst tO muna. Tvöþúsund kvikmyndahús voru starf- rækt í Þýskalandi um þessar mundir. Fræg- ustu bíómyndir frá þessu tímabili, Stúdentinn frá Prag, Homuneulus og Ofreskjan (Der Golem), draga dám af þjóðsögum. Stúdentinn frá Prag styðst við þjóðsöguna um tvífarann og einnig við söguna um Faust. Stjómvöld lögðu niður opinbera ritskoðun árið 1918. Rit- skoðun var aftur komið á tveimur árum síðar en ekki varð aftur snúið. Þýskir kvikmynda- menn höfðu þegar hér er komið sögu frjálsari hendur en starfsbræður þeirra handan Atl- antshafs. Ofangreindar myndir voru hryllingsmyndir en sóttu margt í ævintýr eftir Grimmsbræð- ur. Sagan af Skáp Dr, Caligari (Das Kabinett des Dr. Caligari) er af öðrum toga spunnin og sögð frá sjónarhóli geðsjúklings. Leikmynd var skrumskæld og hefur áferð myndarinnar oft verið líkt við málverk eftir expressionista. Walter Roerigh sem teiknaði leikmyndina var eiginleg stjama myndarinnar. Bandarískar hrollvekjur á borð við Frankenstein (1931) og Dracula (1931) sverja sig í ætt við þýskar myndir frá Weimarárunum, enda unnu land- flótta Þjóðverjar við flestar þeirra. Nosferatu Á dögum Weimarstjómarinnar svokölluðu var mikOl uppgangur í þýsku menningarlífi. Kreppan ól af sér djarfa listamenn sem virtu hvorki boð né bönn en bjuggu enn að vönduðu handbragði feðra sinna. Friedrich WOhelm Mumau nam heimspeki með listnámi í Heidelberg. Murnau gerði í fyrstu hryllings- myndir. Ein sú frægasta er án efa Nosferatu (Nosferatu - Eine Symphonie des Grauens). Söguþráðinn fékk Mumau að láni hjá íra nokkmm, Bram Stoker að nafni. Sá skrifaði skáldsöguna Dracula en bókin kom fyrst út árið 1897. Max Schreck var, eins og nafnið bendir tO, eins skelfOegur og hugsast gat í hlutverki greifans. Mumau náði að magna fram mikinn hrylling þótt flest atriði væra tekin utandyra. Þýski leikstjórinn Wemer Herzog endurgerði Nostferatu árið 1979. Klaus Kinski var kynngimagnaður og blóð- þyrstur í aðalhlutverkinu en gamla djöful- ganginn vantaði í myndina. Ein frægasta mynd sem Mumau leikstýrði var Síðasti hláturinn (Der Letzte Mann, orð- rétt: Síðasti maðurinn). Segir þar frá dyra- verði nokkrum sem starfar á glæsilegu hóteli en er lækkaður í tign og gerður að salemis- verði. EmO Jannings sýndi stórleik. Er frammistaða hans söguleg heimOd um það listform sem látbragðsleikur var á dögum þöglu myndanna. Mumau lét myndavélina vera á stöðugri hreyfingu en kvikmyndatöku- maðurinn Karl Freund hafði óhemju næmt auga fyrir myndbyggingu og lýsingu. Murnau notaðist upphaflega ekki við textaspjöld en þeim var síðan bætt við myndina að honum fomspurðum. Framieiðandi myndarinnar krafðist að allt færi á betri veg í sögulok. Leikstjórinn skeytti lokaatriði við myndina þar sem auðkýfingur nokkur arfleiðir klósett- vörðinn að öllum eigum sínum. Gagnrýnendur hafa löngum bölsótast yfir þessum lokakafla og sagt að hann komi eins og skrattinn úr sauðarleggnum en allt er gott sem endar vel. EmO Jannings lék einnig aðalhlutverk í tveimur síðustu myndum sem Mumau gerði í Þýskalandi, Tartuffe eftir Moliére og Faust. Muranu hélt við svo búið vestur um haf og gerði myndina Dagrenningu (Sunrise) í Hollywood. Þetta verk sameinar alla kosti sem finna má í þýskri og bandarískri kvikmynda- gerð. Söguefnið var hvorki frumlegt né flókið, ung hjón flytjast úr sveitasælunni í bæjarsoll- MANUSKRIPT.-THEA v.HARBOU* REGIE: FRITZ LANG M ÚU KAMESA ÍAftl ítttlMÖ/ GUxrHt* RÍTTaU iAUTU»:«rno Huwrt * .áuhk: wrrntíts Hupparz 1» M« HtyrtaoiUtM ! ÖRIGITTE HELM * GU5TAV FRÖHLICH Allltö A3R. IUÖ. KlXIM'tÖOGE ‘ THtOÞOt L00$*fim tASP'HHMííCH StOSÖÍ UFA*SUP£R-FÍLM H 1 m / Jtfi , WÆ, :: , ■ -'k-x *’■ H i 1 mfksí! Bfcv--. 1 * Drungaleg framtíðarsýn í myndinni Metropolis eftir Lang. #- I O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 28. ágúst (28.08.1999)
https://timarit.is/issue/242901

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. ágúst (28.08.1999)

Aðgerðir: