Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Jim Smart Helga Jónsdóttir segir gullsmiði verða að þekkja efnivið sinn vel. Handsmíðaðar nælur eru í uppáhaldi hjá Helgu. SÉRSMÍÐIN VEKUR ATHYGLI HJÁ ÚTLENDINGUM HELGA Jónsdóttir hefur rekið verslun- ina Gullkúnst við Laugaveg sl. sex ár. Líkt og margir aðrir gullsmiðir hér á landi framleiðir hún og selur gripi sem hún smíðar sjálf ásamt öðrum gullsmið sem starfar hjá henni. Að mati Helgu er nauðsynlegt fyrir gull- smiði að vera jafnvígur á fagið jafnt sem verslunarreksturinn. „Eg reyni að hafa góða breidd, bæði dýra og ódýra hluti, og þarf alltaf að vera vakandi fyrir því að verslunin bjóði upp á þær vörur sem seljast hverju sinni.“ En af þeim sökum býður hún einnig upp á aðkeypta hluti eins og skímargjafir og gullkeðjur. Sjálf hefur Helga einna mest gaman af perluþræðingum og að smíða nælur, enda má sjá töluvert úrval af þessum gripum í verslun hennar. Galdurinn við skartgripasölu hér á landi er þó að hennar mati sá að hluturinn líti vel út án þess að hann kosti endilega offjár. Töluvert af útlendingum lítur inn í Gull- kúnst og segir Helga áhuga þeirra gjarnan vakna þegar þeir komast að því að varan er handsmíðuð. „Oft viija þeir fá hring í öðru númeri en liggur frammi og þegar það kemur í Ijós að það er bara til einn svona hringur þá vekur það hrifningu þeirra." Þótt skartgripirnir í Gullkúnst teljist ís- lenskir, og talsvert sé notað af íslenskum steinum við gerð þeirra, skreyta demantar og eðalsteinar ekki síður gripina. að mati Helgu hefur viðhorf Islendinga til demanta breyst þó nokkuð á undanförnum árum. „I rauninni er hægt að smíða skartgripi sem eru ekkert mjög dýrir þó að það séu demantar í þeim. Við gerum til dæmist töluvert af því héma á þessu verkstæði að fá demantana í góðu lita- stigi og veljum þá frekar minni steina. Skart- gripir með demöntum eru vinsælir um þessar mundir og stærð demantsins skiptir þá ekki öllu máli heldur frekar gæði steinsins." Líkt og aðrir íslenskir gullsmiðir þarf Helga að vera fær um að sinna flestum störfum sem undir störf gullsmiða heyra. Víða erlendis gætir hins vegar þó nokkun-ar sérhæfingar í faginu; sumir sérhæfa sig t.d. í að grópa steina á meðan aðrir vinna hjá stórfyrirtækjum við fjöldaframleiðslu á steyptum skartgripum. „Hérna á litlu verkstæðunum þurfa gull- smiðirnar að geta gert allt,“ segir Helga og bætir við að nokkuð beri á að erlendir gull- smiðir, sem sækist eftir störfum á verkstæð- um hér heima, standist hreinlega ekki þær kröfur að geta sinnt öllu. Sem dæmi nefnir hún silfursmið sem lært hafí á Spáni og starf- að í stuttan tíma hjá henni. „Smiðurinn var með möppu og sýndi mér stórkostlega hluti en reyndist svo ekki fær um að smíða það sem óskað var eftir hér. Gullsmiðir verða nefnilega að hafa þekkingu á efnivið sínum og verksvit til að vita hvort hugmynd eða teikning að grip sé framkvæmanleg." Morgunblaðiö/Amaldur Ófeigur Björnsson vinnur ekki síður að gerð skúlptúra en skartgripa líkt og sjá má á veggjum gullsmiðjunnar. Búkkiæði er ein hönnun Ófeigs og er klæðið þá látið sitja á öxlunum. EFNIVIÐUR í FYRIRRÚMI ÍSLENSKUR r FEIGUR Björnsson hefur rekið gullsmiðjuna Ófeig á Skólavörðu- stíg undanfarin átta ár. Líkt og flestir aðrir íslenskir gullsmiðir nam hann fagið í Iðnskólanum. Síðan þá hefur hann þó bætt við sig námi í höggmyndalist og módelteikningu í Myndlistaskóla Reykjavíkur og segir hann það nám hafa töluverð áhrif á verk sín. „Ég lít á skartgripi sem smágerð myndverk,“ útskýrir Ófeigur. Það má sjá gripi fleiri gullsmiða í verslun- inni. „Úrvalið er byggt upp á einstaklingum," segir hann. Bolli, sonur hans, er þar með sín verk, Katrín Diðriksen sem vinnur málmvefn- að og fléttar stundum inn í hann stáli og hrosshári og Anna María sem áður rak versl- unina Pýrít. „Hún er heimavinnandi núna með ung böm og ég bauð henni að hafa sína gripi hérna hjá mér.“ Upp á síðkastið hefur Ófeigur unnið mikið í kopar. Hann segist þó nota nánast hvaða efni sem er. Það í'ari alveg eftir því hvernig hann sé stemmdur hvaða efni hann notar og hvern- ig verk verða fyrir valinu, áherslan er þó gjarnan á íslenskt hráefni. Koparnælur eiga þó greinilega hug hans þessa stundina því nokkrar þeirra eru sjáanlegar í versluninni. Með koparnælunum rifjar hann upp gamla hefð þegar myndarlegar nælur voru notaðar til að halda uppi flíkum, sjölum og slám. „Þannig að þetta var ekki bara skart heldur líka brúkshlutir," útskýrir Ófeigur og segir allt eins hugsanlegt að engar koparnælur verði á boðstólum á næsta ári. „Ég er í „kopar períódu" núna, en þar áður var ég í silfri.“ Sérverkefni eiga þó ekki síður hug Ófeigs og segir hann töluvert koma inn af slíku. Til að mynda Grágás, verðlaunagrip sem hann hannaði fyrir Orator, félag laganema. „Ef ég fer í svoleiðis verkefni, sem ég geri töluvert af, þá tek ég þau mjög alvarlega. Ég tek þau alvarlega bæði af því að ég vil að hluturinn sé góður og líka vegna þess að ég hef svo mikið yndi af svona verkefnum. Þannig að ég fer á bókasöfn, Ámastofnun og aðra staði til gagnasöfnunar," segir hann og kveður hug- myndina því yfirleitt ekki komna frá gefand- anum, heldur sé hann beðinn um að taka verkefni að sér, sem hann vinni alfarið. Skart- og verðlaunagripir eru þó ekki það eina sem Ofeigur tekur sér fyrir hendur, því hann vinnur einnig stærri verk eins og ýmiss konar skúlptúra. „Oft á tíðum byrja ég að vinna með form sem skartgrip og enda síðan á gera skúlptúr í framhaldi. Þetta getm- líka farið á hinn veginn," bætir hann við og segir stór verk ekki síður til þess fallin að vera smækkuð niður. Gullsmiðjan er þó ekki eina starfsemin í húsinu, því uppi á lofti er lítið gallerí þar sem haldnar eru sýningar á verkum innlendra sem erlendra listamanna. „Þetta er aukageta hjá okkur eða óbein auglýsing," segir hann og bætir síðan við að ánægjan hafi líka sitt að segja. „Draumurinn hjá okkur var að gera þetta hús alfarið að listahúsi og það hefur gengið eftir, því nú eru hérna auk gullsmiðj- unnar og gallerísins einnig gallerí Ingu Elínar og Meistari Jakob þar sem tólf myndlistar- menn selja verk sín.“ Að mati Ófeigs hefur viðhorf til íslenski'a gullsmiða breyst á þeim 30 árum sem hann hefur tOheyrt stéttinni. „Almenningur er far- inn að átta sig á því að íslensk gullsmíði er sambærileg við það sem best gerist annars staðar, verðlagið er líka yfirleitt sanngjamt þannig að fólk þarf ekkert að vera að leita út fyrir landsteinana til að kaupa sér skartgripi." PÉTUR SIGURGEIRSSON HEILL ÞÉR HÖFUÐBORG Ó, höfuðborg þig hyllum vér, þín hánorræn er menning, sem evrópsk velur álfan sér, er alþjóð viðurkenning. Vér ársins hátíð höldum nú, þá hæst rís Ingólfs minni. Hann fyrstur sitt hér byggði bú, já, borg í frumgerð sinni. Fyrr bújörð honum hulin von, er heims vel þekktur staður, sem Ingólfur nam Arnarson sá ásatrúarmaður. Hans fyrirheitna fósturland hann fann með gæða boðin. Við Island batt hann tryggðaband. Svo blóðtaði hann goðin. I öndvegi hjá súlum sat, nær sér til beggja handa, og sjá hve hann þær sjálfur mat í sínum trúar anda. í útsæ nyrst þeir nálgast land, hann notar forspár sínar: Eg fæ mér bú við fjörusand er fljóta súlur mínar. Peir finna höfn og fara’ á stjá, þar fjöruleit að sinna. I vík með reyk-hver rétt þar hjá, loks regin-súlur finna. Og Ingólfur fann óskastað er átti lyktir góðar. Hans ævibraut strax eftir það varð upphaf nýrrar þjóðar. Sem ávöxt fræið foldar ber óx framtak þeirra daga. Á tólftu öld sú tala fer, er telur byggða saga. Oss valinkunn er viskan þörf brott villu myrkri feykir og dagleg mótar mörg vor störf og mennlaljósin kveikir. ÖIl goðmögn eru goðsögn mest, því Guð er faðir þjóða. Og Guð í Kristi boðar best sinn boðskapinn algóða. Allt vísdóminn þarf vafalaust svo vísindin sem listin, með boðorð kærleiks tvíþætt traust í trú er borgin kristin. Höfundurinn er biskup. Tilefni Ijóðsins er að Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu ó næsta óri. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR SKIL Árvisst sumarið fagnar eigin lendingu flugtaki vetrarins af lendingarbrautinni sviptir allri óvissu burt Sést hvar ástin hefst og sorgin endar MJÖÐUR Bókahilhmiar gegnt stofuglugganum eru farnar að mjálma í kvöldsólinni Þær eru undrakettir vakandi og sofandi á víxl Við mjálmum saman langt fram á nótt í skáldsögum horíínna vina svo góður var mjöðurinn að ég er farin að veiða mýs í morgunmatinn Höfundurinn er kennari og Ijóðskóld í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.