Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Qupperneq 6
SAMSPIL LITA OG FORMA Hafsteinn Austmann opnar málverkas/ningu í Austur- sal Kjarvalsstaða í dag. „Þetta eru myndir unnar í olíu og vatnsliti á undan- förnum 15 árum," segir Hafsteinn í samtali við HÁVAR SIGURJÓNSSON. HAFSTEINN segir sýninguna hafa fengið á sig þetta yfírbragð yfirlits- sýningar eftir á, ekki hafi verið ætl- unin í upphafi að fara að draga sam- an í sýningu afrakstur undanfar- inna fimmtán ára. „Forráðamenn KjarvaJs- staða gerðu mér þetta boð fyrir ári og ég ætl- aði mér að mála ný verk fyrir sýninguna. En ég hef verið krankur mikinn hluta úr árinu svo þetta varð niðurstaðan," segir Hafsteinn. Þetta er stærsta sýning Hafsteins frá því árið 1994 er hann sýndi í Norræna húsinu, en verk hans hafa þó birst á sýningum nærri ár- lega. „Ég hef verið að sýna vatnslitamyndim- ar í Skandinavíu; tók þátt í samsýningu á Den Frie fyrir tveimur árum. Það eru líka nokkrar nýjar myndir á sýningunni en færri en ég ætl- aði upphaflega. Það er reyndar alltaf gaman að líta tii baka og þetta er náttúrlega merki- legt tímabil hjá mér,“ segir hann kímileitur. „Frá fimmtugu til sextíu og fimm ára. Mér hefur líka sýnst að málarar verði betri eftir því sem þeir verða eldri, sumir eru bestir þeg- ar þeir eru komnir á tíræðisaldur. Svona sýn- ing verður til þess að maður staldrar örlítið við og stokkar spilin. Nú langar mig mest til „Kærkomið tækifæri til að stokka spilin," segir Hafsteinn Austmann um sýninguna á Kjarvalsstöðum. að mála hvítt yfir allt sem ég er með heima og byrja upp á nýtt. Kannski verður það svipað en mér finnst þó eins og þessi sýning muni losa um eitthvað. Sýningu fylgir alltaf viss léttir, einhvers konar kaflaskil. Þau kannski sjást ekki svo glöggt þar sem ég hef aldrei tekið neinum stökkbreytingum. Ég var í sveiflulínum á sínum tíma og fór svo meira yf- ir í beinar línur. Uppbygging myndanna hefur orðið öniggari með tímanum og lítill leikara- skapur á ferðinni. Nú langar mig til að fljúga svolítið. Láta tilviljunina ráða meira ferðinni. Ég veit ekki hvort ég geng svo langt að fara að mála landslag en mig langar til að mála meira tilviljunarkennt. Þetta dreymir mig um ROF I KRÝSUVÍK I Vestursal Kjarvalsstaða verður í dag opnuð sýning á landslagsmálverkum og teikningum norska listamannsins Patricks Huse. JÓN PROPPÉ fjallar um listamanninn og verk hans. PATRICK Huse hefur lengi verið þekktur listamaður í heimalandi sínu, Noregi, og hér á íslandi eru líka marg- ir sem þekkja til hans eftir að hann sýndi í Hafnarborg árið 1995. Þar var á ferðinni sýningin Norrænt landslag með undarlegum draumkenndum myndum af eyðilandslagi við vesturströnd Noregs og var sýningin sérstaklega áhugaverð fyrir okkur íslendinga sem svo lengi höfum fengist við landslagið í myndum og máli. Nálgun Pat- ricks var önnur en sú sem íslenskum lista- mönnum hefur verið töm, en þó var eins og myndir hans kölluðust á við íslenska landslag- ið og mynduðu með því sterkan og ágengan samhljóm. Þennan samhljóm hefur Patrick líka gi'eint, því frá því hann sýndi í Hafnarborg hefur hann komið til Islands oft á hverju ári til að skoða, teikna og mála. Afraksturinn sýndi hann svo í fyrra í hinu stóra Henie-Onstad- safni í Osló, stór málverk og fjölda teikninga sem byggjast á landslaginu við Krýsuvík á Reykjanesi. Sýningin vakti gríðarlega athygli í Osló, þar sem um fimmtán þúsund manns sáu hana, og heilu síðumar voru skrifaðar í dagblöðin um verkin og listamanninn. Þessi sýning er nú komin til Islands og hefur verið sett upp á Kjarvalsstöðum, en þaðan fer hún síðan á söfn í Bandaríkjunum. Landslagsmálverkið á sér sterka hefð. í Noregi líkt og hér, þótt það hafi ekki verið þar eins ráðandi og hér var langt fram eftir öldinni. En þótt stundum megi greina end- uróm frá meisturum á borð við Lars Her- tevig og Peder Balke í myndum Patricks er landslagslist hans fyrst og fremst byggð á hans eigin rannsóknum, ýtarlegri skoðun sem lýtur ekki aðeins að eftirmyndun nátt- úrunnar heldur líka, og kannski miklu frem- ur, að eðli málverksins sjálfs og hlutverki þess í þroska og sjálfsskilningi mannsins. Með öðrum orðum lítur Patrick á málverk sem siðferðislega ákvörðun sem varði af- stöðu listamannsins til sjálfs sín, annarra manna og umhverfisins. Þetta viðhorf má greina í verkunum á ýmsan hátt. Til að mynda birtist það í vinnubrögðum Patricks, sem lætur sér ekki nægja hraðsoðnar að- ferðir og eða bætir tækninni til að stytta sér leið að markinu. Þvert á móti hefur hann sökkt sér í hinar hefðbundu aðferðir málara- listarinnar og bak við hverja mynd liggur mikil vinna. Sú vinna er ekki aðeins nauð- synleg til að ná fram einhverri tiltekinni áferð eða áhrifum í málverkinu, heldur er hún um leið eins konar íhugun eða jafnvel í ætt við ritúal: Tíminn og vinnan sem lista- maðurinn fórnar í hverja mynd verður hluti af henni og gefur henni vægi og dýpt sem hraðvirkari aðferðir ná ekki. Með því er auð- vitað ekki sagt að þetta sé eina leiðin til að búa til gott listaverk, en þetta er sú leið sem Patrick hefur ákveðið að fara og sú ákvörð- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.