Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Side 10
EFTIR BJARNA E. GUÐLEIFSSON Snæfell í Norður-Múlasýslu er eitt gf tignarlegustu fjöll- um landsins og hæsta fjall ó íslandi utan meginjökla. í nágrenni þess eru Eyjabakkar sem lestir þekk :ja nú vegna áforma um virkjun Jökulsár í Fljótsda , en vegna þess má búast við að margir fari á þessar slóðir á komandi haustdögum. AÐ var 23. júlí 1996 sem ég, ásamt Brynjólfí syni mínum, gekk á Snæfell, en fjall þetta hafði ég oft litið löngunaraugum úr fjar- lægð af Mývatnsöræfum og Hér- aði, fjallið sem margir Héraðsbú- ar bera takmarkalausa lotningu fyrir. Daginn áður höfðum við Þórarinn Lárusson á Skriðuklaustri og Helgi Hallgrímsson á Egilsstöðum skoðað gróður- skemmdir í Fljótsdal. Við feðgamir gistum um nóttina í góðu yfirlæti á Skriðuklaustri hjá þeim Guðborgu og Þórami Lámssyni. Um morgun- inn kom Helgi akandi frá Egilsstöðum, en hann ætlaði að verða samferða okkur Brynjólfi upp að Snæfelli. Veður var gott og það var bjart yfir þennan morgun. Við þremenningarnir lögðum af stað frá Skriðuklaustri um kl. 10.30. og ókum svo sem leið liggur upp með Bessastaðaárgili og upp á Fljótsdalsheiði. Þá vomm við komnir á góðan en nokkuð grófan afréttarveg, sem lagður var vegna rannsókna á fyrirhugaðri og umdeildri Fljótsdalsvirkjun. Konungur Norðausturöræfanna Snæfell gnæfir upp úr hásléttunni norðaustr an Vatnajökuls, líkt og Herðubreið. Séra Sig- urður Gunnarsson á Hallormsstað, sem uppi var á síðustu öld, nefnir Herðubreið „fjalla- drottningu Norðurlandsöræfanna", en Snæfell „fjallatröll Austurlands" (1) og þykir mér þetta vel hæfa. Þó hneigist ég til að kenna Snæfellið fremur við konung, þannig að þama séu kon- ungur og drottning Norðausturöræfanna, Snæ- fell og Herðubreið, enda segir Halldór Stefáns- son (2): „Má segja að þessi tvö fjöll standi sem kóngur og drottning á meðal íjallanna á hálendi Islands." Þessi konungur hefur orðið mörgu skáldinu og hagyrðingnum yrkisefni (3) og á vel við að vitna til ljóðs Eyjólfs Jónssonar Melan: Sem konungur upp yfir ásana rís, með ennið í heiðinu bláa, grænmöttlað, hlaðbúið eilífum ís, einsamla Snæfellið háa. Snaefellsöraefi Örnefni á Snæfelli og umhverfis það em ekki mörg eða flókin, og sum þeirra í raun bara tillögur. Hér verður einungis tæpt á ör- nefnum á fjallinu sjálfu, ekki umhverfis fjallið. Snæfell stendur skammt norðan við norð- austurbrún Vatnajökuls, á milli Jökulsár á Dal, sem kemur úr Brúarjökli, og Jökulsár í Fljótsdal, sem á aðalupptök sín að rekja til Eyjabakkajökuís. Vötn úr Snæfelli og hnjúk- unum umhverfis falla í jökulárnar Þjófagilsá og Hafursá í Jökulsá í Fljótsdal en Sauðá, Grjótá og Hölkná til Jökulsár á Dal. Svæðið upp við Vatnajökul, á milli Jökulsánna aust- firsku, hefur ekki haft neitt sameiginlegt heiti. í árbók Ferðafélags Islands (10) nefnir Hjör- leifur Guttormsson það „Snæfellssvæði", en í Snæfellsblaði Glettings 1998, sem rétt er að benda á sem lesefni (9), var það nefnt Snæ- fellsöræfi og fer vel á því. Svæðið vestan Snæ- fells nefnist Vesturöræfi, en Sandar em næst Snæfelli, á milli þess og nokkurra hnjúka í vestri. Sunnan Snæfells em Þjófahnjúkar og inn við Vatnajökul er svæði sem nefnist Mar- íutungur vestast og svæðið austan fellsins nið- ur að Jökulsá í Fljótsdal er af gangnamönnum nefnt Undir Fellum en fjær em umdeildir Eyjabakkar (stundum er allt svæðið umhverf- is Snæfell nefnt undir Fellum). Snæfellshnjúkar Við nálguðumst þetta tígulega fjall óðum. Heldur þyngdi í lofti og á tindinum var skýja- bólstur, og skilst mér að það sé ekki óalgengt. Þótti það óbrigðult merki um þurrk næsta dag ef tindurinn væri skýlaus að kveldi (3). Um- hverfis Snæfell era allmargir hnjúkar, sumir nefndir, aðrir ónefndir, og munu þeir vera um 20 talsins. Sigfús Sigfússon segir (15): „Það er umkringt af fellum og hnjúkum og hæðum og minnir ósjálfrátt á bamahóp eða konung um- kringdan vildarliði sínu.“ Hnjúkarnir um- hverfis Snæfell em einu nafni nefndir Snæ- fellshnjúkar (5). Þessi fjallaþyrping er ein sú fegursta á Islandi, enda nýtur hún sín sérlega vel af flatlendinu allt um kring. Hnjúkarnir era flestir norðan og sunnan við fjallið, en einnig em nokkrir hnjúkar að vestan. Austan fjallsins eru hins vegar flatir Eyjabakkarnir. Hæð þessara hnjúka er yfirleitt á bilinu 900-1200 m og væru taldir stæðileg fjöll ef þeir stæðu ekki í skugga konungsins. Þeir em flestir úr móbergi, og hafa myndast við eldgos undir jökli á ísöldinni, á sama tíma og Snæfell sjálft, enda tilheyra þeir sömu eldstöð og fjall- ið, en sumir hnjúkanna em þó áreiðanlega myndaðir á hlýskeiðum ísaldar (5). Snæfell er því eldfjall að uppmna, megineldstöð, fremur ung miðað við umhverfið og em yngstu gos þar talin vera frá lokum ísaldar og sennilega ekki eldri en 10.000 ára gömul. Jarðfræðingar útiloka ekki að þar geti enn gosið og því megi flokka það sem virkt eldfjall (5), enda geta mörg þúsund ár liðið á milli eldgosa (10). Norðurhnjúkar Nyrstu hnjúkarnir em Geldærhnjúkur vest- ast (900 m), Sauðafell (900 m) og Laugarfell (832 m) en sunnar em tvítypptir Nálhúshnjúk- ar (1210 m), Sandfell (1120 m) og Hafursfell (1089 m). Tveir dalir em þarna nefndir, Sand- dalur á milli Hafursfells og Sandfells og Vatnsdalur á milli Nálhúshnjúka og Snæfells, og þar er lítið vatn, Sandvatn. Á þessum slóð- um á Hafursá upptök sín, en hún rennur til austurs, en til vesturs rennur vatn úr norður- hlíðum Snæfells í Hölkná. Er við nálguðumst Snæfell úr norðaustri ókum við í námunda við þessa hnjúka. Mér era bara Nálhúshnjúkar minnisstæðir, en það era móbergshnjúkar þar sem móbergið hefur veðrast í sérstæða dranga sem munu vera tilefni nafnsins (6, 9). Nú var Snæfellið í nálægð og í skálabotnunum um- hverfis fannir og jökla sést að Snæfellið er skreytt fagurlega mislitu bergi, og þar er gula líparítið áberandi í mismunandi litbrigðum. Norðaustan í fjallinu er djúp og hömrótt skál með litlum jökli í botninum og er hann nefnd- ur Háls(a)jökull. Mun það heiti komið frá Sig- urði Þórarinssyni (7) og líklega tengt Snæ- fellshálsi, en það er óeðlilegt því hann er suð- austan við fjallið og því talsvert langt frá þess- um jökli. Fljótsdælingar sem gengu á fjallið 1880 (4) nefndu þessa jökulskál Sótavistir og gæti jökullinn að mati Helga Hallgrímssonar því heitið Sótajökull (8). Sóti mun vera gamalt jötunheiti, og er við hæfi að kenna þennan úfna jökul við jötna, en fram undan jöklinum er stór drangur nefndur Sótaleiði. Má því hugsa sér að þar hvíli Sóti jötunn. Lípar- ítnagginn ljósa efst og syðst í Sótavistum nefnir Oddur Sigurðsson Hall (6). Það var úr Sótavistum sem hmn varð í janúar 1998 og sást það vel úr byggð. Norðan á fjallinu er mikil jökulfönn og er oft fært upp á fjallið eftir henni eða eftir klettarana á milli hennar og Sótajökuls (9). En við höfðum vissu fyrir því að auðveldast væri að sigra fjallið úr suðri og því héldum við áfram. Vesturhnjúkar Nú vomm við komnir á svonefnda Sanda, vestan Snæfells, og þar em nokkrir stakir hnjúkar, og ókum við á milli þeirra og Snæ- Loftmynd úr vestri af Snæfelli í vetrarbúningi. Tungur Gr Takmarkinu náð. Greinarhöfundurinn á tindi Snæfelis. í baksýn eru Eyjabakkar. fells. Nyrst em Grábergshnjúkar (1050 m) á móts við Nálhúshnjúkana, þá er nærri Snæ- fellinu hnjúkur sem nefndur hefur verið Tíutíu eftir hæðatölunum (1010 m) og allmiklu sunn- ar er hnjúkur sem gæti heitið Langihnjúkur (1006). Enn vestar á Söndunum er svo önnur hnjúkaröð og er nyrst bátlaga hryggur nefnd- ur Grjótárhnjúkur (1000 m), þá Langalda (einnig nefnd Langihnjúkur eða Miðalda og Herjólfshólar á korti, 900 m) og syðst Sauða- hnjúkar tveir (1004 og 1060 m) aðskildir af Sauðaklauf. Hærri Sauðárhnjúkurinn er talinn vera hraungúll myndaður á þurrlendi á hlý- skeiði ísaldar (5). Syðsti hnjúkurinn er Fitja- hnjúkur (1008 m), en norður úr honum er flatneskja sem nefnd hefur verið (5) Flatur (960 m). Vestan Vesturhnjúkanna em gróður- sæl Vesturöræfin, en á Söndunum umhverfis Vesturhnjúkana em flatir og gróðurlitlir aur- ar og melar sem ótal smákvíslar Grjótár og Snæfeli úr suðri. í forgrunni er einn af Þjófahnjúkuni 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.