Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Side 9
Á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 17. júní 1994 var mikið um að vera á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Um 1200 samkomugestir voru þá á staðnum. Myndin sýnir hátíðargesti sem einnig voru á Hrafnseyri 50 árum fyrr, 17. júní 1944. Hrafnseyrarhátíði ÁRIÐ 1911 var þess minnst víða um land að liðin voru 100 ár frá fæðingu Jóns Sigurðs- sonar. Á Hrafnseyri var haldin héraðshátið fyrir forgöngu séra Böðvars Bjarnasonar og sóttu hana um þúsund manns víða að af Vest- fjörðum. Lýðveldishátíð var haldin 17. júní 1944 og er talið að hana hafí einnig sótt um þúsund manns. Síðan hafa margar stórhátíðir og útisamkomur verið haldnar hér á Hrafns- eyri og árlega frá 1980 hefur Hrafnseyrar- nefnd gengist fyrir hátíðarhaldi 17. júní. Hrafnseyrarhátíðir eru merkur þáttur í sögu staðarins og birtum við hér nokkrar myndir frá þeim og skemmtilega frásögn séra Böð- vars Bjamasonar af því þegar bautasteinn Jóns Sigurðssonar var sóttur upp á ísaldar- holtið fyrir ofan Hrafnseyri og hvaða erfið- leikum var bundið að koma honum á sinn stað á bæjarhlaðinu fyrir hátiðina 1911. Það var eiginkona séra Böðvars, Ragnhildur Teits- dóttir, sem afhjúpaði minnismerkið á hátíð- inni. Eirskjöldurinn sem greyptur er í stein- inn er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Trén brotnuðu og jórnkarlarnir bognuðu Séra Böðvar segir svo frá: „Seint um haustið 1910 komu tuttugu manns dag einn saman á Hrafnseyri. Voru það sjálfboðaliðar, sem ætluðu að velta stein- inum á þann stað, sem honum hafði verið val- inn. - Var nú lagt af stað með járnkarla og stór tré. Gekk vel að koma steininum af stað, því að hann lá eins og mörg önnur „grettis- tök“ ísaldarinnar laus ofan á smásteinum. Valt hann glaðlega ofan brekkuna, eins og hann væri að fagna vegsemd þeirri, sem nú átti að fara að veita honum. Þungt var stigið til jarðar, og djúp för skildi hann eftir í brekkunni. Þegar niður fyrir brekkuna kom, tók hann sér hvfld, því miður heldur langa. Var nú ráðist á hann af miklu afli, en hann reyndist þungur í vöfunum. Trén brotnuðu, járnkarlarnir bognuðu, en steinninn fór ekki nema fáeinar veltur áður en myrkrið datt á. Daginn eftir var komið hríðarveður og fann- fergja. Steinninn hvarf undir fönnina og tók sér þar vetursetu. Þegar voraði, vandaðist málið. Skaflinn leysti seint. Þegar hann loks var horfínn, voru flestir karlmenn komnir frá heimilum sínum til atvinnu. Fengust nú aðeins fjórir menn til að fást við steininn. Fátt var um tæki til að hcfja svona þungt hlass. Var nú horfið að þvi ráði að fá skipasleskjur frá Bfldudal. Tókst að koina steininum upp á sleskjurnar og ýta honum svo áfram á tilbúinn fótstall, sem hlaðinn hafði verið og steinlímdur. Var svo gerð þúfa utan um fótstallinn og þakin grassverði. Magnús G. Waage, bóndi á Laugabóli, greypti því næst eirskjöldinn í steininn. Hvergi var steinninn snertur meitli, nema þar sem myndin var greypt í hann. Þegar þessu var lokið, var vísa þessi kveðin: Sómi íslands, sverð og skjöldur, sólumótíbrosirhér. Tímansþóaðæðiöldur, aldrei gleymist þessi ver.“ Ljósmynd: Ólofur Jóhannsson, kaupmaður ó Potreksfirði Frá Hrafnseyrarhátíó 1911, eina myndin sem um er vitað frá þessari fyrstu Hrafnseyrarhátíð. í ræðu- stólnum Frá 1980 hafa eftirtaldir haldið hátíðarræður á Hrafnseyri: 3. ágúst 1980 Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra 17. júní 1981 Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli 1982 Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri 1983 Agúst Böðvarsson, landmælingamað- ur 1984 Dr. Matthías Jónasson, prófessor 1985 Sigurður Líndal, prófessor 1986 Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður 1987 Sigurður Samúelsson, prófessor 1988 Jón Sigurðsson, ráðherra 1989 Ingvar Gíslason, alþingismaður 1990 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri 1991 Dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup 1992 Gils Guðmundsson, rithöfundur 1993 Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari (flutt af Helga syni hans) 1994 Dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri 1995 Þorsteinn Jóhannesson, yfírlæknir 1996 Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður 1997 Jón Baldvin Hannibalsson, alþingis- maður 1998 Guðrún Pétursdóttir, sjávarútvegs- fræðingur 1999 Matthías Johannessen, ritstjóri I ræðu sinni sagði Matthías meðal annars: „Þá var Jón tæpra 34 ára að aldri (1845) og eins og Sigurður Nordal hefur komist að orði, „ekki einungis viðurkenndur framherjinn í ís- lenskri írelsisbaráttu meðal landa í Höfn, heldur sá maður sem mestar vonir stóðu til um forystu á Alþingi." Hægt og bítandi varð hann ástmögur þjóðarinnar, eins og Stein- grímur kvað. Þessar vonir brugðust ekki. Þær brugðust aldrei. Af þeim sökum erum við hingað komin í dag. Það var hin ósýnilega hönd sögunnar sem stjórnaði þessari ferð; eða eigum við heldur að tala um hina ósýnilegu hönd örlag- anna. Eitt er að minnsta kosti víst; að sagan sjálf hefur skraddarasaumað Jón forseta handa þessari litlu þjóð til að muna að hún á arfleifð í mikla vegferð. Það var í þessa arf- leifð sem forsetinn sótti afl sitt og sannfær- ingu, enda hefur enginn, hvorki fyrr né síðar, lagt jafn mikla áherslu á rétt íslenskrar tungu og hann; rétt þessarar arfleifðar. Og þá ekki síst rétt hinna óbornu." Jón Baldvin Hannibalsson komst meðal annars svo að orði: „Þótt Jón Sigurðsson lyki ekki hefðbundnu embættismannaprófi var hann lærður maður. Hann bjó yfir víðtækri þekkingu, ekki aðeins í þeim fræðum sem hann stundaði við há- skóla, sögu og málvísindum, heldur líka í þjóðfélagsfræðum og þá sérstaklega hag- fræði. Reyndar hafa nýlega verið færð fyrir því trúverðug rök að hann hafi verið fyrsti ís- lenski hagfræðingurinn, enda er hann af- kastamikill rithöfundur á því sviði. - Jón Sig- urðsson heimtaði alfrjálsa verslun og engar refjar. Á því máli hafði hann enga fyrirvara og féllst á engar undantekningar. - Stöndum við ekki í óbættri þakkarskuld við Dani, sem gerðu Jóni Sigurðssyni kleift að stunda fræði sín í hæfilegri fjarlægð frá hversdagslegum kritum smásálarskaparins í Reykjavík? Danir gerðu honum kleift að leita í smiðju helstu hugsuða samtímans í Norðurálfu og léðu hon- um í leiðinni „gyllingu fjarlægðarinnar", auk þess sem hann varð aldrei tunguheftur af því „samsæri þagnarinnar" sem einkennir em- bættismenn í þjónustu valdastéttarinnar. Kannski við skuldum Dönum þakkir fyrir fleira en handritaheimt?" Hclstu heimildir: Hrafnscyri eftir séra Böðvar Bjamason, Mcnningar- sjóður, Rvk. 1961. Vcstljarðarit I, Firðir og fólk 900-1900 eftir Kjartan ólafsson, Útgáfufclag Búnaðarsambands VestQarða 1999. „Um húsa eða bæja byggingar á íslandi“ eftir sóra Guðlaug Sveinsson. Rit Lærdómslistafólagsins 1791. Árbók hins ísl. fornlcifafélags 1980, Guðmundur Ólafs- son: Grelutóftir, Landnámsbær á Eyri við Amarfjörð. Læknar á íslandi eftir Vilmund Jónsson og Láms H. Blöndal, Rvk. 1944. Hrafns saga Sveinbjaraarsonar, Doktorsritgerð Guð- rúnar 1*. Hclgadóttur, Clarcndon Press, Oxford 1987 íslensk þjóðmenning 1, Hörður Ágústsson: ísl. torf- bærinn, Þjóðsaga Rvk. Jón Sigurðsson, foringinn mikli eftir Pál Eggert Óla- son, ísafold Rvk. 1947. Jón Sigurðsson forseti eftir Einar Laxness, Sögufélag, Rvk. 1979. Jón Sigurðsson í ræðu og riti eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son, Norðri hf., Rvk. 1944. Jón Sigurðsson, ævisaga í hnotskum eftir Hallgrím Svcinsson, Vestfirska forlagið 1994. Vestlendingar, síðara bindi, fyrri hluti, eftir Lúðvík Kristjánsson, Heimskringla, Rvk. 1955. Höfundurinn er staðarhaldari á Hrafnseyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.