Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 10
VARÐLOKKUR GUÐRÍÐAR ÞOR- BJARNARDÓTTUR EFTIRJ ÓN HNE FIL AÐALSTEINSSON Guðríður Þorbjarnardóttir er talin vera f/rsta hvíta móðirin í Ameríku og víðförlasta kona miðalda. Á fyrsta vetri hennar í Grænlandi var efnt til seiðs, en sú eina í samkvæminu sem kunni tiltekið galdrakvæði var þessi unga, kristna kona fró íslandi. Til þess var tekið hvað flutningur Guðríðar var góður, líkt og þaul- æfður væri. Guðríður Þorbjarnardóttir var í hópi víð- kunnustu fornkvenna íslenskra og víðförlust þeirra allra. Þessarar merku konu er nú minnst að þúsund árum liðnum frá því að frumburður hennar leit dagsins ljós í Vestur- heimi, fyrstur norrænna manna. Hér er ekki ætlunin að rekja frægðarferil Guðríðar, en einungis huga að lýsingu Eiríks sögu rauða af því er hún kvað Varðlokkur eða Varðlokur í seið Þorbjargar lítilvölvu á Grænlandi. Þorbjörn, sonur Vífils, kristins leysingja Auðar djúpúðgu, hafði að sögn haldið kristni sinni í heiðnu samfélagi og búið þar sem utan- garðsmaður við óhægindi. Er lausafé hans var þrotið brá hann á það ráð að halda til Grænlands á fund annars utangarðsmanns, Eiríks rauða. Eftir langa útivist náði hann siðla hausts Herjólfsnesi á Grænlandi, þar sem gildur bóndi, Þorkell, bauð vetursetu. Skömmu síðar var efnt til seiðsins. í sögunni er nákvæm lýsing á völvunni, búnaði hennar, fasi og viðmóti, einnig móttök- um og veitingum sem henni eru bornar. Síðan segir: En um morgininn, at áliðnum degi, var henni veittr sá umbúningr, sem hon þurfti at hafa til at fremja seiðinn, Hon bað ok fá sér konur þær, er kynni fræði þat, sem til seiðs- ins þarf ok Varðlokur hétu. En þær konur fundusk eigi. Þá var leitat at um bæinn, ef nökkurr kynni. Þá segir Guðríðr: „Hvárki em ek fjölkunnig né vísindakona, en þó kenndi Halldís, fóstra mín, mér á íslandi þat kvæði, er hon kallaði Varðlokur." Þorkell segir: „Þá ertu happfróð." Hon segir: „Þetta er þat eitt atferli, er ek ætla í engum atbeina at vera, því at ek em kristin kona.“ Þorbjörg segir: „Svá mætti verða, at þú yrðir mönnum at liði hér um, en þú værir þá kona ekki verri en áðr; en við Þorkel mun ek meta at fá þá hluti til, er hafa þarf.“ Þorkell herðir nú at Guðríði, en hon kvezk gera mundu sem hann vildi. Slógu þá konur hring um hjallinn, en Þorbjörg sat á uppi. Kvað Guðríðr þá kvæðit svá fagrt ok vel, at engi þóttisk heyrt hafa með fegri rödd kvæði kveðit, sá er þar var hjá. Spákonan þakkar henni kvæðit ok kvað margar þær náttúrur nú til hafa sótt ok þykkja fagrt at heyra, er kvæðit var svá vel flutt, - „en áðr vildu við oss skiljask ok enga hlýðni oss veita. En mér eru nú margir þeir hlutir auðsýnir, er áðr var ek dulið, ok margir aðrir. En ek kann þér þat at segja, Þorkell, at hallæri þetta mun ekki haldask lengr en í vetr, ok mun batna árangr sem várar. Sóttarfar þat, er á hefir legit, man ok batna vánu bráðara. En þér, Guðríðr, skal ek launa í hönd liðsinni þat, er oss hefir af þér staðit, því at þín forlög eru mér nú allglöggsæ. Þú munt gjaforð fá hér á Grænlandi, þat er sæmiligast er, þó at þér verði þat eigi til langæðar, því at vegar þínir munu liggja til íslands, ok man þar koma frá þér bæði mikil ætt ok góð, ok yfir þínum kyn- kvíslum skína bjartari geislar en ek hafa megin til at geta slíkt vandliga sét; enda far þú nú heil ok vel, dóttir." Síðan gengu menn at vísindakonunni, ok frétti þá hverr þess, er mest forvitni var á at vita. Hon var ok góð af frásögnum; gekk þat ok lítt í tauma, er hon sagði. Þessu næst var komit eptir henni af öðrum bæ; fór hon þá þangat. Þá var sent eptir Þorbimi, því at hann vildi eigi heima vera, meðan slík hindrvitni var framið. II Eiríks saga rauða er varðveitt í tveimur skinnhandritum, Hauksbók frá fyrstu ára- tugum 13. aldar, og öðru um hundrað árum yngra. Munur er á þessum handritum. Kvæði Guðríðar er kallað Varðlokkur (kvk. flt. af varðlokka) í Hauksbók, en Varðlokur (kvk. flt. af varðloka) í yngra handritinu. Árið 1874 skýrði Guðbrandur Vigfússon: varðlokkur kvk. flt. (skoska, warlock), varð- söngur, verndarsöngur. Frá því taldi hann dregið skoska heitið warlock, notað um galdramanninn. Árið 1916 birti Magnus Olsen ritgerðina „Varðlokur" í Maal og Minne þar sem hann leiddi rök að því að sú mynd kvæðisheitisins væri hin upprunalega og táknaði hinn syngj- andi hring sem héldi öndunum föstum. Olsen renndi einnig frekari stoðum undir samhengi milli warlock og varðlokur. Warloek var einkar algengt á þeim svæðum í Skotlandi og grennd sem nánust samskipti höfðu við Norð- urlönd og norrænna áhrifa gætir mest í mál- inu. Heitið var á sumum skosku eyjunum jöfnum höndum haft um galdranomir og galdrakarla og kom einnig fyrir í merking- unni galdraljóð eða -þula, töfraformúla, eða særing. Warlock var að áliti Olsens dregið af varðlokum. Dag Strömbáck fjallaði um þetta efni í Sejd 1935 og lýsti atferli shamána er hafði framið gjöming sinn og lá máttvana og líflaus. Ung stúlka kvað þá kvæði uns líf færðist í líkama shamanans á ný. Þessa lýsingu taldi hann hugsanlega hliðstæðu seiðsins á Grænlandi. Kveðandi Guðríðar hefði þá þjónað þeim til- gangi að kalla sál völvunnar heim eftir för úr líkamanum. Varðlokkur væri því upprunaleg mynd kvæðisheitisins. Árið 1970 ritaði Dag Strömbáck um seið í Kulturhistorisk Leksikon. Þar birti hann skýringu Magnus Olsens og sína eigin, kvað ekki fast að orði, en sagði að hvor um sig gæti skýrt upprunalega merkingu í varðlokkum/ varðlokum. í íslensku orðsifjabókinni segir um varð- lokur/varðlokkur, að upprani sé óljós og upp- haflegt form óöraggt. Állt óvíst um skýring- artilgátur. Warlock sé tæplega dregið af varðlokum. III Hvor skýringin sem væri gæti staðist, sagði Dag Strömbáck og allt óvíst, segir Ás- geir Blöndal Magnússon. Það fer því hvorki mikið fyrir eindreginni né fastmótaðri niður- stöðu fræðimanna á grandvelli orðsifja. Því má bæta við, að vörður í merkingunni sál eða fylgja kemur ekki fyrir í fomnorrænum ritum og merkingin er sótt í mállýskur síðari tíma á hinum Norðurlöndunum. Tvær orðmyndir vekja einnig ótrú á upprana heitanna, og ekki ágreiningslaust hvor sé líklegri. Fleira í frásögn Eiríks sögu rauða af seiðn- um vekur spurningar, svo sem hversvegna kristin kona var sú eina á bænum sem kunni tiltekið galdrakvæði. Og þegar tekið er sér- staklega fram hve vel Guðríður hafi kveðið kvæðið, eins og það hafi verið þaulæft, þá verður frásögnin enn ótrúlegri. Með hliðsjón af því sem þegar hefur verið rakið virðist mér torvelt að komast til botns í þessu máli með stuðningi orðsifjafræðinnar einnar. Því verði að leita annarra leiða til að komast að niðurstöðu um meintan galdrasöng hinnar kristnu konu. Liggur þá næst fyrir að huga að því sem vitað verður um trú og gald- ur á Islandi á tíundu öld. IV Meginþorri þeirra landnámsmanna sem hér settust að um 900 kom frá löndum þar sem norrænn átrúnaður var ríkjandi. í hópi landnámsmanna sem komu vestan um haf vora hins vegar nokkrir nafngreindir kristnir menn, en samkvæmt Landnámabók reistu synir sumra kristnu landnámsmannanna hof og blótuðu og land var alheiðið í rúm hundrað ár. Og þegar allsherjarríki var stofnað um 930 virðist jafnframt hafa verið lögð sérstök áhersla á að efla norrænan átrúnað. Það er ágreiningslaus niðurstaða í trúar- bragðafræði, að einstökum hópum trúaðra hefur verið gjarnt að líta á önnur trúarbrögð sem fjandsamlega galdra. Við höfum einnig nokkur dæmi um slíkt í fornum íslenskum heimildum. Þannig segir í Þorvalds þætti víðförla frá heiðnum berserkjum, sem voru mjög fjölkun- nugir. í Njáls sögu greinir frá því er Galdra- Héðinn blótaði, Þangbrandi trúboða til óþurftar, svo hestur hins síðarnefnda sökk í Mýrdalssand. I sömu sögu segir frá mjög fjölkunnugum fráhverfingi, Bróður víkingi, sem hafði gerst guðníðingur, kastað trú sinni og blótaði heiðnar vættir. I íslenskum fornritum eru einnig heimildir um að kristnir menn hafi á heiðnum tíma ver- ið sakaðir um galdur. I Landnámabók segir frá því að Ásólfur al- skik Konálsson, kristinn maður sem kom til Islands á landnámstímanum, var hrakinn úr einum stað í annan og kallaður fjölkunnugur. Hann komst til frænda síns, Jörandar hins kristna á Akranesi og átti athvarf hjá honum til æviloka. Þorleifur hinn kristni í Krossavík var lögsóttur á tíundu öld fyrir að neita að gjalda hoftoll. Þegar Digur-Ketill hafði stefnt Þorleifi hreppti hann aftakaveður og leitaði á náðir Þorleifs um mat og húsaskjól. Því féll niður stefnan. Ekki er sagt berum orðum að Þorleifur hafi átt hlut að veðrinu, en það má lesa milli línanna. Hér hefur veríð drepið á tíundu aldar sagn- ir af kristnum mönnum sem taldir hafa verið göldróttir. Þá vík ég að tíundu aldar sögnum um galdramenn og kanna sérstaklega hvort þeir gætu hafa verið kristnir og goldið trúar sinnar. I Vatnsdæla sögu segir frá átökum sona Ingimundar gamla á Hofi við meinta galdra- menn, annars vegar Þórólf heljarskinn eða heljarskegg og hins vegar við Ljót og son hennar Hrolleif. Lauk þeim samskiptum á þann veg að Ingimundarsynir drápu allt þetta fólk. Sú kenning hefur komið fram, að Þórólfur, Ljót og Hrolleifur hafi verið kristin og tor- tímt fyrir þá sök. Rökin fyrir þessari kenn- ingu eru sannfærandi og varpa gleggra ljósi á umræddar frásagnir Vatnsdæla sögu en fyrr hafði verið gert. Eg hef fjallað um þetta efni áður í bók og ritgerð, þar sem ég tek í öllum meginatriðum undir umrædda kenningu og rennt frekari þjóðsagnafræðilegum stoðum undir hana. Hér mun ég drepa á örfá atriði sem styðja að þetta fólk hafi verið kristið. 1. Þorsteinn Ingimundarson krafðist þess að Þórólfur tæki upp „annan hátt“, sem bend- ir eindregið til þess að Þórólfur hafi aðhyllst önnur trúarbrögð en Þorsteinn. 2. Enginn bardagi varð við Þórólf og hans menn þegar sótt var að þeim, en „eltingar miklar“, og er Þórólfur sá að hann kæmist ekki undan settist hann niður og grét. Þar Guðríður Þorbjarnardóttir, víðförlasta kona miðalda, < heitir síðan GrátsmýiT, segir í sögunni. 3. Hrolleifur er sagður bróðursonur Sæ- mundar hins suðureyska og munu þau Ljót því hafa komið frá Suðureyjum sem vora kristnar á umræddum tíma. 4. Ljót er í sögunni sögð „sér í lýzku“ og Þorsteinn Ingimundarson talar um „þeira sið“, sem gefur ótvírætt til kynna önnur trúarbrögð en þau sem vora ríkjandi í land- inu. 5. „Blóthús“ er sagt hafa verið skammt frá dyrum á heimili þeirra mæðgina. Blóthús gæti að öllum líkindum verið nafn heiðingja á kristnu bænhúsi. Rautt blótklæði sem nefnt er vísar einnig til kristins helgihalds. Einn þeirra þrjátíu og sex goða sem fékk hlutdeild í stjórn landsins árið 930 var Þor- steinn Ingimundarson á Hofi í Vatnsdal og hann er talinn í hópi fremstu höfðingja lands- ins um þær mundir. Hann hafði tekið að sér yfirumsjón með helgihaldi norræns siðar í sínu byggðarlagi. Eðlilegur hluti þess starfs var að útrýma kristnum mönnum ef þeir vildu ekki semja sig að siðum og lögum meirihluta landsmanna. Mér virðast þannig öll tiltæk rök mæla með því að Þórólfur, Ljót og Hrolleifur hafi verið kristin, og verið ofsótt og drepin fyrir trú sína. Þau voru því réttnefnd kristnir píslar- vottar. Er við hæfi að minnast þeirra sem slíkra nú, er minnst er þúsund ára kristni á íslandi. V Ljót og Hrolleifur vora ekki einu meintu galdramenn sem komu frá Suðureyjum á tíundu öld. í Laxdæla sögu segir: Kotkell hét maðr, er þá hafði komið út fyrir litlu. Gríma hét kona hans; þeira synir váru þeir Hallbjörn slíkisteinsauga ok Stígandi. Þessir menn váru suðreyskir. Oll váru þau mjök fjölkunnig ok inir mestu seiðmenn. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.