Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 12
AW'f KRISTNI AISLENSKT MALl EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON hann gekk fram til kristinnar sigurgjafar fyr- ir Austfírðingafjórðung. Væntanlega spillti það ekki fyrir Þorleifi er fram liðu stundir, að hann var afabróðir Kolskeggs fróða sem ásamt Ara ritaði elstu gerð Landnámabókar. Þórólfur, Ljót og Hrolleifur áttu ekki sama láni að fagna í heimi sagngeymdarinnar. At- Sk þeirra við Ingimundarsyni gætu hafa átt sér stað um eða laust eftir 930 og sagnir af dáðum goðans og bræðra hans við að útrýma illþýði með afbrigðileg trúarviðhorf höfðu því sjötíu ár í heiðnu samfélagi til að mótast og festast í formum. í því samfélagi var viðhorf og almenningsálit mótað af yfirstéttinni, hin- um heiðnu goðum og voldugustu fylgismönn- um þeirra. Við slíkar aðstæður má gera því skóna að hlutur þeirra Þorsteins hafi verið fegraður eftir því sem stundir liðu fram, en jafnframt æ meira gert úr fjölkynngi og fjandskap þremenninganna. Við kristnitöku virðist hafa orðið áherslubreyting og nokk- urskonar endaskipti á þessari sagnamyndun óg þegar sagnir af átökunum voru skráðar í Vatnsdæla sögu laust eftir miðja þrettándu öld var svo komið að Vatnsdælagoðinn var orðinn hálfkristinn og taldi mestan þann guð er skapað hefði sólina og manninn, en Þórólf- ur, Ljót og Hrolleifur voru með hliðsjón af því sýnd sem harðsvíraðir fulltrúar fjöl- kynngi og heiðni. Og hafi Þórólfur, Ljót og Hrolleifur verið seinheppin með andstæðinga hvað orðspor í sagngeymdinni varðar, þá má segja að Kot- kell og Gríma og synir þeirra hafi verið enn seinheppnari. Þórður Ingunnarson, sem stefndi þeim um fjölkynngi og þjófnað og drukknaði á heimleið úr þeirri för, var kvæntur Guðrúnu Ósvífursdóttur og helstu stuðningsmenn hennar við eftirmálin voru Snorri goði og Gestur Oddleifsson. Það var þetta fólk sem mótaði almenningsálitið á Vesturlandi laust fyrir aldamótin eittþúsund og afkomendur þessa fólks tóku sumir hverj- ir virkan þátt í sagnaritun í byrjun ritaldar. Frá þeim Kotkatli og Grímu komst á hinn bóginn enginn afkomandi á legg og því var þess ekki að vænta að hlutur þeirra yrði rétt- ur í sögnum eða bókum. VII Þá er rétt að víkja aftur til Grænlands og huga að galdrabrag Guðríðar sem hún kvað við seið Þorbjargar lítilvölvu. Eg nefndi fyrr þá þverstæðu, að nafngreind og mikils metin kristin kona væri sögð hafa kveðið galdraljóð í heiðnum seið. í frásögn Eiríks sögu rauða er Guðríði þó borin einstaklega vel sagan og hefur hún þar auðsjáanlega notið hvors tveggja, æviferils síns og afkomenda. Hún náði því að ganga suður á efri árum, lauk ævi sinni sem nunna og einsetukona og í hópi af- komenda hennar voru á tólftu öld þrír bisk- upar. Þátttaka hennar í hinu heiðna atferli er einnig afsökuð með margvíslegu móti, tekið fram að Guðríður hafi verið kristin kona og skörungur í öllu athæfi sínu og spádómur völvunnar hafinn í kristilegar hæðir, er hún er látin segja í lokin: „ok yfir þínum kynkvísl- um skína bjartari geislar en ek hafa megin til at geta slíkt vandliga sét“. En hvað var það þá sem Guðríður söng í seiðnum? Rétt er að taka skýrt fram, að um söng Guðríðar sem slíkan verður ekkert full- yrt til eða frá á okkar dögum, en tilgátur um hvað hún hafi sungið geta verið líklegar eða ólíklegar eftir atvikum. Dag Strömbáck hefur sýnt fram á að söng- ur var eitt af einkennum seiðsins þar sem honum er lýst að marki. Sá söngur sem Guð- ríður var líkleg til að kunna betur en aðrar konur á Heijólfsnesi var kristinn tíðasöngur og kristnir sálmar. Og mér virðist ekki frá- leitt að láta sér koma til hugar að Guðríður hafi einmitt verið beðin um að syngja slíkan söng. Ég gat þess fyrr, að mér þætti líklegt að Kotkell, Gríma og synir þeirra, hefðu sungið brot úr tíðasöng, kallað „harðsnúin fræði“ og var fögur kveðandi að heyra. Guð- ríður söng „fræði“ og höfðu menn ekki heyrt með fegri rödd kvæði kveðið. I heiðnu samfé- íagi mun lítill greinarmunur hafa verið gerð- ur á tíðasöng og seiðgaldri, en hvort tveggja væntanlega talið magnað. Þá er rétt að víkja að þeim heitum sem gefin eru á söng Guðríðar í Eiríks sögu rauða, en þau eru ekki traustvekjandi að mínu mati. Varðlokkur (kvk. flt. af varðlokka) er fáránlegt orð og varðlokur (kvk. flt. af varðloka) ekki öllu skiljanlegra. Enda hafa þeir merku fræðimenn sem hafa skýrt þessi orð þurft að seilast langt til samanburðar. Vörður kemur ekki fyrir í fomíslensku máli í þeirri merkingu sem um ræðir. Guðbrandur Vigfússon mun hafa orðið íyrstur manna til að tengja orðmyndimar varðlokkur, varðlok- >ír við skoska heitið warlock, sem hann segir beinlínis að sé sama orðið enda þótt merking þessara tveggja orða sé ekki nákvæmlega hin sama. Hann taldi skyldleika orðanna þannig háttað, að warlock væri dregið af varðlokkur. Magnus Olsen tók undir þetta sjónarmið og Ásmundur Sveinsson: Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. dró fram mörg dæmi um hve algengt orðið warlock væri á þeim svæðum í Skotlandi og á nálægum eyjum sem mest samskipti hefðu haft við norræna menn. Dag Strömbáck tók ekki afstöðu til þess, hvernig skyldleika þess- ara heita væri háttað, en hafði uppi efasemd- ir um að warlock væri dregið af varðlokkum. ABIM taldi líklegt að warlock væri fremur úr fornensku en tökuorð úr norrænu. Fram kom fyrr, að algeng merking war- lock var galdrakarl, en á skosku eyjunum kom það einnig fyrir í merkingunni galdra- norn og galdraljóð. Ég legg hér sérstaka áherslu á síðasttöldu merkinguna, en sam- kvæmt henni var ekkert því til fyrirstöðu, að galdraljóð í Skotlandi eða á skosku eyjunum væru nefnd warlock. I munni íslenskra manna var stutt í að sú nafngift breyttist í varðlokk. í ljósi þess sem hér hefur verið rakið er niðurstaða mín um samhengi warlock og varðlokks því sú, að varðlokkur sé í öndverðu afbökun af skoska heitinu í merkingunni galdraljóð, notað um galdrakvæði eða galdra- söng. Orðmyndimar varðlokkur og varðlokur hafi því aldrei haft til að bera sjálfstæða raunmerkingu. Kristnir píslarvottar á Islandi á tíundu öld Um 930: Þórólfur heljarskegg. Eltur á mýri uns hann settist niður grátandi. Þá höggvinn banahögg. Þar heitir síðan Grátsmýrr. Hrolleifur. Gripinn í helgiathöfn og háls- höggvinn að móður sinni ásjáandi. Ljót. Drepin á eftir syni sínum. Um 990: 4.-5. Kotkell og Gríma. Lamin grjóti til bana. Hallbjöm slíkisteinsauga. Dreginn belgur á höfuðið og honum síðan drekkt. Stígandi. Dreginn belgur á höfuð og síðan laminn gijóti til bana. HEIMILDAREIT ASB = Altnordische Saga-Bibliothek. Ásgeir Bl. Magnússon 1989: íslensk orðsifjabók. Reykjavík. Benjamín Eiríksson 1964: Um Vatnsdæla sögu. Reykjavík. Brennu-Njáls saga 1956. Einar Ól. Sveinsson gaf út. íslenzk fomrit XII. Reykjavík. Cieasby, Richard and Vigfússon, Guðbrandur 1975: An Icelandic-English Ðictionary. London. Eiríks saga rauða 1934. Matthías Þórðarson gaf út. ís- lenzk fornrit IV, 193-237. Reykjavík. Guðbrandur Vigfússon, sjá Cleasby. ÍF = íslenzk fornrit. Jón Hnefill Aðalsteinsson 1997: Biót í norrænum sið. Reykjavík. Jón Jóhannesson 1956: Islendinga saga I. Þjóðveldis- öid. Reykjavík. Landnámabók 1968. Jakob Benediktsson gaf út. ís- lenzk fomrit I, 29-528. Reykjavík. Laxdæla saga 1934. Einar Ól. Sveinsson gaf út. ís- lcnzk fomrit V, 1-248. Reykjavík. Olsen, Magnus, 1916: „Varðlokur", Maal og Minne, 1- 21. Osio. Smári Ólason 2000: Fomar tfðagjörðir. Reykjavík (ópr.). Strömback, Dag 1935: Sejd. Nordiska texter och und- ersökningar 5. Lund. Strömbáck, Dag 1970: „Sejd“. Kulturhistorisk leksi- kon för nordisk middelalder XV, 76-79. Malmö. Þáttr Þorvalds ens víðförla 1906. B. Kahle gaf út. ASB 11,59-81. Halle A. D. S. Höfundurinn er fyrrverandi prófessor viS Hóskóla fslands. TELJA má að ekkert eitt bókmenntaverk hafi haft jafn mikil áhrif á íslenskt mál og Biblían. Ahrifa hennar sér m.a. stað í þús- undum orða, fastra orðasambanda, málshátta og orðatiltækja sem eiga rætur sínar beint og óbeint að rekja til Biblíunnar. íslensk tunga er því að þessu leyti til vitnis um áhuga og viðfangsefni Islendinga í aldanna rás en fleiri atriði benda í sömu átt. I fyrstu málfræðiritgerðinni, sem talin er vera frá 12. öld, tekur ójiekktur höfundur sér fyrir hend- ur að rita Islendingum stafróf ... til þess að hægra verði að rita og lesa sem nú tíðist og á þessu landi bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spaklegu fræði er Aii Porgilsson hefir á bækur sett af skynsam- legu viti. Orð fyrsta málfræðingsins, en svo hefur höfundur verið nefndur, eru í raun upptalning Jjeirra bókmenntagreina sem tíðkuðust á Islandi er ritgerðin var samin á 12. öld og þau eru einnig staðfest af öðrum heimildum. I fyrsta lagi nefnir málfræðingur- inn lög, í öðru lagi ættfræði og í þriðja lagi þýðingar helgar, auk þess sem hann víkur að ritverkum Ara fróða. Almennt er talið að með þýðingum helgum eigi höfundur við túlkun og skýringu kristilegra texta, þar með talinna hómilía. Þessi skilningur kemur heim og saman við það að meðal elstu málheimilda eru hómilíubækumar tvær, sú íslenska og norska, sem kunnar eru í afritum frá því um 1200. Litlu yngri eru ýmis önnur rit af kristi- legum toga sem snúið hefur verið á íslensku, t.d. hómilíur Gregors páfa og ýmsar frásagn- ir af heilögum mönnum.' Þannig má segja að elstu málheimildir staðfesti orð fyrsta mál- fræðingsins: þegar í upphafi ritaldar voru skráð á bókfell ýmiss konar kristileg rit og sum þeirra hafa að geyma brot úr Biblíunni. Ahrifa Biblíunnar gætir ekki einungis í rit- um af kristilegum toga, þvert á móti er auð- velt að sýna fram á að hún hefur einnig haft mikil áhrif á veraldleg bókmenntaverk. Þetta á t.d. við um einstakar íslendinga sögur, fomaldarsögur og konungasögur svo að dæmi séu tekin. Enn fremur er ljóst að Bibl- ían hefur haft umtalsverð áhrif á íslenskt lagamál. Með vísun til framanritaðs má segja að Biblían hafi haft áhrif á allar greinar ís- lenskra bókmennta og kristin trú hafi skipt sköpum við mótun íslenskrar menningar. Þetta kemur glöggt fram af málfarslegum áhrifum kristilegra bókmennta en íslensk tunga er óaðskiljanlegur hluti íslenskrar menningar. Hér að framan var vikið að því að elstu beinar heimildir um kristin áhrif á íslensku væm frá 12. öld og er þá átt við ritaðar heimildir, t.d. íslensku hómilíubókina. Hún er að hluta til bein þýðing erlendra rita en ekki hefur tekist að finna erlendar samsvar- anir við suma kafla heniiar. I Islensku hóm- ilíubókinni er enn fremur að finna orðréttar þýðingar úr Gamla og Nýja testamentinu, m.a. Faðirvorið í nokkram afbrigðum sem þar hljóðar svo: Faðir vor er ert á himnum Helgast þitt nafn Til komi ríki þitt Verði vilji þinn svo sem á himni svo og á jörðu Brauð vort hversdagsleg gefðu oss í dag Og fyrgefðu oss skuldir órar svo sem vér fyrgefum skuldurum órum Og eigi leiðir þú oss í freistni heldur leystu oss frá illu Amen Eins og sjá má hefur Faðirvorið breyst furðu lítið á þeim 800 áram sem liðin eru frá því er því var fyrst snúið á íslensku. Sama máli gegnir einnig um önnur þýðingabrot úr Biblíunni sem varðveitt era í elstu heimild- um. Vissulega er það einstætt og má telja til forréttinda að nútíma íslendingar skuli eiga greiðan og milliliðalausan aðgang að heimild- um sem varpa ljósi á menningarheim for- feðra okkar. Því má heldur ekki gleyma að þótt heimildirnar sjálfar séu órækur vitnis- burður þess að kristin hugmyndafræði var og er snar þáttur menningar Islendinga þá bendir málið sjálft í sömu átt þar sem kristin menning hefur mótað það með ýmsum hætti. Hér að framan var vikið stuttlega að elstu heimildum um íslensku í óbundnu máli en þær eru frá 12. öld. Þess ber einnig að gæta að til era heimildir í bundnu máli sem era miklu eldri en ritunartími þeirra bendir til. Hér skulu nefnd tvö dæmi. I Biblíunni er víða að finna þann boðskap ‘að mönnum sé endurgoldið í samræmi við verk sín’ (Opinb. 22, 12) og til þessa vísar orðasambandið uppskera eins og maður sáir sem m.a. er að finna í Jobsbók og víða í Nýja testamentinu. I Heimskringlu er að finna eft- irfarandi brot: *Sverðs hljótendur [‘menn’] hafa slíkar byrðar [‘refsingar’] es brjóta sér. Hér virðist hugsunin vera sú sama og í til- vitnuðum biblíudæmum og hér kann því að vera um að ræða kristin áhrif. Síðara dæmið er svo kölluð Hafgerðinga- drápa sem talin er ort árið 986 en þar segir frá hafvillum og hrakningum sem nokkrir menn lentu í á leið sinni til Grænlands. A skipinu var suðureyskur maður, kristinn, og orti hann drápuna en í henni er þetta stef: Mínar bið ég að munka reyni [Eg bið meinalausan (algóðan) munka reyni (pð) meinalausan farar beina, að bein a farar mínar (greiða götu mína), drottinn heiðis haldi hárrar foldar hárrar hallar foldar (him- ins) haldi heiðis stalli (hendi) hallar drottinn yfir mér stalli. yfir mér] Stefið er að því leyti torskilið að það hefur að geyma kenningar og orðaröð er óregluleg en innan hornklofa er orðaröð breytt til sam- ræmis við merkingu og kenningar eru skýrð- ar innan sviga. I stefinu er að finna orðasam- böndin greiða leið e-s og halda hendi yfír e-m og vísa þau til kristinnar hugmyndafræði. I fyrra tilvikinu mun orðasambandið greiða leið e-s notað í beinni merkingu en það kann að vísa til orðatiltækisins greiða götu e-s sem á sér fjölmargar samsvaranir í Biblíunni og þegar í elsta máli er það notað í óbeinni merkingu. Síðara orðatiltækið, halda hendi yfir e-m, er ótvírætt kristilegt og vísar til verndarhandar drottins yfir mönnunum. Dæmið úr Hafgerðingadrápu hefur kristilega vísun en svipuð dæmi úr veraldlegum ritum eru algeng og hafa þau oft almenna vísun. Hér er því um að ræða dæmi um kristilegt orðatiltæki sem hefur losnað snemma úr tengslum við upprana sinn og fær almenna merkingu. Þannig er það t.d. notað í Fóst- bræðra sögu: Þeir voru báðir þingmenn Ver- mundar og hélt hann mjög hendi yfir þeim og: Þorkell heldur mjög hendi yfír þeim. Mörg fleiri orðatiltæki með stofnorðinu hönd sækja líkingu sína í Biblíuna, t.d. sleppa ekki hendinni af e-m, með styrkri/ harðri hendi, halda verndarhendi yfír e-m, bera e-n á höndum sér, e-m snýst e-ð til hægri handar, hafa e-ð í hendi sér/sinni, halda í höndina á e-m, leggja hönd á plóginn, koma með tvær hendur tómar, vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gjörir, þvo hendur sínar af e-u og þykjast hafa himin höndum tekið. í sumum tilvikum bera slík sambönd ekki með sér hver upprani þeirra er og krefst það þá sérstakrar athugunar að rekja feril þeirra í íslensku. í mörgum tilvikum er þó uppruninn augljós og í enn öðrum þarf það ekki langrar umhugsunar við til að átta sig á upprananum. Að þessu leyti standa ís- lendingar betur að vígi er flestir aðrir. Þar sem íslenska hefur breyst tiltölulega lítið í aldanna rás, einkum hvað orðafar varðar, eiga íslendingar greiðan aðgang að elstu heimildum og þar er oftar en ekki að finna dæmi er sýna upprana orðatiltækja eða beina merkingu orðasambanda sem síðar verða að orðatiltækjum. Það er því hluti af almennri menntun íslendinga og málkennd að vera í stakk búnir til að sjó í gegnum orðatiltæki, skilja þá líkingu sem að baki liggur. Höfundurinn er prófessor við Hóskóla (slands. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 17. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.