Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 15
I- Þar sá ég söngkonuna Lotte Lehmann sem varð örlagavaldur í lífi mínu. Ég sá þar líka söngkonuna Jarmilu Novotná. Hún vakti mig til meðvitundar um að það væri til fegurð. Eg varð ástfanginn af henni - sex ára gamall. Þetta var ást við fyrstu sýn og dugði sem feg- urðarímynd fyrir mig. Löngu seinna urðum við góðir vinir. Lotte Lehmann var öðruvísi. Hún kom frá Þýskalandi þar sem allt var formúlerað og eft- ir mjög ákveðnu skipulagi. En Lotte var alls ekki þannig og hún fékk mig til að sjá að fólk þarf ekki að verða eins og umhverfi sitt; það getur farið eigin leiðir.“ Danskan var lamin í mig Eitt af því sem vinir Halldórs segja hafa komið sér mikið á óvart þegar þeir kynntust honum er að hann talar ensku, dönsku, þýsku og frönsku algerlega lýtalaust. Þegar hann er spurður hvenær hann hafi haft tíma til að læra þessi tungumál segist hann hafa verið á stöð- ugu flakki milli Islands, Danmerkur og Aust- urríkis þegar hann var krakki. „Danskan var lamin inn í mig,“ segir hann. „Mér gekk ekki vel að læra hana en systir mín, sem var þrem- ur árum eldri en ég, var eldsnögg að ná henni. Hún þverneitaði að tala íslensku við mig í Dan- mörku, nema rétt innan heimilisins. Hún gat ekki hugsað sér að láta fólk sjá okkur á götu talandi íslensku. Hún var frekar viðkvæm og vildi alls ekki að fólk tæki eftir okkur. Mér fannst það gera það hvort sem var og var alveg sama en henni tókst að láta mig læra dönsku." Á þeim árum sem Halldór bjó í Austurríki og Danmörku segist hann alltaf hafa litið á sig sem íslenskan strák, en þegar hann kom heim til íslands 1939, rétt eftir að seinni heimsstyrj- öldin braust út, uppgötvaði hann að hann var ekki beinlínis íslenskur krakki. „Skólasystkini mín tóku mér afskaplega vel - það var ekki það. Ég var bara allt öðruvísi en þau, hafði allt önnur áhugamál og fannst ég vera útlending- ur.“ Örlagarík ferð til Frakklands En Halldór þraukaði og lauk hér mennta- skólanámi og ákvað síðan að fara í læknis- fræði. Hann ákvað líka að halda áfram að læra frönsku sem hann hafði byrjað á í Austurríki og sú ákvörðun reyndist enn ein af þeim örlag- aríku. Honum bauðst að fara á styrk til Frakk- lands til að læra bókmenntir en hafði ekki áhuga á því. Hins vegar átti hann pennavin í Frakklandi sem ætlaði að heimsækja ísland. „En svo fékk ég bréf frá honum,“ segir Hall- dór, „þar sem hann sagðist vera að fara að Halldór Hansen gifta sig og sagði mér að koma heldur til Frakklands. Ég gerði það og í þeirri ferð kynntist ég bróður hans sem hafði verið fangi í Austurríki í heimsstyrjöldinni. Sá bjó hjá hjónum sem voru uppeldisfræðingar og áttu fimm börn. Þessi hjón voru af afskaplega fínu fólki en ákváðu að yfirgefa það allt. Þau fóru mjög vel með allt lifandi en höfðu engan áhuga á lífsins gæðum. Kynnin af þeim urðu til þess að ég ákvað að fara í barnalækningar." Datt þér aldrei í hug að fara í tónlistarnám? „Nei, ekki beinlínis. Hins vegar ætlaði ég upphaf- lega í leiksviðshönnun. Þegar ég var krakki og alltaf veikur átti ég dúkkuleikhús sem ég dundaði mér mikið við og eftir stúdentsprófið var ég á leiðinni til London til að læra leiksviðshönnun. En þá gerðist það að bróðir minn, sem bjó í Bandaríkjunum, var skotinn niður. Hann átti íjögurra ára dóttur sem kom til að búa hjá okkur. Mér fannst þetta ekki rétti tíminn til að fara til London og skráði mig í læknadeild.“ En uppeldisfræðingarnir í París höfðu víðtækari áhrif á líf Halldórs en þau að taka ákvörðun um að snúa sér að barnalækn- ingum. Þau þekktu mikið af sérstöku fólki, m.a. Prévert, tónskáldið Poulenc og söngvar- ann Bernac. Þau voru einnig í tengslum við söngvarann Souzay og systur hans Geneviéve Touraine. „Þegar ég fór fyrst á tónleika hjá Souzay fannst mér dálítið skrítið að eiga að hlusta á Fransmann syngja Schubert,” segir Halldór, „en það breyttist um leið og hann fór að syngja." Vinir i tónlistarheiminum Eftir dvölina í Frakklandi kom Halldór heim og lauk læknisfræðinni. Eftir það hélt hann til New York þar sem hann dvaldi í átta ár og nam fyrst meinafræði, síðan barnalækn- ingar og barnageðlækningar. Þar hélt hann auðvitað áfram að sækja tónleika og kynntist enn fleiri tónlistarmönnum. Eftir að Halldór kom aftur heim til Islands og hóf að starfa sem barnalæknir notaði hann þó hvert tækifæri til að fara á tónleika erlendis. Vegna tungum- álaþekkingar sinnar og mannkosta var hann oft fenginn til að fara fyrir hönd lækna á ráð- stefnur og fundi og segist þá hafa oft hafa bætt nokkrum frídögum við ferðirnar til að komast á tónleika og óperusýningar sem hann hafi langað til að sjá. Þegar Halldór er spurður hvernig hann hafi kynnst Dalton Baldwin, sem er einn þekktasti undirleikari heims, segir hann að Dalton hafi verið undirleikari hjá Souzay. Elly Ameling hafi hann svo kynnst þegar hún kom hingað fyrst fyrir tilstilli Baldwins árið 1976. „Við urðum fljótt mjög góðir vinir og sú vin- átta hefur haldist alla tíð síðan,“ segir Halldór og bætir því við að þetta hafi verið um það leyti sem hann var að fara í sína fyrstu krabba- meinsmeðferð. „Ég er búinn að liggja fjórar banalegur," segir hann, „og þegar ég lá þá þriðju kom til mín prestur til að tala við mig. Við skemmtum okkur konunglega saman og ég sagði honum að ég væri orðinn vanur þessu. Ég er mjög þakklátur fyrir að veikindin hafa aldrei farið á sálina á mér. Það er örugg- lega mjög erfitt. Að vísu fannst mér fyrsta banalegan erfið, vegna þess að á þeim tíma bar ég mikla ábyrgð á fólki í kringum mig.“ En hvað er það við sönginn sem heillaði Halldór strax á barnsaldri? „Mannsröddin er svo pers- ónulegt hljóðfæri. Þegar söngvara tekst að tjá sinn innri mann er eins og tjaldi sé lyft frá.“ Hvernig líst þér á tónleikana sem verða á mánudagskvöldið? „Ég er mjög þakklátur öll- um sem hlut eiga að máli. Mér finnst bara gott að vera verðlaunaður fyrir áhugamálin." Víðtæk þekking ó söng og söngvurum Sem fyrr segir er það Dalton Baldwin sem á hugmyndina að því að halda tónleika Halldóri til heiðurs og með honum kemur fjöldi frægi’a listamanna - sem í gegnum tíðina hafa orðið persónulegir vinir Halldórs. Þegar Baldwin er spurður hvernig standi á að þessi hógværi, lít- illáti maður eigi frægustu söngvara heims að einkavinum svarar hann: „Halldór hefur alltaf haft einstaka hæfileika til að hvetja og styðja söngvara. Þeir sjá strax að athugasemdir hans hafa mikið gildi fyrir þá. Hann er mjög hvetj- andi og kann manna best að hugga söngvara þegar þeir verða sárir yfir neikvæðum viðtök- um. Þar fyrir utan þekki ég engan sem hefur eins mikla og víðtæka þekkingu á söng og söngvurum alla síðustu öld - að ekki sé talað um það gríðarlega plötusafn sem hann á. Það er alveg sama um hvað maður spyr hann, hann á alltaf hljóðritun af því. Fyrst eftir að ég fór að koma til íslands var Halldór í Tónlistarfé- laginu í Reykjavík og eftir tónleika var farið heim til hans til að heyra einhverja plötu. Það endaði alltaf með því að það var setið uppi og hlustað á tónlist alla nóttina. i- Skilningur Halldórs hefur verið mér mikil hvatning í þau fjörutíu ár sem ég hef þekkt hann og fyrir mér er hann sem bróðir. Hann hefur komið á tónleika hjá okkur vinum sínum áratugum saman og það var kominn tími til þess að við kæmum til hans. Öll þau ár sem ég hef þekkt hann hef ég aldrei heyrt hann segja neikvætt orð um nokkurn mann. Við sem telj- um okkur til tónlistarfjölskyldu hans erum yf- ir okkur ánægð yfir því að fá að koma til Is- lands til að heiðra hann.“ Eins og Jónas Ingimundarson segir hefur Halldór verið ungum íslenskum söngvurum mikill stuðningur. Einn þeirra íslensku söngv- ara sem koma fram á tónleikunum í Salnum í Kópavogi næstkomandi mánudagskvöld er Bergþór Pálsson. „Halldór er hafsjór af þekk- ingu um sönglistina," segir Bergþór. „Það er sama hvar borið er niður, hvort sem talið berst að söngtækni, söngbókmenntum, tónskáldum eða söngvurum, alls staðar er Halldór heima. En hann er ekki bara þekkingarbrunnur, hann er ekki síður viskubrunnur - óbrigðull smekk- ur hans, skilningur og innsæi er öllum sem honum kynnast innblástur. Raunar á það ekki aðeins við um sönglistina, heldur alla tónlist, jafnvel lífið og tilveruna í heild sinni. Það eru stór orð, en engan mann hef ég hitt sem á þau betur skilið. En eins og allir sem eitthvað kunna og geta í alvöru er hann hógværðin og mildin uppmáluð og fer ekki í manngreinarálit, þó að heimsins bestu listamenn sæki í félagsskap hans. Hami tekur þeim ■ vel, en ekki síður tekur hann óreyndum söngnemum vel, ef þeir þurfa á ráð- um hans að halda. Biðji maður hann að setja á hljóðband eitthvað af risavöxnu hljómplötu- og diskasafni sínu, sem geymir margt óborgan- legt raritetið, er það gert umsvifalaust með gleði. Það liggur við að Halldóri finnist honum sjálfum hafa verið gerður greiði ef hann getur hjálpað öðrum. Ef Halldór kemur því við má ganga að því vísu að hann mæti á tónleika. Þrátt fyrir að hann hafi séð flesta mestu listamenn heimsins á sviði og kynnst dágóðum hluta þeirra gerir það mann ekki óstyrkan, heldur gerir nærvera hans, með mildi sína og fordómaleysi, að verk- um að manni finnst maður jafnvel betri en maður er.“ FISLÉTTUR DVORÁK TÖIVLIST Sfgildir diskar BACH J. S. Bach: 6 fiðlusónötur í h, A, E, c, f & G BWV 1014-19. Fiðlusónötur í G, e & c BVW1021-24.4 viðbótarþættir f. BWV 1019. Tokkata og fúga í d BWV 565 í endurgerð A. M. f. einleiksfiðlu. Andrew Manze, fiðla; Richard Egarr, semball; Jaap ter Linden, gamba/selló. Harmonia Mundi USA HMU 907250.51. Upptaka: DDD, Bristol, U.K., 25.3.-3.4.1999. Útgáfuár: 2000. Lengd: (2 diskar) 155:56. Verð (Japis): 2.900 kr. HINAR sex fiðlusónötur Bachs BWV 1014-19 fyrir fiðlu og sembal - ekki að rugla saman við einleiksfiðlusónöturnar frægu BWV 1001-7 - eru samdar á dvalarárum hans í Köthen 1717-23. Eða hafnar, því hann endurskoðaði a.m.k. nr. 6 síðar í Leipzig, m.a.s. tvisvar og kann að hafa skipt um staka þætti í fleiri. Hlustendum þessa disks gefst kostur á að „pufukeyra" allar þrjár útgáfur af nr. 6, því fjórir stakir aukaþættir fylgja og virðast allar þrjár útgáfur hafa eitthvað til síns ágætis. Þá eru tvær eldri sónötur, BWV 1021 og 1023 í G-dúr og e-moll; hin fyrri talin samin fyrir 1720 og hin seinni frá ofanverð- um Weimarárunum 1714-17 (skv. Grove). Síðust er svo sónata í c BWV 1024, flokkuð meðal „vafasamra" Bach-sónatna, enda hugsanlega eftir fiðluleikarann Georg Pis- endel, sem Bach kynntist 1709. Utundan við allt er umritun eða „endurgerð“ Ajidrews Manze á hinni frægu Tokkötu og fúgu í d- moll (BWV 565), sem margir telja nú rang- eignaða Bach eða í mesta lagi orðna til undir hans umsjón á nk. spunaverkstæði í sam- vinnu við orgelnemendur hans. Svipuð feðr- unarvandamál eru allnokkur í ýmsum kamm- er- og hljómborðsverkum áður eignuðum Bach, þar sem nemendur hans eða synir hafa reynzt ábyrgir fyrir mörgu sem áður fyrr þótti of gott til að geta verið eftir aðra en Meistarann. C. P. E. Bach skrifaði 1774 að þessi sex „sembaltríó" væru meðal fremstu tónverka föður síns og bæru 50 ára aldur vel. [Höfum hugfast að fyrirbærið „sígild tónlist" varð til á 19. öld; fram að því féll tónlist fyrri kyn- slóða einfaldlega úr tízku og hætti að heyr- ast.] Hann nefnir sérstaklega hægu þættina, „sem jafnvel nú á tímum yrðu tæpast samdir í meira syngjandi stíl“. Það er auðvelt að lesa úr þessu hvað snemmklassíkmönnum þótti endast verst úr barokkinu, nefnilega síjuðandi „komplement- er“-rytmi hins áframspunna pólýfóníska rit- háttar, sem svo áberandi er í hraðari þáttum og sem franska skáldkonan Colette líkti við saumavél. Sönghæfni barokksnillingsins kom aftur á móti betur fram á hægum hraða og hafa sumir slíkra þátta reyndar verið sungn- ir með ágætum árangri, eins og Adagio ma non tanto (III.) úr E-dúr sónötunni (nr. 3, BWV 1016) sem stjörnusópran Swingle Sing- ers flokksins gerði eftirminnileg skil á „Jazz Sébastien Bach“ breiðskífunni fyrir aldar- þriðjungi. Bach fór snemma fram úr einföldum „cont- inuo-“ eða fylgibassarithætti barokksins í tríósónötunni, enda sjálfstæð kontrapunktísk raddfærsla hægri liandar áberandi í fiestum þáttum sónatanna 6. Á þessum diski hafa menn því kosið að styrkja aðeins bassalínuna í BWV 1014-15 (með gömbu ) og í BWV 1023- 24 (með sellói). Slíkt val er oft vandasamt, enda sjaldnast tilgreint upphaflega hvort bassahljóðfæri eigi að vera með (þrátt fyrir „tríó“-nafngift C.P.E.s). Ekki er þó annað að heyra en að vel hafi til tekizt með þessu fyr- irkomulagi, því jafnvægi er gott og allt kemst skýrt til skila sem máli skiptir. Auðheyrt er að hér leika menn hagvanir forntónlist - en þó viðkunnanlega frjálslyndir gagnvart vísindabókstafstrú síðustu áratuga. Manze leyfir sér m.a.s. víbrató[!] endrum og eins, enda uppnefndur „sígauninn“ meðaí upprunafiðlara. í því sem fleiru virðist flytj- endum hafa tekizt að rata gullinn meðalveg, er vonandi verður það sem koma skal í barokktúlkun. DVORÁK Antonín Dvorák: Píanókvintett í A-dúr Op. 81; Strengjakvintett í G-dúr Op. 77*. Gaudier hljómlistarhópurinn (Marieka Blankcstijn, Lesley Hatfield, fiðlur; Iris Juda, víóla; Christoph Marks, selló; *Stephen Williams, kontrabassi; Susan Tomes, pianó). Hyperion CDA66796. Upptaka: DDD, Bretlandi [?], 12,- 14.3.1995. Útgáfuár: 1996. Lengd: 65:37. Verð (Japis): 1.699 kr. EFTIR fimm ára algera vanrækslu lítur út fyrir að loks sé komið Dvorák-ár hér í Sígildum diskum. Honum var síðast veifað með ævin- týraóperunni Rúsölku (13. maí), þar áður með píanókvartettunum í D og Es (11. marz) og nú aftur með ofangetnum kammei’verkum. Pían- istinn þar er samur og lék með hljómlistar- hópnum Domus í marz, hin leiftrandi lipra Sus- an Tomes. Ugglaust mikilvæg forsenda fyrir óvenju sprækri útfærslu - því flutningur Gaudier-sveitarinnar er satt bezt að segja með fisléttustu meðferð sem maður hefur heyrt á þessum kunnu kammerperlum. Og mikið fer það þeim vel! Því þó að Antonín Dvorák (1841-1904) mætti stundum kalla e.k. slavneskan Brahms, er skyldleiki hans við eldri Vínarmeistarana Mozart og Schubert sízt minni þegar á kammerhólminn er komið. Sá vottm- af grófleika sem stundum verður vart við í hefðbundinni þungstígri germanskri túlk- un er hér allsendis á bak og burt, og músíkin orðin létt og vökur sem fis - án þess að and- stæðum sé kastað á glæ. Freyðandi frískleg út- færsla sem þessi sýnir bezt hvað mann hefur lengi grunað, að þó að Dvorák sé þekktastur fyrir sinfóníurnar og hafi sjálfur lagt mest upp úr óperunum, nær hann sennilega hæst í kammerverkum sínum, eins og fjölmargir hljóðfæraleikarar munu eflaust samsinna, hér- lendis sem erlendis. Píanókvintettinn (fyrir píanó + strengja- kvartett) í uppáhaldstóntegundinni A-dúr er frá 1887, til aðgreiningar frá 15 ára eldra sams konar verki í sömu tóntegund og þroskað meistaraverk eins og sést m.a. af fullkomnu jafnvægi í hlutverkaskiptingu milli slaghörpu og strengja. Heildarsvipurinn er bjartur þrátt fyrir stranga úrvinnslu I. þáttar og íhugun Dúmkunnai- (II.), þar sem Dvorák talar beint við hlustandann í sólostrófum víólunnar, kjöiv hljóðfæri tónskáldsins. Gnmnrytmi Scherzós- ins (III.) er annar bæheimskur dans, Furiant, er þýtur hjá sem óð fluga á undan og eftir blítt syngjandi miðkafla og Fínallinn er gustmikil en dýnamísk fjölbreytt síkvika. Aldeilis glimr- andi spilað þó að 1. fiðlan mætti kannski vera með aðeins holdmeiri tón. Sama leiftrandi fágun er yfir flutningi G-dúr strengjakvintettsins frá 1875, þar sem kontra- bassi venju fremur er 5. hljóðfæri í stað 2. víólu. Það er heldur meiri dívertímentó-svipur yfir þessu stykki en píanókvintettnum - sér- staklega I. þáttur verkar svolítið „hljómskáló" - en hinn lagræni frjóleiki og rytmíska fjörefni Dvoráks eru engu að síður á sínum stað, jafnC'í Scherzóinu (II.), hugfangandi huldumeyjar- söng Poco andante (III.) og í húmorpillunni Allegro assai (IV.). Ríkarður O. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 1 S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.