Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Side 19
HATIÐIN L2000 A AKUREYRI DAGANA 21. TIL 25. JUNI LEIKHÚS ÁN TAKMARKANA Leiksýningar munu teygja anga sína útyfir hefó- bundin mörk á leiklistar- hátíðinni L2000 á Akur- eyri 21 .-25. júní. Til dæmis verða sett upp verk í sundlaug og í Kjarnaskógi. EYRÚN BALDURSDQTTIR ræddi við Lárus Vilhjálmsson, formann hátíðarnefndar, og komst að því að þátt- takendur eru vísir til að bregða á leik hvar og hvenær sem er. LEIKHÚSLÍF mun sannarlega setja svip sinn á Akureyrarbæ dagana 21.-25. júní, en þá mun Bandalag ís- lenskra leikfélaga standa fyrir leik- listarhátíð í bænum í samvinnu við Reykjavík - menningarborg 2000 og Akureyrarbæ. I Hátíðin er haldin í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins og munu ellefu áhugaleikhópar taka þátt í henni en þar af eru þrír þeirra erlendir. Lárus Vilhjálmsson, fonnaður hátíðarnefndar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem svo stór alþjóðleg leiklistarhátíð sé haldin hér á landi. Hann kveður Akureyrar- bæ henta einkar vel fyrir hátíð af þessu tagi, til þess sé hann hvorki of stór né of Útill. „Pað vill einnig svo til að afmælið okkar lendir á árinu 2000 þar sem afskaplega mikið er að gerast í menningarlífi og þá sérstaklega á suðvestur- horninu.“ Leiklist hefur alþjóðlegt tungutak íslensku áhugaleikhóparnh- sem taka munu þátt í dagskránni koma alls staðar að af landinu. Leikfélag Húsavíkur, Skagaleikflokkurinn og Leikfélag Hafnarfjarðar eru ein af þeim rót- grónu félögum sem leggja munu leið sína til Ak- ureyrar. en yngri félögin eru Litli leikklúbbur- inn frá ísafirði, Leikfélagið Baldm- frá Bfldudal og Hugleikur af höfuðborgai'svæðinu. Leikfé- lagið Sýnir mun einnig stíga á stokk á hátíðinni en það samanstendur af leikumm alls staðar að af landinu. Auk Keliariteatteri frá Finnlandi og Bond- eungdomslaget Ervingen frá Noregi kemur hingað til lands leikhópurinn Auseklis Lhnbazi Amateur Theatre frá Lettlandi, en hann hlaut á síðasta ári verðlaun fyrir bestu áhugaleiksýn- ingu landsins fyrir uppsetningu á Á rúmsjó eftir Slawomir Mrozek. „Við erum ákaflega ánægð með að fá þá á hátíðina, en þess má geta að gæðastaðall er mjög hár hjá áhugaleikhópum í fyrrum austantjaldslöndum," segir Lárus. Hóparnir sýna á hátíðinni verk sem þeir hafa áður æft upp og sýnt á sínum heimaslóðum. Er- lendu hópamir munu vitaskuld ekki breyta út af laginu heldur flytja á sinni þjóðtungu. „Leiklist- in hefur alþjóðlegt tungutak og því skiptir ekki máli þó að maður skilji ekki hvert orð. Ef verkið er á annað borð gott þá skilar það sér til áhorf- enda,“ segir hann og bætir við að sjálfur hafi hann séð til ýmissa baltneskra leikhópa og þyki mikið til koma. Göfuleikhús og ósýnilegt leikhús meðal efnis Forseti íslands setur hátíðina þann 21. júní en hann er jafnframt verndari hennar. A opnun- ardaginn verður viðamM götuleikhússýning í miðbænum á Akureyri sem færist frá Listagili og endar á Ráðhústorginu. „Alllr þátttakendur munu vera með í götuleikhúsinu. Þama verða ýmsar uppákomur og gangandi vegfarendur geta búist við því að verða gerðir að þátttakend- um,“ segir Lárus kíminn. „Ætlunin er að gefa inn sýnir Morð í myrkrí eftir Rolf Rolfssen, Hugleikm- ÉG SÉ EKKI MUNINN, finnski hópurinn flytur Sérðu regrúð? í leikgerð Johönnu Freundlichen en þess má geta að allur texti þess verks er sunginn. Leikfélag Hafnar- fjarðar sýnir leikrit Mark Medoff, Hvenær kemur þú aftur, rauðhærði riddari? og síðast en ekki síst má nefna að Leikfélag Húsvíkinga sýn- ir á Húsavík Uppspuni frá rótum, efth’ Armann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Láius bendh- á að alian tímann meðan hátíðin stendur yfir verði starfræktur hátíðarklúbbur á veitingahúsinu við Pollinn og í honum veríji ýmsar uppákomur, örleikrit verði flutt, einþátt- ungai’ og annað. Uppbygging hátíðarinnar mun vera af hefð- bundnu tagi. „Við höfum formað þessa hátíð miðað við þær leiklistai’hátíðir sem við þekkjum og höfum sótt um tíðina. Það eru til dæmis ýms- ar norrænar leiklistarhátíðir og alþjóðlegu leik- listarhátíðimar sem haldnar hafa verið í Món- akó og víðai’." Gagnrýnisfundir og verðlaun Á hátíðinni verða haldnir sérstakir gagnrýn- Á rúmsjó kallast leikrit Slawomir Mrozek sem Lettar sýna á hátíðinni. Þeir hlutu verðlaun isfundir í Myndlistai’skólanum þar sem farið áhugaleikhúsa fyrir uppsetninguna í Lettlandi. verður ofan í kjölinn á leikritunum daginn eftir sýningu þeirra. Tveir gagnrýnenda em atvinnu- menn í greininni en þeir era Sigrún Valbjöms- dóttir leikstjóri og Sigurður Hróarsson leikhús- stjóri. Á hverjum degi verður valinn ei|p, gagmýnandi úr hópi áhorfenda og fundargestír geta einnig.komið með fyrirspurnir úr sal. Á lokahófi hátíðarinnar fer svo fram verð- launaafhending þar sem valin verður besta leiksýning hátíðarinnai’, bestu leikarar, besta útlit sýningar og margt fleira. Dularfull leynd ríkh’ yfir því af hvaða tagi verðlaunin eru en Láras vill aðeins láta uppi að þau munu vera vegleg. Leikhúsbakterían skæð Aðspurður segis Láras telja áhugamanna- leikhópa á íslandi vera mjög framarlega miðað við það sem gerist annars staðar. Hann segk? ótrúlega marga hafa fengið leikhúsbakteríuna og að hún fari greinilega ekki í manngreinarálit. „í okkar samtökum er fólk á öllum aldri og af öllum stéttum samfélagsins," segir hann og bætir við: „Við erum öll að taka okkur sumarfri, því við eram auðvitað flest í störfum meðfram þessu áhugamáli." Láras kveður áhugaleikhús á íslandi standa á nokkram tímamótum nú þegar horft er til nýrr- ar aldar. ,Áhugaleikhúsið er í samkeppni við alls konar afþreyingu sem er í boði í samfélag- inu. Við höfum svo sem staðið fyrir því áður og raddir vora uppi um það á sínum tíma að út- vaipið og síðar sjónvarpið myndi ganga af okk- ur dauðum. En við höfum oftast risið á aftur- lappimar og rifið okkur upp. Líkt og fleiri stöndum við reyndar dálítið höllum fæti fjár- hagslega og það hefur minnkað okkar getu til vera með öfluga starfsemi. Reyndai’ má líka nefna að mér finnst okkar helsti vaxtarbroddur vera sá að við eram mótvægi við ýmsa aðra af- þreyingu. Áhugaleikhúsið er einnig í ýmsum sveitarfélögum burðarásinn í menningarlífinu og fyrir þá sem gefa sig í þetta er leikhúslífið mjög spennandi." Lái’us nefnir að á íslandi hafi ætíð verið mikill samgangur milli atvinnu- og áhugaleikhúsa sem sé ólíkt því sem gerist annars staðai’, og það skýri á vissan hátt hversu vönduð áhugaleikhús- in era hér á landi. Augnablikið fyrir klappið Lárus kveður hátíðina skipta miklu fyrir bandalagið og leikhópana sem taka þátt í henni. Fólk geti fylgst með því sem er að gerast í öðr- um leikhópum og deilt þessu sameiginlegjcv áhugamáli. „Hátíðin er einnigmjöggóðkynning- fyrir bandalagið og það starf sem það innir af hendi, og svo er aldrei að vita nema einhverjir leikarar verði uppgötvaðir," segir Lárus hlæj- andi. Sjálfur leikur hann með Leikfélagi Hafnar- fjarðar á hátíðinni og segist hafa tekið þátt í áhugaleikhúsum í mörg ár. „Ég held að þetta augnablik, þegar maður er búinn að leika og áð- ur en áhorfendur byrja að klappa sé ástæðan fyrir þvi að ég stend í þessu. Það er alveg ólýs- anleg tilfinning.“ Hvort sem hvatinn að leiklistaráhuga hinna 2-300 leikara sem þátt taka í hátíðinni sé hinn sami og hjá Lárusi eða ekki, er ljóst að hann^si ekki af efnislegum toga. Flestir hafa æft launa- laust vikum saman á kvöldin og um helgar, til að geta tjaldað því besta. Dagana 21 -25. júní gefst gestum hátíðarinnar kostur á að berja augum afrakstur þeirrar vinnu. Leikfélagið Hugleikur sýnir í Samkomuhúsinu Ég sé ekki muninn. Leikritið mun vera forn speki færð í nútímabúning á gamansaman hátt. í Kjarnaskógi mun leikfélagið Sýnir sýna leikritið Nýir tímar. bænum mikið líf og þannig verður það allan tí- mann meðan hátíðin stendur yfir.“ Utan hefðbundinna leiksýninga sem fram fara tvisvar á dag mun ýmislegt annað sem tengist leikhúslífi vera í brennidepli. „Við verð- um með leiksmiðju og námskeið alla dagana í Listagilinu. Til dæmis verða leiksmiðjur í Theater-sport sem er ákveðin tegund spuna- leikhúss og líka leiksmiðja í ósýnilegu leikhúsi,“ segir Láras og skýrir ennfremur. „í ósýnilegu leikhúsi á fólk ekki að vita að það sé leikhús í gangi þegar það er framið. Það getur átt sér stað hvai’ sem er og bæjarbúar munu verða þess varir hvort sem er úti á götu eða í sundi að það sé eitthvað skrítið að gerast." Bömin munu heldur ekki fara varhluta af þessu framtaki, en eitt námskeiðið er einmitt sniðið að þeirra þörf- um. Hefðbundnir og óhefðbundnir sýningarstaðir Ýmsir hafa haldið uppi þeim hugmyndum að leiklist sé ekki bundin við leikhús heldur spanni leiksviðið allt okkar umhverfi. Forsvarsmenn hátíðarinnar virðast alltént hallir undir þá hug- mynd að teygja anga leiklistarinnar eins víða um bæinn og mögulegt er. Það endurspeglast meðal annars í því að tvær sýningar fara fram á óvanalegum stöðum, það er í Kjarnaskógi og í sundlauginni í Glerárhverfi. Leikfélagið Sýnir flytur leikritið Nýir tímar í Kjarnaskógi á sjálfa Jónsmessunótt. „Þetta leikrit er eftir Böðvar Guðmundsson og fjallar um kristnitökuna. Sýningin er ákaflega fjöl- menn því í henni taka þátt um þrjátíu manns,“ segir Láras og bætir við að líklega sé ekki hægt að finna fallegri leiktjöld en umhverfið í Kjama- skógi. í miðri sundlaug Glerárhverfis flytur Skaga- leikhópurinn leikritið Lifðu - Yfír dauðans haf eftir Kristján Kristjánsson. Áhorfendur munu fylgjast með verkinu af bakkanum, en það fjall- ar um þrjá menn sem komast á kjöl þegar bát þeirra hvolfir í blíðskaparveðri. Þessar tvær sýningar eru samt sem áður undantekning því flestir leikhópar flytja leikrit sín ýmist í Samkomuhúsinu eða Kompaníinu. Fjölbreytileg verk Leikritin sem flutt verða á hátíðinni era af öllu tagi, og ægir saman leikritum eftir innlenda og erlenda höfunda, nútímaskáld og klassísk og er boðskapurinn að sama skapi fjölbreyttur. Litli leikklúbburinn sýnir Fuglinn í fjömnni eftir David Wood, Leikfélagið Baldur Sviðs- skrekk eftir Alan Shearman, norski leikhópur- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.