Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Qupperneq 8
 ' Suðurhlið hússins snýr að Borgartúni. Hér sést vel þrískipting hússins, ARKITEKTÚR NÝHERJAHÚSIÐ „Hús er vél til að búa í" sögðu menn í árdaga mód- ernismans. En hús er ekki síður vél til að starfa í og það var sú forskrift sem arkitektinn, Guðni Pálsson, hafói til hliðsjónar við hönnun Nýherjahússins við Borgartún. Þar að auki sætir tíðindum að listaverk eru hluti af heildinni. ✓ Asíðasta áratugi hefur ís- lenzkur arkitektúr auð- gast af eftirtektarverðum húsum. Eftir langt og frekar magurt tímabil hef- ur orðið markverð framför í hönnun stórra bygginga og nægir að benda á Hæstaréttarhúsið, Ráðhús Reykjavíkur, Sal- inn og Gerðarsafn í Kópavogi, Tónlistarskóla/ safnaðarheimili í Hafnarfirði og Bláa lónið við Svartsengi. Til viðbótar hafa tvö stórhýsi, sem fengur er að, risið nýlega við Borgartún í Reykjavík. Annarsvegar ríkisstofnanahús sem Ásgeir Ásgeirsson byggingafræðingur og Ivon Ste- fán Cilia arkitekt hafa hannað, en hinsvegar Nýherjahúsið, sem Guðni Pálsson arkitekt á heiðurinn af og verður nánar litið á það hér. í aðaiatriðum er Nýherjahúsið þrískipt og til einföldunar mætti líkja því við þrjá kubba, sinn með hverju móti. AJlir eru húshlutarnir fimm hæðir, en miðhlutinn sker sig úr; hann er inndreginn og forhlið hans er að mestu gler. Á jarðhæð þessarar miðbyggingar er aðal- inngangurinn í húsið og mötuneyti starfs- manna, en á efri hæðunum eru fundarsalir, tveir á hverri hæð. Álmurnar sín hvorum megin eru með opin vmnurými; þar eru engir veggir fastir, aðeins hreyfanleg skilrúm. Það vekur athygli og er frábrugðið flestum skrif- stofuhúsum að suðurgluggarnir, sem snúa út að Borgartúninu, og gluggamir á hinni stóru austurhlið eru smáir á nútíma mælikvarða, en hvorki er það stílbragð né gert út í bláinn. Það þekkja margir að stórir gluggar eru ekki heppilegir þar sem allir vinna við tölvuskjái. Þessvegna var séð til þess að sólskin flæði ekki óhindrað inn í húsið; aftur á móti eru mun stærri gluggar á norðurhliðinni og má segja að húsið opnist mót norðri, einkanlega í fundarherbergjunum. Út um norðurgluggana blasir við órofa útsýni yfir sundin og til Esj- unnar en allir gluggar eru opnanlegir og á þann hátt einan er séð fyrir loftræstingu. Nýherjahúsið er 6.500 fermetrar að grunn- fleti. Það er steypt, einangrað að utanverðu og klætt með álplötum með innbrenndum lit. Sérstaka athygli vekur útstæður veggur við aðalinnganginn, klæddur sérkennilegum ál- plötum. Þetta var tilraunaverkefni og ekki ódýr lausn, segir arkitektinn. Fyrir hverja plötu var búið til sandmót í málmsteypu í Hafnarfirði og síðan voru þær festar á vegg- inn með venjulegum álplötufestingum. Þessi veggbútur gengur að sér að ofan og myndar andstæðu við hliðarveggi austurálmunnar, sem ganga að sér að neðan. Þetta er einfalt en áhrifamikið stílbragð, sem gefur húsinu sér- stöðu. í þessu má segja að liggi helzta frávikið frá hefðbundnum módernisma, þar sem horn- réttar línur eru hið eina sanna evangelíum. Annað ágætt stílbragð á suðurhlið vestur- álmunnar felst í að láta nokkur pör af lárétt- um gluggum standa á móti hinum sem eru á hæðina. Á gólfum í forsal er ljósgrár steinn, sem raunar vekur enga sérstaka athygli, en mér fór eins og Njáli á Bergþórshvoli, að ég lét segja mér þrisvar og var satt að segja forviða þegar arkitektinn upplýsti að steinninn væri innfluttur frá Ameríku. Voruð þið ekki að sækja vatnið yfir lækinn, spurði ég arkitekt- inn, en hann mátaði mig strax. Það var að sjálfsögu hægt að láta vinna gólfflísar úr ís- lenzkum steini. En hann hefði kostað 100% meira en sá ameríski kostaði kominn á bygg- ingarstað í Borgartúninu. Glerlist Kristjáns í Nýherjahúsi Það er alltaf gleðiefni þegar myndlistar- í forsal Nýherjahússins. Á bak við stúlkuna við enda borðsins eru þrjár glermyndir Kristjáns Jónssonar í skilvegg. Málverkið er eftir Tolla. mönnum er gefið tækifæri til að koma að nýrri stórbyggingu með einhverjum hætti. Það ger- ist því miður ekki oft, en til eru þó fram- kvæmdamenn í atvinnulífinu með listrænan metnað. Kirkjur eru þær byggingar þar sem listamenn geta helzt gert sér vonir um tæki- færi. Nýjasta dæmið þar um er Grafarvogs- kirkja og stórfenglegt glerlistaverk Leifs Breiðfjörðs og annað, nokkurra ára, er frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þar sem Balta- sar vann stórar veggmyndir. Því miður hafa myndlistarmenn ekki fengið þann stuðning sem skyldi frá arkitektum; þeir gera afar sjaldan ráð fyrir myndlist, enda er þeirra hlutverk meðal annars að halda kostnaði í skefjum. Frumkvæðið verður því að koma frá þeim sem byggir. Undantekning er þegar eitthvað slíkt ger- ist, en Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja, hafði þann menningarlega metnað að vilja lyfta byggingunni með myndlist. Leitaði hann til Kristjáns Jónssonar listmálara, sem fædd- ur er 1960 og telst því af miðkynslóð lista- manna. Kristján stundaði nám við Massana- listaskólann í Barcelona og vakti strax athygli á sýningum hér fyrir sérkennilega tækni og það að vefa ýmiskonar letur og skrift inn í myndmálið. Frosti hafði séð þessar myndir Kristjáns og komið til hugar að einhverskonar leturmyndir væru ákjósanlegar í Nýherjahúsið. Eftir við- ræður við Kristján varð niðurstaðan sú að hann vann myndirnar í gler sem mynda skil- veggi milli gangs og fundarherbergja á fjór- um hæðum, en langstærstar eru tvær gler- myndir sem snúa út að forsal á jarðhæð. Fyrir listamanninn var sá annmarki á þessu að glerveggirnir urðu að vera tiltölulega ógagnsæir. Þessvegna hefur Kristján víða unnið neðantil á flötinn, eða annarstaðar en í sjónlínu. Það sést gegnum glerið ef einhver er í fundarherbergjunum, en það átti ekki að sjást eins berlega og í gegnum venjulega gler- rúðu, segir Kristján. Hann hefur notað ýmis- konar leturgerðir; þar á meðal frumletur frá Persíu, egypzt myndletur, eða hieróglýfur, rúnaletur, hebreskt letur og rómverskt letur. Jafnframt bregður hann upp hamrabeltum úr Esju, skýjafari, ám og fossum. Frá hreinu arkitektúr- og hönnunarsjónar- miði gengur dæmið til fullnustu upp með því að grátt glerið gengur í samband við liti og önnur byggingarefni innanhúss svo sem bezt getur orðið. Annmarkinn er hinsvegar sá, að þegar bæði sést lítið eitt í gegnum glerið og eins hitt, að umhverfið speglast mjög í því, verður listaverkið undir í samkeppninni um athygli. Ókunnur aðkomumaður gengur hæg- lega um þessa ganga án þess að taka eftir verki listamannsins. Raunar voru mestu vandræði að ná af því nothæfum myndum. Tæpast gengur upp að hægt sé að nota glerlist í innveggi sem þurfa að vera nokkuð heillegir. Öll glerlist, svarthvít eins og þessi, eða sú sem byggir á litum, þarf umfram allt birtu á bak við sig til þess að lifna við. í inn- ■ 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.