Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Qupperneq 4
.................... -
STURLA SIGHVATSSON - SÍÐARI HLUTI
HEILLUM HORFINN
EFTIR APAVATNSFÖR
Myndlýsing/Gísli Sigurðsson
Sturla Sighvatsson við leiðartok. Höfundur myndarinnar sér hann fyrir sér við upphaf Örlygsstaðabardaga.
Hann reynir enn að standa styrkum fótum og hefur í hendi sitt deiga spjót. En hann grunar að skammt
muni til endalokanna og þegar óvinaherinn sést, gengur hann til kirkju og biðst fyrir.
__EFT|R
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
Með Apavatnsför var
uppgangi Sturlunga lok-
aXndiwLdc,
Snorra Sturlusonar og
Sturlu Sighvatssonar til
fjár og valda varð báðum
að fjörtjóni. Frænda
þeirra, Sturlu Þórðarsyni
sagnaritara verður tíð-
rætt um ofsa nafna síns
þegar líður á ævina. Suð-
urgangan til Rómarvirð-
ist heldur ekki hafa gert
hann að betri manni.
STURLA réðst til suðurferðar og
var samferða Páli biskupi úr
Hamri, sem reyndist honum
hinn „mesti fulltingsmaður
allra hans mála, er þeir komu
til páfafundar“. Sturla Þórðar-
son var enn við sama hey-
garðshornið þegar hann lýsti
með hvaða hætti Sturla Sighvatsson fékk
lausn allra sinna mála og föður síns í páfa-
garði: „Hann var leiddur berfættur á millum
allra kirkna í Rómaborg og ráðið [þ.e. hýddur]
fyrir flestum höfuðkirkjum. Bar hann það
drengiliga, sem líkligt var, en flest fólk stóð úti
og undraðist, barði á brjóstið og harmaði, er
svo fríður maður var svo hörmuliga leikinn, og
máttu ekki vatni halda [þ.e. tárfelldu] bæði
konur og karlar.“
Sturla Þórðarson talaði ekki af sér um sam-
skipti nafna síns og Hákonar gamla þegar
hann kom aftur úr suðurvegi: „Fann Sturla
Hákon konung í Túnsbergi, og tók hann allvel
við honum, og dvaldist hann þar lengi inn síð-
ara vetur, er hann var í Noregi, og töluðu þeir
konungurinn og Sturla jafnan." f Hákonar
sögu segir hins vegar að konungur lét illa yfir
ófriðnum sem geisaði á íslandi og taldi að frið-
ur kæmist á ef einn réði mestu. Sturla taldi
þetta auðgert, „ef sá væri harðyrkjur og ráð-
ugur er við tæki“. Konungur hét að gera hann
höfðingja yfir landinu, en hann skyldi forðast
manndráp og senda menn heldur utan og ná
þannig ríki þeirra.
Sturla Þórðarson var og næsta fámáll um
komu nafna síns til íslands sumarið 1235. Ut-
anförin og aflausnin mörkuðu tímamót í lífi
Sturlu Sighvatssonar. Svo er að sjá sem hann
hafi verið hjá föður sínum á Grund um vetur-
inn því að um páskaleytið 1236 fara þeir feðgar
með tíu hundruð manna suður í Borgarfjörð
og var leiðangrinum stefnt gegn Snorra
Sturlusyni sem hörfaði undan og nam ekki
staðar fyrr en austur á Síðu, Sturla Sighvats-
son reið í Reykholt „og lét sem hann ætti þar
einn allt“ og lagði undir sig ríki hans í Borgar-
firði. Órækja Snorrason hafði gert mikinn
skaða í ríki Sturlu Sighvatssonar meðan hann
var erlendis og fyrir það mátti Snorri faðir
hans gjalda. Einnig fann Sturla Þorleif í Görð-
um „og játti hann öllu því, er Sturla bauð.“
Píslir þær sem Sturla mátti þola í páfagarði
urðu síður en svo til að gera hann að betri
manni. Nú meiddi hann andlegrar stéttar
menn og rauf orð og eiða þegar honum bar svo
við að horfa. Fyrr eða síðar hlaut að því að
koma að sömu vopnum yrði snúið gegn honum.
egar þessir atburðir gerðust var Sturla
Þórðarson rúmlega tvítugur að aldri og
orðinn þátttakandi í þeim hrunadansi
sem var að hefjast. Nú kynntist hann
nafna sínum og frænda af eigin raun og betur
en áður og að sama skapi þvarr aðdáunin,
enda skipti Sturla Þórðarson um sjónarhorn
þegar hann gerðist liðsmaður Órækju sem
Sturla Sighvatsson snerist gegn með ofurefli
liðs. Sturla Þórðarson var oftar en ekki sjónar-
vottur að framkomu Sturlu Sighvatssonar við
Órækju. þar sá hann nýja og ógeðfellda hlið á
goðinu sem hann hafði dýrkað; heitrofa, reik-
ulan í ráði sem hafði ekki stjórn á skapi sínu og
lét vinna níðingsverk. Sturla Þórðarson fylgdi
Órækju gegnum allar þær hremmingar sem
hann varð fyrir af völdum Sturlu Sighvatsson-
ar og skildi ekki við Órækju fyrr en hann lét í
haf. þegar Hákoni konungi bárust tíðindin af
framferði Sturlu þótti honum Sturla fara fram
af meiri hörku en hann hafði ráðlagt honum.
Fljótlega urðu viðsjár með Þorleifi í Görð-
um og Sturlu ekki síst vegna þess hversu
Órækja var sárt leikinn. þegar Snorri Sturlu-
son frétti það kom hann aftur að austan og
þeir Þorleifur drógu lið saman og ætluðu að
Sturlu á vordögum 1237. Snorri sneri frá, en
Þorleifur háði bardaga við Sturlu að Bæ í
Borgarfirði og beið lægri hlut. í lýsingu Sturlu
Þórðarsonar af bardaganum er framgöngu
Sturlu Sighvatssonar að engu getið, enda
snerist frásögnin öll um framgöngu manna
Þorleifs, og það eitt greint frá vopnaskiptum
manna Sturlu að þeir „lögðu og hjuggu sem
þeir komust við,“ þegar menn Þorleifs gátu
litlum vörnum við komið og hugsuðu um það
eitt að ná kirkjugriðum. „Lést þar þá margt
manna, en fjöldi varð sár“. Loks veitti Sturla
„atkvæði, að hætta skyldi áverkum við menn“.
Þorleifur og menn hans fengu grið en urðu
að selja Sturlu sjálfdæmi og var ráðið að Þor-
leifur og Ólafur Þórðarson færu utan. Snorri
Sturluson fór einnig utan þá um sumarið.
Sturla Sighvatsson hafði þá náð yfirráðum yfir
veturhluta landsins frá Borgarfirði til Vest-
fjarða. Þórður Sturluson föðurbróðir hans lést
þá um vorið, en á jólaföstu brugðu þeir bræður
Sturla Þórðarson og Þórður tiggi á það ráð að
fara á fund Sturlu Sighvatssonar sem sat að
búi sínu á Sauðafelli. Hann tók þeim allvel „og
hét að gera þá að sæmdarmönnum, ef þeir
kynni til að gæta.“
Með þessari kúvendingu gerðist
Sturla Þórðarson liðsmaður nafna
síns og fylgdi honum meðan báðir
lifðu. Engum getum verður að því
leitt hvort honum hefir verið það alls kostar
ljúft. Fleirum kann af hafa þótt nóg um yfir-
gang Sturlu. íslendinga saga hermir að við-
ræður feðganna Sighvats og Sturlu um Bæjar-
bardaga hafi verið með nokkurri eljaraglettu
(þ. e. meinlegu skopi) af hálfu Sighvats. það
bendir til að undir gamansemi Sighvats hafi
búið þung alvara þótt hann hefði valdadrauma
Sturlu að háði.
Ekki er að sjá að viðhorf Sturlu Þórðarson-
ar til nafna síns hafi breyst eftir þetta meðan
báðir lifðu og honum orðið ljósari þverbrest-
irnir í skapgerð hans við hverja nýja atrennu í
valdabaráttunni. Sturla Sighvatsson gerði sér
tæpast ljósar þær afleiðingar sem leitt gátu af
áformum hans að ná völdum í landinu öllu.
Hann skapaði sér átyllu til ófriðar við Sunn-
lendinga. Föður hans hefir örugglega verið
kunn öll sú ráðagerð. Til þess benda samræð-
ur Sighvats við Má kumbalda um ferðir Sturlu
sem „kvað hann [þ. e. Sighvat] gerst mundu
vita. þá tók Sighvatur til orða: „Hve lengi mun
haldast ofsi sjá inn mikli, er Sturla hefir um-
fram alla frændur vora?“ Már svarar: „það
þykkir líkligt, að lengi haldist fyrir þínar sakir
og annarra frænda yðvarra göfugra... og vilda
eg heyra, hversu þú gætir til eða hversu þér
segði hugur um þetta.“
Sighvatur svarar: „Ekki kann eg til slíks
að sjá, en fá eru óhóf alllangæ. En þó
má vera, að þetta sé langætt, ef hann
drepur eigi brátt fæti, en ef hann drep-
ur,þá mun hann drepa eigi sem minnst.“
Ahyggjum Sighvats af framferði Sturlu vor-
ið 1238 er lýst aftur og aftur.
Hann kom til Sauðafells og ræddi ferðir
Sturlu við Solveigu tengdadóttur sína. Hún
taldi að honum væru þær „eigi ókunnara en
sér.“ Skömmu síðar kom Sturla, heilsaði föður
sínum og settist niður að fótum honum. Sig-
hvatur spurði um ferðir hans og var síst af öllu
hlátur í hug og sagði „það eitt erindi verið
mundu hafa, er vera myndi verra en ekki.
Sturla kvað hann það eigi mundu vita. Spratt
hann þá upp og gekk út, kom inn aftur og sett-
ist í sama stað.“ þegar Sighvatur heyrði að
Sturla ætlaði „suður um land“ sagði hann:
„þar hefir þú illt erindi, er þú ætlar að deila
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR ] 9. ÁGÚST 2000