Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Side 7
Jenny Holzer. Electronical Sign. 1993-94. Morgunblaðið/Sverrir Tehcing Hsieh. New York-gjörningur 1983.
PAINTING TO EXIST ONLY WHEN IT'S
COPIED OR PHOTOGRAPHED
Let People copy or photograph your
paintings.
Destroy the originals.
1964 spring
Yoko Ono. 1964. Málverk sem er til aðeins þegar það er fjölfaldað eða Ijósmyndað. Myndin er í
eigu Listasafns Reykjavíkur.
in koma víða að,“ segir Eiríkur Þorláksson,
forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.
„Verkin eru sum hver í eigu listamannanna
sjálfra eins og Roman Opalka. Mörg verk
koma frá Silvermann Collection sem er
stórt safn flúxusverka í Detroit. Sýningin
hér á Kjarvalsstöðum er ekki nákvæmlega
eins og sýningin í Björgvin. Bæði hefur ver-
ið skipt um nokkur verk og við leggjum til
nýjan þátt í sýninguna sem snýr að bygg-
ingarlist. Pétur Armannsson og Ágústa
Kristófersdóttir hafa unnið verkefni sem
lýsir sögu hússins hér á Kjarvalsstöðum. Á
sýningunni í Bergen voru nokkur listaverk
frá fyrri öldum sem sýndu stökk í listasög-
unni. Við settum það til hliðar og tókum
byggingarlistina inn í staðinn. Uppsetning
sýningarinnar er einnig frábrugðin en það
er eðlilegt þar sem sýningarrýmið er gjör-
ólíkt og uppsetningin tekur mið af því.“ Að-
spurður um hvers vegna tíminn sem hugtak
í myndlist hafí orðið fyrir valinu segir Eirík-
ur að þeim hafi fundist sem nú væri mikil-
vægt að huga að tímanum. „Árið 2000 er í
huga flestra stór tímamót og mjög mörg
þessara verka benda á að tíminn er áfram-
haldandi ferli, hér má sjá gjörning kín-
verska listamannsins Hsieh sem stóð í heilt
ár og verk Daniels Buren sem sýnir tvo
fána, annan sem stóð utandyra og hinn inn-
andyra, báðir hafa hrörnað í tímans rás en
hvor á sinn mátann. Verk Rutault sem stóð
uppi í undirgöngum við Skógarhlíð í heilan
mánuð áður en sýningin var opnuð er einnig
dæmi um hvernig tíminn leikur listaverk.
Ég held því að margir eigi eftir að hafa
gaman af að skoða þessa sýningu með þetta
í huga. Ekki eingöngu sem skoðun á ein-
stökum verkum eða nöfnum, heldur hvað
verkin bera með sér varðandi viðhorf til
tímans sem fyrirbrigðis."
Áhrif tímans á byggingarlistina
Ágústa Kristófersdóttir, listfræðingur á
byggingarlistardeild Kjarvalsstaða, hefur
ásamt Pétri Ármannssyni arkitekt unnið
verkið um sögu Kjarvalsstaða. „Þetta er
saga byggingarinnar sjálfrar sem rakin er í
ljósmyndum og með ýmsum hætti. Tíminn
hefur að sjálfsögðu haft sín áhrif á bygging-
una, ýmsar sýningar hafa valdið tímabundn-
um breytingum á henni og húsið sjálft hefur
breyst. Pétur H. Ármannsson segir í grein í
sýningarskrá sem hann nefnir Vitund, upp-
lifun, varanleiki, að byggingarlistin sé ofin
þremur meginþáttum, tækni, notum og list,
og vitnar þar til umfjöllunar Harðar Ágústs-
sonar á kenningum rómverska arkitektsins
Markúsar Vitrúvíusar Pollíó. „Þegar fjalla á
um tímahugtakið í húsagerð er nærtækt að
nálgast viðfangsefnið út frá skilgreiningu
Vitrúvíusar um þrjá meginþætti byggingar-
listar. Við nánari skoðun kemur í ljós að
hver þáttur á sér samsvörun í tímatengdu
hugtaki; tækni sem varanleiki, not sem vit-
und og list sem upplifun. Þótt þessi tenging
orða sé huglæg er hún gagnleg til að draga
fram ólíkar birtingarmyndir tímahugtaksins
í manngerðu umhverfi, borgum og bygging-
um.“
Dvaldi heilt
ár utandyra
Eitt af verkunum á sýningunni er skýrsla
Teching Hsieh um árslanga útigöngu sína í
New York. „Hann dvaldi undir berum himni
í borginni í eitt ár 1983 og skráði nákvæm-
lega ferðir sínar og hélt einnig til haga öll-
um fatnaði sem hann klæddist," segir
Ágústa Kristófersdóttir. „Verkið sem er
eins konar skýrsla um þennan gjörning felst
í kortum af ferðum hans um borgina og föt-
unum sem hann klæddist. Hsieh hefur fram-
ið fleiri gjörninga sem eiga það sameigin-
legt að ná yfir eitt ár. Sá fyrsti var árið
1978, þegar hann bjó eitt ár í búri, sá næsti
árið 1980 og er honum lýst svo „Punch time
clock every hour on the hour 24 hours a day
for one year“. Árið 1985 framdi hann síðan
árslangan gjörning sem fólst í því að í heilt
ár talaði hann ekki um list, horfði ekki á
list, vann ekki að list, sem virðist kannski
vera nokkuð mótsagnakennt.“
Annað verk sem beinist í sömu átt er verk
George Maciunas frá 1972 er nefnist One
year og er samsafn af dósum undan appels-
ínusafa. Listamaðurinn On Kawara málar
dagsetningu á striga sem hann nefnir Date
painting, sept. 14. 1975 og Yaacov Agam á
mynd sem breytir um lit og form eftir því
frá hvaða sjónarhorni er horft á hana.
Never believe heitir hún og gæti þaðútlagst
sem Trúðu aldrei eigin augum.
Roman Opalka segist horfast í augu við
tímann í verkum sínum og kveðst vilja skrá
þann tíma sem honum sé gefinn frá upphafi
til enda. „Hann skráir stöðugt mark sitt á
okkur, þó við viljum stundum ekki kannast
við handbragðið þegar við lítum í spegilinn."
SUMUM kann að virðast það fjar-
stæðukennt og jafnvel örlítið
bilað að hefja Iistferil sinn með
því að mála örsmáan (3-5mm)
tölustafinn 1 í efsta horn
vinstra megin á striga sem er
196x135 sm á stærð og halda
síðan áfram í beinni línu með
tölustafina 2,3,4 o.s.frv. þar til striginn er
fylltur örsmáum tölum sem enda í neðsta
horninu hægra megin. Síðan er annar strigi
strengdur á blindramma í nákvæmlega sömu
stærð og haldið áfram að telja og nú rúmum
fjörutíu árum siðar er listamaðurinn búinn að
telja vel á sjöttu milljón og verkin eru orðin
háttílOO.
Hann er pólskur að uppruna og stundaði
listnám sitt þar og hóf feril sinn þar í landi.
Hann segist hafa velt því fyrir sér mjög fijót-
lega hvernig hann gæti sem best náð tökum á
því að túlka tímann í verkum sfnum og þetta
hafi verið niðurstaðan. „Það var ekkert sjálf-
sagt að marka gang tímans með tölum. Ég
hafði áður málað verk með punktum en
punktar eru allir eins og ekki hægt að átta sig
á hnulegu eðli tímans með jafti góðu móti. Eitt
sinn var ég biða eftir konu minni, hún var sein
og ég taldi sekúndur og mínútur þar til hún
kæmi. Þá sló þetta mig. Að telja, mála tölur.
Síðan var ekki aftur snúið.“
Opalka segist oft hafa verið spurður að því
hvort lífsstarf hans sé honum ekki áþján og
hvort það sé ekki merkingarlaust. Hann
Roman Opalka. Tölur. 1965. Eign
listamannsins.
kveðst svara því til að viðkomandi væri nær
að spyrja foreldra sína þessarar spurningar;
hvers vegna er ég til, hvers vegna lifi ég og
hvers vegna dey ég? „Það er viðfang listar
minnar, líf mitt frá upphafi til enda, en reynd-
ar tekur það ekki enda heldur streymir lífið
áfram. Ég mun halda áfram að telja til eilífð-
ar,“ segir þessi rúnum risti listamaður sem
hóf feril sinn í Póllandi á sjötta áratugnum
undir hæl koinmúnistastjórnar sem leit hug-
mynd hans homauga og taldi merki um borg-
aralega úrkynjun. „Ég var einn í mörg ár með
list mma og menn töldu mig ruglaðan. Eftir að
ég fluttist til Pan'sar tók líf mitt aðra stefiiu
og þar hef ég getað sinnt list minni ótruflað-
ur.“
Opalka segir að fyrsta tölustafamynd hans
sé varðveitt á rfkislistasafninu í Lodz í Pól-
landi. „Safnsijóranum þótti ekki inikið til
hennar koma og greiddi mér nánast ekkert
fyrir hana. Nú er þetta talinn einn af dýrgrip-
um safnsins og aðeins sýnd einstaka sinnum
þar sem hún er máluð með temparalitum og
eldist illa. Ég fór fijótlega að mála með akrýl-
litum og hef ekki breytt tækni minni síðan. En
myndirnar taka hægfara breytingum. Fyrsta
myndin var máluð með hvítum stöfúm á svart-
an bakgruim. Með hverri mynd lýsist bak-
grunnurinn um 1%. Nú er bakgrunnurinn orð-
inn fremur ljós en mér telst til að með
svipuðum afköstum og ég hef núna, 1-2 mynd-
ir á ári, þá verði bakgrunnurinn orðinn nánast
alhvítur þegar ég verð 84 ára. Þá mun ég samt
halda áfram að mála hvíta tölustafi á hvítan
bakgrunn, það verður erfitt en þó verður allt-
af áferðarlegur munur á bakgrunni og tölu-
stöfum þó hann verði kannski ekki sjáanleg-
ur.“ Hvort þetta sé hugsað sem táknrænt fyrir
samruna listamannsins við eili'fðina ypptir Op-
alka öxlum en brosir þó og segir það vel geta
verið. „Ég ákvað að hafa þetta svona strax í
upphafí og hef haldið mig við það. Aðrir verða
að túlka það á þann hátt sem þeir vilja.“
Að baki þessari hugmynd Opalka sem í
fyrstu virðist einföld en dýpkar sífellt eftir því
sem áhorfandinn leyfir sér að hugsa lengra
liggur einstæð sýn á tilvist mannsins og þann
tíma sem einstaklingnum er gefinn hér á jörð.
„Tíminn er afstæður og hann tekur líka upp
rými. Tíminn umlykur okkur og hann gengur
ekki eftir beinni li'nu. Tölumar mrnar fela
þetta í sér. Á milli þeirra eru óendanleg
augnablik sem eru þó örstutt. Lífið og dauð-
inn takast sífellt á. Ég hef verið spurður að því
hvers vegna ég túlki ekki tilfinningar mínar.
Hvers vegna ég máli bara tölur á striga. En
verk mín eru hlaðin tilfinningu. Hlaðin gleði
yfír hverju augnabliki iífsins og þeirri stað-
reynd að dauðinn bíður okkar allra. Ég horfist
stöðugt í augu við dauðann en nýt hvers
augnabliks lífs mi'ns og skrái þau niður. Þetta
er sama mótsögn og fólgin er í' tilverunni
sjálfri."
Verk Opalka eru framúrskarandi myndlist.
Þegar áhorfandinn virðir þau fyrir sér úr
nokkurri fjarlægð eru þau eins og síbreytilegt
mynstur. Olduhreyfing, glitrandi mistur á
sjávarfleti. Þegar nær er komið og rýnt er í
myndimar sjást hinar örsmáu tölur. Eins og
tíminn, óendanlegur og alltumlykjandi en
samsettur úr ótal örsmáum augnablikum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000 7