Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 15
MEÐ ÚTIVIST Á
SKAFTÁRTUNGUAFRÉTTI
EFTIR ÖNNU SOFFÍU
ÓSKARSDÓTTUR
ÚTIVIST hefur frá upphafi haft áhuga á ferð-
um um landsvæði það sem nú er Skaftárhrepp-
ur. Má sem dæmi um þann áhuga nefna göngu
á Lómagnúp á fyrstu árum félagsins og bygg-
ingu salemis á tjaldstæði við Núpsstaðar-
skóga.
Undanfarin ár hefur Útivist einkum lagt
áherslu nýja gönguleið um Skaftártunguafrétt,
frá Sveinstindi við Langasjó, niður með Skaftá
um Skælinga og Eldgjá. Þetta er einstaklega
falleg gönguleið um
land sem fáir hafa
þekkt fram að þessu og
landssvæðið mjög vel
til útivistar fallið, hvort
heldur sem er til helg-
ardvalar og gönguferða
út frá skálum þeim sem
Útivist hefur endur-
byggt á þessum slóðum eða þátttöku í ferðum
Útivistar á gönguleiðinni Sveinstindur-Skæl-
ingar-Eldgjá.
Langisjór er vatn í lægð milli Tungnaárfjall-
garðs og Breiðbaks í vestri og Fögrufjalla í
austri. Það er giíðarlangt, 22 km, en mjótt og
hvergi er hægt að ná sýn yfir það allt saman af
einum stað. Svo gott sem allt umhverfi vatns-
ins er gróðurlaus auðn og engar heimildir geta
um vatnið fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Af-
rennsli Langasjávar er um Affall, rúma 3 km
frá innri vatnsendanum. Þar fellur það í fossi
til Skaftár.
Þetta hafa jafnan verið fáfamar slóðir.
Fyrstu menn sem vitað er að farið hafi hér um
voru bændur að leita haga í byrjun september
1884. Þeir fundu þá Langasjó og kölluðu Skaft-
árvatn. Þótti bændum illa heimtast fé af fjalli
og útilegumannatrúin var hætt að hindra
menn í landkönnunum í sama mæli og áður.
Voru þeir fjórir saman, hver með tvo hesta,
annan til reiðar en á hinum nesti sitt og farang-
ur öðmm megin en hinum megin hey og ís-
lenskt korn handa hestunum. Þeir riðu á tveim
dögum frá Búlandi að Langasjó og rannsökuðu
fjallgarðinn austan hans sem þeir kalla Skaft-
árfjöll. Þorvaldur Thoroddsen skapaði örnefn-
in Sveinstind, Langasjó og Fögrufjöll fáeinum
árum slðar er hann kom hér í landkönnunar-
leiðangri sínum.
Bændurnir könnuðu land inn með Tungnaá,
allt til jökuls. Ætla má að þeir hafi komið fyrst-
ir manna í Jökulheima. Þaðan fóru þeir til
Fiskivatna (Veiðivatna) og könnuðu síðan há-
lendið upp fyrir Gjárfjöll og norður undir
Köldukvíslarbotna, fundu Þórisvatn og Illaver
við norðurenda þess. Vegna illviðris og hag-
leysis fyrir hrossin gátu þeir ekki fullkannað
landið sunnan Breiðbaks en fundu þó Lóna-
vötnin. Alls tók ferðin 11 daga. Um land þetta
segir Ólafur Pálsson, einn leiðangursmanna:
„Eg hef aldrei séð eins stórt pláss algraslaust
eins og allt þetta, sem við vorum búnir að fara
yfir, frá fremra fjallgarði Skaftárfjalls - nema
við Fiskivötn. Sandar, hraun, sker og fjöll með
mosateigingum, helst ofan til“ (Pálmi Hannes-
son í Hrakningar og heiðavegir 1957).
Sveinstindur er við suðurenda Langasjávar.
Hann vildu landaleitarmennirnir kalla Bjarna-
tind eftir Bjarna í Hörgsdal sem fyrstur hafði
klifið hann fáum árum fyrr. Þorvaldur Thor-
oddsen nefndi hann örfáum árum síðar til heið-
urs Sveini Pálssyni lækni og náttúrufræðingi
enda vissi hann líklega ekki af ferð fjórmenn-
inganna. Sveinstindur er fremur léttur upp-
göngu en útsýnið af honum og fjallasýn er ein-
stök. I góðu skyggni sést til Öræfajökuls í
austri og Heklu í vestri. Haukfránir telja sig
jafnframt geta greint Eiríksjökul yfir slakk-
ann í Langjökli. Útsýni yfir Langasjó og
græna og svarta tinda Fögrufjalla lætur engan
ósnortinn. Eitt örnefni hefur varðveist úr ferð
þeirra fjórmenninga sem fyrr eru nefndir,
Hellnafjall, en vel má halda til haga nafngift
þeirra á hnjúknum milli Sveinstinds og Hellna-
fjalls, Mosahnjúkur.
Að lokinni göngu á Sveinstind er notalegt að
leita svefnstaðar í nýbyggðum skála Útivistar
og afréttarfélags Skaftárhrepps. Þar var
byggt ofan á gamlan hlaðinn gangnamanakofa,
þannig að allar hleðslur hafa verið látnar halda
sér. Þar hefur foksandurinn og gróðurinn
skreytt einstaklega fallega undirstöður undir
nýja húsið um leið og hestar fjallmanna eiga
öruggt skjól í rysjóttum haustveðrum. Oftast
er talað um húsið sem „sæluhúsið við Sveins-
tind“ en vel er við hæfi að rifja upp og festa í
ÖT»I
Útivistarhópur við Nyrðri-Ófæru ofan við Ófærufoss.
Séð yfir Langasjó af Sveinstindi.
sessi nafnið sem landaleitarmennirnir gáfu
hnjúknum ofan við skálann en hann nefndu
þeir Mosahnjúk.
Margir möguleikar eru til gönguferða héð-
an. Halda má til norðurs, ganga um Fögrufjöll-
in norður að Útfalli. Hnjúkarnir og skörðin á
milli þeirra eru svo margvísleg að auðlvelt er
að velja gönguleiðir þannig að ekki sé gengið
sömu leið til baka, jafnvel þótt ekki sé farið inn
yfir Affall og annaðhvort til vesturs til Jökul-
heima eða austurs til Lakagíga. Önnur athygli-
verð leið sem ganga mætti er um Lónaverið og
Faxasund suður á Fjallabaksleið nyrðri.
Sú leið sem Útivist hefur lagt áherslu á er til
suðurs með fallegum flúðum og straumköstum
Skaftár. Þegar kemur að Uxatindum má velja
um tvær leiðir, annaðhvort uppi í austurhlíðum
Uxatinda yfir Skaftánni eða um stórfenglegt
gljúfur vestan Uxatindanna. Neðst í gljúfrinu
er lítið stöðuvatn en er innar kemur verður
gljúfrið þrengra og tröllslegra. Óendanleg fjöl-
breytni klettamyndana gerir að verkum að
ferðin sækist ef til vill seint en leiðin er greið-
fær og ekki brött.
Þegar upp úr gljúfrinu kemur eru tignarleg-
ir tindar Grettis á hægri hönd en fram undan
hallar fljótlega undan fæti niður í Skælinga.
Skemmtilegar gönguleiðir eru á Gretti, annað-
hvort upp í suðurenda hans, með útsýni yfir
Blautulón, Grænafjallgarð og suður til Mýr-
dalssands, þar sem sjá má Hafursey og Hjör-
leifshöfða, eða upp í skarðið á móts við gljúfur-
endann og er þá auðgengt á norðurhluta
Grettisins og ekki síðra útsýni þaðan.
Skælingar eru sundurskornir af bröttum
giljum þar sem þunnur og viðkvæmur gróður
hylur vikur og eldjfallaösku frá Skaftáreldum
og öðrum eldgosum sem mótað hafa landsvæð-
ið hér. I Skælingum, þar sem heitir Stóragil,
hefur Útivist endurbyggt annan gamlan
gangnamannakofa hlaðinn úr hraungrýti og
var þess gætt að varðveita hleðslur og einfald-
leika hússins. Þar eru einstakar hraunmynd-
anir úr Skaftáreldum sem minna á lystigarð.
Þegai- náttúruöflin skapa listaverk verður
manninum stundum fátt um orð og löngum
tíma má verja til að skoða þær höggmyndir
sem jarðeldur og vatn hafa myndað í Skæling-
um, ekki aðeins við skálann, heldur einnig í
giljunum beggja vegna.
Margar gönguleiðir má velja frá skálanum í
Skælingum, velji menn að dvelja þar einhverja
daga. Búið er að nefna gilin í nági’enni skálans,
ekki er síður skemmtilegt að ganga upp með
Skaftá, skoða gil og gljúfur á þeirri leið, ganga
hring um Uxatinda eða á Grettinn.
í björtu veðri er gaman að ganga héðan á
Gjátind og niður í Eldgjá. Útsýnið er glæsilegt
yfir Lakagígasvæðið og hálendi Skaftárhrepps
til Vatnajökuls og Lómagnúps en á hina hönd-
ina má sjá Grænafjallgarð og önnur fjöll á
Fjallabaksleið nyrðri.
Nyrðri-Ófæra fellur í stórfenglegum fossum
ofan í Eldgjána og þótt margir sakni steinbog-
ans mikla, segja aðrir að nú fyrst njóti efri
fossinn sín til fulls þegar athyglin er ekki leng-
ur öll bundin steinboganum. Já mörg er leið
manna til að sætta sig við þá sífelldu mótun
sem fram fer í náttúru okkar unga lands.
Þegar í gjána er komið er sjálfsagt að ganga
áfram niður með ánni, skoða eldgíga og gos-
myndanir og myndarlega hraunbrú yfir hana.
Þá er farin að styttast leiðin að Lambaska-
rðshólum þar sem bændur í Skaftárhreppi
eiga stórt og myndarlegt sæluhús og góð tjald-
stæði. Nú er komið út fyrir það svæði sem ætl-
unin var að fjalla um í þessari grein. Ekki get
ég þó stillt mig um að hvetja hvem þann sem
hér staldrar við að ganga upp hrauntunguna
meðfram Syðri-Ófæru, skoða stuðlaberg-
smyndanir og glæsilegan foss í ánni sem ótrú-
legt nokkuð virðist vera nafnlaus en sumir hafa
viljað nefna Silfurfossmeð tilvísun til þess að
hann líkist að nokkru Gullfossi, þótt stærðin sé
talsvert minni. Héðan geta líka legið margar
stórskemmtilegar gönguleiðir, t.d. um Álfta-
vötn og syðri hluta eldgjármyndunarinnar að
Strútslaug.
Vegna þess hversu fáfarið hefur verið um
þær slóðir sem nú hefur veruð fjallað um er
landið mjög ósnortið. Fáar götur hafa gengist í
landið og víða er svörðurinn mjög viðkvæmur.
Vil ég því hvetja ferðamenn til að gæta vel að
umgengni sinni, nota götur þar sem þær hafa
troðist, fara varlega um viðkvæmai-
mosaþembur og örþunna gróðurhulu og leggja
frekar lykkju á leið sína þar sem það er hægt
en að troða á alveg ósnortnu landi. Okkur
hættir til að hugsa um hina sem skemma land
en gleyma að grófu gönguskórnir okkar geta
líka skapað sár í jarðveginn og stafirnir rótað
upp viðkvæmri fléttuskán.
Höfundur er fararstjóri hjó Útivist.
SVEINN AUÐUNSSON
ÁTTA
TILBRIGÐI
VIÐ NÓTT
Ó, vornótt blíð, sem vekurallt
að nýju
af vetrarblundi löngum og
gróðri skrýðir jörð.
Nú ilmar brum og anga mold-
arbörð
er andar suðrið milt í bii'tu og
hlýju.
Sumarnótt migfyrrum tældi á
tálar.
Ég týndi mérhjá þér. Hve þá
leið stundin fljótt.
Mig heillar enn þín heiðbjört,
milda nótt.
Mitt hrifnæmtgeð hún ennþá
fögur bálar.
Haustsins nótt með húmið,
rökkriðdula;
hve heillarkyrrð þín djúpa þó
boði konungs völd.
Þú segir mér að ævinnar brátt
sé komið kvöld;
að kolsvört nóttin yfrr miglegg-
ist senn sem hula.
Vetrarnótt, má fegurð þinni
híka?
Þú fjölda kvíða vekur svo löng
ogköld ogdimm.
Mér finnst þú samt ei alltaf svo
óskaplega grimm.
Sem aðrir tímar býrð þú yfír
þínum töfrum líka.
Hljóða nótt, hve nú ég met þig
meira.
Afmínum herðum veltirþú oki
daga þungu.
Þú freisting áður kveiktir í
frísku hjarta ungu,
sem fannst það aldrei nógfá af
gleðisöngí eyra.
Þá bjarta nótt við daginn lagði
langan.
Sem lamb á vorsins degiþá
tæpast réði mér.
Minningfögur eilíft blómstur
ber.
Mér berst að vitum höfug og
löngu dáin angan.
Helga nótt í desember svo
dimmum;
þín dýrð er engu minni en þá er
var ég barn.
Þú lýsir upp vort lífsins eyði-
hjarn
um litla stund í heimi svo
óskaplega grimmum.
Langa nótt, vorhuggun allra
hinsta,
þú hvarma þreytta strýkur er
lokast síðast brár.
Þú græðir öll vor lífsins svöðu-
sár
og sofa læturjafnt þann
stærsta ogþann minnsta.
Höfundurinn býrá Egilsstöðum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000 1 5