Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 16
MALAÐILEIKTJOLD LIFSINS Gerðarsafn í Kópavogi hefuropnað sýningu ó mólverkum, teikningum og leikmyndum Sigfúsar Halldórssonar. INGA AAARÍA LEIFSDÓTTIR kynnti sér sögu Sigfúsar og ræddi við Guðbjörgu Kristjóns- dóttur, forstöðumann safnsins, um tónskóldið og listmólarann sem ó svo sterkar rætur í Islendingum. SIGFÚS Halldórssson á sérstakan sess í hugum okkar íslendinga fyrir að semja mörg af okkar ást- sælustu sönglögum. En það var önnur listgrein sem átti hug Sig- fúsar, auk tónlistarinnar, og var það málaralistin. Frá unga aldri hafði hann brennandi áhuga á myndlist og hóf hann sitt fyrsta nám í teikningu aðeins sextán ára gamall, við málaraskóla Bjöms Bjömssonar og Marteins Guðmundssonar. Arið 1944 hélt Sigfús tO Lundúna að læra leik- tjaldamálun, en leikhúsið og störf hans við það sameinuðu þessi tvö helstu áhugasvið hans. Hann starfaði við leiktjaldamál- un samfara ýmsum öðrum störf- um, og eru enn varðveittar nokkrar af leikmyndum hans. Af myndum hans eru þó frægastar götulífsmyndir hans, svipmyndir frá Reykjavík og Kópavogi, þar sem hann bjó síðari hluta ævi sinnar. Þessar myndir sýna hús, bíla og götur bæjanna, og hafa margar hverjar mikið heimOda- gildi um staðarhætti um miðja öldina, þar sem mörg húsin sem eru á myndunum, eru nú horfin. „Tdefnið að sýningunni er það að hann hefði orðið áttræður 7. september, en hann lést árið 1996,“ segir Guðbjörg. „Því var ákveðið að halda sýningu á verk- um hans. Auk þess verður tónlist Morgunblaðið/Ásdís hans flutt í Salnum á tónleikum Templarasund eftir Sigfús Halldórsson, gerð árið 1979. Austurstræti eftir Sigfús Ilalldórsson, gerð árið 1959. Morgunblaðið/Ásdís sem verða fljótlega, lötlega á af- mælisdaginn hans, þannig að í þess-. um tveimur menningarhúsum Kópavogs verður list hans kynnt. Annars vegar málaralistin hér og hins vegar tónlist hans í Salnurn." Sigfús var fyrsti lærði leiktjalda- jnálarinn á Islandi. „Hann vann leiktjöld fyrir ýmsa leikhópa og við höfum nokkur þeirra til sýnis hér á sýningunni," segir Guðbjörg. „Meðal þeirra eru leiktjöldin fyrir Tondeleyo, leikhússtykki sem hann samdi einnig eitt af sínum frægustu lögum við. Þau voru gerð árið 1958.“ Sigfús helgaði einungis nokkrum árum ferlis síns leiktjaldamálun eingöngu, en fór í æ ríkari mæli að mála myndh- af götum, húsum, bflum og lífi í Reykjavík. „Þetta varð hans sérgrein og þar hefur hann ákveðna sér- stöðu meðal íslenskra málara,“ segir Guðbjörg. „Þar er hann líklega langvinsælastur og vatnslitamyndirnar voru hans jrein af þessum myndum. hefð, að mála staðarmynd- ér vel þekkt í evrópskri dlistarsögu. Eiginlega má að hann hafi snúið sér frá leiktjöldum leikhússins og farið að mála leiktjöld lífsins.“ Að sögn var Sigfús afkasta- mikfll málari, og vinsæll að sama skapi. „A sýningunni eru 135 verk eftir hann, sem gefur ágæt- , , is yfirlit yfir feril hans,“ segir Sigfús Halldórsson Guðbjörg. „Þau eru flest í eigu fjölskyldu hans, en líka listasafna og ýmissa einstaklinga. Hann var vinsæll meðal almenn- ings meðan hann lifði og er það enn. Hann á að vissu leyti stað í hjörtum okkar.“ UNDARLEG ANDSTÆÐA LANDS í þorpinu Worpswede í Þýskalandi var starfandi listamannanýlenda um síðustu aldamót. Þekktust þeirra myndlistarmanna sem þar störfuðu er Paula Modersohn-Becker og er nú opnuð sýning ó teikningum og grafíkverkum hennar, auk fimm annarra mólara úr nýlendunni, í Gerðarsafni. SÝNING á verkum þýskra myndlistar- manna frá síðustu aldamótum verður opnuð í Gerðarsafni í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Paula Modersohn- Becker og málaramir í Worpswede". Verk sex myndlistarmanna, einnar konu og fimm karlmanna, eru þar sýnd, en þau voru hluti af hinni þekktu listamannanýlendu í þorpinu Worpswede, skammt frá Bremen í Þýskalandi í kringum aldamótin 1900. Myndlistarmenn- irnir sem um ræðir eru Paula Modersohn- Becker, Otto Modersohn, Fritz Mackensen, Hans am Endem, Fritz Overbeck og Heinrich Vogeler. A sýningunni eru landslagsverk, teikningar og grafíkverk. „Þetta er þýsk aldamótalist sem er mjög falleg,“ segir Guðbjörg. „Listamennirnir fóru út í lítið þorp sem heitir Worpswede og stofn- uðu þar listamannanýlendu. Þar byrjuðu þau að gera landslagsmyndir, þar sem þau höfn- uðu þeirri hefðbundnu akademísku sýn á landslagsmálverk sem þeim hafði verið kennd í listnámi.“ Sá listamaður hópsins í Worpswede sem var róttækastur og markaði dýpst spor í átt að módernisma var Paula Modersohn-Becker. Hún hafði kynnst verkum franskra módemista eins og Cézanne, Van Morgunblaðið/Ásdís Ein af grafíkmyndum Paulu Modersohn- Becker á sýningunni í Gerðarsafni. Morgunblaðið/Ásdís Dæmigerð landslagsmynd iistmálaranna í Worpswede á sýningunni í Gerðarsafni. Gough og Gaugain og hreifst af stílnum. „Það sem gerir hana svo nútímalega, sem raun ber vitni, er að hún leitar að sem mestri einföldun formsins,“ útskýrir Guðbjörg. „Þetta kemur best fram í teikningum hennar. Hún teiknar af miklu næmi sem tíðkaðist ekki um hennar daga og það má greina mjög nútímalegan tón í verkum hennar.“ Paula lést langt um aldur fram, aðeins 31 árs að aldri, en verk hennar eru viðurkennd í dag sem hluti af sígildum þýskum módern- isma. „Svo voru aðrir listamenn í kringum Paulu, maðurinn hennar og fjórir aðrir mynd- listarmenn í nýlendunni með henni,“ segir Guðbjörg. „Hið kunna þýska ljóðskáld, Rainer Maria Rilke, var þar einnig á sama tíma. Á sýningunni höfum við því ákveðið að gera texta hans sýnilega, með því að skrifa þá upp á stóra borða sem hengdir verða í loftið og hafa púlt með bókum hans til sýnis. Rilke og Paula voru vinir og höfðu mikil áhrif á list hvors annars. Umhverfið í Worpswede hafði mikil áhrif á verk hans, eins og myndlistarmann- anna, og hann lýsti því sem undarlegri and- stæðu lands.“ Sýningin er farandsýning sem hefur farið víða, meðal annars til Frakklands og Skot- lands. „Hún hefur hlotið mjög mikla aðsókn þar sem hún hefur komið,“ segir Guðbjörg. „Stór bók var gefin út á þýsku með sýning- unni og við höfum þýtt hana á íslensku í heild sinni. Eflaust er sýningin sett upp núna í til- efni af aldamótunum. Það er verið að líta til baka til síðustu aldamóta, frá þeim sem við stöndum nú á. Svo er áhugi á umhverfi og náttúru mjög mikill núna og ekki síst á ís- landi. Ég held að þessi sýning muni höfða mjög til Islendinga." 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.