Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 5
Jónssonar galdramanns. „1. júlí 1671 nefndu lögmenn og fógeti tíu sýslu- menn og tvo lögréttumenn í dóm á alþíngi til að rannsaka dóma þá, sem sýslumennirnir í Isa- fjarðarsýslu, Magnús Magnússon og Páll Torfason, höfðu kveðið upp um galdra áburð Guðmundar Magnússonar á Sigurð Jónsson. Sigurður var sjálfur á þíngi. Málsgögn voru svo laung, að ekki þótti fært að færa þau inn í lögþíngsbókina í heild sinni, en helzt eptirtakanlegt er það í þessu máli sem Sigurður meðkent hefir í héraði, sig brúkað hafa gras eitt, sem hann kallar gráurt, hvað ei hafi hrifið. Síðan segist hann annað gras melli- folium [Vallhumall] með kvikasilfri úr fjöður- staf brúkað hafa með sínu eigin sæði, að til lögðum nokkrum staf þar með, á eik ristum, með fylgjandi nokkurs konar versi eður vísu- orðum, er hann sjálfur segist diktað hafa, hvað hann í ljós látið hafi sýslumönnum og öllum þíngsóknarmönnum á heyrandi. í öðrum parti sé meðkenníng Sigurðar um sending undan Álfhól, sem stendur í síðustu meðkenníngu Sigurðar, að hann ásamt særingum og bölfun- arorðum, sem hann segist hafa haft, hafi hann sig niður lagt, og tekið græðisvepp, og látið blæða þar í tvo blóðdropa úr nösum sér, og seg- ist þar eftir hafa snarað honum í kjaptinn á djöflinum. Þetta er í héraði handskrifað af sex mönnum, en fyrir vorum dómi segir hann, að í draum hafi hann látið sæðið svo sem við kvennamannspersónu. Það annað, að sveppur- inn hafi hann frá sér kastað, en ekki viti hann. í kjaptin. á djöflinum. (Ólafur Davíðsson 1940- 1943:278-279) Ég veit ekki alveg hvað á að lesa út úr þessari frásögn en það er freistandi að líta svo á að Sigurður hafi gleypt svepp þann sem svo mjög hefur verið til umfjöllunar í dag- blöðum undanfarin haust og veldur ofskynjun- um. Nokkrar íslenskar lækningajurtir og galdraplöntur Vallhumall (Achillea millifolium) Vallhumall þykir hin besta lækningarjurt og er sögð brúkleg gegn ýmsum kvillum, jurtin er mýkjandi, blóðleysandi og styrkjandi. Sé rótin þurrkuð og mulin er hún talinn góð gegn ígerð og tannpínu. Seyði jurtarinnar er talið gott gegr. kvefi. Sutthitá, hrukkum og fiiapensium í andliti þvoi menn andlit sitt með því fyrir svefninn. Reyniviður (Sobus aucuparia) Á íslandi naut reyniviðurinn sérstakrar helgi, eins og sjá má á eftir farandi sögu. „Hér hafði í fyrndinni verið tígulegt, einstakt tré, talsvert hátt, með beinum og auk þess ílöngum blöðum og glæsilegum ávöxtum. Er það ætlun mín, að það hafi að vísu verið lárviður, sem þarna hafi verið gróðursettur af einhverjum dýrkanda forns átrúnaðar vegna þess, hvað staðurinn var hentugur, eða þá að hann hafi vaxið upp fyrir einstaka velgjörð Guðs, því að löngu fyrir vora daga flykktist almenningur að tré þessu með gjöfum, Ijósum og ýmiss konar þjónustu, sem var öldungis runnin af rótum páfatrúar og hjáguðadýrkunar, þar til óhjá- kvæmilegt var að eyðileggja það, til þess að taka fyrir hjátrúna. En nú hefur það aftur blóðgat með blöðum og ávöxtum og er orðið hið yndislegasta að nýju. Þess vegna er nágrönn- unum það óhæfa að skemma það.“ (Gísli Odds- son 1942:112) Þótt Gísli tali hér um lárvið þá er auðséð á lýsingunni að um reynivið er að ræða. Tréð er hátt með beinum greinum, ílöngum blöðum og glæsilegum ávöxtum. Allt þetta á við reynivið og svo ber þess að gæta að á tímum Gísla Odds- sonar voru einungis tvær trjátegundir á ís- landi sem náðu einhverri hæð. Annað var birki og hitt reynir, allir sem eitt- hvað þekkja til trjáa sjá strax að lýsingin á ekki við birki en kemur vel saman við útlit reynivið- ar. Þess má til gamans geta að talsverð hjátrú loðir við reyninn og var það trú manna að hann hefði níu náttúrur vondar og níu góðar og var það talið ógæfumerki að fella hann. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur m.a. þetta um reynivið. „Af viðartegundum hafa einna mestar sögur farið að reyniviðnum enda heí'ur verið allmikil trú á honum bæði að fornu og nýju og jafnvel allt fram á okkar daga. Hann hefur haft einhvers konar helgi á sér og merki- legt er það að hann skyldi verða Ásaþór til lífs er hann óð yfir ána Vilmur til Geirröðargarða og er því reynir síðan kallaður sjálfsagt í heið- urs skyni „björg Þórs“ sem Edda segir. Þó er það enn helgara og háleitnara sem stendur um hann í Sturlungu þar sem Geirmundur heljar- skinn sá ávallt ljósið yfir reynilundi sem vaxinn var í hvammi einum er Skarðskirkja á Skarðs- stönd var síðan byggð í. Af því að hann var heiðinn maður var honum ljós þetta ekki að skapi, en svo voldugur og ríkur höfðingi sem Geirmundur var dirfðist hann allt um það ekki að uppræta reynirunninn, en óskaði sér þess aðeins að hann væri horfinn burt úr landareign sinni og fékk ekki við gjört að heldur og hýddi smalamann sinn harðlega fyrir það að hann lamdi fé Geirmundar með reyniviðarhríslu. Seinna á öldum hefur hann þótt einhver óbrigðulasti sakleysisvottur þegar hann hefur sprottið á leiðum þeirra manna sem sökum hafa verið bornir og af teknir án þess að hafa getað sannað sýknun sína í lifanda lífi og eru um það sögur.“ (Jón Árnason 11980:639). I lokin má svo geta þess að nokkur bæjar- nöfn eru kennd við reynivið, eins og Reynistað- ir og Reynivellir og svo er auðvitað til manns- nafnið Reynir. Sortulyng (Arctostaphylus uva ursi) Sortulyng eða mulníngr var notað til að drýgja tóbak (þetta er reyndar einnig þekkt meðal Sioux indíána Norður-Ameríku) og til að búa til blek, það var einnig notað sem litarefni. í galdrabók frá 15. öld er það sagt gott til að fæla burt drauga. Nafnið lúsamulníngar er einnig þekkt, en það stafar af því að menn töldu sig verða lúsuga af því að borða sortu- lyng. Birki (Betul pubescens) Birki er ein af þessum plöntum sem íslend- ingar hugsa til í hálfgerðri lotningu, talað er um endurheimt birkiskóganna og skuldina við landið. Fyrirtæki og einstaklingar keppast við að koma nafni sínu á blað í tengslum við skóg- rækt. Seyði úr birkiberki þótti afar gott gegn nið- urgangi og til að verja barnarassa sviða. Þá þótti einnig gott að brugga vín, svo nefnt birki- vatn, úr birki. Skarfakál (Cochelearia officinalis) Skarfakál, kálgresi, síonsjurt eða skyr- bjúgsjurt er gömul lækningarjurt og mjög C- vítamínrík, henni var safnað á vorin og þótti hún hin besta lækning við skyrbjúg eins og eitt af nöfnum hennar gefur til kynna. Skarfakál var talið örva tíðir og þótti gott að leggja hana í mat til að varna rotnun. Ætihvönn (Archngelica officinalis) Ætihvönn hefur alla tíð verið mikils metin hér á landi og reyndar víðar. Á latínu heitir hún Ai-changellca sem þýðir erklefigiisjurt. Síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal talar um það í Grasnytjum sínum að hvönnin lækni milli 10 og 20 sjúkleika og Oddur Hjaltalín segir í bók sinni Islenzk grasafræði. „Urtin hefir styrkj- andi, vindeyðandi, svitaeyðandi, ormdrepandi, uppleysandi, forrotnum mótstandandi og blóð- hreinsandi krapt. Hún er því góð ímót matarólyst, vindum í þörmum, innvortis tökum, gulu, hósta, skyr- bjúgi, stöðnuðu tíðablóði, og mótstendr drep- sóttum [... ]. Til manneldis má rótina brúka, er hún munntöm fæða með fiski og nýu smjöri; hún er og bezta sælgæti bituð og selltuð með sykri.“ (Oddur Hjaltalín 1830: ekkert blaðsíðu- tal.) Það er ekki ólíklegt að hvönn hafi verið ræktuð hér á landi allt frá landnámi, hún var að minnsta kosti mikið ræktuð í Noregi, og í fom- sögum er minnst á hvannagarða. Hvannir hafa þótt hin mesta búbót og hafa mörg bæjarnöfn og örnefni hvönn sem hluta af nafni sínu, s.s. Hvanneyri, Hvanná, Hvannavellir og Hvanndalir. Nafngiftir að þessu tagi eru ómetanleg heimild um gróðurfar og plöntunytjar, hvönnin hefur sett svip á landið og verið mikilvæg nytjaplanta. Einir (Juniperus communis) Göngum við í kringum einiberjarunn er þýð- ing á dönskum texta sem á frummálinu heitir Sá gár vi rundt om en Enebærbusk. Flestir ís- lendingar þekkja textann vel og syngja hann þegar þeir ganga kringum jólatré. Barr einis er einkar gott við aflleysi og tíðarteppu og það þykir hið hollasta reykelsi. Aður fyrr voru eini- ber brennd og reykurinn látinn leika um sæng- urkonur til að halda djöflinum í skefjum. Þess má einnig geta að það eru einiber sem gefa sénever og gini sitt sérstaka bragð. Lokaorð Grasafræðin er tvíþætt, annars vegar sá þáttur sem snýr að líffræði jurta og hinsvegar sá sem snýr að nýtingu þeirra og sögu. Hér að framan hafa verið tíndar til nokkrar þjóðsögur og sagnir um notkun plantna á Islandi. Oll dæmin sýna tengsl þeirra við lækningar eða galdur. Heimildaakrá: Gísli Oddsson. 1942. íslenzk annálabrot og undur íslands. Akureyri, Þorsteinn Jónsson. Jón Amason. 1980. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Reykjavík, Þjóðsaga. Jón Norðmann. 1946. Allrahanda. Reykjavík, Leiftur. Oddur Hjaltalín. 1830. íslenzk grasafræði. Kaupmanna- höfn, Hið íslenzka Bókmenntafélag. Ólafur Davíðsson. 1940-1943. Galdur og galdramál á ís- landi. Reykjavík, Sögufélagið. Steindór Steindórsson. 1978. íslensk plöntunöfn. Reykja- vík, Menningarsjóður. Höfundurinn er kennari og fyrrverandi skólastjóri. Seamus Heaney KARL GUÐMUNDSSON ÞÝDDI SÖNGUR Reynitré eins ogstelpa með varalit. Milli vegar og hávegar elrin álengdar, írekjunni drjúpandi einræn innan um sefíð. Þárna eru leirublóm héraðshreims og eilífðarblómin með tárhreinan tón og andráin er syngur fugl í næstu nánd við hljómfall þess er til ber. HEILAGUR FRANS OG FUGLARNIR Þegar Frans boðaði fuglum ást forðum hlustuðu þeir agndofa, og hófu sig upp í heiðið blátt eins og sveimur af orðum sendur væri ígamni frá sælum vörum hans. Svo helltu þeir sér ofan og hvirfíuðust um hans koll og stóðu á tá og snerust á herðum heilags manns, hófust á vængjum sem í sælan dans ogsungu eins oghugsýnir tækju á sprett. Enda var þetta besta kvæði bróður Frans, rðksesíuirnar írausiar, tónbragðið létt. SUMARIÐ 1969 Meðan lögregluliðið bældi múginn skjótandi yfír í Falls-hverfí, var ég aðeins aðþjást undir ofríki Madrid-sólar. Síðdegi hvert, í soðketilssvækju kytrunnarþar sem ég bjó, að brjótast ígegnum ævisögu Joyce, barst ódaunn af físksölutorgi sem fnyk legði af fúlli hörtjörn. Að kvöldi á svölum, rautt vín, grunur einhver um börn ískuggakimum, konur með svart sjal við opna glugga; loftið oggatan, gljúfur niðandi spænsku. Við ræddum okkur heim um stirnda vegu ogleiftri sló afgljáleðri varðsveita sem af kviði físka á fíoti í hörspilltu vatni. „Snúðu heim,“sagði einhver, „reyndu aðná til fólksins.“ Annar þar særði Lorca fram úr haugi. Við sátum við sjónvarp undh• fréttum af tölu fallinna og nautaati; frægt fólk kom þaðan sem allt var enn að gerast. Ég hörfaði inn í svala Prado-safnsins. Málverk Goya „Skotnh' þriðja maí“ þakti þar vegg - upp teygðir armar uppreisnarmanns í krampa, herliðið með bakpinkla, hjálmbúið; markvís skothríð skyttnanna. í næsta sal martraðir hans grónar hallarveggnum - dimmir stormsveipir hrannast, sundrast, Satúrnus giitskreyttur blóði sinna eigin barna. Tröllvaxinn Kaos snýr digrum daus við veröld. Og þá þessi hólmganga: tveir kylfuberserkir lemja hvor annan til ólífís heiðurs síns vegna, öslandi í feni, að sökkva. Hann málaðihnúum oghnefum, sveifíaði skikkju ataðri eigin blóði og sagan sótti fram. Hluti Sumarsins 1969 birtist í síðustu Lesbók og láðist þá að geta þess, að aðeins væri um brot að ræða. Því er Ijóðið birt hér í heild ásamt tveimur öðrum. Þessar þýðingar birtust í bókinni Penninn hvassi, sem Bjartur gaf ót, og í voru þýðingar Karls Guðmundssonar á tæplega 40 Ijóðum eftir Seamus Heaney. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.