Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 7
Vöfflujárnið stendur á plötu sem hylur eldamaskínuna. Járnið fellur ofan í gat á eldavélinni. Eldhúsgólfið er með línóleum dúk, en undir eldamaskínunni eru steinflísar. Yffir samskeytin eru felldir koparlistar. Úr borðstofunni í Hlíðarhúsi. Veggjunum er skipt og neðri hlutinn er með viðaráferð eins og víða tíðkaðist upp úr aldamótum. borðstofuna við hliðina hafa verið í allgóðum efnum. Á neðri hæðinni er einnig húsbóndaher- bergið, þar sem Snorri hélt mest til síðustu árin, en hann var blindur í aldarfjórðung. Þar var öllu hagað þannig að hann gæti stutt sig á milli borða og stóla, því eins og Anna dóttir hans sagði okkur gestunum þá var hann svo kunnugur húsinu og staðhátt- um þar í kring að það var hans hálfa sjón. Á litlum bakka á borðinu er útsaumaður dúkur þar sem stendur „Látum nú vinir kaffið and- ann kæta“. Forláta peningaskápur frá nít- jándu öld stendur í einu horninu og bendir til þess að húsráðandi hafi verið athafnamað- ur í því blómlega bæj- arlífi sem ríkti á Siglu- firði á þeim uppgangs- árum þegar bærinn var fimmti stærsti þéttbýl- iskjarni á landinu. Á efri hæðinni eru svefnherbergin og vek- ur brekán á hjónarúm- inu sérstaka athygli. Baðherbergið var sett í húsið 1928 og heyrir það greinilega fortíð- inni til. Mikið ljóns- lappabaðker stendur þar undir glugga, en vaskurinn, speglar og snagar segja sína sögu um daglegt líf og þá ekki síður burstar og snyrtiáhöld sem liggja ofan á baðskápnum. Á borði í einu her- bergjanna liggur lítil skrifblokk merkt Lions, sem greinilega er komin til ára sinna, líklegt að telja megi aldur hennar í tugum ára. Þó hún sé í sjálfu sér ekki merkileg er allt eins víst að ekki til sé önnur eins. Á öðrum stað liggur prjónuð klukka á borði, sem Anna klæddist sem lítil stúlka. Á stigaskörinni stendur líka barnastóll- inn hennar, svolítið lúinn en afar fallegur. Það sem vekur at- hygli gestkomandi í Hlíðarhúsi er hversu vel öllu hefur verið haldið til haga, allt niður í minnstu smáatriði. Enginn skortur er á gömlum timburhúsum á íslandi, en fátítt að þau hafi ekki verið gerð upp innanstokks einu sinni eða oftar svo lítið eimi eftir af upprunalegu skrauti, málningu og stíl. Enda sjaldgæft að fólk standist þá freistingu að tolla i tískunni og láta berast með straumum hennar á hverjum tíma. Það er þó ljóst að Hlíðarhús þarfnast lag- færinga og viðhalds ef það á ekki að lúta í lægra haldi fyrir tímans tönn og er það Önnu nokkuð áhyggjuefni. Slíkt verk yrði að vinna af mikilli nærfærni og kostgæfni svo ekki glatist þau fjölmörgu smáatriði sem gefa húsinu sitt helsta heimildagildi. Húsinu væri ef til vill mestur sómi sýndur sem safn en Siglfirðingar státa nú þegar af Síldar- minjasafni sem enginn sem á leið um Norð- urland ætti að láta fram hjá sér fara. Það er mikill fengur fyrir lítið byggðarlag eins og Siglufjörð að hús á borð við þetta skuli hafa varðveist með öllu innanstokks. Ekki af því að það hafi tilheyrt einhverju óskabarni þjóðarinnar, nema í þeim skilningi sem við erum öll óskabörn, heldur einmitt vegna þess að það er minnisvarði um venjulegt fólk, um hversdagsleikann sjálfan sem okkur hættir svo oft til að vilja gleyma. „Ég elska fólk og fótatak manna“, segir Halldór Laxness í Raflýsingu sveitanna árið 1927. Hann er þá að eggja landann til að efla menninguna „sem auðgar lífið að jákvæðum verðmætum á öllum hugsanlegum sviðum" eins og hann orðaði það. En Halldór vakti einmitt sérstaka athygli á því í þessari grein að menningin fælist líka í húsakynnum manna, sem mynduðu ramma um andlegan viðurgjörning. Á íslandi standa ekki margar sögufrægar byggingar og því virðist það þeim mun mikilvægara að vernda þau fáu fótspor gengins fólks sem enn hafa ekki ver- ið máð út. Á efri hædinnl liggur prjónuð klukka á borði, en henni klæddlst Anna Snorradóttir sem lítil stúlka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.