Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 16
Kórstjórarnir Timo Lehtovaara frá Helsinki, Maximino Zumalave frá Santiago de Compostella og Pier Paolo Scattolin frá Bologna. Alice Bjornsvik frá Bergen, Luis Carlos Santos Alvarez frá Santiago de Compostella og Sheila Rech frá Bologna. Syngjandi samvinna FNISSKRÁIN á tónleikum Radda Evrópu er saman sett af verkum frá ólíkum menning- arsvæðum. Kórstjórar frá menningarborgunum völdu tónverk frá sínu landi sem þeir töldu bera sinni menningu og tungumáli best vitni. Þar er að fínna ný og gömul verk, trúarleg og þjóðleg, sem kórinn hefur æft af kappi í Reykholti undanfarna daga. Einnig hefur hópurinn æft verk eftir eitt þekktasta tónskáld samtímans, Arvo Párt, sem frumflutt verður á tónleikum kórsins í Hallgrímskirkju í kvöld, laugardags- kvöld, klukkan 20. Þá gefst fólki tækifæri á að hlýða á kórinn sem skipaður er evrópskum söngfuglum á aldrinum 16-23 ára. Síðari tón- leikar kórsins verða á morgun klukkan 17. Þegar blaðamaður kom í Reykholt snemma á fimmtudag stóðu æfíngar yfír í kirkjunni. Hugljúfir tónar heyrðust óma fram á gang er kórinn söng Negra Sombra eftir Juan Montes undir stjórn Maximino Zumalave frá Sant- iago de Compostella. Eftir æfinguna vatt blaðamaður sér að stjórnandanum og spurði hann um kórverkið. „Lagið er einskonar hug- leiðing," svaraði hann. „Þetta er þjóðlegt verk frá Galisíu og vel þekkt þar. Textinn er eftir Rosaliu de Castro sem var mikilsvirt skáld í Evrópu á 19. öld en á þeim tíma var mjög sjaldgæft að konur stunduðu ritstörf. Ljóðið býr yfir mikilli tilfmningu og laglínan einnig.“ Ná skýrum framburði Textinn er á galísísku en það er sérstök mállýska sem töluð er í Galisíu-héraði á Norður-Spáni. Maximino segir að krökkun- um gangi vel að syngja á þessari tungu. „Það er í rauninni ekki hægt að heyra nokkurn hreim,“ segir hann. „Þegar borgarstjórinn frá Santiago de Compostella kom hingað á "*■ sunnudaginn og heyrði kórinn syngja hafði hann á orði að framburðurinn væri mjög skýr og að textinn skilaði sér vel. Mér fannst gam- an að heyra það,“ segir hann brosandi. Þegar hér var komið við sögu bar að fínnska stjórnandann Timo Lehtovaara. Hann tók undir með Maximino og sagði að það hefði einnig komið verulega á óvart hversu vel ungmennin næðu finnska fram- burðinum. „Finnska er mjög erfitt mál því í henni eru mörg hljóð sem ekki finnast í öðr- um tungumálum. Eg bjóst ekki við að söngv- ararnir yrðu svona fijótir að tileinka sér þau.“ Allar menningarborgirnar leggja til einn kór- stjóra sem æfir og stjórnar tónlist sinnar w borgar. Því þurfa söngvararnir að laga sig að ólíkum vinnuaðferðum stjórnendanna og bendir Maximino á að það hljóti að hafa verið erfitt. „Ungmennin eru afskaplega fagmann- leg og það hefur mikið að segja. Þau eru Raddir [ Evró pu i halda sína fyrstu tónleika í Hallgríms- kirkju í kvöld. Á efnisskránni er fjöldi stórverka sem eiga rætur að rek ja til menningarborga Evrópu árið 2000. í samtali við Eyrúnu Baldursdóttur sögðu kórstjórarnir fró Finnlandi, Spóni og Italíu að þeim hefói komið mest ó óvart hversu auðvelt ungmennun- um reyndistað syngja ó mismunandi þjóðtungum. Morgunblaðið/Ásdís Raddir Evrópu syngja í Hallgrímskirkju. áhugasöm um allt það sem lýtur að verkun- um, hvort sem um ræðir tónlistina eða menn- ingarlegan bakgrunn.“ Reyni að lýsa með tónum sorginni sem stríðið veldur Eitt af verkunum sem Raddir Evrópu flytja er eftir Pier Paolo Scattolin frá Bologna á Italíu en hann er jafnframt einn af stjórn- endum kórsins. Það kallast Per non diment- icare og er tónsett við kvæði ljóðskáldsins Giuseppe Ungaretti sem var einn af frum- kvöðlum ítalskrar ljóðagerðar á 20. öld. „Ljóðið er skrifað í minningu um stríðið í Júgóslavíu árið 1992,“ segir Scattolin. „Með tónlistinni reyni ég að lýsa með hljóðum sorg- inni sem stríðið veldur. Verkið byrjar á einum tóni, sem táknar sameiningu, sem svo brotnar í ótal marga aðra.“ í verkinu skiptast á óm- stríðir tónklasar og spunakaflar þar sem hver söngvari leikur sér með fyrirfram ákveðna tóna sem stundum minna á grát. „I enda verksins leitum við að friði. Þá syngur kórinn sama tóninn og í upphafi verksins, sem felur í sér von um betri tíð,“ útskýrir tónskáldið. Hann segist vera ákaflega ánægður með kór- inn og kveður ungmennin geisla af sönggleði og áhuga. Kórinn mun einnig flytja hefðbund- inn ítalskan madrígala undir stjórn Scattolin. Raddir Evrópu munu á næstu vikum halda tónleika í menningarborgum Evrópu. Efnis- skráin verður mismunandi eftir stöðum og segir Timo Lehtovaara að fjölgað verði lögum frá þeim löndum sem sungið er í hverju sinni. Framlag íslands á tónleikunum í Hallgríms- kirkju er Requiem eftir Jón Leifs og einnig Gefðu að móðurmálið mitt sem er lag við 35. passíusálm Hallgríms Péturssonar. Hið síð- arnefnda mun hinsvegar ekki verða á dag- skrá á öðrum tónleikastöðum kórsins. Á tón- leikaferðalaginu munu Raddir Evrópu flytja Evrópskt rapp eftir Atla Heimi Sveinsson. Frumgerð þess var samin árið 1999 fyrir Hamrahlíðarkórinn en tónskáldið endurskoð- aði verkið síðan sérstaklega fyrir Raddir Evrópu. Það felur í sér einskonar sameining- armerki allra menningarborganna. Joikað að hætti Sama Því fer fjarri að kórinn syngi einvörðungu texta sem byggir á hefðbundinni setninga- skipan og má þar nefna annað af finnsku verkunum sem dæmi. Eitt þeirra heitir Pseudo-yoik og byggir á fornri sönghefð Sama. „Þetta er fremur nýtt tónverk eftir Jaakko Mántyjárvi sem er samið undir mjög almennum áhrifum af joiki,“ segir Timo. „Þetta er í raun háðsádeila sem fjallar um af- stöðu annarra Finna til þessarar sönghefðar. Það er ekki verið að gera grín að joikinu held- ur því að við hin teljum það rammfalskan söng,“ segir hann og sönglar lítið söngdæmi. Hann er fús til að útskýra meira um þessa sönghefð. „Samarnir h'ta ekki á joikið sem söng heldur nota það sem túlkun. Þegar þeir túlka hluti með þessum hætti eru þeir ekki að syngja um einhvern sérstakan hlut heldur eru þeir að syngja hlutinn eða réttara sagt joika hann,“ segir Timo og bætir við að Jaakko Mántyjárvi noti joikið á skemmtileg- an hátt í kórverkinu. Timo stjórnar einnig öðru þjóðlegu kórverki, Veret tuli mun silimi- hini sem er eftir Pekka Kostiainen. Agnus Dei í sérstöku uppáhaldi Kórinn hefur æft stíft í Reykholti frá 17. ágúst og munu krakkarnir hafa náð að kynn- ast hver öðrum nokkuð náið. Luis Carlos Santos Alvarez frá Spáni benti samt á að hon- um fyndust tungumálaörðugleikar hamla nánari kynnum. Blaðamaður ræddi við hann og tvær aðrar stúlkur úr hópnum og langaði í fyrstu til að vita hvort það væri erfitt að lúta stjórn ólíkra stjórnenda líkt og Maximino hefði bent á. „Þeir eru vissulega ólíkir en maður lærir mikið af þeim,“ svarar Luis. „Sumir segja allt með einni lítilli hreyfingu en aðrir hlaupa um kirkjuna," segir hann í nokkru gríni og þær Sheila Rech frá Bologna og Alice Bjornsvik frá Bergen hlæja að þess- ari athugasemd. „Af sjálfsögðu skiptir líka máli hvort um er að ræða rólegt verk eða lög eins og Evrópskt rapp þar sem við klöppum, stöppum og dönsum," útskýrir Sheila. Sheila segir að henni finnist nokkuð erfitt að syngja á skandinavískum tungumálum. „Við verðum með textann fyrir framan okkur á tónleikum og það skiptir auðvitað miklu. Ég held að það væri nær ógerningur að læra ut- anbókar alla textana þótt suma kunni maður vel nú þegar.“ Þau segja að það sé mjög gam- an að syngja verkin á efnisskránni og nefna nokkur sem hafa haft mikil áhrif á þau. Þegar talið berst að Agnus Dei eftir pólska tón- skáldið Penderecki grípa þau andann á lofti. „Það er svo kraftmikið," segir Alice full af áhuga. „Það fjallar um þjáningar gyðinga. í verkinu má heyra óp þeirra og það gerir verkið mjög áhrifamikið." Hún segist einnig sérstaklega hrifin af verkinu sem frumflutt verður á tónleikunum í kvöld, eftir Arvo Párt. Onnur verk sem flutt verða á tónleikunum í Hallgrímskirkju eru Tx-ois petites poémes lettristes eftir J. M. Rens, norska þjóðlagið Den dag kjem aldri í útsetningu Klaus Egge og Bi'uremarsj eftir Jan Magne Forde. Lokaspurningin til kórstjórnendanna var hvort þeir hefðu ákveðið aukalag ef kórinn yrði klappaður upp. Eftir nokkra umhugsun svaraði Timo brosandi: „Það hefur eiginlega ekki verið rætt ennþá. Ætli það verði ekki að vera á huldu aðeins lengur.“ I .-16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.