Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 13
i eins árs skeið á heilsuhæli í Sviss. Árið eftir afl- aði hún sér frekari menntunar og reynslu í höggmyndalist í París, þar sem hún skóp lista- verkið Móðurást. Það listaverk hlaut heiðurs- sess á Haustsýningunni í Grand Palais 1924 og fyrir það hlaut Nína evrópska viðurkenningu og vann sinn fyrsta sigur á alþjóðlegri sýningu. Listaverkið Móðurást var það listaverk er aflaði hennar mestrar viðurkenningar á Is- landi. Listvinafélagið keypti það og það var sett upp á áberandi stað í garði við Lækjargötu í Reykjavík - stað sem nýtur sín ekki lengur vegna pylsuvagns og strætisvagnaskýlis, þó listaverkð tali enn sínu máli. Þetta var fyrsta listaverkið sem sett var upp í Reykjavík, sem ekki var brjóst- eða heilmynd af einhverjum sögufrægum karlmanni. Með styttunni Móðurást í Lækjargötu má segja að Nína hafi „komist á blað á íslandi sem myndhöggvari". Síðan lá leið hennar til Róma- borgar - en þar bjó hún við sömu kjör og aðrir listamenn, sem flestir hverjir gátu varla lifað af list sinni og áttu á stundum vart málungi matai'. Leiðin liggur vestur um haf Á ái'inu 1926 bauðst Nínu að sýna list sína í New York Art Center, og þá urðu þáttaskil í lífi hennar. Hermt var að þar vestra væri unnt að lifa af listsköpun. Hún fluttist vestur um haf og bjó fyrst í New York, en síðar í Los Angeles og ílentist þar í þrjá áratugi. Átti hún þai' ljúft tímabil, en heimþráin til íslands og Fljótshlíð- arinnar var ætíð til staðar, og það hamlaði henni í ýmsum samkeppnum að vera íslenskur ríkisborgari, en ekki kom til greinar af hennar hálfu að skipta um ríkisfang. Frá þessu og mörgu öðru um listaferil Nínu sagði Ríkey Ríkarðsdóttir í mjög skemmtilegri grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 27. júní 1998. Grein Ríkeyjar byggðist á heimild- um sem hún fann í ýmsum söfnum og á mörg- um stöðum. Ríkey segir frá því að vestan hafs hafi Nínu boðist tækifæri sem ekki buðust í Evrópu. Par var oftar efnt til samkepnni meðal högglista- manna um tiltekin verkefni. Hún var t.d. hvött til að taka þátt í samkeppninni um gerð styttu, sem prýða átti forhlið Waldorf Astoria-hótels- ins á Manhattan í New York. Verk hennar Af- rekshugur, vængjuð vera á hnetti, hlaut sigur- launin í samkeppni um 400 listamanna. „Þá var mikið skrifað um Nínu bæði vestan hafs og austan, og Danir vildu t.d. eigna sér litlu grönnu stúlkuna úr Fljótshlíðinni," segir í grein Ríkeyjar. Ríkey segir þarna líka frá höggmynd af Vil- hjálmi Stefánssyni, sem gefin var til Islands á Alþingishátíðinni 1930. Nína tók líka þátt í samkeppni um styttu af Leifi Eiríkssyni, sem son, sem vígður verður í dag. Þó verður verk Nínu, Ung móðir, afhjúp- að ó stallinum sem er ó miðri mynd. Lundurinn er um 1.200 fermetrar. Blógreni og sitkagreni munu smóm saman mynda skjólveggi ó tvo vegu, en lógvaxið skjólbelti tryggja óheft útsýni til suðurs og vesturs. Kolbrún Þóra Oddsdóttir landslagsarkitekt hannaði lundinn. kið er geynit í Listasafni íslands en Ríkey fékk leyfi til að láta stækka verkið í Englandi og verður það afiijiipað við opnunina í dag. „Verkið Ung móðir hentaði að okkar mati vel í minningarlundinum þar sem þetta er fæðing- arstaður Nínu. Garðurinn er einnig teiknaður með styttuna í liuga því þar verða ráðandi kvenlegar bogalínur," segir Ríkey. Hún segir að verkefnið hafi orðið til þess að sameina ættingja og vini Nínu. „Þetta hefur þjappað okkur saman.Við erum búin að ákveða að hafa tvær vinnuhelgar í lundinum á sumri komandi og ætlum cinnig að hittast ár hvert á fæðingardegi Nínu, 26. ágúst.“ Ríkey segist að lokum vonast til að fólk inuni í fraintíðinni leggja leið sína í minning- arlundinn og pjóti þess að vera þar. Útsýni frá lundi Nínu er bæði stórbrotið og fagurt; jökull og Eyjafjöllin til austurs, grónir sandar og Vestmannaeyjar fyrir landi til suðurs og Fljótshlíðin fögur og gjöful til vesturs. Ríkey gekkst fyrir stofnun félags ættingja og velunnara fistakonunnar. Sjötti fundur félagsins er við vígsluna í dag. Myndin er tekin þegar félagarnir komu í fyrstu vettvangsferð sína að tóftum hússins að Nikulásarhúsum, þar sem Nína fæddist 26. ágúst 1892. Göngubrúin yfir Hlíðarendalæk er gerð úr límtré og bæði traust og fögur. Á myndinni til hægri er uppsprettulind, sem veitti íbúum Nikulásarhúsa og búpeningi þeirra lífsbjörg, var skammt frá húsunum. Hún er innan lundar Nfnu og hefur verið hlaðin upp og að henni lagðar gönguhellur. Lindin gefur lundinum sterkan svip. gefa átti til íslands 1930. Þó menn á borð við Einar Jónsson myndhöggvara mæltu með verki Nínu sigraði hún ekki að þessu sinni. Höggmynd Stirling A. Calder bar sigur úr být- um og hefur staðið á Skólavörðuholti síðan 1932, og annað eintak er í Seafarers Museum í Newport News í Virginíu. Verkið sem Nína sendi í samkeppnina sýnir ungan, skegglausan víking í stafni skips síns. Hann ber hönd yfir augu og starir á móti hinu óþekkta. Þetta verk hefur Eiríksstaðanefnd nú látið stækka og var það afhjúpuð við Eiríks- staði fyrir tveimur vikum. Fallegt verk á verð- ugum stað. Nína varð einnig fræg fyrir portrettverk sín, sem þóttu fáguð og listræn. Hún gerði brjóst- myndir af fjölda frægra manna og kvenna, en í þeirri list þótti henni öðrum betur takast að fanga einkenni og svipbrigði fyrirsætanna, og koma jafnvel til skila þeim einkennum, sem höfðu skapað þeim frægð og frama. Frægastar brjóstmynda hennar eru af leikkonunni heims- frægu Hedy Lamarr, Peter Freuchen, land- könnuðinum Vilhjálmi Stefánssyni og högg- myndin af Njáli söguhetju Njálssögu, sem er í eigu Listasafns Islands en er nú varðveitt í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Ríkey segir frá tilurð fleiri myndverka Nínu, m.a. er borgarstjóri Los Angeles bað hana að vinna verk sem táknaði hina ungu Ameríku. Þá varð til mynd hennar Promeþeus færir jörð- inni eldinn. Goðsögnin segir að Promeþeus hafi verið einn risanna, sem réðu heiminum áður en Olympsgoðin steyptu þeim af stóli, og að hann hafi stolið eldinum af goðunum og fært mönn- unum. Verkið var sett upp á áberandi stað í garði í miðborginni. Þar í borg er líka höfuð- mynd Nínu af Leifi heppna, sem fólk af nor- rænum uppruna gaf Los Angeles á degi Leifs heppna, 9. október 1936. Listaverkum Nínu bjargað fró glötun Nína var afkastamikil listakona og þrátt fyr- ir pantanir á verkum hlóðust upp hjá henni verk sem ekki seldust. Mörg þeirra eru afar fögur, eins og Rökkur, sem nú er í garði Sól- heima í Grímsnesi, Ung móðir, sem hlaut fyi-stu verðlaun í samkeppni yfir þúsund lista- manna í Hollywood, og Á hverfanda hveli, sem Nína lét gera í steinsteypu 1936. Ríkey segir frá því í Lesbókargrein sinni, að íslenskum athafnamanni, Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni í Kassagerðinni, hafi blöskrað að sjá hvernig komið var fyrir verkum Nínu í New York. Hann ákvað upp á sitt eindæmi að flytja verkin heim og sjá til þess að þau væru geymd þar til þeim yrði fundinn framtíðarstað- ur. Sá framtíðarstaður varð Listasafn íslands, því Nína ánafnaði safninu öllum óráðstöfuðum verkum sínum. Að beiðni menntamálaráðuneytisins gerði Nína eina höggmynd eftir að hún flutti heim til Islands 1956. Það var höggmynd af Jóni Sveinssyni, Nonna. Sú mynd „týndist" um ára- bil, en fannst loks uppi á lofti á Korpúlfsstöð- um. Hún var sett upp við Nonnahúsið á Akur- eyri 1992, og er þar á réttum stað. Ævintýrið um lund Nínu Ævintýrið um lund Nínu að Nikulásarhús- um, sem er að rætast, er einstakt í sinni röð. Ríkey Ríkarðsdóttir, ættingi Nínu, tekur sig til að starfsævi lokinni, að vekja landa sína til um- hugsunar um afrek Nínu á listasviðinu. Les- bókargreinin 27. júní 1998 gerði það hressi- Ung móðir - verkið sem verður afhjúpað í dag. lega. Hún boðaði síðan ættingja Nínu á fund og reifaði tillöguna um lund á fæðingarstað henn- ar. Hún fékk auðvitað stuðning þein’a, og þeir hafa mæst á fjórum fundum síðan og hrifist af og samþykkt allar framkvæmdir varðandi mál- ið. Sjötti fundurinn er í dag- vígsla lundarins. Ríkey fékk samþykki Listasafnsins fyrir því að verk Nínu, Ung móðir, yrði stækkað hjá fagmönnum í Englandi og sett upp í lundinum' Hún fékk jafnframt leyfi til að gerðar yrðu 100 —- styttur í ft-umstærð af verkinu til að selja og standa með því straum af kostnaði við fram- kvæmd hugmyndarinnar. Gerð þeirra annaðist Pétur Bjarnason, myndlistarmaður. Tuttugu af þessum styttum eru úr bronsi en 80 úr gifsi. Salan hefur gengið vel og mikill meirihluti styttanna er þegar seldur. Með styrk frá Landafundanefnd gaf Ríkey út bækling með helstu æviatriðum Nínu og myndum af helstu verkum hennar. Sjö þessara verka verða nú góða dagsferð frá Reykjavík til Fljótshlíðar, um Selfoss og Grímsnes, eins og fram kemur í bæklingunum. Ríkey vakti einnig athygli Landafundanefndar á verki Nínu á Waldorf Astoria-hótelinu. Nefndin þakkaði ábendinguna og verður þarna sameiginlega minnst listaafreks Nínu fyrir rúmum 70 árum. Núverandi eigendur jarðarinnar Nikulásar- húsa eftirlétu reit fyrir lundinn og eigendur f Hlíðarenda heimiluðu gerð göngustígs frá Hlíðarendakirkju að lundinum. Rífa þurfti bárujárnsklætt timburhús á jörðinni - og það verk varð framlag Fljótshlíðarhrepps. Vand- aðar brýr úr límtré hafa verið settar á tvo læki sem ganga þarf yfir, og einn ættingja Nínu, Guðmundm- Arason, gaf tvö fagurlega gerð skrauthlið, sem nauðsynleg voru á göngustígn- um að lundinum og annar velunnari, Hans G. Magnússon í Kirkjulækjarkoti, sá um og gaf uppsetningu þeirra. Kolbrún Þóra Oddsdóttir landslagsarkitekt vai- fengin til að hanna lund- inn. Besti hleðslumaður héraðsins, Víglundur Kristjánsson, var fenginn til að hlaða þar set- bekk og ættingjar og vinir hafa ásamt skóg- ræktarfólki á Tumastöðum annast gróðursetn- ingu trjáa. Öllu söluandvirði styttanna hefur verið varið til lundarins - ekki ein einasta ' króna til allra þeirra ferða sem Ríkey, ættingj- ar og vinir hafa farið, eða þess tíma sem hún og aðrir hafa varið í framkvæmd málsins.Tilkoma lundar Nínu er ótrúlegt afreksverk þegar haft er í huga að framkvæmd hvers þáttar verksins tekur jafnvel vikur. Það þarf því bæði ákveðni og óbifandi trú á málstaðinn til að hrinda slíku verki í framkvæmd. Nýr kafli ævintýrsms um lund Nínu á fæð- ingarstað hennar hefst í dag og markar þátta- skil. Um ókomin ár munu þeir sem leið eiga um Fljótshlíðina ganga að lundi Nínu og staldra þar við óvenjufagurt útsýni og minnast verka listakonunnar, sem hlaut frægð í tveimur heimsálfum og varpaði Ijóma á nafn Islands. Ættingjar hennar og vinir hyggjast hittast þar árlega á fæðingardegi hennar, 26. ágúst. Lundur Nínu að Nikulásarhúsum er fagurt dæmi um að draumar geta ræst og hugsjónir orðið að veruleika. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.