Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 11
Útivistarræktin EFTIR GUNNAR H. HJÁLMARSSON ÚTIVISTARRÆKTIN hefur nú starfað í fimm ár við miklar vinsældir. Hún var stofnuð haustið 1995 af dagsferðanefnd Útivistar og var ætlað að vera vettvangur fólks til að hittast og rækta líkama og sál í góðum félagsskap. Einnig var reiknað með að hún styrkti félags- starf Útivistar. Þetta hefur gengið eftir. Þátt- takendur í þessum gönguferðum hafa skipt þúsundum og enn er gengið tvisvar í viku allt árið. Þátttaka er öllum heimil og þátttökugjald er ekkert. í upphafi voru gönguferðirnar eingöngu á mánudögum. í fyrstu gönguferðinni voru þrír ferðanefndarmenn Útivistar, enda vissu fáir aðrir af Útivistarræktinni á þeim tíma, en fljót- lega fjölgaði þátttakendum. Aldrei hefur fallið niður gönguferð á mánudegi síðan þessar gönguferðir hófust. Gönguferðunum var fljót- lega fjölgað og voru fimm sinnum í viku þegar mest var. Nú á haustmánuðum og í vetur verð- ur gengið tvisvar í viku. Á mánudögum kl. 18 í Elliðaárdalnum og á fímmtudögum á sama tíma í Öskjuhlíð og Skerjafii'ði. Á mánudögum er farið frá gömlu Fáks- húsunum við Sprengisand við Elliðaár og farinn hringur í Elliðaárdalnum. Gengið er upp í gegnum hólmann í ánni og vestan megin við ána upp að Vatnsveitubrú, þar sem farið er austur yfii’ ána. Stansað er við Árbæjarlaug og hópurinn þéttur ef teygst hefur úr honum. Síðan er haldið niður með Elliðaám að austan, farið aftur inn í hólmann við félagsheimili Rafveitunnar og gönguferð- inni lýkur á sama stað og hún hófst um það bil klukkutíma og fimmtán mínútum fyrr. Á fímmtudögum er farið frá bílastæðinu við Skógræktarfélag Reykjavíkur í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út með Skerjaftrði að norðan út á Ægisíðu. Farið er sömu leið til baka og gönguferðin tek- ur rúma klukkustund eins og á mánudögunum. Tilgangur útivistarræktarinnar er marg- þættur. Auk þess að vera útivist og líkamsrækt er félagslegi þátturinn mikilvægur. Fólk kynn- ist og spjallar saman á göngunni, fer gjaman saman í Útivistar- ferðh' eða tekur þátt í öðru fé- lagsstarfi Útivistar. Auk þess hefur Útivistamæktin haldið samkomu einu sinni á vetri þar sem fólk skemmtir sér saman. Nú líður að hausti en sá tími getur verið mjög góður útivistar- tími. Gönguferðum útivistarfólks á fjarlægar slóðir fækkar en þörfin fyrir útivist og hreyfingu er áfram fyrir hendi. Gönguferð með Útivistarræktinni getur þá verið liður í því að viðhalda hreyfingu og þoli sem fólk fékk í gönguferðum sumarsins eða kærkomið tæki- færi fyrir þá sem vilja byrja á að hreyfa sig reglulega og vera með í skemmtilegum félags- skap. Höfundur ervaraformaður Útivistarog fararstjóri. Ljósmynd/GHH Á göngu í Elliðaárdal. ÁHRIF KRISTNl Á ÍSLENSKT MÁL Vi STJÓRN OG GUÐBRANDSBIBLÍA HÁKON konungur háleggur (1299-1319) beitti sér fyrir því að hlutum Gamla testamentisins var snúið á norrænu (íslensku) og hlaut verkið nafnið Stjórn, trúlega með vísun til stjórnar eða forsjár Guðs. í Stjóm er að finna allar Móse- bækurnar fimm, Jósúabók, Dómarabókina, Samúelsbækumar tvær og hluta Konungabók- anna. Þýðingin er ekki orðrétt, ýmsa kafla vant- ar í hana, og talsvert er um innskot og þýðingar að hætti þess tíma er veridð var unnið. Hvorki uppmni né ritunartími Stjórnar er óumdeildur en öll varðveitt handrit eru íslensk og hér á Is- landi var Stjórn mikið notuð. Stjómarþýðingin er að mörgu leyti ágæt ekki síst þar sem frum- textanum er ekki fylgt orðrétt heldur er oft um umritun eða endursögn að ræða. Því má segja að þar sé erlent efni klætt í íslenskan búning enda var löng hefð fyrir ýmiss konar þýðingum á Islandi. Að þessu leyti er Stjómartextinn mjög frábragðinn biblíuþýðingum siðskipta- manna. Oftar en ekki bera kristilegir textar 16. aldar það með sér að um þýðingar er að ræða þar sem erlendar fyrirmyndir era jafnan þræddar nánast orðrétt á kostnað málfars enda þótti mestu skipta að innihaldið kæmist ómeng- að til skila. Almennt má telja má að þýðing Stjómar sé betri en þýðing Guðbrandsbiblíu einkum þar sem Stjórnarþýðingin er ekki orð- rétt og hún byggist á þýðingarhefð sem nær aft- ur til 12. aldar. I Guðbrandsbiblíu gætir breytti'- ar afstöðu til framtextans, honum er fylgt sem nákvæmast og því gætir þar talsvert erlendra (lágþýskra) áhrifa, einkum á orðaforða en einn- ig setningaskipan. Dæmi þess eru mýmörg en hér skal aðeins nefnt eitt: (1) (1. Kon 21, 4): og fekk honum svo mikils, að hann lagðist í rekkju af ognaut hvorki svefns né fæðu [vl. matar] (Stj 600). Svo fékk honum þetta mikils að hann lagðist í rekkju, snúandi sínu andliti til veggjar ogát, ekki brauð (GÞ). Ef þýðingin Stjórnar og samsvarandi kaflar í Guðbrandsbiblíu era borin saman kemm- í ljós að margt er auðvitað líkt. I flestum tilvikum eru líkingarnar þó svo almenns eðlis að ekki er unnt að draga af því neinar ályktanir, þ.e. efnið er það sama og því hlýtur margt að vera svipað. Nokk- uð öðra máli gegnir um föst orðasambönd. Þar kemm- íhaldssemi málsins fram og í allmörgum tilvikum er fylgni á milli texta Stjórnai' og Guðbrandsbiblía svo mikil að ætla má að Stjóm sé bein fyrirmynd. Hér skulu nefnd nokkur dæmi (2-7): (2) Af orðatiltækinu standa augliti til auglitis (við e-n) er að finna afbrigðið andliti til andlits í Stjórn (Stj 349) og sama afbrigði er tvívegis að finna í Guðbrandsbiblíu (1. Mós 32, 30; 2. Mós 33,11 (GÞ)) en annars staðar ekki. Hér kann því að gæta beinna áhrifa. (3) í Stjórn er tvívegis að finna sérkennilegt orðafar um höfuð og hala með vísun til „vegs“ og „óvirðingar": Drottinn mun þig setja í höfuð en eigi í hala (5. Mós 28,13 (Stj 343)) og hann mun vera íhöfuð en þú í hala (5. Mós 28,44 (Stj 345)). Þessu orðalagi er haldið í Guðbrands- biblíu: Divttinn mun gjöra þig að höfðinu og ekki að haianum (5. Mós 28, 13 (GÞ)) og Hann mun höfuðið vera en þú halinn (5. Mós 28, 44 (GÞ)). Hér gæti einnig verið um að ræða bein áhrif. (4) Hið foma orðatiltæki standa e-m á hálsi er kunnugt í þremur afbrigðum í Stjórn: gangið á þeirra hálsa (Jós 10, 24 (Stj 370)), stígið á háis þeim (Jós 10,24 (Stj 359)) og troða háisa þeirra (5. Mós 33,29 (Stj 348)). - Líkingin vísar til þess er sigurvegari stígur (táknrænt) á háls fóllnum andstæðingi. í Jósúabók notar Guðbrandur sama orðatiltæki og í Stjóm: stigu á þeiira hálsa (Jós 10, 34 (GÞ)) en í 5. Mósebók kemur fram önnur þýðing sem byggist á því að orðið háls er tvírætt, vísar ýmist til „líkamshluta“ eða „hæð- ar“: þínir óvinir skuiu lækkast en þú skalt fram- bruna á þeirra hæðum (5. Mós 33,29 (GÞ)) og er þýðingin í Guðbrandsbiblíu sniðin efth' Lúthers- biblíu. Þessi skilningur hefm' haldist fram til nú- tímamáls: Óvinir þínir munu smjaðra fyrír þér ogþú munt fram bruna á hæðum þeirra (1912). (5) Hið forna orðatiltæki hefja höfúðs er kunnugt úr Stjóm: þeir máttu aldrei síðan höf- uðs hefja (Stj 397) og afbrigði þess er að finna í Guðbrandsbiblíu: þeir hófu ekki meir upp sitt höfuð (Dóm 8,28 (GÞ)). Hér virðist samsvörun- in augljós en í síðari útgáfum er notað annað orðalag, t.d.:... þeir gátu aldrei uppreisn fengið ... (Dóm 8,28 (Við)). (6) í fomu máli og síðari alda máli er orðatil- tækið bera e-n ofurliði algengt en í Stjóm er notuð önnur líking bera e-n magni (Stj 512) og hún er tekin upp í Guðbrandsbiblíu bera e-n of- urmegni (2. Sam 10,11 (GÞ)). (7) Loks má nefna að orðatiltækið fara feril e-s í merkingunni „feta í fótspor e-s“ kemur tví- vegis fyrir í Stjóm (Stj 585,605) og því er haldið á samsvarandi stöðum í Guðbrandsbiblíu (1. Kon 15,26). Auðvelt er að tilgreina miklu fleh-i dæmi þar sem fylgni á milli Stjómar og Guðbrandsbiblíu stingur í augu. Þau, ásamt öðra, benda til þess að Stjórn hafi að allmiklu leyti verið fyrirmynd fyrstu íslensku biblíuþýðingarinnar í lúterskum sið eftir því sem Stjómartextinn hrökk til og þau era til vitnis um það hversu mikla þýðingu og útbreiðslu Stjórn hefur haft á íslandi. Of- antalin dæmi verða að nægja á þessum vett- vangi en niðurstaðan virðist ótvíræð: um bein áhi'if er að ræða, þýðendur Guðbrandsbiblíu hafa haft Stjóm til hliðsjónar við verk sitt. Það er reyndar merkilegt að siðskiptamenn skuli hafa stuðst við kaþólsk verk er þeir unnu að fyrstu heildarútgáfu Biblíunnar, Guðbrandsbi- blíu (1584), en jafnframt er það til vitnis um það hve sterk íslensk biblíumálshefð er. Jón G. Friðjónsson GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG KRAFTUR- INN Veistu, — að vonin hún vakir við læstar dyrnar hjá þér ísvartnættis myrkrinu nærri hún er með náð sína ogfrið fyrirþig hlustaðu, heyrirðu ei höggin er á hurðina örþreytt hún ber viltu ekki opna þær vinur, dyrnar, fyrir voninni — og mér, EYÐI-MÖRKIN Hvít klæði svört sól sorgin kom hér við og dvaldist of lengi fyrirluktum augum sé égskugga bak við tjaldið sem skilur mig frá eyðimörkinni BLESSUÐ LITLU LÖMBIN Þolþjálfað Gourmet lambakjötið er auglýst á skjánum meðan fegurðar-droiiningarnaf spranga léttklæddar um ljósum prýtt sviðið og bíða þess að verða stimplaðar fyrsta flokks. ÁLÖG A miðnætti íhuliðsheimum er álagastund. Allt verður kyrrt oghljótt. Það er sem tíminn leysist upp oghveiii inn í eitt óendanlega stutt andartak sem á dularfullan hátt virðist líða hjá áður en það hefst. Fossinn í gjánni fellur þegjandi fram af bjargbrúninni ogáin streymir eftir farvegi sínum hljóð eins og andardráttur sof- andi ungabarns. Þyturinn í laufmu hægir á sér ogskógurinn er þögull og þrunginn leyndardómum sem leynast bak við sérhvert tré og halda niðri í sér andanum fullir eftir- væntingar og ástarþrár Oginnan þessa eilífðar augna- bliks og án þess að nokkur verði þess var erþessi töfrum slungna stund liðin hjá. Og allt er sem fyrr, en samt öðruvísi, líkt og náttúran sjálf sé að dansa í skóginum íklædd dimmbláum draumfógr- um kjól. Höfundur er myndlistarmaður. ( LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.