Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 6
Hlíðarhús eftir breytingarnar. Myndin er tekin 1929 eða ’30, Anna Snorradóttir stendur á grindverkinu með föður sínum. Snorri Stefánsson við húshornið á Hlíðarhúsi í kringum 1920. finnst ekki víða í nútímanum annars staðar en á minjasöfnum. Við gengum inn um bak- dyrnar og beint inn í eldhús, eins og líklega flestir þeir aufúsugestir sem bankað hafa upp á hjá heimilisfólkinu í Hlíðarhúsi í gegn- um tíðina. Þar var allt á sínum stað rétt eins og húsráðendur hefðu brugðið sér frá sem snöggvast. Vöfflujárn úr pottjárni á kola- maskínunni, himinblá emaléruð hringmót á lágum eldhúsbekknum og bollapörum í skáp- unum af því tagi sem margir leita að dyrum og dyngjum á fornmörkuðum. HVERSDAGSLEIKI Uf^DEIK ic rivjKniNo I ll_lf VtvJ Hlíðarhús stendur hátt í brekkunni innarlega á Siglufirði, þar sem útsýnið yfir fjörðinn og bæinn sjálfan er einna fegurst. Húsið er farið að láta á sjá, vindbarið þar sem það mætir norðangarranum. Rauð málningin er einungis eftir sem minn- ing á fallegri framhurðinni, fulningahurð með mörgum smáum gluggum. Gluggarnir á húsinu eru skreyttir á hornum og með krosspóstum, glerið í þeim elstu kíttað í rammana á hefðbundinn hátt með línolíu- kítti. Póstar og faldar eru eins og hurðin silfraðir undan vetrarríkinu og farnir að láta á sjá eftir rúmlega aldarlöng átök við nátt- úruöflin norður undir heimskautsbaug. Sem gestur og á þjóðlagahátíð á Siglufirði í sumar naut blaðamaður fádæma gestrisni Siglfirðinga. Ekki einungis að boðið væri glæsilegt, fullbúið hús til afnota á meðan á dvölinni stóð, heldur var það brátt fullskipað gömlum Siglfirðingum sem ekki töldu eftir sér að leiða Reykvíkinginn um bæinn og segja frá ýmsu markverðu sem tilheyrði uppvexti þeirra. Því var bankað upp á hjá Peningaskápurinn i herbergi Snorra Stefáns- sonar. Á veggnum á bak við má sjá dæmi um vandað gamalt veggfóður. Það er sjaldgæft að koma í hús þar sem engu er lík- ara en að tíminn hafi staðið í stað. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR fékk að svipast um í Hlíðarhúsi á Siglufirði, í fylgd Önnu Snorradóttur, en húsið hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1907. MorgunblaSiS/Halldór Þormar Húsgögnin í stofunnf voru sérsmíðuð fyrlr foreldra Önnu. Hurðin er eikarmáluð eða oðruð eins og svo margt annað í hús- inu. Bókaskáparnir fyrir aftan stólinn eru felldir inn í vegginn. Önnu Snorradóttur, eiganda Hlíðarhúss, en í bernskuminningum Siglfírðinganna héldust gamli tíminn og sá nýi í hendur í því húsi. Auðsótt var að fá leyfi til að ganga um gamla húsið, sem staðið hefur óhreyft frá því síðasti íbúirin lést háaldraður árið 1987. Það var faðir Önnu, Snorri Stefánsson, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðju Siglu- fjarðarkaupstaðar, en hann bjó í húsinu í áttatíu ár, allt frá því hann flutti þangað með fjölskyldu sinni 12 ára gamall árið 1907. Húsið, sem var byggt árið 1898, hefur því verið í eigu sömu fjölskyldunnar í hartnær heila öld. Húsið var stækkað tvisvar, 1924 og 1928, en þá tók það á sig núverandi mynd. Flestir sem komnir eru til vits og ára minnast þess að hafa heimsótt svona hús í bernsku sinni, en sá andi sem þar ríkir Það eru helst smáatriðin sem vekja at- hygli manns í húsi sem þessu. Ekki einungis húsbúnaður og hversdagslegir smáhlutir, heldur ekki síður hvernig gengið er frá inn- réttingum, hurðum og gólfum. Eldhúsinn- réttingin er frá árinu 1928 að undanskildum einum skáp sem var bætt við seinna. Inn- réttingin er eikarmáluð eða oðruð í musku- legum brúnum jarðlitum sem tilheyrðu þess- um tíma. Það er sérstaklega athyglisvert að sjá hvernig málarinn hefur ákveðið að skipta veggjum við stiga með mjóu brúnu striki, sem er eins og trélisti, enda var víða málað á timbur á þessum tíma á þann hátt að það líkti eftir dýrari og göfugri viði eða upphafnari byggingarlist. Uppi á lofti stendur t.d. lítil kommóða úr furu sem er svo listilega máluð að engu er líkara en hún sé úr dýrindis hnotu og svartviði. Mynstraðir línóleum gólfdúkar, þröskuldar, veggfóður og jafnvel gólflistar, segja sögu handverks, litavals og tíðaranda sem nú heyrir einungis sögunni til. Víða er skemmtilegt veggfóður og í stáss- stofunni er það dökk- brúnt og stíflakkað svo andrúmsloftið verður dálítið þungt en að sama skapi virðulegt. Stofuna prýða ákaflega falleg húsgögn, sérs- míðuð af Olafi Ágústs- syni, húsgagnasmið á Akureyri, fyrir foreldra Önnu árið 1926. Faðir hennar og Ólafur voru leikfélagar og Anna segir að þau hafi þurft að bíða svolítið eftir húsgögnunum vegna þess að þau vildu fá á þau vandað áklæði. Það virðist hafa gengið eftir því aldrei hefur verið skipt um áklæði á þessum húsgögnum og eru þau merkilegri fyrir vikið, enda heild- stæð eins og hönnuðurinn sá þau fyrir sér. í einu horninu er mikill lampi sem einnig þjónar sem borð, spónlagður úr fuglsauga og greinilegt að þeir sem bjuggu þessa stofu og 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.