Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 9
+ GERT UT A FJOLLIN OG FEGURÐINA - SÍÐARI HLUTI GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON Markalda Stafafefl í Lóni .• Pif: t." Norðurhnúla Geldinga- m V VíÚidali- hnúta / . 't /■ Kollumúla- + hraun0 \ % ■ ••• . • < Fyrirhuguð göngubrú 'íðidalur tóðaií •> S- lunsUlKqJlumúli 0 Grisatungur ^ MÚIaskálilSv,ptun):ur trndur T 0 fr Meingils- $ . *;• + SúrX ^ Stia- Keiiuvellir Grítiúhar- maBfí/i EsKifell Niai, VIII Langt er síðan Ferðafélag íslands hóf að efna til gönguferða um Lónsöræfi. Á skömm- um tíma hefur fjölgað mjög í þeim ferðum og má líklega rekja það til mikillar umfjöllunar um hálendið uppá síðkastið og almennari áhuga á því en áður var. Ætla má einnig að ný- leg áherzla á líkamsrækt og þolþjálfun eigi sinn þátt í þessu. Gönguferðir Ferðafélagsins eru ýmist fjögurra eða sex daga, en það er líka vinsælt að ganga frá Snæfelli suður í Lón og sú ganga tekur um sex daga. í fjögurra daga gönguferð frá Stafafelli er fyrst farið á bíl eins og áður er lýst inn á Illa- kamb. Sama dag er genginn Stórahnaushring- ur, sem tekur þrjár stundir að jafnaði, og gist er í Múlaskála. Á öðrum degi er sex tíma ganga um Víðibrekkusker og gil undir Sauðhamars- tindi. Á þriðja degi er gengið upp Leiðartung- ur, inn með Tröllakrókum og að brún Víðidals. Þetta er lengsti áfanginn; þá er gengið í átta tíma. Á fjórða degi er gengið í gil í nágrenni Múlaskála og síðasti gönguspölurinn er upp Illakamb í hádeginu, þar sem bílarnir bíða. í lengri ferðum er gist í skála við Kollumúla- vatn, Egilsseli, í eina til tvær nætur og gengið niður í Víðidal, um 300 m niður á við. Enda þótt Víðidalur sé í mikilli fjarlægð frá öllum manna- byggðum og þar að auki umlukinn háum fjöll- um var búið þar á 19. öld og sjást vel tóftir eyðibýlisins Grundar, þar sem þrisvar var búið á tímabilinu 1835-1897, alls í um 20 ár. í nútím- anum finnst okkur að fólk sem kaus að búa í slíkri afskekkt á 19. öldinni hafi verið einskon- ar útilegumenn Raunar minna aðstæður þama á sögusagnir frá íyrri öldum um að inni á hin- um ókunnu öræfum landsins væru búsældar- legir dalir þar sem útilegumenn áttu að lifa og reka blómlegan búskap. Jafnvel var því trúað að í þessum dularfullu útilegumannabyggðum væri gott mannlíf og menning jafnvel á hærra stigi en í byggð. Það er gamla sagan um grænna gras hinum megin við lækinn sem nærist þar sem fátækt, trúgirni og þekkingar- leysi fara saman. Um og eftir aldamótin 1900 fóru Stafafells- bændur að reka fé norður fyrir Skyndidalsá; aðallega sauði og fráfærulömb. Síðar var fé rekið á Innfjöll fyrir sauðburð og bæði rúið og markað þar innfrá eins og réttin hjá göngu- brúnni á Jökulsá vitnar um. Þessum upp- rekstri var hætt upp úr 1960 og þá fjárlaust að mestu á svæðinu í áratug. Þóttust glöggir menn sjá framfarir á gróðri á þeim tíma. Svo fór að bændur í Nesjum í Homafirði fengu að- stöðu til þess að reka á Lónsöræfi og mun hafa fylgt með í þeim kaupum að þeir tækju að sér fjallskil. Hefur sú skipan haldizt síðan. Með til- liti til sífellt minnkandi sauðfjáreignar má líta svo á að ónauðsynlegt sé með öllu að reka fé á Lónsöræfi, enda teljast þau friðland. IX Enn er sá kostur ótalinn að ganga frá Stafa- felli inn með Jökulsá að austanverðu. Hægt er að fara vel ökufæran vegarslóða framhjá eyði- býlinu Smiðjunesi við Jökulsá inn að Valskógs- nesi við Austurskóga, þar sem einnig var búið á 19. öldinni. Tóftir bæjarins í Smiðjunesi, hlaðnar úr þunnum hellum, bera ekki vott um rúmgóð húsakynni og þröngt hefur verið orðið um jarðnæði þegar menn neyddust til að nema land þar sem hvorki voru tún né útslægjur. Líklegast er að heyskapur hafi verið sóttur á engjar fram í Lón. „f t wBttmi Bílastæðið á lllakambi er ekki stórt. Framundan er fyrirheltna landið fyrir göngufólkið sem hér er að ferðbúast til niðurgöngu af lllakambi. Ljósmynd/Gísli Sig. ...«.gunbiaóiö/Oisli big. Myndin er tekin upp eftir Jökulsá af göngubrúnni. Hér sést í Stórahnausgil tll hægri, en lengra til vinstri í átt að Leidartungum þar sem skógarbrekkur eru. — ---------------------------------------------------------------.------------------------------------------------ ifftii Morgunblaðið/Gísli Sig Hér sést ofan í Olkeldugil frá veginum á Kjarrdalsheiði. Hægra megin rís Kollumúli. HRÍFANDIGÖNGULEIÐIR í FRIÐLANDI Ljósmynd/Gísli Sig. Við Múlaskála þar sem er miðstöð í gönguferðum um fjalllendið. Á myndinni er gönguhópur að undirbúa brottför. Önnur gönguleið er ofar í hlíðinni; þá komið niður hjá Hvanndal. Á þessari leið eru Raftagil og Hvannagil sem hefur komizt í útlenda leið- sögubæklinga fyrir óvenjulega magnað lit- skrúð. Framan við Hvannagil tekur við Gull- laugarfjall, kennt við Gulllaugu nokkra sem þjóðsaga greinir frá. Hún átti að hafa komið fyrir fjársjóði í fjallinu og svo fór að smali frá Stafafelli, sem var á ferðinni í svartaþoku, fann þar gullkistu. Kistan var hálf á kafi í jörð, en á enda hennar voru gullhöldur. Þegar smalinn reyndi að losa kistuna brotnuðu höldurnar af og varð smalinn frá að hverfa. Segir sagan að höldurnar hafi síðan lengi verið á kirkjuhurð- inni í Stafafelli. X Innfjöll með Eskifelli, Kjarrdalsheiði, Kollu- múla og Víðidal voru friðlýst samkvæmt nátt- úruverndarlögum í ársbyrjun 1977 og lá þá fyrir samþykki landeigenda. Náttúruverndar- samtök Áusturlands áttu frumkvæðið. Er þetta friðland á Lónsöræfum eitt af stærstu verndarsvæðum landisns, 320 ferkílómetrar að flatarmáli. Heima fyrir hafa Framfjöll og Innfjöll aldrei verið nefnd einu nafni Lónsöræfi, en almennt gera ferðamenn það og má líta svo á að lands- menn í heild noti það nafn. Fjalllendi Stafafells skiptist í þrjá viðlíka stóra hluta af ám og fjallatindum. Framan Víðidalsár og austan Jökulsár er nefnt Framfjall, en Innfjöll heitir svæðið innan Víðidalsár og austan Jökulsár. Þriðji hlutinn er Eskifellsfjöll, en svo hefur verið nefnt fjalllendið upp af Eskifelii vestan Jökulsár og nær það inn með jöklinum. Hér er mikil auðlegð fólgin í fegurð og tign landsins og gott er að njóta þess á gönguferð- um. En það er hér eins og annars staðar, að að- gengi þarf að vera til handa þeim sem ekki treysta sér í göngur. Segja má að vegarslóðinn inn á Illakamb skapi frumstætt aðgengi, sem sumir segja að sé nægilegt og megi jafnvel ekki vera betra; þá fari ævintýrabragurinn for- görðum. Nokkuð er til í því. Fyrir jeppamenn er gaman að kljást við Skyndidalsá og brekk- urnar í Kjarrdalsheiðinni. Ekki er líklegt að vegir verði lagðir að neinu marki um þetta stórbrotna fjalllendi. Jafn- framt er líklegt að einhvem tímann á 21. öld- inni verði vegarslóðinn inn á Illakamb gerður greiðfær á hvaða bíl sem er og Skyndidalsá brúuð. Meira þarf í rauninni ekki að gera til þess að mynda almennt aðgengi að náttúmfeg- urð Stafafells. í svipinn er talað um sem meg- inreglu fyrir allt landið að byggja hús fremur við jaðra hálendisins, en lítið eða ekki neitt uppi á þvi. í framtíðinni má þó ímynda sér að sífellt vaxandi ferðamannastraumi verði svar- að með háfjallahótelum hér og hvar, en um það verða ugglaust skiptar skoðanir. Þá gæti farið svo að eitt þeirra risi inn við Illakamb eða ann- - ars staðar á fjöllum Stafafells. Þess konar hót- el eiga sér til að mynda langa hefð í Ölpunum og þau má byggja þannig að þau falli að land- inu og litum umhverfisins. En hvort tveggja, hótelaðstaða og bærilegt aðgengi, er nauðsyn- legt ef þessi auðlind á að nýtast svo sem bezt má verða. XI Árið 1995 fengu landeigendur Gísla Gíslason landslagsarkitekt til að vinna að stefnumörkun í útivistar- og ferðamálum fyrir jörðina Stafa- fell, alls um 400 ferkm svæði. í tillögum Gísla er gert ráð fyrir þjónustumiðstöð í byggð, skála- og tjaldsvæði við Eskifell og Kollumúla, en tjaldstæði á Smiðjunesi, í Skyndidal og Víði- dal. Einnig er gert ráð fyrir brúm á Víðidalsá og Jökulsá. r Farið hefur verið eftir þessari skipulag- sáætlun, salernisaðstöðu komið upp á fjalla- tjaldstæðum og brúargerð er hafin í Víðidal. Áuk þess hefur 10 milljónum króna verið út- hlutað á vegaáætlun til brúargerðar milli Aust- urskóga og Eskifells við Einstigi og verður sú brú byggð 2002. Þar með verður Stafafell sam- fellt útivistarsvæði frá fjöru til fjalls. Með brúargerð og uppbyggingu þjónustu- svæða opnast nýjar hringleiðir milli svæða og aðgengi að háum tindum með frábæru útsýni. Enda þótt almennt sé talað um Lónsöræfi er eðlilegast að vísað sé til svæðisins í heild sem Stafafells, segir Gunnlaugur Ólafsson, farar- stjóri í gönguferðum og einn Stafafellsbræðra, og bendir á að rúmlega 30 ára gömul nafngift Ásgeirs Long, „Lónsöræfi", sem tengist kvik- mynd hans, gæti vísað til „öræfanna" ennþá innar, ógróins lands eða auðnar á Kollumúla- T heiði og Hraunum. Þannig væri hægt, segir Gunnlaugur, að tala um að þeir sem ganga frá Snæfelli og Fljótsdal fari um Lónsöræfi. En þeir sem ganga upp frá byggð í Lóni um Heimafjall, Austurskóga, Eskifell, Skyndidal, Kollumúla, Tröllakróka, Víðidal og Vesturdaí eru á ferð um Stafafell í Lóni; svæði sem skipulagt hefur verið sem griðland göngu- fólks. i? STAFAFELLS 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 9 V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.