Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Síða 2
VERK PICASSO FINNAST LJÓSMYND af Pablo Picasso hefur hér verið komið fyrir á stól við hlið tveggja af málverk- um meistarans sem sýnd verða í listasafninu í Ankara í Tyrklandi á næstunni. Tyrkneska lögreglan hefur fundið fjórar myndir eftir Picasso í suðausturhluta landsins á undanförn- um mánuðum. Verkin verða til sýnis í Ankara en það er trú lögreglu að myndunum hafi verið stolið frá Kúveit á tímum Persaflóastríðsins og smyglarar síðan beðið færis á að selja þær í Evrópu. Neðri myndin nefnist „Portrett“ og er af júgóslavnesku konunni Doru Maar, en sú efri nefnist „Ung kona“. Booker verðlaunin ATWOOD SIGUR- STRANGLEG London. Daily Telegraph. KANADÍSKI rithöfundurinn Margaret Atwood er að mati dagblaðsins Daily Telegraph líklegust til að hljóta Booker verðlaunin í ár. Sex rithöfundar voru á fimmtudag tilnefndir til verðlaunanna og segir blaðið tilnefningar dóm- aranna að þessu sinni einkennast af nokkurri sérvisku. Rithöfundamir sem tilnefndir voru í ár eru auk Atwood, Kazuo Ishiguro sem hlaut Booker- verðlaunin fyrir bók sína Dreggjar dagsins, Bretarnir Matthew Kneale og Trezza Azzopardi og írsku rithöfundarnir Brian O’Doherty og Michael Collins. Af sex tilnefningum í ár eru þrjú verkanna eftir rithöfunda sem eru svo til óþekktir, einn er maraþonhlaupari, annar lækn- ir á áttræðisaldri og verk Azzopardi er frum- raun hennar. Að sögn Simon Jenkins, formanns dómnefnd- ar, var þetta ekki gott ár fyrir þekkta höfunda. „Margir þekktir rithöfundar birtu verk sín í ár en ekki allir þeirra voru að birta sín bestu verk. Sum þeirra vöktu satt að segja vonbrigði," sagði Jenkins. Bók Atwoods, „Blind Assassin" eða Blindi leigumorðinginn, er hennar tíunda verk MorgunblaðiS/Jim Smart Gréta Mjöll Bjarnadóttir opnar sýninguna Hljóðrænar loftmyndir. TVÆR SYNINGAR OPN- AÐAR í LISTASAFNIASÍ LISTAKONURNAR Helga Magn- úsdóttir og Gréta Mjöll Bjarna- dóttir opna sýningar í Listasafni ASÍ í dag kl. 16. Helga Magnúsdóttir opnar málverkasýninguna Rís úr sæ í Ásmundarsal. Hún brautskráðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla fslands árið 1989. Helga hefur haldið ellefu einka- sýningar hérna heima og erlend- is. Verk eftir Helgu eru m.a. í eigu Listasafns íslands, Lista- og menningarstofnunar Hafnar- fjarðar og Flugstöðvar Leifs Eir- íkssonar. Opnuð verður sýningin Hljóð- rænar loftmyndir, verk Grétu Mjallar Bjarnadóttur, Grímsnes og Laugardalur, í Gryfju Lista- safns ASÍ. Verkið er innsetning sem samanstendur af loftmynd- um unnum með ljósmyndagrafík og tölvu sem gerir það mögulegt að hlusta á fólk segja ýrnsar sög- ur og minningar tengdar Gríms- nesi og Laugardal. Þetta er 6. einkasýning listamannsins. Sýningarnar verða opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 14- 18. Síðasti sýningardagur er 22. október. í Arinstofu steiidur yfir sýning á verkum Vigdísar Kristjánsdótt- ur. Morgunblaðið/Jim Smart Rís úr sæ er yfirskrift sýningar Helgu Magnúsdóttur. Fjölnir Stefánsson sjötugur AFMÆLISTÓNLEIKAR í SALNUM TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs heldur mánu- daginn 9. október sérstaka afmælistónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, til heiðurs Fjölni Stefánssyni, tónskáldi og fráfarandi skólastjóra skólans, en hann verður 70 ára þann dag. A efnisskrá tónleikanna verður úr- val kammerverka, einsöngslaga og kórlaga eft- ir Fjölni. Flutt verða m.a. tvö samleiksverk fyrir sex hljóðfæri, Dúó fyrir óbó og klarinett, Fimm skissur fyrir píanó, Þrjú sönglög við Timann og vatnið, útsetningar á íslenskum þjóðlögum fyrir sópran og píanó og loks Limrur og Þrír sálmar úr Sálmabók frá 1586 fyrir kór. Flytj- endur eru Margrét Stefánsdóttir, flauta, Gunnar Egilson, klarinett, Sturlaugur Jón Björnsson, horn, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Asdís H. Runóifsdóttir, víóla, Arnþór Jónsson, selló, Eydís Franzdóttir, óbó, Guðni Franzson, klari- nett, Nína Margrét Grímsdóttir, píanó, Þór- unn Guðmundsdóttir, sópran, Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanó, og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fjölnir Stefánsson innritaðist í Tónlistar- skólann í Reykjavík 1943 og lagði stund á selló- nám hjá dr. Heinz Edelstein. Tónlistarskólinn var þá til húsa í Hljómskálanum. Árið 1947 hóf Fjölnir nám í hljómfræði og síðar tónsmíðum FjölnirStefánsson hjá Jóni Þórarinssyni og lauk burtfararprófi í þeirri grein 1954. Hann stundaði framhalds- nám í London frá 1954-58 hjá Matyas Seiber sem var eftirsóttur kennari og þekkt tónskáld ungverskrar ættar. Að loknu námi 1958 kom Fjölnir heim og var ráðinn kennari við Tónlistarskólann í Reykja- vík og starfaði þar í 10 ár eða til ársins 1968. Hann tók jafnframt að sér stundakennslu við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ 1965-66, við Tónlistarskólann í Keflavík 1965-67 og við Tónlistarskóla Kópavogs 1966-67. Árið 1968 var Fjölnir ráðinn skólastjóri við Tónlistarskóla Kópavogs og gegndi hann því starfi til 1. september 2000. Tónverk eftir Fjölni hafa m.a. verið flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, á ís- lenskum og norrænum tónlistarhátíðum og á tónlistarhátíð ISCM (International Society of Contemporary Music). Fjölnir var einn af stofnendum Musica Nova 1959, en Musica Nova var vettvangur l'yrir unga, skapandi og túlkandi listamenn til að koma list sinni á framfæri. Fjölnir gerðist fé- lagi í Tónskáldafélagi íslands 1963. Hann var kosinn til trúnaðarstarfa við stofn- un Islenskrar tónverkamiðstöðvar 1968 og sat í stjórn til 1984 og sem formaður síðasta árið. Þá sat hann í stjórn STEF frá 1974-88 og árið 1969 tók hann þátt í stofnun STS, samtaka tónlistarskólastjóra og sat í fyrstu stjórnum þeirra. Fjölnir var valinn heiðurslistamaður Kópavogs árið 1994. Tónleikarnir í Salnum á mánudaginn hefjast kl. 20 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing. Til 15. maí. Ásmundarsafn: Sýning á verkum Ás- mundar Sveinssonar. Til 1. nóv. Verk í eigu safnsins. Café Mflanó: Hólmfríður Dóra Sigurð- ardóttir. Til 31. okt. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Dominique Ambroise. Til 22. okt. Gallerí Geysir, Hinu húsinu, Ingólfs- torgi: Geðveik list. Til 21. okt. Gallerí Reykjavík: Einkasýning Ólafai' Birnu Blöndal. Til 7. okt. Gallcrí Sævars Karls: Málverkasýning Sigurðar Árna Sigurðssonar. Til 20. okt. Garður, Ártúni 3, Selfossi: Kaj Nyborg, Drive-In. Gerðarsafn: Umbreyting, glerverk Sigrúnar Einarsdóttur og Sörens Lar- sens. Karólína Lárusdóttir. Þórður Hall. Sýning. Til 8. okt. Gerðuberg: Yfirlitssýning á verkum Bjarna Þórs Þorvaldssonar. Til 29. okt. Hafnarborg: Málverk eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Til 16. okt. Hallgrímskirkja: Myndlistarsýning Erlu Þórarinsdóttur. Til 27. nóv. i8, Ingólfsstræti 8: Douwe Jan Bakker. Til 22. okt. Islensk grafík: Sérkenni. Á sýningunni eru verk Kristínar Pálmadóttur. Til 8. okt. Jera gallerí: Myndlistarsýning Mar- grétar Elíasdóttur. Til 15. okt. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Stór alþjóðleg sýningin und- ir yfirskriftinni Tími - fresta flugi þínu. Til 8. okt. Listasafn Akureyrar: Margmiðlunar- sýningar og Steina Vasulka. Til 22. okt. Listasafn ASÍ - Gryfja: Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir. Til 22. okt. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Ljósmyndasýning - Sviðsetningar. Til 8. okt. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: cafe9.net. Til 31. okt. Jörgen Nash og Drakabygget. Gangurinn, 20 ára af- mælissýning. Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistannaður. Til 22. okt. Listasafn Sigurjóns Olafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Mokkakaffi: K. Sphultz. Til 22. okt. Norræna húsið: í nágrenni - Min hem- bygd. Til 18. okt. Skálholtskirkja: Sýning á teikningum Katrínar Briem. Til 30. nóv. Stöðlakot: Guðmundur W. Vilhjálms- son. Pastel- og vatnslitamyndir. Til 15. okt. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfírstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýn- ingarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Ymir við Skógarhlíð: Einsöngs- tónleikar Hjálmai’s P. Péturssonar. Tónleikarnir eru lokaáfangi burt- fararprófs Hjálmars frá Söngskólanum í Reykjavík. Kl. 17. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Tíbrá - söngtón- leikar. Flytjendur eru Björg Þórhalls- dóttir sópran og Þórhildur Björnsdóttir píanó. Kl. 20. LEIKLIST Iðnó: Ég var einu sinni nörd, sun. 8. okt. Stjörnur á morgunhimni, fös. 13. okt. Tilvist - Dansleikhús með ekka, miðv. 11. okt., laug. 7. okt. Þjóðleikhúsið: Horfðu reiður um öxl, mið. 11. okt., fim. 12. okt., fös. 13. okt. Sjálfstætt fólk - Ásta Sóllilja, laug. 7. okt. Sjálfstætt fólk - Bjartur, laug. 7. okt. Sjálfstætt fólk - Bjartur - Ásta Sóllilja, sun. 8. okt. Borgarleikhúsið: Kysstu mig, Kata, fös. 13. okt. Lér konungur, sun. 8. okt. Sex í sveit, fim. 12. okt. Loftkastalinn: Sjeikspír eins og hann leggur sig, laug. 7. okt., fös. 13. okt. Möguleikhúsið: Langafi prakkari, sun. 8. okt. Lóma, sun. 8. okt., sun. 8. okt. Völuspá, laug. 7. okt. Leikhúsið, Ægisgötu 7: Leikverkið Há- tíð morðingjanna í uppfærslu Leikskól- ans, fös. 13. okt. Kvikmyndavcrið: Shopping & Fucking, laug. 7. okt., fim. 12. okt., fös. 13. okt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.